Morgunblaðið - 10.05.1989, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.05.1989, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1989 Minning: * Johannes Arna- son, sýslumaður Breiðafjarðarfeiju og var formaður þeirrar nefndar er nú stendur að byggingu skipsins á Akranesi. í þessu starfi þróuðust og jukust okkar kynni í íjölmörgum ferðum saman, annað hvort í bflnum hans eða mínum á fundi fyrir sunnan eða heim í Hólminn aftur. Nú sakna ég þessara ferða, ekki bíltúrsins sem slíks, heldur ferð- anna með skemmtilegum og frá- sagnarliprum manni, sem hefur haft þroskandi áhrif á mig. Það er ekki ofsögum sagt að segja að Jó- hannes heitinn hafi átt dijúgan þátt í því að það varð af byggingu nýrrar Breiðafjarðarfeiju. Þess vegna er það sárt að honum skuli ekki hafas auðnast að taka við henni fullsmíðaðri. Sárt er að sjá á eftir góðum dreng og traustum húsbónda. Starfsmenn og stjóm Flóabátsins Baldurs vott Sigrúnu og bömunum dýpstu sam- úð á sorgarstundu. Guðmundur Lárusson Það þyrmdi yfir mig sunnudags- kvöldið 30. apríl sl. er ég frétti, að Jóhannes Ámason væri allur, hrif- inn mitt úr önn dagsins til þeirrar ferðar, sem okkur öllum er einhvern tímann búin. Hann, sem hafði svo margt á pijónunum og átti svo mörgu ólokið af því, sem hann hafði hafíst handa um. Ég kynntist Jóhannesi fyrst árið 1970, er ég með konuefni mínu, systur hans, heimsótti fjölskyldu hennar, sem þá var því nær öll búsett á Patreksfírði. Það kom fljótt í ljós, að þar fór heilsteyptur maður og drengur góður, enda hefur engan skugga borið á þau vináttu- og tengdabönd, sem þá vom hnýtt. Jóhannes fæddist á Patreksfirði 20. apríl 1935, sonur Sturlaugs Friðrikssonar og Sigríðar Jóhannes- dóttur. Jóhannes ólst upp með móð- ur sinni og systkinum. Sigríður móðir hans, f. 1903, hélt heimili með systrum sínum tveim, þeim Elínu, f. 1895, og Ólafíu, f. 1897, og móður sinni Herdísi Jónatans- dóttur (d. 1940), en að henni lát- inni héldu þær systur heimili saman áfram. Herdís, amma Jóhannesar, og afí hans og nafni, Jóhannes Árnason (d. 1917), voru ættuð af Snæfellsnesi, undan Jökli, frá Hellnum og nálægum byggðum. Þau fluttu í upphafí aldarinnar til Patreksfjarðar. Elín móðursystir Jóhannesar var í forsvari fyrir heimilinu, og litu hann og systkini hans ávallt á hana sem aðra móður sína. Elín var um árabil hjúkrunar- kona við sjúkrahúsið á Patreks- fírði, og var hún elskuð og dáð af Patreksfirðingum og mörgum öðr- um fyrir líknarstörf sín. Elín lést í hárri elli árið 1986. Þær systur Ólafía og Sigríður unnu ýmis störf innan og utan heimilis. Olafía lést árið 1961, en Sigríður lifir son sinn og dvelst nú á hjúkrunarheimilinu að Sólvangi, Hafnarfírði. Er Jóhannes fæddist bjó fjöl- skyldan í litlum bæ, sem Baldurs- hagi hét og var innst í plássinu, við Mikladalsveg. Þau húsakynni voru léleg, og réðust þær systur af litlum efnum í það stórvirki á stríðsárun- um að byggja nýtt, vandað steinhús á lóð bæjarins. Blessaðist sú bygg- ing með Guðs hjálp og margra vina. Flutt var í húsið árið 1945, en full- gert var það árið 1947. Það kom snemma í ljós, að Jó- hannes hafði góða námshæfileika. Hann lauk stúdentsprófí frá MA árið 1956 og lögfræðiprófi frá Há- skóla íslands árið 1963. Jóhannes varð sjálfur að kosta sig til náms og vann ýmis störf á sjó og landi í sumarleyfum sínum og með námi. Hann var ungur að árum, er áhugi hans á félagsmálum vaknaði, og varð hann snemma virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum, sat m.a. í stjórn SUS 1955-1961, þar af vara- formaður 1959-1961. Hann sat á Alþingi sem varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Vestfjarðakjör- dæmi nokkrum sinnum á kjörtíma- bilinu 1974-1978. Einnig sat hann Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna fyrir íslands hönd árið 1981. Að loknu lögfræðiprófí 