Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 48
G. Ingason: Skráplúra til Spánar FYRIRTÆKIÐ G. Ingason hefiir frá áramótum selt um 500 tonn af heilfrystri skráplúru til Spán- ar, en Sskur þessi hefur lítið sem ekkert verið nýttur til þessa. Veiðar og vinnsla á ýmis konar flatfiski aukast nú kjölfar tak- markana á veiðiheimildum á öðr- um fisktegTjndurn. Guðmundur Ingason, fram- kvæmdastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að með kvótakerfinu hefði veiði á vannýttum fiskistofn- um hafizt með snurvoðarveiðum báta Glettings í Þorlákshöfn. Hefði þar einkum verið um langlúru að ræða og veiðar gengið vel. Nú væru vfimm bátar frá Glettingi við veiðar á ýmsum flatfiski og heilfrystu þrír þeirra aflann um borð. Á síðasta ári fóru á vegum G. Ingasonar nær tveir gámar af skráplúru utan auk töluverðs af öðrum flatfiski. Á síðasta ári nam útflutningur alls á heilfrystum flatfiski 5.000 til 6.000 tonnum héðan frá landinu. Guðmundur sagði að aukningin á nýtingu skráplúrunnar væri mjög ánægjuleg, mikið væri af henni umhverfis landið og ástæðulaust j.að fleygja henni eins og menn hefði gert til skamms tíma. Hann gat þess jafnframt að Japanir hefðu áhuga á skráplúru með hrognum og yrði þeim send prufa af hrogna- fiski á næstunni. A annað hundrað bíða hjarta- -þræðing’ar HÁTT á annað hundrað manns bíða nú hjartajiræðingar á Landspítalanum. Aætla má að af þeim flölda þurfi einn af hveijum þremur að gangast undir aðgerð í ljósi fyrri reynslu. Auk þeirra biðu þrjátíu aðrir hjartasjúkling- ar eftir því að gangast undir hjartaaðgerðir áður en verkfall BHMR-félaga hófst, að sögn Árna Kristinssonar, hjartalæknis. Ámi sagði að starfsemi lyflækn- inga- og hjartadeilda Landspítalans væri því sem næst lömuð. Aðeins bráðatilvikum væri sinnt. Frá upp- ^hafi verkfalls hefur þurft að gera þijár hjartaaðgerðir vegna neyðar- tilvika, en undir venjulegum kring- umstæðum eru framkvæmdar þijár slíkar aðgerðir á viku hverri. Árni sagði að biðlistinn lengdist jafnt og þétt og gætu sjúklingar ekkert gert nema bíða eða fara til útlanda í aðgerðir. Á meðan sætu hjarta- skurðlæknarnir hér heima á kaupi og hefðu það rólegt. Hann sagði að ríkið þyrfti að greiða um það bil eina milljón með hveijum sjúkl- ingi, sem færi utan í hjartaaðgerð. Þá væru með talin ferðalög, uppi- hald og annað sem fylgdi slfkum ferðalögum. Átta hjartasjúklingar hafa farið utan til hjartaaðgerða síðan verk- fall BHMR-félaga hófst þann 6. apríl sl., samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar ríkisins. Til samanburðar má geta þess að á einum mánuði fyrir verkfallið fóru fjórir sjúklingar utan til aðgerða. LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. ^ Morgunblaðið/RAX I návist við náttúruöflin Isaflörður: Erfiðleikar með varp nytjafugla Isafirði. ERFIÐLEGA gengur með varp nytjafugla á Vestflörðum vegna mikils fannfergis. Að sögn Sigríðar Salvarsdóttur í Vigur er varpland æðarfuglsins að mestu undir snjó. Eitthvað er um að fuglinn sé farinn að hreiðra um sig á túninu, en lundinn hefur enn ekkert nema skaflana til að grafa holur sínar í. Sigríður sagði að meir en