Morgunblaðið - 11.05.1989, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1989
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL.10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu . .
Laun kennara
Guðbjörg Tómasdóttir-
hringdi:
„Bókagerðarmaður spyr um
laun kennara í Velvakanda föstu-
daginn 5. maí og get ég upplýst
hann um þetta. Flokkur 141 er
grunnflokkur grunnskólakennara
og þar hafa þeir í byijunarlaun á
milli 50 og 51 þúsund á mánuði.
Flokkur 142 er grunflokkur fram-
haldsskólakennara og eru þeir
með rúmlega 52 þúsund. Þetta
er miðað við fulla stöðu. Kennarar
sem hafa starfað í 18 til 30 ár
fá 74.574 kr. á mánuði.
Ég held að kennarastéttin sé
eina starfsstéttin í landinu sem
býr við það að hluti af launum
hvers mánðar yfir árið er tekinn
og geymdur vaxta og verðbóta-
laust, eftir því sem ég best veit,
og svo er féð notað til að borga
út kaup yfir sumartímann. Yfir-
leitt heyrir maður talað um að
kennarar séu í fríi allt sumarið á
fullu kaupi, en ég hef aldrei heyrt
minnst á að hluti af þessum þrem-
ur mánuðum er sumarfrí rétt eins
og venjulegt fólk fær en hinn
tímann eru þeir búnir að vinna
af sér.“
Þakka stuðning’inn
Kennari á landsbyggðinni -
hringdi:
„Bókagerðarmaður spyr um
laun kennara í Velvakanda fyrir
nokkru. Ég er kennari með BA-
próf og hef kennt fulla kennslu í
þijú ár. Ég hef 58.337 í laun á
mánuði. Heimavinnuyfírvinna er
2,9 tímar á mánuði (u.þ.b. 1700
kr.) í mars fékk ég útborgað sam-
tals 51 þúsund krónur og í mars-
mánðuði borgaði ég 20 þúsund
af námsláni. Ég vill þakka Félagi
bókargerðarmanna og Snót í
Vestmannaeyjum stuðninginn og
held að hin verkalýðsfélögin hefðu
betur staðið með okkur.“
Að hafa eitthvað að segja
Lesandi hringdi:
„í sambandi við sönglaga-
keppnina vil ég koma eftirfarandi
á framfæri: Agætu dægurlaga-
höfundar. Athugið að hafa eitt-
hvað áð segja áður en þið farið
að semja því þá gæti tekist betur
til. Texti lagsins sem tapaði svo
glæsilega var ekki annað en bull.
Við hljótum að gera meiri kröfur.
Á undanfömurri áratugum höfum
við eignast mörg góð dægurlög
með góðum söngtextum. Ef við
höfum ekkert frambærilegt færi
betur á því að taka ekki þátt í
þessari keppni.“
Úlpa
Úlpa var tekin í misgripum í
Tívolí í Hveragerði sl. laugardag.
Upplýsingar í síma 688213.
Fæðmgarorlof er ekki frí
Til Velvakanda.
Ég hef stundum gaman af að
lesa það sem O.Ó. skrifar í Tímann
um hin ýmsu málefni. Oft skrifar
hann þátt sem nefnist „Vítt og
breitt". Gamansemin þar er að vísu
stundum dálítið köld og útúrsnún-
ingarnir út í hött. En þó er viss
glettni í þessu.
Föstudaginn 3. mars skrifaði O.Ó
pistil sem hann nefndi „menntandi
bameignir". Þar er á skondinn hátt
gert gys að þeim sem beijast fyrir
því sjálfsagða réttlætismáli að
vinna við heimili og uppeldi verði
metin til starfsreynslu. O.Ó. þykist
halda að börn skjótist út úr mæðr-
um sínum og hlaupi þegar í stað út
í lífið, alsjálfbjarga. Það virðist ekki
hvarfla að honum, blessuðum karl-
inum, að það þurfi að afla sér neinn-
ar kunnáttu til að annast börn,
hvað þá að sú kunnátta geti komið
að gagni viðrirlausnir annarra verk-
efna. Auðvitað er O.Ó. að hæðast.
En því miður endurspeglar þetta
háð viðhorf þjóðfélagsins til mikil-
vægra og ómissandi starfa.
Sannleikurinn er sá að „barn-
eignafrí" eru síður en svo nein frí.
Fyrir nokkrum árum fór ég í þriggja
mánaða fæðingarorlof. Á þeim tíma
skilaði ég samfélaginu vinnu-
stundafjölda sem svaraði til liðlega
átta mánaða vinnumarkaðsvinnu.
Þar að auki var þetta lærdómsríkur
tími. Ég gæti trúað að margar kon-
ur hefðu svipaða sögu að segja. Það
er heldur engin ástæða til að úti-
loka karlmenn frá þeirri reynslu og
menntun sem umönnun barna hef-
ur í för með sér.
Guðrún
20%
VERDUEKKUN
Eldhúsinnréttingar
Baöherbergisinnréttingar
Fataskápar
Sýningarsalur opinn:
Mánudaga-föstudaga frá kl. 09.00-12.30 og 13.30-18.00
Laugardaga frá kl. 11.00-16.00
Sunnudaga frá kl. 13.00-16.00
Innréttingar 2000 hf.,
Síðumúla 32, sími 680624.
GARÐASTAL
Afgreitt eftir máli.
Allir fylgihlutir.
= HÉÐINN =
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000
U
Við seljum örfáa Citroén AX, árgerð 1989, á tilboðsverði í nokkra daga. Allt að 72 þúsund króna afsláttur.
Citroén AX hefur slegið í gegn í Evrópu enda er hann
einstaklega sprækur en sparneytinn fjölskyldubíll.
Skoðanakönnun Hagvangs sýnir að íslenskir kaupendur
(93% aðspurðra) kunna svo sannarlega að meta AX-inn sinn.
Citroén AX fæst þriggja og fimm dyra.
Hikaðu ekki, tryggðu þér splunkunýjan Citroén AX á
tilboðsverði, frá
469.000 kr.