Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 47
MORGÚNBIÁÐ'IÐ ÍÞROI IIR ÍÁÚGýíRDAÖÚR 13. MAI 1989 47 Frá Bob Hennessy í Englandi ínémR FOLK ■ KSI hefur þekkst boð Ung- verja um að senda drengjalandslið- ið í knattspyrnu, skipað leikmönn- um 15 ára og yngri, á alþjóðlegt mót [Golden Ear Cup] í Ungverja- landi dagana 25.-31. júlí í sumar. Önnur lið sem taka þátt í mótinu eru: úrvalslið Bayern, Frakkland, ísrael, Portúgal, Skotland, Sov- étríkin og Ungveijaland. H í framhaldi af mótinu dvelur íslenska liðið í Ungverjalandi fram að Norðurlandaótinu til und- irbúnings, en það verður að þessu sinni haldið í Englandi! Mótið fer að þessu sinni fram 4.-12. ágúst. Englendingar hafa á undanförn- um árum tekið þátt í NM sem gest- ir og er nú komið að þeim að halda mótið. ■ GUÐNI Bergsson mun leika með Tottenham gegn QPR á Loft- us Road í dag. Hann hefur ekki verið í byijunarliði Spurs um tíma. ■ MAURICEJo- hnston var í gær keyptur aftur til skoska stórliðsins Celtic, en þaðan fór hann til Nantes í Frakklandi fyrir tveimur árum. Þá var kaupverðið 325.000 pund — en framheijinn hefur heldur betur hækkað í verði því skoska liðið keypti hann nú á 1.250.000 pund! Johnston hefur verið í miklum ham með Nantes og skoska landsliðinu upp á síðkas- tið og skorað mikið af mörkum. ■ BRIAN Marwood, útheijinn snjalli hjá Arsenal, er meiddur á hásin og verður ekki með gegn Derby í dag. Jafnvel er talið að hann geti ekki leikið meira á þessu tímabili, og yrði það mikil blóðtaka fyrir Arsenal á lokasprettinum, þar sem Marwood hefur staðið sig sér- lega vel í vetur. Lagt upp mikið af mörkum. I ALAN Hansen, miðvörður Liverpool, leikur sinn 400. leik fyrir félagið gegn Wimbledon í dag. Hugsanlegt er að Gary Gill- espie ieiki við hlið hans í vöminni - það yrði þá í fyrsta skipti í vetur, en þetta er miðvarðapar númer eitt hiá félaginu. ■ GORDON McQueen, fyrrum leikmaður Manchester United, hætti í gær sem sijóri hjá skoska félaginu Airdrie. Sagan segir að hann verði nú líklega ráðinn til Man. United sem aðstoðarmaður Alex Fergusons, stjóra liðsins. ■ UNITED framlengdi einmitt samning Fergusons um tvö ár í gær. Þrátt fyrir að gengi liðsins hafí ekki verið eins og menn vonuð- ust til, er „liðið í góðum höndum,“ eins og stjómarformaðurinn Martin Edwards orðaði það. V-ÞYSKALAND Stuttgart vann Stuttgart sigraði Mannheim, 4:3, í vestur-þýsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í gærkvöldi á útivelli. Jurgen Klinsmann og Karl Allgöwer gerðu mörk Stuttgart — tvö hvor. Þá sigraði Eintrach Frankfurt lið Kaiserslautern, 3:2, á heimavelli sínum. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Guðni nær 25. leiknum í heimsókn Englendinga Fyrsti landsleikur Péturs Péturssonar síðan í september 1987 GUÐNI Bergsson fráTotten- ham leikur væntanlega sinn 25. landsleik þegar íslending- arfá Englendinga íheimsókn á Laugardalsvöllinn á föstu- dag í næstu viku. Pétur Pétursson leikur væntan- lega fyrsta landsleik sinn síðan 9. september 1987. Nítján manna hópur hefur verið valinn fyrir leikinn. Hópinn skipa þeir sem fóru til Frakklands á dögunum og mættu 2. deildarliðinu Nancy, auk þriggja leikmanna sem þá áttu ekki heimangengt. Siegfred Held, landsliðsþjálfari, kemur til lands- ins á þriðjudaginn, fylgist með leik Vals og Fram í meistara- keppni KSÍ um kvöldið, og velur 16 manna hóp sinn eftir leik. Þeir sem leika erlendis koma heima á miðvikudag, nema Sig- urður Jónsson sem kemur ekki fyrr en á fimmtudagskvöld. Hópurinn sem hann hefur valið er skipaður eftirtöldum leikmönn- um; landsleikjafjöldi í sviga: Markverðir: Bjami Sigurðsson, Val.............26 Friðrik Friðriksson, B 1909.......15 Guðmundur Hreiðarsson, Víkingi.....1 Aðrir leikmenn: Atli Eðvaldsson, Val................56 Ágúst Már Jónsson, Hácken...........19 Guðmundur Torfason, Rapíd Vín.......17 Guðni Bergsson, Tottenham...........24 GunnarGíslason, Hácken..............39 Halldór