1963 varð Jóhannes sveitarstjóri í sinni heima- byggð, Patreksfirði, og gegndi hann því starfí til ársloka 1968. Samhliða sveitarstjórastarfínu stundaði hann málflutningsstörf og útgerð. Einnig var hann fulltrúi sýslumannsins á Patreksfírði 1963-1964. Hann var skipaður sýslumaður Barðastrand- arsýslu í ársbyijun 1969, og gegndi því starfí til ársins 1982, er hann var skipaður sýslumaður Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu. Því starfí gegndi hann til æviloka, hinn 30. apríl sl., er hann varð bráð- kvaddur. Jóhannes var farsæll emb- ættismaður, sem gegndi vanda- sömu og oft lítt vinsælu starfi af festu og réttsýni. Jóhannes kvæntist hinn 20. maí 1961 Sigrúnu Siguijónsdóttur tón- listarkennara, f. 12. maí 1938 í Reykjavík, en ættuð úr Kjós og af Akranesi. Þau eignuðust 4 böm, sem öll eru hið efnilegasta fólk. Þau eru Ólafur Þór, f. 1961, uppeldis- fræðingur, Anna Berglind, f. 1965, að ljúka námi í fatahönnun í París, Siguijón, f. 1966, verkfræðinemi, en unnusta hans er Guðný Krist- mannsdóttir, og Elín, f. 1971, menntaskólanemi. Jóhannes var góður Qölskyldu- faðir og bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir bijósti. Sparaði ekkert til þess að börn sín gætu notið hinn- ar bestu menntunar. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja og eigum við hjónin margar góðar minningar frá heimsóknum til þeirra á umliðn- um ámm. I fríum og frístundum sínum að sumarlagi stundaði Jóhannes mikið laxveiðar og naut hann þeirra stunda mjög. Þeir vom líka ófáir laxamir, sem hann færði skyld- mennum og vinum að gjöf. Jóhann- es hafði yndi af bókum, og átti hann hið ágætasta bókasafn. Á yngri ámm sínum safnaði hann frímerkjum, og átti hann frá þeim tíma ágætt frímerkjasafn. Jóhannes var trúaður maður og rækti alla tíð þá trú, sem honum hafði verið kennd á æskuheimilinu. Hann trúði því, að jarðlífíð væri aðeins áfangi á langri vegferð. Þeim áfanga er Iokið, og nýr að heijast á nýjum slóðum. Blessuð sé minning hans. Magnús Ólafsson Að morgni 1. maí sl. barst sú fregn til Stykkishólms að Jóhannes Ámason sýslumaður hefði látist á heimili barna sinna í Reykjavík, að kveldi 31. apríl sl. Þá vom vart liðn- ar nema nokkrar klukkustundir frá því að Jóhannes hafði kvatt okkur starfsfólk sitt að loknum síðasta starfsdegi aprflmánaðar. Þá var hann glaður og hress. Þegar fyrsti starfsdagur maímánaðar hófst, mættum við. Skrifborðið hans blasti við okkur, þar sem málskjölum var raðað með þeim snyrtilega hætti sem honum var svo lagið að gera. Stóllinn hans var auður ... Jó- hannes var horfínn á braut. Upp í hugann koma minningar frá dag- legu amstri liðins tíma. Minningar, þegar slegið var á léttari strengi, og rætt var um stangveiði í hinum ýmsu veiðiám, þá mátti sjá glampa í augum sýslumanns. Jóhannes hafði mikið yndi af stangveiðum og átti hann margar ánægjustundir við straumlygna veiðiána. Það mátti sjá sama augnaglampann þegar talið barst að knattspyrnu, Jóhann- es hafði mikið dálæti á knatt- spymu. Ók hann oft um langan veg til að fylgjast með knattspyrnu- knattleikjum, og þá sérstaklega ef Akumesingar vom á vellinum, en þeir voru ávallt í uppáhaldi hjá hon- um. Upp í hugann koma spurning- ar, en við þeim eigum við engin svör. Mynd hans birtist í minningum liðinna ára, þar sem hann um- gekkst okkur starfsfólk sitt af mik- illi hógværð og kurteisi. Starf sýslumanns í víðfeðmu umdæmi með fímm þéttbýliskjöm- um kalla oft á mikla vinnu, og oft erfiða ákvarðanatöku. Þessi verk innti Jóhannes af hendi með verk- þekkingu, og hógværð. Við munum minnast hans með þakklæti og virðingu. Sigrún, við vottum þér og börn- um þínum okkar innilegustu samúð. Starfsfólk við embætti sýslu- manns Snæfellsness- og Iinappadalssýslu og bæjar- fógetans í Ólafsvík. Með örfáum orðum vilja forsvars- menn