Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjóm og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Jamstaða
- samkeppni
að er meginmál til að
tryggja velferð og batn-
andi kjör landsmanna að búa
atvinnuvegunum, ekki sízt
framleiðsluatvinnuvegunum,
lífvænlegt umhverfí. Atvinnu-
lífíð verður að hafa tekjur um-
fram gjöld til að stuðla að meiri
umsvifum í þjóðarbúskapnum,
framleiðni- og tækniþróun og
stærri skiptahlut á kjaravett-
vangi. Á þetta hefur verulega
skort hér á landi, eins og viðvar-
andi taprekstur undirstöðu-
greina vitnar gleggst um.
Jafnframt er það mikilvægt
fyrir hinn almenna neytanda,
einstaklinga og heimili, að heil-
brigð samkeppni ráði ferð í
framboði vöru og þjónustu,
bæði um gæði og verð. Sam-
keppnin hefur hvarvetna í ver-
öldinni reynzt bezta neytenda-
vemdin. Hér eru henni skorður
settar. í fyrsta lagi gætir enn
ýmiss konar hafta, miðstýring-
ar og einokunartilburða. I ann-
an stað eru óvíða jafn háir ríkis-
skattar [neyzluskattar] í verði
vöru og þjónustu. Af þessum
og fleiri ástæðum er vöruverð,
einkum matvælaverð, verulega
hærra hér á landi en í grannríkj-
um beggja megin Atlantshafs-
ins.
íslenzk framleiðsla á í harðn-
andi gæða- og verðsamkeppni
við erlenda, bæði hér heima og
erlendis. Framleiðslugreinar
gera af eðlilegum ástæðum
kröfu til þess að stjómvöld og
samfélagið skapi þeim rekstrar-
lega jafiistöðu í þeirri sam-
keppni, eftir því sem aðstæður
frekast leyfa.
Sú krafa nýtur skilnings og
stuðnings almennings. í fyrsta
lagi vegna þess að rekstrarlegt
öryggi atvinnuveganna og al-
mennt atvinnuöryggi eru tvær
hliðar á einu og sama fyrirbær-
inu. í annan stað vegna þess
að fjárhagslegir burðir atvinnu-
lífsins er hinn raunverulegi
lífskjararammi landsmanna. í
þriðja lagi vegna þess að vel-
gegni innléndrar framleiðslu er
ein meginforsenda árangurs í
baráttunni gegn viðskiptahalla
við umheiminn og erlendri
skuldasöfnun. Þetta á m.a. við
um þær iðngreinar sem fram-
leiða vörur til útflutnings og
vömr sem spara gjaldeyri, eins
og Kristinn Bjömsson, fram-
kvæmdastjóri, benti réttilega á
í grein hér í blaðinu.
„Það sem farið er fram á er
að iðnaðurinn búi við eðlilegan
starfsgrundvöll og njóti jafn-
réttis á við aðrar atvinnugreinar
og sömu starfsskilyrða og er-
lendir keppinautar", segir
Kristinn í grein sinni. Hann
tíundar ýmis dæmi þess að
stjómvöld hafi beinlínis skekkt
samkeppnisstöðu tiltekinna iðn-
greina, bæði innbyrðis og út á
við, og segir orðrétt:
„í fyrsta lagi er lagt sérstakt
25 af hundraði vömgjald á
sælgæti, innlent og erlent, en
90 daga gjaldfrestur veittur á
innkaupsverði erlendu vömnn-
ar. í öðm lagi er ekkert sam-
bærilegt gjald lagt á bakarís-
sælgæti, en sérstakur jöfnunar-
tollur, 24 af hundraði, lagður á
innfluttar kökur! (Til að skerpa
á samkeppni og ná niður verði,
eða hvað?) Og í þriðja lagi er
heimilað að flytja inn smjörlíki
án allra gjalda og án þess að
innlendir framleiðendur fái
nokkra aðlögun, í þeim tilgangi
að lækka verðlag. Ég fæ ekki
séð samræmi í þessum ákvörð-
unum. Þvert á móti er hér um
alvarlega mismunun að ræða“.
Niðurstaða greinarhöfundar
er að hér „sýnist vanta nauð-
syniega, ákveðna, opinbera
stefnu í málefnum iðnaðarins".
