Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ.1989
Tónlistarskólinn
á Akureyri:
Tvennir
vortónleikar
Tónlistarskólinn á Akur-
eyri efiiir til tvennra vortón-
leika í Gagnfræðaskólanum í
dag.
Fyrri tónleikarnir hefjast kl.
14.00, en á þeim leika nemend-
ur á neðri stignm á fiðlur,
píanó, gítar, selló, blokkflautu,
klarinett, básúnu og trompet.
Alls koma 20 nemendur fram
á tónleikunum og er efnisskráin
fjölbreytt.
Seinni tónleikarnir hefjast
kl. 17.00 þar sem fram koma
nemendur á efri stigum og
flytja verk eftir Bach, Hasse,
Turina, Brauer, Strauss og
fleiri. Á tónleikunum koma
fram 15 nemendur sem leika á
ýmis hljóðfæri, en einnig flytja
einsöngsnemendur nokkur Iög.
Myndhópur-
inn í Gamla
Lundi
„Myndhópurinn" á Akur-
eyri heldur hvítasunnusýn-
ingu sína í Gamla Lundi og
hefst hún kl. 14.00 í dag,
laugardag.
A sýningunni verða um 45
verk, vatnslitamyndir, olíumál-
verk og pastelmyndir. Myndirn-
ar eru flestar til sölu. Þeir sem
þátttaka í sýningunni eru Aðal-
steinn Vestmann, Alice Sig-
urðsson, Bemharð Steingríms-
son, Gréta Berg, Gunnar Dúi,
Hörður Jörundsson, Iðunn
Ágústsdóttir og Ruth Hansen.
Iðunn sýnir einnig modelnælu
á sýningunni.
Sýningin verður opin dag-
lega frá kl. 14.00-22.00, en
henni lýkur á annan dag hvíta-
sunnu.
Island og
Efiiahags-
bandalagið
Norðurlandsdeild Félags við-
skipta- og hagfræðinga gengst
fýrir hádegisverðarfundi á Hót-
el KEA næstkomandi þriðju-
dag, þar sem rætt verður um
ísland og Efnahagsbandalagið.
Fyrirlesari á fundinum verður
Ólafur Davíðsson fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra
iðnrekenda. • Fundurinn hefst
kl. 12.15 stundvíslega.
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
Páll Sigurðsson og Ingvar Gígjar, fyrstu gestirnir í heitu pottun-
um.
Sauðárkrókur;
Heitir pottar settir
upp við sundlaugina
Sauðárkróki.
NÚ er svo komið að Sauðárkróksbúar geta losað sig við vöðva-
bólgu og stress í heitu nuddbaði því búið er að koma upp heit-
um pottum við sundlaugina. Voru pottamir formlega opnaðir
föstudaginn 28. apríl og í tilefni þessa bauð Sundlaug Sauðár-
króks gestum ókeypis aðgang að lauginni þennan dag. Fjölmarg-
ir notfærðu sér þetta og vom margir bæjarbúar auk fastagesta
laugarinnar mættir fyótlega uppúr klukkan sjö á föstudags-
morgni.
Að sögn starfsmanns laugar-
innar er mikil ánægja með nýju
pottana, sem eru tveir og rúma
um það bil 30 manns, og hefur
fjölgun gesta verið veruleg á þeim
dögum sem liðnir eru frá opnun-
inni. Verktaki við gerð heitu pott-
anna var Byggingarfyrirtæki
Knúts Aadnegard.
- BB
Menntaskólinn á Akureyri;
V orannarpróf-
in í september
SKÓLAMEISTARI Menntaskólans á Akureyri hefúr sent frá sér
fréttatilkynningu um skólalok skólaárið 1988-1989 þar sem segir að
menntamálaráðherra hafi selt einstökum skólum sjálfdæmi um hvem-
ig yfirstandandi skólaári verði lokið. „Ég tel mér skylt að tilkynna
um áætlanir mínar um skólalokin tíl þess að reyna að draga úr
óvissu nemenda og aðstandenda þeirra,“ segir Jóhann Siguijónsson
skólameistari í tilkynningu sinni.
