Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989 Logið með þögninni eftirSverri Hermannsson Séra Ámi Þórarinsson sagði að Snæfellingar væm snillingar í að ljúga með þögninni. Þetta rifjaðist upp fyrir mér við lestur greinar blaðamannsins E. Hirst í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag. Grein E. Hirst er illa strokkað tilberasmjör, en upplýslr kannski hvað hún telur að eigi að vera „hlut- verk fjölmiðla eins og fréttastofu Stöðvar tvö“, eins og hún sjálf kemst að orði. Á liðnum vetri var það að Ó. Grímsson, fjármálaráðherra, þóttist svo aðþrengdur að hann brá á það ráð að láta undirsáta sinn í fjár- málaráðuneytinu gefa „Pressunni“ upplýsingar um biðlaun Sverris Hermannssonar. E. Hirst tók strax vel við sér og rannsakaði málið gaumgæfilega og flutti það ræki- lega á Stöð tvö með þeim umbún- aði, að það væri undantekning og ætti við Sverri einan, enda hefði hann riðið fyrstur á vaðið. Raunar kveður við sama tón í Morgunblaðs- grein fréttamannsins. Auðvitað hafði E. Hirst fengið um það upplýs- ingar á Alþingi að fjölmargir þing- menn höfðu notið sömu kjara og Sverrir, þegar þingsetu þeirra lauk. En frá því sagði hún aldrei. Þagði um það og hagaði sér eins og Snæ- fellingur að sögn sr. Árna. Blaðamaðurinn reynir að finna sérstöðu Sverris með því að hann hafi sjálfur sagt af sér þing- mennsku, en ekki verið felldur frá kosningu til þings eða ákveðið sjálf- ur að fara ekki í framboð. En snýst málið um þetta? Hvert er aðalatriði málsins? Aðalatriði málsins er auðvitað það, að maður, sem hættir þing- mennsku, fær greidd biðlaun frá Alþingi, enda þótt hann þiggi samtímis laun annarsstaðar frá. Sama gildir um ráðherra í sex mánuði. Og sannanlega hafa nær tveir tugir þingmanna gert það á þeim tíu árum, sem lögin hafa gilt, auk annarra sem voru komnir á eftirlaun hjá Alþingi og annarsstað- ar. En um þetta þagði snæfellingur- inn E. Hirst. Henni hefir fundizt það of mikil útideyfa að eltast við heilan hóp fyrrv. þingmanna, auk þess sem hún með hinum hættinum fylkti drengilega liði með sjálfum fjármálaráðherranum. Meðal ann- arra orða: Hefir E. Hirst ekki spurzt fyrir um laun hr. Ó. Grímssonar í Háskólanum í maí, júní ogjúlí 1983, á sama tíma og hann þáði full bið- laun frá Alþingi? En það má segja fleiri frægðar- sögur af E. Hirst. Samtímis og hr. Ó. Grímsson lét upplýsa „Pressuna" fékk hann einkavin sinn, Benedikt Þórðarson, forstöðumann Hlutafé- lagskrár, til að senda bankaeftirliti Seðlabanka íslands að næturlagi tuttugu ára gamla tilkynningu um skipan stjórnar Ögurvíkur hf., til að færa sönnur á að Sverrir Her- mannsson sæti enn í stjórn í fyrir- tækinu, þrátt fyrir að hann væri orðinn bankastjóri. Hlutafélaga- skráin er vafalaust ömurlegasta fyrirbrigði íslenskrar opinberrar þjónustu, og er þá langt til jafnað. Það heyrir fremur til undantekning- ar en hitt að fyrirtæki tilkynni um breytingu á högum sínum, sem þeim þó ber, enda ekki eftir neinu gengið af hálfu þessarar ördeyðu. Þar eru vandlega skráð fyrirtæki þar sem enginn stjórnarmanna er ofar moldu. Og nú komst hnífur E. Hirst í Sverrir Hermannsson feitt. Nammi-namm! Hún