Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989 15 MM Guðmundsdóttirer 19 M M ára, fædd í Reykjavík 31. ágúst 1969. Hún var kjörin Fegurðardrottning Reykjavíkur í forkeppninni, sem fram fór á Hótel Borg fyrir skömmu. Hún stundar nú nám við Menntaskólann við Sund og hyggur á framhaldsnám að afloknu stúdentsprófi eftir að hafa tekið sér árshvíld frá námi. Foreldrar hennar eru Kolbrún Baldursdóttir og Guðmundur Fr. Ottósson. Helstu áhugamál Hugrúnar Lindu eru vélsleðaferðir, útivist og ferðalög auk þess sem hún fer reglulega í líkamsrækt. Hugrún Linda er 168 cm. að hæð. 0 ddnýRagna Sigurða-dóttir er 20 ára, fædd á Neskaupsstað þann 4. febrúar 1969, en býr nú á Fáskrúðsfirði. Foreldrar hennar eru Guðný B. Þorvaldsdóttir og Sigurður Þorgeirsson. Oddný Ragna var kjörin Fegurðardrottning Austurlands á dögunum. Hún hefur verið við nám í Armúlaskóla og Iðnskóla Reykjavíkur, en vinnur nú í verslun eftir hádegi og fellir einnig net. Hins vegar hefur hún hug á að nema grafískahönnun eða fatahönnun, en helstu áhugamál hennar eru hönnun, fatasaumur, teikning, málun og tónlist. Oddný Ragna syndir stundum og fer á skíði þegar færi gefst. Hún er 173 cm. að hæð. rri m heodóra Svanhildur M Sæmundsdóttirer 19 M ára Reykvíkingur, „JL. fædd þann 25. september árið 1969. Foreldrar hennar eru Asgerður Ásgeirsdóttir og Sæmundur Pálsson. Theodóra starfar hjá Þjóðleikhúsinu í fullu starfi sem förðunarfræðingur, en hún hefur lagt stund á förðunamám og hárkollugerð í skóla í Englandi. Framtíðaráform hennar em að ná langt í sínu starfi og kemur jafnvel meiri menntun til greina. Helstu áhugamál Theodóm era förðun, ferðalög og líkamsrækt, en líkamsrækt segist hún stunda reglulega. Theodóra Svanhildur er 173 cm að hæð. Sumartími Á tímabilinu 16. maí-30. september er skrifstofan opin frá kl. 8.00-16.00. - BSRB Hæsta einkium frá stofhun Sam vinn uskólans Samvinnuskólinn á Bifröst útkrifaði 29 stúdenta 1. mai síðastliðinn. Þetta er í síðasta sinn sem Samvinnuskólinn útskrifar stúdenta, en hann mun hér eftir starfa sem sérskóli á háskólastigi. Hæstu einkunn hlaut Hildur Sólveig Pétursdóttir, sem er önnur frá hægri í fremstu röð á myndinni. Hún var með 9,7 í meðaleinkunn, og er það hæsta einkunn, sem náðst hefúr við skólann frá stofnun hans 1918. Öllum þeim mörgu, nœr og fjcer, ungum sem öldnum, er með velvild sinni og vinarþeli gerðu mér 75 ára afmœliÖ ánœgjulegt þann 7. maí, þakka ég af alhug. Lifið heil langa œvi. FríÖþjófur Gunnlaugsson, Hamarsstíg 33, Akureyrí. Lactacyd léttsápan fyrirfætuma! Lactacyd léttsápan kemur í veg fyrir kláða og óþægindi vegna óhreininda og svitamyndun- ar á fótum. Húðin er í.eðli smu súr og er það vörn hennar gegn sýklum og sveppum. Þetta þarf að hafa í huga við vai á sápu. Mikilvægt er að eðlilegt sýmstig húðarinnar raskist ekki við þvott. „Venjuleg" sápa er lútarkennd (hefur hátt pH-gildi, 10-11) og brýtur niður náttúrulega vöm húðarinnar. Lactacyd léttsápan hefur hins vegar lágt pH- gildi (3,5) eins og húðin sjálf og styrkir því eðlilegar vamir hennar. í Lactacyd léttsápunni em: Lactoserum, mjólkursýra og fosfórsýra sem gefa léttsáp- unni lágt pH-gildi og viðhalda eðlilegu sým- stigi húðarinnar; laurylsúlföt sem gera Lacta- cyd að virkri sápu og jarðhnetuolía sem kem- ur í veg fyrir húðþurrk. Lactacyd léttsápan fæst í helstu stórmörkuð- um og að sjálfsögðu í næsta apóteki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.