Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 46
46 , !M,0RGUNBI<AP1Ð LAUQARUAGUR MjAÍ 198g( lH Listvakning á Hótel Selfossi Selfossi. HÓTEL Selfoss beitir sér þessa dagana fyrir listvakningu. Liður í henni er myndlistarsýning sex listamanna sem stendur yfir fram til 15. maí. „Það er von okkar sem að þess- ari sýningu stöndum að hún dragi fram eitthvað af þeim anda og þeim krafti sem rekur störfum hlaðið alþýðufólk til að sinna þess- ari næringu andans," segir meðal annars í sýningarskrá myndlistar- sýningarinnar. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru: Ragna Stefanía Finnbogadótt- ir, Þorlákshöfn, Ólína Sigríður Bjömsdóttir, Selfossi, Jóhanna Biynjólfsdóttir Wathne, Hellu, Sig- urður Sólmundsson, Hveragerði, Ásta Ámadóttir, Keflavík, og Sigr- ún Alda Sigurðardóttir. — Sig. Jóns. Gildran á Akra- nesi Hljómsveitin Gildran heldur tónleika f Bíóhöllinni á Akra- nesi, í dag, laugardaginn 13. mai. Hljómsveitin kynnir efni af sinni nýjustu hljómplötu, sem kom út þann 3. maí sí. Tónleikamir hefjast klukkan 21.30 og mun hljómsveitin Bróðir Darwins hita upp en hún varð í 3. sæti í músíktilraunum Tónabæj- ar nýlega. Ásta Ólafsdóttir við eitt verka sinna. Ásta Ólafsdóttir sýnir á Akranesi ÁSTA Ólafsdóttir opnar mynd- listarsýningu í dag, laugardag- inn 13. maí, klukkan 16 í kjall- ara Bókasafnsins á Akranesi. Á sýningunni eru 27 myndir, unnar með olíu- og gvasslitum á síðustu tveimur árum og eru allar til sölu. Ásta Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1948. Hún útskrif- aðist úr Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1978 og stundaði síðan framhaldsnám við Jan van Eyck-akademíuna í Hol- landi frá 1981—1984, þar sem hún lagði aðallega stund á myndbanda- list. Ásta hefur sýnt verk sín á sér- sýningum og samsýningum hér heima og erlendis og út hafa kom- ið eftir hana tvær bækur. Sýningin er opin virka daga frá klukkan 14—20 og um helgar frá klukkan 14—18 oglýkurþriðjudag- inn 23. maí. Vorhátíð Breið- holtsskóla FORELDRAFÉLAG Breiðholts- skóla efitir til vorhátíðar fyrir nemendur, foreldra og kennara skólans og íbúa Neðra-Breið- holts í dag, laugardaginn 13. maí, klukkan 15—17. Hugmyndin með vorhátíð er sú að nemendur, foreldrar og kennar- ar fái tækifæri til að gera skemmti- lega hluti saman. Þessi atriði verða meðal annars á dagskrá; reiptog, fimmtarþraut, brennibolti, skáta- tívolí, minigolf, andlitsmálning, boltaþrautir og sumarleikir. Skóla- lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts leikur. Áhersla verður á virka þátt- töku allra. Merki Foreldrafélagsins verða til sölu og djús og kaffi verða á boð- stólum. (Fréttatilkynning) Athugasemd í tilefni af grein sem birtist á bls. 21 i Morgunblaðinu sunnu- daginn 7. mai sl. varðandi mál- efiii starfsfólks Brunabótafélags íslands og Samvinnutrygginga hafa Hallór _ Frímannsson og Pétur Már Jonssón óskað eftir að koma á framferi eftirfarandi athugasemdum: „Grein þessi var byggð á við- tölum við Halldór Frímannsson og Pétur Má Jónsson, sem tekin voru fyrir sex vikum síðan. í ljósi þess hörmum við birtingu svo gamalla upplýsinga um viðkvæm mál hjá ofangreindum fyrirtækjum, á tímum hraðra breytinga í tengslum við stofnun hins nýja tryggingafé- lags. Því viljum við koma að upplýs- ingum um málefni þessa fólks, eins og þau mál standa í dag. Mál 7 hafa verið leyst varan- lega, þ.e. þessir starfsmenn hafa fengið framtíðarstörf í gegnum atvinnumiðlun félaganna eða að eigin frumkvæði. 