Viðlagatryggingar íslands minnast Jóhannesar Ámasonar sem nýlega lést, maður á besta aldri. Jóhannes átti sæti í stjórn VÍ frá upphafí eða miðju ári 1975, þegar lög vom sett um VÍ, og allt til dauðadags. Miklu skipti að vel tæk- ist til um mótun stofnunar þessarar sem var algjört nýmæli á landi hér og var ætlað að leysa umfangsmik- il og viðkvæm verkefni. Jóhannes Árnason reyndist á þessum vettvangi hinn ágætasti liðsmaður, setti sig vel inn í lög og reglur um VÍ og kynnti sér þau erindi og tjónstilvik sem stofnuninni bámst. Hann var glöggur og réttsýnn við úrlausnir mála og kom sér þá oft vel hversu vel hann var að sér um menn og málefni víða á lands- byggðinni. Jóhannes var góður félagi, prúð- menni hið mesta og glaðsinna, en hélt þó ávallt vel á skoðunum sínum og setti sjónarmið sín fram í stuttu en ským máli. Um leið og við þökkum góð kynni og samstarf, vottum við eftirlifandi eiginkonu, Sigrúnu Siguijónsdótt- ur, og börnum þeirra Jóhannesar, svo og öðmm aðstandendum, dýpstu samúð. Stjóm og framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar íslands. Jóhannes Árnason, sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og bæjarfógeti í Ólafsvík, lést 30. aprfl sl., aðeins 54 ára að aldri. Jóhannes fæddist 20. apríl 1935 á Geirseyri við Patreksfjörð. Foreldr- ar hans vom Sturlaugur Friðriks- son, sölumaður í Reykjavík, og Anna Sigríður Jóhannesdóttir síðar búsett á Patreksfírði. Jóhannes varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1956 og lauk embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1963 með góðum vitnisburði. Að námi loknu varð Jóhannes sveitarstjóri á Patreksfirði til ársins 1968 og gegndi því embætti til árs- ins 1982, er hann var skipaður sýslumaður Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, en því embætti gegndi hann til æviloka. Jóhannes var í eðli sínu samviskusamur og vandvirkur og gegndi embættum sínum af skyldurækni og ósérhlifni, enda var vinnudagur hans oft lang- ur og strangur. Jóhannes lét sig félagsmál miklu varða. Hann sat í stjórnum og nefndum fyirtækja og félaga og sat eitt sinn á Alþingi sem varaþing- maður Vestfjarða. Af sjálfu leiddi að Jóhannes naut trausts félaga sinna í Sýslumannafélagi íslands og Dómarafélagi íslands og gegndi um nokkurt skeið stjórnarstörfum í þessum félögum og formennsku í hinu fyrmefnda. Mér var um það kunnugt, að þeim trúnaðarstörfum sinnti hann af eðlislægri trú- mennsku, og lét sig miklu varða heill og hag stéttar sinnar og félags- skapar hennar. Jóhannes Árnason var traustur vinur vina sinna og góður félagi. Hann var glaður og glettinn í kunn- ingjahópi og kunni frá mörgu skemmtilegu að segja, Hann var víðlesinn og fróður og gerði sér far um að kynna sér sögu lands og þjóðar og fylgjast með þjóðmálum. Einnig hafði hann einstakan áhuga á íþróttum og fylgdist með íþrótta- keppni, ekki síst knattspyrnuleikj- um, sér til ánægju og dægrastytt- ingar. Jóhannes var áhugasamur og góður stangveiðimaður, og sakna nú félagar hans og sam- heijar á því sviði vinar í stað. Eftirlifandi eiginkona Jóhannes- ar er Sigrún Siguijónsdóttir, góð kona og traust, sem bjó Jóhannesi og bömunum kyrrlátt og notalegt heimili. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, en þau em Olafur Þór, Anna Berglind, Siguijón og Elín. Þau eru öll uppkomin og stunda nám í menntaskóla og há- skólum. Fjölskylda Jóhannesar var honum einkar kær, og lét hann sig miklu varða nám og framtíð barna sinna. Fyrir hönd Sýslumannafélagsins votta ég Sigrúnu, börnunum og aldraðri móður Jóhannesar innilega samúð, og vona að góðar minningar um hinn látna heiðursmann mildi þeirra miklu sorg. Að leiðarlokum eru Jóhannesi, sýslumanni, færðar alúðarþakkir fyrir fórnfús störf í þágu Sýslu- mannafélags íslands. Blessuð sé minning hans. Rúnar Guðjónsson Útför Jóhannesar Árnasonar sýslumanns í Stykkishólmi verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 10. maí. Jóhannes lést 30, apríl sl. í Reykjavík. Þar var hann hjá sonum sínum til hvíidar frá mörgum erfið- um verkefnum, sem hann ætlaði að vinna við í höfuðborginni að loknu helgarfríi. En kallið kom óvænt og öllum að óvörum. Jóhannes Árnason fæddist 20. apríl 1935 á Geirseyri við Patreks- fjörð. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1956 og lauk lögfræðinámi frá Háskóla íslands 1963. Með námi sínu við Háskólann starfaði hann sem erind- reki Sjálfstæðisflokksins, ritari fjár- veitinganefndar Alþingis og auglýs- ingastjóri dagblaðsins Vísis. Að loknu námi hóf Jóhannes störf í heimabyggð og þá sem sveitar- stjóri Patrekshrepps, sem hann gegndi til ársins 1968, jafnframt því að stunda málflutningsstörf og útgerð. 1968 varð hann sýslumaður Barðastrandarsýslu og gegndi því starfí til ársins 1982, er hann varð sýslumaður Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og gegndi því til dauðadags. Kynni okkar Jóhannesar urðu þá fyrst er hann tók við starfí sýslu- manns hér í Stykkishólmi. Vegna starfa okkar urðu kynni okkar og samstarf náið, ekki síst vegna mál- efna sýslunefndar og sveitarstjórn- ar. Jóhannes gegndi ýmsum störf- um í nafni sveitarfélaga í héraðinu, m.a. formennsku í stjórn Amt- bókasafnsins, sem hann hafði ein- lægan áhuga á að efla, og einnig formennsku í stjórn Flóabátsins Baldurs hf. Hann var einnig form- aður byggingamefndar hinnar nýju Breiðafjarðarfeiju. Áhugi Jóhann- esar á framgangi þess að smíðuð yrði ný Breiðaíjarðarfetja var ein- lægur, enda þekkti hann vel af eig- in raun nauðsyn þess að bæta sam- göngur við Vestfirði. Framgöngu hans í því framfaramáli ber að þakka og verður í minnum höfð, en nú á þessu ári mun feijan verða tekin í notkun. í öllum störfum sínum sýndi Jó- hannes atorku og áhuga og hafði mikinn metnað fyrir því að treysta byggðina í landinu þjóðinni til hag- sældar. Hann byggði á víðtækri reynslu sem sveitarstjórnar- og embættismaður. Byggðamálin vom honum sérstaklega hugleikin. í þeim efnum var hann hugsjónamað- ur og setti fram skoðanir sínar opin- berlega um það hvernig styrkja bæri atvinnulífið, styrkja lánastofn- anir hvers svæðis og efla sjálfstæði landshlutanna. Jóhannes var sannfærður um nauðsyn þess að treysta undirstöður þjóðfélagsins með öflugri byggð um allt land. Sem yfírvald, dómari og embætt- ismaður ríkisins var Jóhannes rétt- sýnn og varkár, en sýndi jafnan þá festu sem vekur traust. Eftirlifandi eiginkona Jóhannes- ar er Sigrún Siguijónsdóttir. Börn þeirra eru Ólafur Þór, Siguijón, Anna Berglind og Elín. Á kveðjustundu er samstarfið við Jóhannes þakkað og eiginkonu og börnum sendar innilegar samúðar- kveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Sturla Böðvarsson, Stykkishólmi. Hann lézt i svefni 30. apríl síðast- liðinn á ferðalagi í Reykjavík. Þar átti hann annað heimili á Reynimel t Eiginmaður minn og faðir okkar, SVERRIR SAMÚELSSON fyrrv. bifreiðaeftirlitsmaður, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt þriðjudagsins 9. maí. Eilen Eyjólfsdóttir, Guðrún Sverrisdóttir, Eyjólfur Sverrisson. t Bróðir okkar, mágur og fóstri, GEIRMUNDUR VALTÝSSON frá Reykjavík, lést í Borgarspftalanum 8. þ.m. Þórhildur Valtýsdóttir, Grfmur Pálsson, Karel Valtýsson, Valtýr Sigurðsson, Sverrir Kristjánsson. t Móðir mín, amma og langamma, LOVÍSA GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Sæviðarsundi 84, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum sunnudaginn 7. maí. Soffia Sveinbjörnsdóttir, synir og barnabörn. t Frænka mín, KARITAS PÁLSDÓTTIR, verður jarðsungin frá kapellu Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. maí kl. 10.30 f.h. Páll Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.