skundaði niður á Lindargötu í Hlutafélaga- skrá að gegna „hlutverki fjölmiðla Refskák í kjaramálum efitir Halldór Blöndal Það er áreiðanlega rétt, sem ráð- herramir Halldór Ásgrímsson og Jón Sigurðsson sögðu aðspurðir í efri deild sl. miðvikudagskvöld, að menn áttu að geta sagt sér það sjálfir, að gengisfelling kæmi í kjöl- far kjarasamninganna. Þó hafa nær engar kauphækkanir orðið síðan á vordögum í fyrra. Það er því ekki hægt að kenna laununum um verð- bólguna nú eftir áramótin. Hún skýrist af aukinni íjárheimtu ríkis- ins með hærri sköttum og gjöldum fyrir opinbera þjónustu. Og svo auðvitað af endurteknum gengis- fellingum og gengissigi. Ríkisstjómin getur ekki skotið sér undan þeirri ábyrgð að hafa gert samninga við BSRB, áður en samið var úti á hinum almenna vinnumarkaði. Ríkisstjórnin gaf m.ö.o. tóninn. Og nú höfum við heyrt af vömm ráðherra viðskipta- mála og sjávarútvegsmála að tónn- inn var falskur. Samningurinn við BSRB kallaði á gengisfellingu með tilheyrandi verðbólgu og hækkun Ijármagnskostnaðar. Formaður BSRB hefur lýst því yfír, að hann telji gengisfellinguna svik við opin- bera starfsmenn. Á hinn bóginn hefur forsætisráðherra lofað út- flutningsframleiðslunni „viðun- andi“ samkeppnisstöðu. Auðvitað verður staðið við það fyrirheit! AMERISKA GARDSLÁTTUVÉLIN NÝ SENDING Frábær vinnuhestur í heimilissláttinn! 3,5 hestafla Briggs & Stratton mótor. 20 tommu hnífur. Ótrúlega gott verð vegna hagstæðra samninga við verksmiðjuna! Aðeins kr. 15.900,- G.Á. Pétursson hf. Iláttuvéla markaðuiinn Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 „Þá er það ekki síður alvarleg afleiðing kjarasamninganna við BSRB, að Qármálaráð- herra hafði ekki hugs- að skákina til enda. Leikfléttan gekk ekki upp.“ Þá er ekki síður alvarleg afleiðing kjarasamninganna við BSRB, að fjármálaráðherra hafði ekki hugsað skákina til enda. Leikfléttan gekk ekki upp. Aftur og aftur hafði hon- um tekist að snúa forystuliði Al- þýðubandalagsins til liðs við sig á Halldór Blöndal uppreisnarstundu og var nema von að hann teldi sig geta leikið sama leikinn við félaga sína í forystuliði BHMR. En þeir vom orðnir svo vanir loforðum þeirra Ólafs Ragn- ars og Svavars og yfirboðum, að nú átti að sýna þjóðinni, hvemig ráðherrar Alþýðubandalagsins stæðu við orð sín. Það er nærtæk- asta skýringin á þeirri miklu hörku, sem hlaupið hefur í deiluna, — og nærtæk skýring í raun og vem. Vonbrigðin urðu sár og snemst brátt upp í reiði, þegar ummæli forsætisráðherra og fjármálaráð- herra fóm að heyrast og sjást. „Vitfirring", sagði forsætisráð- herra, sem brá sér til Ungveija- lands lítilla erinda nú í vikunni og lét öðmm eftir að kljást við þau vandamál, sem nú em að hrannast upp. Það má vera, að honum hafi þótt það til vinsælda fallið en öðmm skynsamlegt, en samt sem áður var kjaradeilan við háskólamenntaða ríkisstarfsmenn jafnóleyst og áður þegar hann kom heim og þetta er skrifað. Höfundur er varaformaður Sjálf- stæðisflokksins. ÖÐRUVÍSIMÁLVERK Myndlist Bragi Asgeirsson Það má til sanns vegar færa, að málarinn Daði Guðbjörnsson skeri sig allnokkuð úr í málverki dagsins. Hann dýrkar hið