Ríkisstjómin sýnist enga mark-
vissa stefnu hafa í málefnum
einstakra atvinnuvega eða at-
vinnulífsins í heild. Hana rekur
eins o g rótlaust þangið — undan
breytilegum straumum og vind-
um — um víðan sjá. Þess vegna
m.a. sæta undirstöðugreinar
atvinnulífsins viðvarandi tapi,
ganga á eigin fé og safna skuld-
um. Þessvegna steyta æ fleiri
fyrirtæki á skeijum greiðslu-
stöðvana og gjaldþrota. Þess
vegna er hér skráð meira at-
vinnuleysi en verið hefur síðast-
liðin tuttugu ár. Þess vegna
m.a. hefur sá lífskjarabati, sem
var nokkur, staðnað — og
kjarastaða fólks jafnvel versn-
að.
Það er meginmál, sem fyrr
segir, að búa íslenzkum at-
vinnuvegu.rn jafnstöðu til að
mæta samkeppni í framleiðslu,
þjónustu og markaðssetningu.
Skref í þá átt má stíga með
nauðsynlegum breytingum á
lögum um vörugjald í tengslum
við upptöku virðisaukaskatts
um næstu áramót, eins og við-
skiptaráðherra vék reyndar að
í grein hér í blaðinu 10. maí sl.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989
25
Gaspur í stað úrræða
Eldvígsla Jónasar
Krisljánssonar
gefin út á dönsku
ÚT ER komin í danskri þýðingu skáldsaga Jónasar Kristjánssonar,
forstöðumanns Stofiiunar Arna Magnússonar, Eldvígslan. Á dðnsku
hefiir sagan hlotið nafiiið Dddaaben. Þýðinguna gerði Erik Sönder-
holm, lektor. Hann er látinn fyrir nokkru, en var meðal annars for-
stöðumaður Norrænahússins hér. Þýðing þessi var eitt af síðustu verk-
um hans. Eldvígslan kom út hér á landi árið 1983.
eftir Þorstein Pálsson
Verkfall háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna hefur staðið alltof
lengi og valdið svo mörgum svo
miklum erfiðleikum að ekki verður
við unað. Ríkisstjóm sem ekki getur
fundið lausn á þessari vinnudeilu
hefur í raun gefist upp á að stjóma
landinu.
Það hörmulega — en um leið
lærdómsríka — við þessa deilu er
að til henanr virðist einkum stofnað
vegna fyrirheita sem helstu forystu-
menn núverandi ríkisstjómar gáfu
samtökum launafólks meðan þeir
voru í stjómarandstöðu. Þegar
Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi
Qármálaráðherra og aðalsamninga-
maður ríkisins, og Svavar Gestsson,
menntamálaráðherra, töluðu máli
stjómarandstæðinga fyrir nokkmm
mánuðum fullyrtu þeir að hægur
leikur væri að auka kaupmátt
launafólks vemlega. Strax og Ál-
þýðubandalagið kæmist til valda
yrðu kröfur launþegasamtakanna,
hvort sem er ASI, BSRB eða
BHMR, að veruleika.
Vekfallið — afkvæmi
Alþýðubandalagsins
Forystumenn launþega máttu
vita að þetta vora tóm áróðurs-
brögð. En sannfæringarmáttur
Olafs Ragnars og Svavars hlýtui
að hafa verið mikill því launþegafor-
ingjamir í BHMR féllu að minnsta
kosti fyrir þessu og tóku þá félaga
á orðinu. Afleiðingamar birtast
okkur í mynd óvenju langs verk-
falls sem fyrst og fremst bitnar á
saklausu fólki sem er ekki aðilar
að vinnudeiiunni, s.s. sjúklingum
og skólafólki. Þetta verkfall hefur
leitt af sér óþolandi ástand í skóla-
og heilbrigðismálum og er farið að
ógna starfsemi í mikilvægum at-
vinnugjeinum.
Hið lærdómsríka við verkfallið
era vinnubrögð í stjómmálum sem
sannarlega era ekki til eftirbreytni:
Að lofa öllu fögra í stjómarand-
stöðu og ætla sér. ekki að standa
við neitt af því í stjóm. Á venjulegu
máli heitir slíkt Iýðskrum og þykir
lægsta stig stjómmála.