mann- hæðar hár snjómóður væri í sjó fram norðanvert á eyjunni svo að búast mætti við að langt yrði þar til náttúran semdi frið við fuglinn. - Ulfar Þjóðleik- húsinu lokað 15. febrúar Aöalsviðið lokað í tæpt ár - sýnt annars staðar AÐALSVIÐI Þjóðleikhússins verður lokað 15. febrúar nk. og verður lokað fram undir áramót 1991, eða í tæpt ár, á meðan endurreisn verður í þeim hluta hússins, sem að áhorfendum snýr, þ.e. í aðalsal, á leiksviði og göngum. Byggingarnefnd Þjóðleikhússins vinnur nú að undirbúningi verksins, hönnun og fleiru og fram að lokun- artíma verður sjálf framkvæmdin undirbúin með margs konar for- vinnu þannig að endurreisnin taki styttri tíma. Starfsemi Þjóðleikhússins verður í breyttu formi vegna lokunar aðal- sviðsins, en sýningar verða á vegum Þjóðleikhússins á öðrum stöðum bæði í höfuðborginni og úti á lands- byggðinni. Verið er að skipuleggja starfsemi Þjóðleikhússins á lokun- artímanum. Þórunn Sveinsdóttir VE fískar eins og ftystitogari Aðeins Akureyrin og Sjóli gerðu betur í apríl ÞRJU fiskiskip öfluðu meira en 800 tonna af óslægðum fiski í síðasta mánuði; Frystitogarinn Akureyrin var aflahæst með 975 tonn, Sjóli fékk 893 tonn og netabáturinn Þórunn Sveins- dóttir aflaði 870 tonna. Siguijón Óskarsson og áhöfn hans á Þór- unni tóku netin upp í gær enda búnir með þorskkvótann. Heild- arafli þeirra á vertíðinni varð alls rúm 1.900 tonn, sem er ís- landsmet. Heildarafli lands- manna í mánuðinum varð 125.404 tonn sem er tæpum 50.000 tonnum meira en í fyrra. Munurinn liggur i loðnu, þorski og grálúðu. Frá áramótum er aflinn nær sá sami og í fyrra. Þórunn Sveinsdóttir hætti á net- um í gær, föstudag, og fékk 1.917 tonn á vertíðinni sem er nýtt ís- landsmet. Geirfugl GK átti gamla metið, 1.704 tonn, en það var sett fýrir 19 árum. Siguijón Oskarsson, skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði verið að flýja þorsk- inn að undanfömu, þar sem hann hefði verið búinn með þorskkvót- ann. Fyrir nokkrum dögum hefði hann til dæmis fengið 15 tonn, aðallega af þorski, í fjórar litlar trossur og því orðið að færa netin. Þorskafli í apríl nú varð 51.522 tonn en 41.982 í fyrra. Bátarnir juku sinn hlut verulega, en afli togaranna dróst saman að sama skapi. Þorskaflinn frá áramótum er 161.692 tonn, 10.000 tonnum meiri en í fýrra. Reyknesingar auka hlut sinn um 11.500 tonn eða rúman þriðjung, Vesturland eykur sinn hlut um 6.641 tonn, sömuleið- is um rúman þriðjung og Sunnlend- ingar bæta við sig 3.906 tonnum. Lítils háttar samdráttur er hjá Vestfirðingum en Norðlendingar og Austfirðingar fengu 7.000 og 6.000 tonnum minna nú en í fyrra. Alls öfluðust í apríl 10.088 tonn af grálúðu, en 5.655 í fyrra og af loðnu fengust nú 33.174 tonn en ekkert í apríl í fyrra. Ýsuafli var nokkru meiri nú en í fyrra, meira veiddist af ufsa en minna af karfa. Loðnuafli frá áramótum varð nú 607.323 tonn, en í fyrra 604.765. Upplýsingar þessar eru fengnar frá Fiskifélagi íslands og í aflayfir- liti þess er þess getið að heildarafl- inn á þessum tíma í ár og í fyrra sé með því allra bezta sem gerzt hafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.