Skólameistari leggur áhersiu á
að allar ákvarðanir er varða kennslu
og námsmat séu háðar samþykki
kennara.
Hvað lyktir skólaársins varðar
segir að ef verkfall leysist um hvíta-
sunnuhelgina verði stefnt að því að
kenna tvær fyrstu vikumar eftir
að verkfall leysist. í 1.-3. bekk verði
prófað í völdum áföngum í vikunni
29. maí-3. júní. Öðmm áföngum
verði lokið með prófhaldi í lok sept-
ember, áður en nýtt skólaár hefst.
í 4. bekk og í öldungadeild verða
próf 5.-14. júní og brautskráning
17. júní.
Ef verkfall leysist á tímabilinu
16.-21. maí verður 1.-3. bekk kennt
til 3. júní en engin próf haldin að
sinni. Prófað verði í vorannaráföng-
um í september áður en nýtt skóla-
ár hefst, en hvað 4. bekk og öld-
ungadeild varðar verður prófað frá
5.-14. júní og brautskráð þann 17.
Ef hins vegar verkfall leysist
síðar en 21. maí verði hvorki kennt
né prófað í 1.-3. bekk nú í vor, en
prófað í vorannaráföngum í septem-
ber áður en nýtt skólaár hefst.
Skólaslit verða 17. júní þar sem
stúdentsefni fá vottorð um skólavist
sína í Menntaskólanum á Akureyri.
Kjarasamning-
ar samþykktir
Á fúndi Félags verslunar- og
skrifstofúfólks í fyrrakvöld voru
nýgerðir kjarasamningar sam-
þykktir með miklum meirihluta.
Á fundinum voru 75, 3 sögðu
nei, 3 seðlar voru auðir, en 69 sögðu
já.
Aðalfundur Vélsmiðjunnar Odda hf.;
Brýnast að fjölga verkefti-
um og efla markaðsstarfið
Þolum eitttapár, segir forstjórinn
HEILDARVELTA Vélsmiðjunnar Odda hf. á Akureyri var 142 millj-
ónir króna á síðasta ári, sem er 11,4% aukning frá fyrra ári. Tap á
rekstrinum varð 9,2 milljónir króna og segir Torfi Þ. Guðmundsson
forstjóri ástæður tapsins af tvennum toga. í fyrsta lagi mikill fjár-
magnskostnaður, sem hafi tvöfaldast á milli ára og varð um 20 millj-
ónir króna. I öðru lagi varð nokkur samdráttur í verkefnum fyrirtæk-
ísins.
Aðalfundur Vélsmiðjunnar Odda
hf. var haldinn í gær, föstudag, og
þar kom fram að eiginfjárstaða fyr-
irtækisins er góð, en eignir umfram
skuldir eru um 45 milljónir króna.
„Við þolum eitt tapár, það hefur
verið hagnaður af fyrirtækinu í
gegnum árin og fjárhagsstaðan er
sterk. Við stöndum þetta af okkur
með .því að grípa til nauðsynlegra
ráðstafana," segir Torfi.
Oddi hf. byggir framleiðslu sína
á ýmiskonar þjónustu við sjávarút-
veginn og sagði Torfi að samdrátt-
ur á þeim vettvangi hafi komið nið-
ur á fyrirtækinu. Vegna samdráttar
í sölu hafi birgðir aukist sem áhrif
hafi á fjármagnskostnaðinn.
Um 32% af veltu fyrirtækisins
eru til komin vegna sölu á bobbing-
um, vélum og tækjum til fisk-
vinnslu. Á síðasta ári varð útflutn-
ingsverðmæti fyrirtækisins um 24
milljónir króna, en aðalmarkaðs-
svæði Odda í útlöndum er á Græn-
landi og einnig á austurströnd
Kanada. Torfi sagði að markaðs-
staða fyrirtækisins á Grænlandi
væri sterk, en á fjórum fyrstu mán-
uðum þessa árs hefur meir en helm-
ingur af sölu fyrirtækisins verið á
Grænland. Vegna samdráttar í út-
gerð í Kanada hefur sala þangað
aftur á móti dregist nokkuð saman.
