Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAI 1989 Cinnamon- Orange: Þróttmikið bragð með kanel- og appelsínu- *» keim. Spring Vitalite: Sérkennilegt krydd- og ávaxtabragð. Koffínlaust. Alltaf kalt vor endí ártalið á 9 Exotic Dream: Milt krydd- og ávaxtabragð. Koffínlaust. SAUÐBURÐUR er nú sem óðast að heijast um allt land. Víða á landinu sjá bændur ekki fram á að geta hleypt fé út strax ýmist vegna kulda og gróðurleysis eða hættu sem stafar af því að skurðir eru fullir af snjó. Sums staðar er þegar farið að saxast á heybirgð- ir, en bændur hafa getað bjargað sér með því að kaupa hey. Erlend- ur Eysteinsson bóndi á Stóru-Giljá í Torfalækjarhreppi spáði köldu vori síðastliðið haust og segist byggja þann spádóm sinn á því að ef ártalið endar á 9 megi búast við köldu vori. Svo hafi verið í það minnsta frá árinu 1949. Gróðurleysi og næturfrost Sauðburður er almennt byijaður í Miklaholtshreppi en þar er algjör- lega gróðurlaust og enn frost á hverri nóttu að sögn Páls Pálssonar á Borg. Mikill snjór er til fjalia og allir skurðir fullir af snjó og því ekki hægt að láta fé út. Auk þess eru öll skjól sem snúa undan norð- anáttinni full af snjó. Páll sagði að nóg fóður væri til í hreppnum og hefði verið selt I miklum mæli í aðrar sveitir. Hins vegar eru nokkrir bændur orðnir knappir með hey, en því verður bjargað. Miklir skaflar eru enn í kringum hús og sums staðar hafa gripahús verið á kafi í snjó í vetur. Fyrr í vikunni var hvöss norðanátt og snjóél svo Fróðárheiði var ófær fyr- ir fólksbíla. Setur niður kartöflur í júní Ástandið er mjög svipað í Reyk- hólasveitinni. Þar er enginn gróður kominn og frost á hverri nóttu. Bændur eru ekki farnir að láta út fé og enginn byijaður á vorverkun- um. Sveinn Guðmundsson bóndi á Miðhúsum sagði að um það bil eins metra hár skafl væri yfir garðinum hjá honum svo líklega setti hann ekki niður kartöflur fyrr en um miðjan júní. í vetur var skaflinn fyrir utan húsið hjá honum íjögurra metra djúpur. Þótt enn séu skaflar hér og þar er að mestu orðið snjó- laust á láglendi. Sums staðar sést votta fyrir grænum lit þar sem hiti er í jörð. Ófært síðan fyrir jól Erlendur Eysteinsson á Stóru-Giljá í Torfalækjarhreppi í Húnavatns- sýslu. Erlendur sagði að ekki hefði ver- ið mikill snjór á þessu svæði í vet- ur, en víða fauk í skafla og allir skurðir fylltust af snjó. Sauðburður er að byija víðast hvar og taldi Erlendur að sumir bændur yrðu nokkuð knappir með hey ef heldur fram sem horfir. Ekki telur hann mjög mikla hættu á kali þótt eitt- hvað gæti borið á því. „Ég spáði í haust að þetta yrði kalt vor. Það var vegna þess að öll vor hafa verið köld ef ártalið endar á 9, allt frá 1949. Þá var hríðarveð- ur fram í miðjan júní og enga kind hægt að láta út úr húsi fyrr en 17. júní. Vorið 1979 var afskaplega slæmt eins og menn muna, svo þetta virðist standast." Ekkert vor í lofti Stefán Skaftason í Straumnesi í Aðaldal sagði að sauðburður væri rétt að fara í gang. Lítið væri hægt að segja um ástand gróðurs því hann væri að mestu leyti enn undir snjó. „Hér er ekkert vor í lofti og það blasir við að þetta verður erfitt vor hjá bændum ef ekki fer að breyta til næstu daga. Menn óttast kal í túnum en það er ekki farið að koma í ljós. Ákveðið hefur verið að kanna ástandið eftir helgina." Hiti hefur verið um og undir frostmarki á nóttunni og 2-3 stiga hiti á daginn, en fyrir nokkrum dögum gerði stórhríð. „Fólk reynir þó að bera sig vel þrátt fyrir að ofan á þetta bætist að flensa er að hrella það svo heilu og hálfu sveit- irnar liggja í rúminu." „Hér er ekki komið vor og engin rolla farin að