Áskelsson, Val..............22 ÓlafurÞórðarson, Brann..............28 Ómar Torfason, Fram.................35 Pétur Amþórsson, Fram...............21 Pétur Pétursson, KR.................35 Ragnar Margeirsson, Fram............36 Sigurður Jónsson, Sheff. Wedn.......16 Sævar Jónsson, Val..................48 Viðar Þorkelsson, Fram..............22 Þorsteinn Þorsteinsson, Fram.........9 Þorvaldur Örlygsson, KA..............7 KORFUBOLTI Stérttap Belgar burstuðu íslendinga, 120:59, í Evrópukeppni lands- liða í körfuknattleik í Portúgal í gærkvöldi. Staðan í leikhléi var 63:24. „Þetta var vonlaus barátta frá byijun. Við stóðum að vísu í þeim fýrstu tíu mínútumar en svo mnnu þeir fram úr. Þeir höfðu yfírburði á öllum sviðum, er hittnari, sneggri og stærri. Sjö í liðinu yfir tveir metrar og þegar okkar strákar fóru í fráköstin náðu þeir Belgíumönn- unum upp að olnbogum,“ sagði Gunnar Þorvarðarson, fararstjóri, að leikslokum. Guðni Guðnason var stigahæstur Islending- anna í gær með 19 stig, Guðmundur Braga- son gerði 13, Valur Ingimundarson 7, Magnús Guðfinnsson 5, Axel Nikulásson og Jón Kr. Gíslason 4 hvor, Falur Harðarson, Teitur Öri- ygsson og Birgir Mikaelsson 2 hver og Tómas Holton 1. Portúgalir sigmðu Ungveija í keppninni í gær, 85:72. íslendingar mæta ísraelsmönnum í dag. JUDO / EVROPUMEISTARAMOTIÐ Bjarni Friðriksson. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Michael Jordan loks haminn Gunnar Valgeirsson skrifar Michael Jordan hefur verið óstöðvandi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar þar til á fimmtudagskvöld er Chicago spil- aði annan leik sinn í New York. Heimaliðið sigraði ömgglega í leikn- um, 114:97, og jafnaði þar með keppni liðanna 1:1. í Oakland sigraði Phoenix lið Golden State á útivelli, 113:104. Þar með hefur Phoenix komist í 2:1 forystu í viðureign þessara liða. í New York náði heimaliðið strax forystu í leiknum og hafði níu stiga forystu í hálfleik. Strax ( upphafí síðari hálfleiks fékk Jordan sína fjórðu villu og var umsvifalaust tekinn útaf. Hann var látinn hvíla í níu mínútur og á meðan náði New York 15 stiga forystu. Chicago minnkaði mun- inn í fímm stig í fjórða leikhluta. Þá tók Mark Jackson hjá New York öll völd á vellinum og stýrði liði sínu til ömggs sigurs, 114:97. Liði New York tóks að halda Jord- an í skefjum í þessum leik og hann skoraði „aðeins" 19 stig. Phoenix snéri við spilunum í keppninni við Golden State er lið- ið vann góðan útisigur, 113:104. Phoenix náði fljótlega 15 stiga forystu í leiknum og hélt henni allt þar til i fjórða leikhluta er Golden State minnkaði muninn í 2 stig með góðum leikkafla. Pho- enix tók sig þá aftur til og lék mun betur á síðustu mínútunum. KNATTSPYRNA / MEISTARAKEPPNI KSI mætir í sla leikur med Val gegn Fram \TLI Eðvaldsson, fyrirliði að má fastlee^a reikna með að leikið með landsliðinn Vrnmnm ATLI Eðvaldsson, fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu, kemur frá V-Þýskalandi í dag og verður því mættur í slaginn þegar Valsmenn leika gegn Fram í Meistarakeppni KSÍ. Leikurinn fer f ram á gervigras- vellinum í Laugardal kl. 20 á þriðjudagskvöldið. Það má fastlega reikna með að leikur íslandsmeistara Fram og bikarmeistara Vals verði fjörug- ur. Bæði liðin tefla fram nýjum leik- mönnum frá sl. keppnistímabili. Valsmenn mæta til leiks með Lárus Guðmundsson, Heimi Karlsson, Bjarna Sigurðsson og Halldór Áskelsson, allt leikmenn sem hafa leikið með landsliðinu. Framarar hafa fengið Ragnar Margeirsson til liðs við sig og þá eru margir ungir og efnilegir leikmenn byijaðir að leika með meisturunum. Þegar liðin mættust í Meistara- keppninni f fyrra vann Valur, 4:3, í skemmtilegum leik. Bjarni vann Evrópu- meistarann á ippon - og á möguleika á að keppa um * bronsverðlaunin í opnum flokki BJARNI Friðriksson sigraði Evrópumeistarann Elvis Greg- or frá Bretlandi í 1. umferð í opnum flokki á Evrópumeist- aramótinu sem nú stendur yfir í Helsinki í