6 aðilar fara á eftirlaun og öðrum 3 verður gert það kleift með réttindakaupum. Þá hafa 4 starfsmenn þegar hætt skv. sérstöku samkomulagi þar um. 8 aðilar hafa verið ráðnir til sumaraf- leysinga hjá Vátryggingafélagi ís- lands í sumar. Þrír starfsmenn gátu ekki þegið boð um sumaraf- leysingar. Einn hyggst draga sitt út af vinnumarkaðnum um sinn og 2 starfsmenn hafa ekki þegið að- stoð við starfsleit. Af þeim 40 starfsmönnum félaganna, sem ekki var unnt að bjóða starf hjá hinu nýja vátryggingafélagi, hefur enn ekki tekist að útvega 6 starfsmönn- um atvinnu, af þeim sem koma til með að hætta 1. júní n.k. Þrír þess- ara aðila verða á biðlaunum í 3—9 mánuði frá þeim tíma. Eins og að ofan greinir hefur töluvert áunnist hjá atvinnumiðlun félaganna í því að aðstoða þá sem ekki eru búnir að fá atvinnu." Fræðslufundir um krabbamein í Borgarnesi og Selfossi Á NÆSTUNNI verða haldnir fræðslufundir um krabbamein i Borgarnesi og á Selfossi á veg- um verkalýðsfélaganna og krabbameinsfélaganna á þessum stöðum í samvinnu við fræðslu- nefiid Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Sömu fyrirlesarar og sömu um- ræðuefni verða á báðum stöðum en fundirnir verða tveir á hvorum stað. Á fyrri fundunum fjallar Sig- urður Ámason læknir um orsakir og greiningu krabbameina en á seinni fundinum fjallar Þórarinn Sveinsson yfirlæknir um einkenni krabbameina og meðferðarleiðir og þá mun hjúkrunarfræðingur af Krabbameinslækningadeild Lands- pítalans auk þess ræða umönnun krabbameinssjúklinga. Einnig svara þau öll fyrirspurnum. Fundimir í Borgamesi verða í Hótel Borgamesi 16. maí og 23. maí en á Selfossi verða fundimir 17. maí og 24. maí í húsnæði Verkalýðsfélagsins Þórs á Eyra- vegi 29. Ingvar Þorvaldsson Ingvar Þorvalds- son opnar sýn- ingu INGVAR Þorvaldsson opnar í dag klukkan 14 sýningu á vatns- litamyndum í Gallerí 15 Skóla- vörðustíg 15. Henni lýkur sunnudaginn 21. maí. Opið er virka daga klukkan 16-20 og um helgar klukkan 14-20. Morgunblaðið/PPJ Skjólveggir fyrir litlar flugvélar hafa verið reistir á Reykjavíkurflug- velli. Skjól fyrir flugvélar Svar við opnu bréfi fyrr- verandi bæjarfulltrúa —frá núverandi bæjarfulltrúum ÞRÍR fyrrverandi bæjarfulltrúar í Kópavogi, Ásgeir Johannesson, Guttormur Sigurbjörnsson og Sigurður Grétar Guðmundsson, hafa birt í dagblöðum „Opið bréf til bæjarstjórnar Kópavogs". Þar sem það er ósiður að svara ekki bréfúm biðjum við undirritaðir, núver- andi bæjarfúlltrúar sömu stjórnmálaflokka, blöðin að koma á fram- feri eftirfarandi línum öldungaráðsins. I NORÐAN við skrifetofúhús Flug- leiða á Reykjavíkurflugvelli er ris- inn skjólveggur fyrir flugvélar áhugaflugmanna, en fjöldi flug- véla hefúr hvergi í hús að venda sökum plássleysis á Reykjavíkur- flugvelli og verða þær að standa úti fyrir veðri og vindi. Sá veggur, sem risinn er, er fyrsti áfgangi með varanlegum stæðum fyrir tólf flugvélar, en alls er gert ráð fyrir að 32 slík stæði verði full- gerð fyrir haustið. Frá því samkomulag milli Reykjavíkur og Kópavogs, þar sem m.a. var fjallað um Fossvogsbraut, var undirritað árið 1973, hefur ýmislegt orðið til að breyta við- horfum manna. í fyrsta lagi búum við nú yfir bættri þekkingu á mengunarhættu frá bifreiðaumferð. Nú vitum við að ýmis úrgangsefni frá bifreiðum eru stórskaðleg heilsu manna ef þau fara yfir ákveðið mark. Dæmin hrannast upp og nú síðast váleg tíðindi um blýmengun og áhrif hennar. I öðru lagi hafa hugmyndir fólks um náttúruvemd, útivist og líkams- rækt tekið stakkaskiptum. Þetta hefur m.a. leitt til þess að dalur sem árið 1964 var „eins og hver önnur mýri“ í augum fólks er nú talínn kjörlendi til útivistar fyrir stórborg- arfólk á höfuðborgarsvæðinu. í þriðrja lagi hefur forsendum umferðarkerfisins sem samkomulag var um að rannsaka verið breytt til muna. Þetta gerðist fljótlega eftir að samkomulagið var gert og leiddi til þess að bæjarstjórn lýsti sig óbundna af athugun á þörf fyr- ir Fossvogsbraut þegar árið 1977. I fjórða lagi byggðist samkomu- lagið um Fossvogsbraut á því að ekki yrðu fundnar aðrar viðunandi iausnir á umferðarmálum. Mat á því hvað sé viðunandi getur að sjálf- sögðu verið breytilegt frá einni tíð' til annarrar en bæjarstjóm Kópa- vogs hefur bent á lausnir sem við teljum meir en