Enginn íslenskur stjómmála-
flokkur hefur sýnt jafn mikla ófyrir-
leitni á þessu sviði og Alþýðubanda-
lagið. Svikin við launþegasamtökin
era aðeins eitt dæmi af mörgum.
Hver man ekki fund Ólafs Ragnars
í Miklagarði í janúar í fyrra, þar
sem krafist var afnáms „matar-
skattsins"? Nú er Ólafur Ragnar
sjálfur innheimtumaður þessa
skatts og helsti málsvari!
Um það hefur verið deilt undan-
fama daga hver beri ábyrgð á því
alvarlega ástandi sem skapast hefur
vegna verkfalls BHMR. Forysta
BHMR telur að ríkið beri ábyrgð-
ina, en fulltrúar ríkisins segja að
þráhyggja samtakanna í launakröf-
um komi í veg fyrir samninga. í
mínum huga er engum blöðum um
það að fletta að sá aðili sem ber
mesta ábyrgð á verkfallinu er Al-
þýðubandalagið. Sá flokkur plægði
þann jarðveg sem deilan er sprottin
úr. Verkfallið — og afleiðingar þess
— er skilgetið afkvæmi þessa ævin-
týralega ábyrgðarleysis sem hefur
verið leiðarljós Alþýðubandalagsins
í stjómmálum alla tíð.
Sérkennilegt upphlaup
Forystumenn stjómarflokkanna
hafa í vetur leitað allra leiða til að
draga athygli almennings og fjöl-
miðla frá óstjóminni í landinu með
margvíslegum upphlaupum,
þ. á m. ýmiss konar svigurmælum
og svivirðingum um Sjálfstæðis-
flokkinn og forystumenn hans. Ráð-
herramir forðast rökrænar stjóm-
málaumræður eins og heitan eldinn.
Þeir virðast halda að þeir geti fleytt
sér endalaust áfram á gaspri og
gífuryrðum.
„Sigló-málið“, sem svo hefur vor-
ið nefnt, er skýrt dæmi um þetta.
Fjármálaráðherra notaði fyrir-
spumartíma á Alþingi í síðustu viku
til tilefnislausra árása á fyrrverandi
og núverandi þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins vegna afskipta þeirra
af málum fyrirtækisins Sigló-síldar
á Siglufirði.
Meðan ríkið átti þetta fyrirtæki
vora áram saman greiddir milljóna-
tugir með því á kostnað skattgreið-
enda. Þegar Albert Guðmundsson
heimilaði skuldbreytingu hefur
hann án vafa haft breyttar rekstrar-
forsendur í huga. Um þær er ekki
deilt. Sérstök lög vora samþykkt
um sölu fyrirtækisins. Það var því
Alþingi sjálft sem tók endanlega
ákvörðun þar um.
Niðurstaða þessa gönuhlaups
„Forystumenn stjórn-
arflokkanna hafa í vet-
ur leitað allra leiða til
að draga athygli al-
mennings og Qölmiðla
frá óstjórninni í landinu
með margvíslegum
upphlaupum, þ. á m.
ýmiss konar svigur-
mælum og svívirðing-
um um Sjálfstæðis-
flokkinn og forystu-
menn hans. Ráðherr-
arnir forðast rökrænar
stjórnmálaumræður
eins og heitan eldinn.
Þeir virðast halda að
þeir geti fleytt sér
endalaust áfram á
gaspri og gífuryrðum.“
fjármálaráðherra er sú að enginn
stjómmálamaður annar dregur fyr-
irtæki í pólitíska dilka í þeim mæli
sem Ólafur Ragnar Grímsson. Enn
minnast menn árásanna á Flugleið-
ir á sínum tíma. Hápunktamir á
stjórnmálaferli fjármálaráðherra
íslenska ríkisins koma fram í því
að grafa undan fyrirtækjum sem
hann hefur ekki velþóknun á.