bera. Sauðburður á að hefjast í kringum 20. maí, en hér er ennþá allt á kafi í snjó,“ sagði Jens Guðmundsson á Bæjum á Snæfjallaströnd. Á miðvikudaginn var þar norðan hraglandi og éljagangur. Vegurinn hefur ekki verið ruddur frá því að það byijaði að snjóa fyrir jól. Allar nauðsynjar hafa verið fluttar með Fagranesinu sem einnig tekur mjólkina frá bændum. Heybirgðir eru yfirleitt nokkuð góðar, en nokkrir bændur hafa fengið sér nokkur tonn svona til halds og trausts. Menn gera ekki ráð fyrir að fé fari af húsi fyrr en um miðjan júní. Það stafar ekki eingöngu af gróðurleysinu því niður við sjó myndast það sem heima- menn kalla móð. Það eru snjóhengj- ur, allt upp í 5-8 metra háar. Sjór fellur undir þessar hengjur og er hætta á að þær falli á fé sem geng- ur í fjörunni. Einnig er hætta á að fé flæði undir þeim. Minnstu mun- aði að einn bóndinn missti 30 kind- ur fyrir skömmu af þessum sökum, en honum tókst að komast fyrir þær með því að vaða upp undir hendur. „Veðrátta hefur verið mjög köld og því hefur snjó lítið leyst. Það er fyrirsjáanlegt að sauðburður verður með þeim eindæmum að útilokað er að sjá hver endirinn á honum verður. Hér hugsar fólk bara um að duga eða drepast og ég held að flestir ætli sér að duga,“ sagði Jens. Spáði köldu vori „Við höfum það ágætt hér en hér er mjög kalt. Hér er enginn gróður en maður sér að hann er aðeins að byija að lifna þar sem best lætur. Á fimmdudag var kaf- aldsfjúk úr lofti og mjög kalt,“ sagði Getum ekki kvartað Mönnum hefur þótt heldur kulda- legt um að litast á Fljótsdalshéraði að undanförnu. Fyrir skömmu komst hiti upp í 10-15 stig en féll niður undir frostmark aftur að sögn Guttorms Þormars í Geitagerði á Fljótsdal. „Sauðburður er rétt að byija, en hér hafa bændur getað hleypt fé út því jörð er nokkuð farin að grænka. Við getum ekki kvartað á þessu svæði, enda held ég að veturinn hafi verið nokkuð snjóléttur, bæði á Héraði og eins suður á fjörðum. Strax og komið er í Vopnafjörðinn er meiri snjór,“ sagði Guttormur. Vona að tíð breyt- ist um helgina Valdimar Guðjónsson í Gaul- veijabæ í Gaulveijabæjarhreppi sagði að þar væri ekki vorlegt um að litast þegar spjallað var við hann á fímmtudaginn. Þá var snjókoma og slydda og jörð orðin hvít. Ann- ars hafði allan snjót tekið upp og aðeins farið að koma græn slikja á jörðina. „Hiti er í kringum frostmark og á nóttunni er frost. Þar sem sauð- burður er hafinn lætur engin fé út ennþá. Heyskapur gekk ekki vel í fyrra og eru heygirgðir því í minna mæli. Flestir telja sig þó sleppa ef vorið verður ekki alveg með ein- dæmum. Ég veit ekki til þess að nokkur sé farinn að bera á tún. Þau eru mjög blaut ennþá nema helst niðri við sjó þar sem jarðvegurinn er sendinn. Menn gera sér nú vonir um að tíð breytist um hvítasunnuna og segja sumir að það gerist oft.“ ÁH Lemon- Mint: Hressandi sítrónu- og piparmyntu- bragð. CountryTranquillite: Kryddjurtir úr friðsælum sveitum Frakklands gefa ferskt bragð. Koffínlaust. | .v y #: m1 f | ■*» ■ Nýtt, Mbrogðið og hressandí Bouquet de France er franskt jurta- og ávaxtate sem gæðir tedrykkjuna nýju lífí. Yfír Bouquet de France hvílir alltaf sérstök stemmning - hvort sem það er borið fram heitt eða kalt með klaka. Alltaf ferskt. Bouquet de France er ferskur og hressandi drykkur. Hver tegrisja er geymd í loftþéttum málmþynnupoka sem tryggir að bragð og gæði verða alltaf eins og best verður á kosið. Öðruvísi te. Bouquet de France er búið til úr sérvöldum frönskum jurtum og ávöxtum. Útkoman er sérstakt bragð og ilmur sem bera þig á fjarlægar slóðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.