Finnlandi. Bjarni glímdi mjög vel og kom sigur hans á Gregor, sem er 138 kg og varð Evrópumeistari í +95 kg flokki í fyrra, nokkuð á óvart. Gregor náði að skora yuko fljótlega í glímunni, en Bjami náði fastataki á honum í gólfinu um miðja glímuna og gafst Gregor þá upp. Bjami glímdi síðan við Frank Miiller frá Austur-Þýskalandi, sem sat yfír í 1. umferð, og tapaði á Yuko. Bjami fær uppreisnarglímu KNATTSPYRNA Þrír íslands- farar í hópi Robsons fyrir HM-leikinn Bobby Robson, landsliðseinvald- ur Englands, valdi í gær 27 manna landsliðshóp sinn, sem mun taka þátt í undirbúningi fýrir heims- meistaraleik gegn Póllandi á Wembley 3. júní. Aðeins þrír leik- menn enska úrvalsliðsins sem leikur á Laugardalsvellinum, eru í hópn- um. Það eru þeir Paul Parker, QPR, Tony Dorigo, Chelsea og Paul Gas- coigne, Tottenham. Enska liðið leikur tvo landsleiki áður en það mætir Pólveijum. Leik- imir em í Rous-bikarkeppninni - gegn Chile í London 23. maí og gegn Skotum á Hampden Park í Glasgow 27. maí. Eftir leikimn gegn Pólveijum leika Englandingar vináttulandsleik gegn Dönum í Kaupmannahöfn - 7. júní. Landsliðshópur Robson er skip- aður þessum leikmönnum: Markverðin Peter Shilton, Derby, David Seaman, QPR, Chris Woods, Rangers. Vamarleikmenn: Gary Stevens, Everton, Tony Adams, Arsenal, Terry Buteher, Rangers, Des Walker, Forcst, Paul Parker, QPR, Stuart Pearce, Forest, Tony Dorigo, Chelsea, Mark Wright, Derby. Miðvallarspilarar: Steve McMahon, Liv- erpool, David Rocastle, Arsenal, Michael Phelan, Norwich, Trevor Steven, Everton, Neil Webb, Forest, Bryan Robson, Man. Utd., Steve Hodge, Forest, Paul Gascoigne, Tottenham. Sóknarieikmenn: Gary Lineker, Barcelona, Nigel Clough, Forest, Chris Waddle, Totten- ham, Alan Smith, Arsenal, John Bames, Liverpool, Peter Beardsley, Liverpool, Mick Harford, Luton og Tony Cottee, Everton. í úrslitunum á sunnudag og keppir þá annað hvort við Tolnai frá Ung- veijalandi eða Venturelli frá Ítalíu um 5. sætið. Vinni hann þá viður- eign keppir hann um bronsverð- launin. Bjarni keppti í -95 kg flokki á fimmtudag og tapaði fyrir Marc Meiling frá Vestur-Þýskalandi á Yuko í fyrstu umferð og fékk ekki* uppreisnarglímu þar sem Meiling tapaði næstu glímu. Sigurður Bergmann keppti í +95 kg flokki og tapaði í fyrstu glímu fyrir Josef Schmoller frá Aust- urríki. Schmoller komst í undanúr- slit og fær Sigurður því uppreisn- arglímu í úrslitunum í dag. íþróttir Knattspyma Úrslitaleikimir í Litlu bikarkeppninni fara fram í dag, laugardag. Víðir og Stjaman leika um 1. sætið á Garðs- velli, ÍBK og FH um 3. sætið í Keflavík, ÍA og Haukar um 5. sætið á Akranesi og UBK og Selfoss um 7. sætið á Vallargerðisvelli í Kópa- vogi. Allir leikimir heflast kl. 13.30. Glíma íslandsgliman 1989 fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans í dag kl. 16.15 til 18.00. Keppt verður um Grettisbeltið og eru þátttakendur 12 frá þremur félögum. Frjálsíþróttir Álafosshlaupið fer fram við Álafoss ki. 14.00 í dag, laugardag. Keppt veður í karla-, kvenna- og unglinga- flokkum. Golf Fyrsta stigamót sumarsins verður haldið á Hellu um helgina. Keppnin, sem hefst í dag, er 54 holu höggleik- ur og verður keppt í meistaraflokki karla, forgjöf 5 og lægra. ■Flugleiðamótið I golfí fer fram hjá golfklúbbnum Keili í Hafnarfuði mánudaginn 15. maí. Ræst verður út frá kl. 08.00. ■Völlur GR í Grafarholti verður opnaður í dag og fyrsta mótið þar fer fram á mánudag. Það er keppnin um hvítasunnubikarinn. Ræst verður út frá kl. 9.00. Skíói Reykjavíkurmótið í 30 km skíða- göngu fer fram I Bláfjöllum sunnu- daginn 14. maí og hefst kl. 14.00. Sund Kallott-keppnin í sundi fer fram í Sundhöll Reykjavfkur um helgina. Margir af bestu sundmönnum Norð- urlanda verða á meðal keppenda og kom þeir frá Noregi, Svfþjóð og Finn- landi auk Islands. Keppnin hefst f dag, laugardag, kl. 16.00 og verður sfðan framhaldið á morgun kl. 14.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.