Þorsteinn Pálsson
Þjóðnýting bakdyramegin
Frá því núverandi ríkisstjóm tók
við völdum hefur sú ískyggilega
þróun orðið í atvinnulífi okkar að
ríkisvaldið er farið að hlutast til um
málefni einstakra fyrirtækja og
stjoma heilum atvinnugreinum með
beinum og óbeinum hætti. Fyrir
forgöngu ríkisstjómarinnar, eink-
um fjármálaráðherra og viðskipta-
ráðherra, er smám saman verið að
þjóðnýta — bakdyramegin — fyrir-
tæki í undirstöðuatvinnugreinum
okkar. Verði þessari þróun ekki
snúið við er þess skammt að bíða
að atvinnulíf heilla byggðarlaga
lúti fyrirmælum um einstök atriði
daglegs reksturs úr Stjómarráðinu.
Sósíalistamir Ólafur Ragnar
Grímsson og Jón Sigurðsson vita
að það þýðir ekki að boða þjóðnýt-
ingu atvinnufyrirtækja fyrir kosn-
ingar. Þjóðnýtingarstefnan hefur
hvarvetna sem hún hefur verið
reynd leitt af sér versnandi lífskjör.
í ríkjum sósíalista er það einkavæð-
ingin, sala opinberra fyrirtækja,
sem er á dagskrá um þessar mund-
ir. Þeir félagar, Ólafur Ragnar og
Jón, era trúir þjóðnýtingarhugsjón-
inni en hafa ekki þá karlmennsku
til að bera að segja frá því opin-
berlega. Þess í stað kjósa þeir að
ná tangarhaldi á frjálsum atvinnu-
fyrirtækjum bakdyramegin, með
því að eyðileggja almennan rekstr-
argrundvöll þeirra og gera þau háð
sér um lán og styrki. Því miður
hafa íjölmiðlar ekki áttað sig á
þessari framvindu og hve víðtæk
og alvarlegs eðlis hún er — en hér
er sannarlega verkefni fyrir rann-
sóknarblaðamenn.
Ýmis' ummæli sem ijármálaráð-
herra lét falla í umræðunum um
Sigló-málið á Alþingi sýna hve lítinn
skilning hann hefur á fijálsri at-
vinnustarfsemi og hve ríkisforsjár-
hyggjan er honum í merg rannin.
í huga hans er með sölu ríkisfyrir-
tækja eingöngu verið að „hygla“
þeim sem fyrirtækin kaupa. í dæm-
inu um Sigló-síld var verið að hygla
„gæðingum" Sjálfstæðisflokksins,
eins og ráðherrann orðaði það.
Staðrejmdir málsins skipta hann
sem fyrr engu og því þýðingarlítið
að benda á að „gæðingamar" sem
keyptu Sigló-síld séu úr mörgum
flokkum og því gangi samsæris-
kenningin ekki upp. En hvemig
væri að fjölmiðlarnir, svo aftur sé
að þeim vikið, færa nú vandlega í
saumana á þessu máli og öðram
af sama tagi og létu sér ekki nægja
að segja frá stóryrðum í þingsölum
og gagnkvæmum ásökunum? í
slíkum vinnubrögðum fælist aðhald
sem er stjómmálamönnum, hvort
sem er í ríkisstjóm eða stjómarand-
stöðu, mikils virði.
Höfíindur er formaður Sjálfstæð-
isOokksins.
Útgefandi dönsku þýðingarinnar
er bókaútgáfan Rhodos, sem er al-
þjóðleg útgáfa tileinkuð bókmennt-
um, vísindum og listum. Þegar hafa
birzt nokkrir ritdómar um bókina í
dönskum blöðum og hefur henni ver-
ið vel tekið. „Sagan er einkar spenn-
andi,“ segir Henrik Ploug í Land og
Folk; „víðs fjarri því að vera þurr
sagnaritun. Og þó verða menn jafn-
framt margs vísari, eins og vera ber
af góðri skáldsögu.
í Weekend Avisen - Berlingske
ritar J. Boisen Smidt alllangan rit-
dóm, þar sem hann gerir grein fyrir
efni bókarinnar, sem honum þykir
ærið hrikafengið. Hann segir meðal
annars: Höfundurinn þekkir sannar-
lega sínar heimildir. Skáldskap og
traustum fróðleik er blandað saman
á einkar fimlegan hátt, en tungumál-
ið er sums staðar dálítið fomlegt og
minnir á íslendingasögumar. ... En
hvað sem því líður er hér einkar vel
af stað farið. Það verður forvitnilegt
að sjá hvert verður næsta viðfangs-
efni þessa nýja skáldsagnahöfundar.