viðunandi. Fram hjá þessum þáttum er ógemingur að horfa. II Undanfarin ár hefur Kópavogs- kaupstaður mátt sæta því að eiga ekki staðfest aðalskipulag. Það fel- ur m.a. í sér að hvenær sem er getgur vofað yfir byggingabann í landi kaupstaðarins. Það er óviðun- andi ástand. Þrátt fyrir margítrekaðar sam- þykktir bæjarstjómar Kópavogs um útivistarsvæði í Fossvogsdal hafa talsmenn Reylqavíkurborgar haldið fast við að braut skyldi lögð um dalinn ef „umferðarleg" þörf reynd- ist á. Það hefur gengið svo langt að um skeið var brautin sýnd á staðfestu aðalskipulagi Reykjavík- urborgar inni á landi Kópavogs. Félagsmálaráðherra lét þó taka þann hluta brautarinnar burtu við síðustu staðfestingu og sýndi þar með réttum landeigendum tilhlýði- legan sóma. III Yfirlýsing bæjarstjórnar Kópa- vogs hinn 25. apríl 1989 var aðeins ítrekun á yfirlýsingunni frá 1977 og átti ekki að þurfa að koma nein- um á óvart. Við vísum því til föður- húsa öllum dylgjum um bófahasar lærðan úr sjónvarpi. Hins vegar verða menn að gæta þess að telja ekki sjálfsagt að það sem eitt sinn var „réttast“ sé þar með hinn end- anlegi sannleikur. Slíkur skilningur hefur stundum verið tengdur við öldungaveldi en frá þeim stjórnar- háttum em nú flestar þjóðir að falla. Því fer fjarri að afstaða bæjar- stjórnar Kópavogs feli í sér nokkum dóm yfir þeim gjömingi sem bæjar- fulltrúar árið 1973 stóðu að. Hann færði okkur einmitt nokkru nær markinu. Nú er hins vegar mál að stíga næsta skref. Það höfum við gert. IV Ekki þarf öldungaráð til að siá að nauðsynlegt er að sveitarfélög geti átt með sér giftusama sam- vinnu. En sú samvinna tveggja verður ævinlega að byggjast á gagnkvæmu tilliti og gerir kröfu til að jafnan sé leitað þeirra leiða sem skynsamlegastar geta talist miðað við þekkingu og hygmyndir tímans. Árangurslaust höfum við leitað samkomulags við Reykjavíkurborg um sameiginlegt skipulag Foss- vogsdals sem útivistarsvæðis. Þess vegna áttum við ekki annarra kosta völ’ en að ítreka yfirlýsingu bæjar- stjórnar svo að ekki gæti misskilist. í bréfi ykkar segist þið hafa gætt þess að sinna sameiginlegum hagsmunum íbúanna beggja vegna dalsins. Það höfum við einnig gert og það er ekki við okkur að sakast þótt hagsmunirnir kunni að vera aðrir nú en fyrir 16 árum. Það biðj- um við ykkur að hafa hugfast. Um áskorun ykkar um að slíðra sverð er það eitt að segja að við höfum ekki gengið með brugðinn brand og munum ekki gera þótt fast sé að okkur sótt á allt öðrum vettvangi en í Fossvogsdal. Hins vegar hljóta að vakna ýmsar spum- ingar sem eðlilegt er að beina til ykkar: Þið skrifið bréf ykkar í svo skinhelgum friðartóni að hans heil- agleiki páfinn hefði fallið í skugg- ann ef hann hefði verið kominn til landsins. Stingur það ekki talsvert í stúf við „viðtalið" sem einn ykkar lét Morgunblaðið taka við sig fám dögum áður? Og hvemig er það: Hefði ykkur ekki þótt eðlilegri vinnubrögð að tala við okkur, flokksbræður ykkar? Eða lituð þið svo á að þann dag sem þið gerðust fyrrverandi bæjarfulltrúar yrðu flokkar ykkar líka fyrrverandi flokkar? Kópavogi 11. maí 1989, Guðmundur Oddsson, núverandi bæjarfúlltrúi Alþýðuflokks, formaður bæjarráðs. Heimir Pálsson, núverandi bæj- arfulltrúi Alþýðubandalags, for- seti bæjarstjórnar. Skúli Sigurgrímsson, núverandi bæjarfúlltrúi Framsóknarflokks. - PPJ Laugardagur kl. 13:45 19. LEIKVIKA- 13. MA11989 m m Éi Leikur 1 Arsenai - Derby Leikur 2 Aston Villa - Coventry Leikur 3 Everton - West Ham Leikur 4 Luton - Norwich Leikur 5 Man. Utd. - Newcastle Leikur 6 Millwall - Southampton Leikur 7 Nott. For. - Charlton Leikur 8 Q.P.R. - Tottenham Leikur 9 Sheff. Wed. - Middlesbro Leikur 10 Wimbledon - Liverpool Leikur 11 Ipswich - Blackburn Leikur 12 Oxford - Watford Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 16:15 er 91-84590 og -84464.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.