Torfi sagði að nú væri nýrra
markaða leitað og nefndi hann að
á þessu ári hefði þó nokkuð magn
bobbinga, véla og tækja til fisk-
vinnslu verið selt til Chile fyrir milli-
göngu fyrirtækisins Icecon. í Chile
væri mikill uppgangur í útgerð og
litu menn nokkuð í þá átt varðandi
markaði.
Einnig litu menn til Rússlands
þessa stundina og væri verið að
skoða möguleika á markaðsátaki
þar í landi.
Vegna samdráttar í verkefnum
og breytinga á ytri aðstæðum, sagði
Torfi að reksturinn hefði verið end-
urskipulagður og væru breytingar
nú að mestu komnar í framkvæmd.
í endurskipulagningu fólst m.a. að
minnka yfirbyggingu fyrirtækisins,
efla markaðsstarf og breyttar
áherslur í þjónustu fyrirtækisins
þannig að meiri áhersla er nú lögð
á ýmiskonar tækniaðstoð. Torfí
sagðist vona að það hefði í för með
sér fleiri verkefni fyrir fyrirtækið,
en það væri brýnasta verkefni fyrir-
tækisins þessa stundina.
Dagvistardeild
Dagvistin Síðusel auglýsir eftir forstöðumanni frá
1. ágúst 1989. Dagvistin er þriggja deilda dag-
vist, leikskóli og dagheimli.
Umsóknir, er tilgreina menntun og fyrri störf,
leggist inn á dagvistardeild, Eiðsvallagötu 18,
600 Akureyri, fyrir 15. júní.
Allar nánari upplýsingar veita hverfisfóstra í síma
96-24620 og dagvistarfulltrúi í síma 96-24600
alla virka daga frá kl. 10-12.
Dagvistarfulltrúi.
Framkvæmdir við dýraspítala heflast brátt;
Um 200 fermetra hús rís
í landi Ytri-Varðgjár
GRUNNUR að dýraspítala í landi Ytri Varðgjár verður tekin von bráð-
ar, en teikningar að húsinu liggja nú fyrir. Það eru feðginin Ágúst
Þorleifsson héraðsdýralæknir og Elfa Ágústsdóttir dýralæknir á Akur-
eyri sem ætla að reisa um 200 fermetra hús að Ytri Varðgjá, sem er
um Qóra kílómetra utan Akureyrar.
í húsinu verður aðstaða fyrir hér- honum loknum yrði hafist handa af
aðsdýralækni, skrifstofa, apótek, lyf-
sala og biðstofa. Þá verður í húsinu
meðferðarstofa, röntgenherbergi,
skurðstofa og dýrageymsla fyrir
hunda og ketti. Jón Geir Ágústsson
byggingarfulltrúi á Akureyri gerði
teikningar að húsinu.
Elfa sagði í samtali við Morgun-
blaðið að lítill tími gæfist til að sinna
byggingarframkvæmdum á meðan
sauðburður stæði yfir, en strax að
krafti. „Það er farið að liggja tölu-
vert á að koma þessu húsi upp, það
er þreytandi til lengdar að búa við
lélega vinnuaðstöðu," sagði Elfa, en
hún hefur nú einungis eitt herbergi
til umráða til að stunda dýralækning-
ar.
Auk almennra dýralækninga er
fyrirhugað að hýsa hunda og ketti
um skemmri tíma á dýraspítalanum
og mun móðir Elfu, Auður Ólafs-
dóttir sjúkraliði, annast gæsluna.
„Þetta er algjört fjölskyldufyrirtæki,
við erum að hugsa um að senda bróð-
ur minn í dýralæknanám næst svo
hann geti verið með,“ sagði Elfa.
Hún sagði að áhugi fólks fyrir
byggingunni væri mikill og allstaðar
hefði hún orðið vör við jákvæð við-
brögð, enda væri mikil þörf fyrir
starfsemi sem þessa á Akureyri og í
nágrenni. Næsta skref sagði hún
vera að ganga frá lánum, en þau
feðgin hafi að undanfömu kannað
hvar hugsanlega lánafyrirgreiðslu
væri að fá. Hún sagði vel sloppið ef
byggingarkostnaður yrði á bilinu frá
átta til tíu milljónir króna.