Skyldi það ekki verða sótt i íslenzku
fomsögumar?"
Eldvígslan er fyrsta skáldsaga
Jónasar, en hann hefur að auki ritað
Jónas Kristjánsson
mikið um íslenzk fræði. Hann sagði
í samtali við Morgunblaðið, að hann
væri byijaður á nýrri skáldsögu, sem
stæði Islendingum nær en Eldvígsl-
an. Eldvígslan ijallar um einn af
sonum Ragnars loðbrókar, Ubba, en
hans er ekki getið í íslenzkum heim-
ildum.
Eggið og blaðrið
Nytt íbúðahverfi hefiir ver-
ið skipulagt í Kópavogsdal
í KÓPAVOGSDAL hefúr verið skipulagt nýtt íbúðasvæði á 14 ha
lands, þar sem gert er ráð fyrir rúmlega 2.300 manna byggð í
framtíðinni. Hverfið er að hluta til úr landi Smárahvamms og í
eigu, einkaaðila og verða lóðimar í þeim hluta seldar beint eða
eftir að húsin eru komin upp. Er það í fyrsta sinn, sem þessi
háttur er hafður á í Kópavogi. Deiliskipulagið hefúr þegar fengið
samþykki bæjarstjórnar og mun hanga uppi til kynningar á Bæjar-
skipulagi Kópavogs, Fannborg 2, í átta vikur. Að lokinni kynningu
og fengnu endanlegu samþykki bæjarstjómar verða lóðimar aug-
lýstar og munu framkvæmdir síðan væntanlega heQast í sumar.
Nýtt íbúðahverfi hefur verið skipulagt f Kópavogsdal og verða lóð-
iraar auglýstar til umsóknar síðar á þessu ári.
eftir EyjólfKonráð
Jónsson
Drambsamur maður líkist eggi.
— Það er svo sneisafúllt af sjálfú
sér að ekkert rúmast þar annað.
— A. Nimeth.
Ríkisstjómin er í kreppu. Ekki
svo að skilja að það hvarfli að
nokkram ráðherranna að taka af-
leiðingum þess og segja af sér,
nei, þeir færa kreppuna dag hvem
lengra og lengra yfír þjóðlífið allt.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði
snemma á áratugnum að vandinn
væri „blaðrið í Steingrími".
Steingrímur hefur ekkert breyst
heldur flotið eins og korktappi þótt
hann kveikti í Róm eftir langan
valdaferil og lýsti yfir þjóðargjald-
þroti. Dæmalaus upplausn og óáran
sækir næringu því annað en til
hans. Það skyldi þó aldrei fara svo
að dramb fjármálaráðherrans
(ásamt pínku blaðri) gengi innan
ársafmælis af annarri ríkisstjóm
Steingríms Hermannssonar dauðri,
og flokki Ólafs í leiðinni. Það væri
meiri háttar innlegg í baráttuna.
Á því er enginn efí að marg-
háttuð hrokafull ummæli íjármála-
ráðherra í samskiptum við launa-
fólk er meginástæðan fyrir þeirri
hörku sem strax fór að gæta við
upphaf vinnudeilnanna sem enn
standa. Vænleg leið til lausnar
væri að setja hann til hliðar í samn-
ingaviðræðum, t.d. að senda hann
í heimsreisu með viðkomu hér og
þar. Hann mundi ekki telja eftir sér
að friða nokkur lönd á leiðinni. Oft
hef ég gaman af ráðherranum en
hann er þó þeirrar einkennilegu
náttúra að reyna í sífellu að aug-
lýsa sjálfan sig og uppheija með
því að niðurlægja aðra og gera þeim
lífið örðugra. Vinnudeilurnar era
ekki eina dæmið, þau era fjölmörg
og skal eitt hér nefnt.