skreytikennda og glaðhlakkalega á fullu og hirðir ekki um meinta vandlætingu félaga sinna og löggiltra fræðinga, sem telst lofsvert hugrekki. Ekki em svo mörg ár síðan, að hið hreint skreytikennda í málverki var með öllu útskúfað og sett und- ir skilgreininguna krúsidúllur og hnoð. Það var þeim mun merkilegra, að fremstir í flokki vom hér ein- mitt fulltrúar óhlutlæga málverks- ins, sem studdust sjálfir einungis við sammna flata, lína og forms, sem í innsta eðli sínu hlýtur ávallt að teljast skreytikennt. Enda gengu sumir andstæðingar þeirra svo langt að kenna slíka list við veggfóður og gardínur. En þeir vora nú einmitt, vel að merkja, að leitast við að Iosa mál- verkið undan hinu skreytikennda og'leita óhlutstæðs einfaldleikans í hreinum litaflötum ásamt hinu afdráttarlausa og tjáningaríka mál- verki „peinture ure“. Fyrir slíkum var list málara líkt og Austurríkismannsins Gustavs Klimt væmin litasúpa, og þeir gáfu (og gefa) lítið fyrir list sporgöngu- manns hans Friedensreich Hund- ertwassers. En hér var um fræðilega ein- stefnu og Qarstýringu að ræða, því að báðir þessir menn era mikils metnir í samtímanum og frægð Gustavs Klimt hefur t.d. aldrei ver- ið meiri. Eins og Jugendstíllinn hefur öðl- Daði Guðbjörnsson ast nýtt inntak á síðustu tímum þá hefur þráin eftir íburði og vön- duðu handverki aldamótaáranna í brúkslist og hvers konar hönnun aukist til allra muna. Og hinn fjar- ræni og stásslegi stíll millistríðsár- anna „Art Deco“ sækir jafnvel aft- ur á, en nafnið er stytting á langa titlinum „l’Exposition Internati- onale des Arts décorativs et Ind- ustriels modernes", deildar á heimssýningunni í París árið 1925. Mörgum líkar einfaldlega ekki lengur hinar kassalaga og geldu vistarvemr, hönnun eða brúkshlut- ir funkis-stílsins, hagnýtistefnunn- ar né hin staðlaða fjöldahönnun og til að einfalda alla hluti, má segja að mávastellið hennar ömmu sé komið í tízku á ný! Þeir tímar em að renna upp, er fólk kastar frá sér pappa- og plastmálum og vill fá glerið og postulínið á ný, enda flestir drykkir, heitir sem kaldir, öllu bragðbetri úr þeim hörðu, upprunalegu og náttúmlegu ílát- um. Ég er hvorki að líkja list Daga Guðbjörnssonar við .Gustav Klimt né Jugendstílinn heldur að vísa til þess, að ný gildi em hvarvetna að ryðja sér til rúms og þeirra sér m.a. stað í myndverkum þessa listamanns. Daði sýnir sjö stór málverk, sem hann hefur lokið við á síðustu ámm, en hann er iðulega lengi með hvert verk jafnvel fleiri ár, í FÍM- salnum á horni Garðastrætis og Ránargötu. Og eins og fyrr em verkin æði skreytikennd, en nú hafa þau öðl- ast meiri litræna dýpt og lífræn útfærslan er hreinni og klárari. Þetta kemur einna best fram í mynd nr. 1, „Tími“, sem Listasafn íslands festi sér og valdi hér vísast rétt. GrafTkin, sem Daði lætur fljóta með í kjallaranum, sýnir svo ekki verður um villst, að hann leggur nú meiri áherslu á afdráttarlausa og hreina tjáningu. Og af öllu þessu má ráða, að Daði sé vaxandi listamaður, sem gæti mikið látið að sér kveða í framtíðinni, sem hann og hefur vafalaust fullan hug á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.