Morgunblaðið - 11.05.1989, Side 26

Morgunblaðið - 11.05.1989, Side 26
26 MORGUNBLAÐTÐ FIMMTUDAGUR 11. MÁÍ 1989 LAUGARDÖGUM Seljendur athugið! Pantið sölupláss á skrifstofunni Laugavegi 66, 3.h. virka daga frá 16-18. Upplýsingasími 621170 KOIAPORTIÐ ManKaÐStOgr ... undir sedlabunkanum. •Í'ijtÍt /iO/Lllt JOBIS COUECTÍON Laugavegi 59, 2. h., sími: l 52 50 Karlmannaföt kr. 3.995,- til 9.990,- Terylenebuxur kr. 1.195,- til 1.995,- Gallabuxur kr. 1.195,-, 1.230,- og 1.295,- Flauelsbuxur kr. 1.110,- og 1.900,- Sumarblússur kr. 2.770,- og 2.390,- Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. ■Vantar þig Stálhurðir Einangrun: Polyurethane Innbrennt lakk í iitaúrvali Yfir 300 uppsettar um land allt Leitið tilboóa ASTRA Áusturströnd 8 s. 61-22-44 Sovéskur sagnfræðingur: Rauði herinn steypti stj órn Afganistans Innrásin hófst í raun þremur dögum fyrr en áður var talið . Moskvu. Reuter. SOVÉSKIR hermenn, sem sendir voru til Afganistans í desember árið 1979, tóku þátt í að ráðast á forsetahöllina í Kabúl og steypa stjórninni, sem þá var við völd. Segir sovéskur sagnfræð- ingur frá þessu í grein, sem birt- ist nýlega. Með þessum upplýsingum, sem birtar voru í stjórnarmálgagninu Ízvestíu, hefur sagnfræðingurinn, Gankovskíj að nafni, gert að engu fyrri staðhæfingar sovéskra stjórn- valda um innrásina í Afganistan og aðdraganda hennar. Snerust þær áður um það, að Afganistansstjórn, ríkisstjórn Hafizullah Amins, hefði beðið um aðstoð Sovétmanna vegna utanaðkomandi yfirgangs en Gankovskíj segir, að Amin hafi ver- ið drepinn og Babrak Karmal settur í hans stað eftir að Rauði herinn réðst inn í landið. Að því búnu bað Karmal um aðstoð Sovétmanna. Megininnrás Sovétmanna í Afg- anistan hófst 27. desember 1979 en Gankovskíj segir, að fyrstu her- mennirnir hafi komið með herflutn- ingavélum til Kabúl þann 24. des- ember eða þremur dögum fyrr. „Af viðræðum mínum við hermenn er ljóst, að þessi flokkur tók þátt í árásinni á forsetahöllina. Hún stóð í stuttan tíma. Að undanskildum lífvörðum Amins reyndi enginn að koma honum til hjálpar. Þetta er sannleikurinn og það er kominn tími til að sepja hann allan. Þögnin elur aðeins af sér kviksögur." Gankovskíj staðfestir fréttir um, að æðstu valdamenn í Kreml hafi ákveðið innrásina. „Það er rétt, að skoðanir voru skiptar,“ segir hann, „en Leoníd Brezhnev tók sjálfur af skarið." Færeyjar; Stj ómmálaleiðtogar harðlega gagnrýndir fyrir óráðsíu Kaupmannahöfn. Þórshöfii. Frá N. J. Bruun og Snorra Halldórssyni, fréttariturum Morgunblaðsins FINNBOGI Isaksson, fjármálaráðherra Færeyja, segir að skattgreið- endur sem hafa yfir 200 þúsund danskar krónur (1500 þúsund ísl.kr.) í árstelgur verði að greiða hærri skatta en fram til þessa. Fyrir þrem vikum þvingaði stjórnin lánastofnanir til að lækka útláns- vexti á fé til húsnæðiskaupa og atvinnureksturs um einn af hundr- aði. Jafiiframt voru innlánsvextir lækkaðir um sama hlutfall en Jogvan Sundstein lögmaður hét því að stjórnin myndi leggja fram lagafrumvarp í haust sem bætti hlut sparifjáreigenda. Isaksson, sem er vinstrisinni úr Þjóðveldisflokknum, segir að vaxtalækkunin sé nauðsynleg þar eð færeysk heimili ráði ekki við vaxtabyrðina. Samsteypustjómin hefur lagt fram tillögur til hækkana á skött- um og öðrum gjöldum er samtals munu auka tekjur ríkissjóðs um 150 milljónir króna (1100 milljónir ísl.kr.) til áramóta. Sagt er að tekj- ur hafi verið ofmetnar í síðustu fjárlögum auk þess sem fiskverð hafi hækkað minna en búist var við. Samtök útgerðarmanna hafa mælt gegn því að fiskveiðiflotinn verði minnkaður eins og lagt hefur verið til; þess í stað beri að útvega honum meiri kvóta á fjarlægum sem nálægum miðum. Danska blaðið Jyllands-Posten skýrði nýlega frá niðurstöðum nefndar á vegum danska forsætis- ráðuneytisins er kannaði færeysk efnahagsmál. Færeyingar eru þar harðlega gagnrýndir og sagt að stöðva verði tilbúna þenslu í efna- hagslífinu eins fljótt og mögulegt sé. Nefndin hefur enga trú á því að boðaður niðurskurður land- stjómarinnar takist. Tekjur séu enn áætlaðar of háar og sum útgjöld muni reynast of lág. Um erlendu skuldirnar segir: „Skuldakreppa Færeyinga er orðin siík að aðeins fáein þróunarlönd eru jafn illa stödd.“ Þa segir að endurskoða beri styrki til sjávarútvegsins og fækka fiskiskipum. Vaxtastefna stjórnvalda gengur í berhögg við markaðshyggjustefnu Fólkaflokks Sundsteins, að sögn Birgis Danielsen, sem ec-forstjóri stærsta fyrirtækis landsins, Foroya Fiskasolu. Það er samvinnufyrir- tæki er veltir milljörðum d.kr. ár- lega. „Stefnan stríðir gegn lögum náttúrunnar," segir Danielsen. Hann gagnrýnir einnig harkalega fjárfestingaáráttu yfirvalda og seg- ir að fyrirhuguð jarðgangagerð og ferjukaup til samgöngubóta á Sandey, samþykkt í tíð fyrri stjóm- ar, séu „alger vitfirring." Sér- hagsmunapólitík einstakra byggða hafi verið látin ráða ferðinni. Um stefnuna í sjávarútvegsmálum seg- ir hann:„Frá miðjum áttunda ára- tugnum hafa stjórnvöld spennt allt of þéttriðið öryggisnet undir at- vinnufyrirtækin og ríkissjóður hef- ur stutt fáránlegar framkvæmdir sem hafa' leitt til efnahagslegs og Birgir Danielsen:„Ríkissjóður hefur stutt fáránlegar fram- kvæmdir sem íeitt hafa til efna- hagslegs og siðferðislegs hruns í þjóðfélaginu." siðferðislegs hruns í þjóðfélag- inu...Fiskiskipaflotinn er 30-40% of stór.“ Jyllands-Posten segir einnig frá því að í apríl hafi allir flokkar á danska þjóðþinginu, að Framfara- flokknum undanskildum, samþykkt lög um ríkisábyrgð fyrir 300 milljón króna (2200 milljón ísl.kr.) láni sem nota skal til ijárfestinga og endur- hyggingar á fiskiskipum í Færeyj- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.