í nóvembermánuði sl. sagði Ólaf-
ur Ragnar í þingræðu um lánsfjár-
lög að hagur SÍS væri með þeim
hætti „að ef það tap heldur áfram
á næstu 10-12 mánuðum, þá verður
Sambandið úr sögunni." Menn
verða að hafa í huga að hér er fjár-
málaráðherra að ræða sjálf ríkis-
fjármálin, hann er enginn venulegur
kontóristi. Hvemig halda menn að
þessi orð komi við þá sem era að
reyna að rétta samvinnuhreyfing-
una við og lánardrottna hennar.
Nú er liðinn helmingur þess
„líftíma" sem ráðherrann gaf SÍS
og stórfellt tap heldur áfram. Ætli
hann sé jafn innilega glaður yfir
þessari þróun eins og gjaldþroti
mikilvægs atvinnufyrirtækis úti á
landi sem verið hefur til umræðu á
Alþingi í marga daga að fram-
kvæði stjómarþingmanns. Þá hefur
tíminn verið nægur til þingstarfa.
Stjómarkreppa er orðin viðvar-
andi, ekkert dramb fær dulið það.
Ráðherramir munu samt halda
áfram að punta sig í fínu fötin fram-
an við myndavélamar sem þeir elta
uppi þótt þeir hafi nánast aldrei
tíma til að sinna þingstörfum. Þar
munu þeir halda áfram að brosa
sínu blíða brosi til undirsátanna og
skellihlæja að fimmaurabrönduram
á ríkisstjómarfundum. Þeir ríkja,
þeir stjóma og „þeir skipuleggja".
Þeir era forsjármenn fólks og fyrir-
tækja og hví skyldi alþýðan þá vera
upp á kant.
Ekki verður þó sagt að öll tiltæki
ríkisstjómar Steingríms Hermanns-
sonar séu framleg. Því miður höfum
við oft áður horft upp á þá hringa-
vitleysu að hækka alla skatta sam-
hliða gengisfellingum, ekki bara að
sama skattprósentan gefi ríkissjóði
meiri tekjur við hærri útreiknings-
grann heldur er hún líka hækkuð
í sífellu og aldrei hefur endaleysan
verið meiri en nú. Skattana ber að
hækka til að ná hallalausum Ijárlög-
um, segja þeir, skítt með fólk og
fyrirtæki. En svo vakna þeir upp
við vondan draum þegar á árið líður.
Hver skrambinn segja þeir, hallinn
„Spá mín er sú að ljóst
verði þegar vel er kom-
ið fram á haustið að
hallinn verði hinn mesti
í sögunni samfara
hæstu sköttum sem um
getur.“
er meiri heldur en í fyrra, gjöldin
hækkuðu meira en telgurnar. Við
verðum að harka af okkur og
hækka skattana og vöraverðið enn-
þá meira og bíða svo bara og sjá
hvort kenningin gengur ekki upp
að lokum. Og þá verða þeir aftur
að gleyma gjaldahliðinni og fara
létt með það. Viðskiptaráðherra
hefur á Alþingi upplýst að saman-
lagðar gengisfellingar ríkisstjórnar-
innar nemi 13.4% og ekki sé að
vænta hallalauss ríkissjóðs þetta
árið. Hvað skyldi hann segja þegar
á árið líður. Spá mín er sú að ljóst
verði þegar vel er komið fram á
haustið að hallinn verði hinn mesti
í sögunni samfara hæstu sköttum
PÉTUR Einarsson fiugmálastjóri
segir að athugasemdir Flugslysa-
nefndar og aðila á vegum Sam-
gönguráðuneytis Bandarikjanna
um starfsaðstöðu og -reglur við
flugumferðarsljórn hérlendis hafi
fyrir alllöngu verið teknar til
greina og úrbótum hrint í fram-
kvæmd. Eins og fram kom í frá-
sögn af dómi vegna þess er tvær
Eyjólfúr Konráð Jónsson
sem um getur. Raunar hef ég hald-
ið því fram á annan áratug að skatt-
þján auki halla ríkissjóðs en minnki
hann ekki og verðbólguna keyra
skattamir auðvitað áfram. Þetta
var staðfest í fyrra og sannást í lok
þessa árs nema stjómin falli og ný
stjórn sem afnemur allan skatta-
auka síðustu ára verði mynduð.
Höfímdur er einn afalþingis-
mönnum Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
farþegaþotur höfðu nær rekist
saman á flugi yfir Austurlandi í
júni 1986, áttu þessar athuga-
semdir þátt í þeirri niðurstöðu
dómsins að fresta ákvörðun refc-
ingar yfir flugumferðarstjórunum
tveimur sem þar voru sakfelldir.
Flugmálastjóri sagði að stjórnend-
ur flugmálastjómar hefðu verið sam-
ála og sáttir við ábendingamar,
„Kópavogur er fyllilega sam-
keppnisfær við nágrannabyggð-
imar hvað varðar framboð á lóðum
undir íbúðahúsnæði,“ sagði Birgir
H. Sigurðsson skipulagsstjóri
Kópavogs. „Þessi nýja byggð er
mjög miðsvæðis, stutt í allar áttir
með góðum tengingum við önnur
hverfí og þarna er jafn skjólsælt
og í Fossvogi.“ Skipulagið er unn-
ið af arkitektunum þeim Ormari
Þór Guðmundssyni og Örnólfi
Hall undir yfirumsjón Bæjarskipu-
lags Kópavogs. Upphaflega stóð
til að í austasta hluta hverfisins
yrði iðnaðar- og skrifstofuhverfí
sem einkum hefðu lotið að skipulagn-
ingu og lengd vinnutíma, endurnýjun
starfsreglna og úrbótum í skólamál-
um flugmálastarfsmanna. Hann
sagði að flugumferðarstjórar hefðu
tekið mikinn þátt í þessu starfi og
sagði aðspurður ljóst að aðstæðurn-
ar, sem atvikið sem dómsmálið reis
útaf varð við, væru ekki lengur til
staðar.
en það er sá hluti sem er í eigu
einkaaðila. Skipulagsyfirvöld
lögðu hins vegar áherslu á að
hverfið yrði hæfilega stórt skóla-
hverfi í grennd við aðra þjónustu
og því var gengið til samninga við
landeigendur um breytta og aukna
landnýtingu og náðist samkomu-
lag um að þar risi íbúðabyggð.
Samkvæmt skipulagi er gert ráð
fyrir að í austurhluta hverfisins
verði byggðin hæst og verða þar
blokkir á þremur til átta hæðum
við Dalveg en síðan lækkar byggð-
in til vesturs og verður lægst vest-
ast, þar sem gert er ráð fyrir
tveggja hæða sambýlishúsum.
„Það eru svokölluð borgarhús, sem
höfð era að leiðarljósi við skipu-
lagninguna, en það era tveggja til
þriggja hæða sérbýlishús svipuð
þeim, sem era við Gnoðarvog í
Reykjavik," sagði Málfríður Krist-
iansen arkitekt hjá Bæjarskipulagi
Kópavogs.
Gert er ráð fýrir að hverri íbúð
fylgi góðar svalir og að á neðstu
hæð verði íbúðin á jarðhæðinni
með stórum gluggum og aðgangi
að lóðinni, sem tilheyrir eingöngu
neðstu hæðinni. „Það má segja
að skipulagið byggi á góðri lausn
á útirými og því nauðsynlegt að
vanda allan frágang. Vonandi
tekst vel til svo að þetta skipulag
verði ekki eingöngu fallegt á
korti,“ sagði Málfríður. Eftir endi-
löngu hverfinu er göngustígur með
litlum torgum, þar sem gert er ráð
fyrir leiksvæði. Húsagöturnar
liggja í boga og fylgja göngustígn-
um að hluta. Skipulagið gerir ráð
fyrir að hverri íbúð fylgi 1,8 bif-
reiðastæði og að meirihluti þeirra
verði neðánjarðar.
Sunnan við hverfið liggur Fífu-
hvammsvegur og er gert ráð fyrir
mikilli umferð þar að fyrirhuguð-
um verslunarmiðstöðvum, sem þar
munu rísa á lóð Hagkaups, IKEA
og BYKO. Því er gert ráð fyrir
hljóðmön með veginum og einnig
meðfram Dalvegi og göngustígum
neðan við hana.
Flugmálastjóri:
Nauðsynlegar úrbætur
hafa þegar verið gerðar