Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAf ‘1989
eins og fréttastofu Stöðvartvö ..
Hún fékk að mynda skráða stjórn
Ögurvíkur hf. hjá Benedikt einka-
vini Ó. Grímssonar. Og sjá: Þar gat
að lífa nafn Sverris Hermannsson-
ar. Þetta fer auðvitað E. Hirst með
á Stöð tvö til að sinna „hlutverk-
inu“ sem sönnun þess að Sverrir
væri í stjórn Ögurvíkur hf. Auðvitað
lét hún þess ekki getið að tilkynn-
ingin væri tuttugu ára gömul. Því
síður fór hún að upplýsa að tveir
af skráðum stjórnarmönnum Ög-
urvíkur hf. voru löngu dánir. En
þama var feitt á stykkinu! Ef það
sannaðist að Sverrir væri í stjóm
Ögurvíkur hf. gat það kostað hann
bankastjórastöðuna. Gaman! Gam-
an! Til þess skar enda Ó. Grímsson
refana.
E. Hirst klykkir út með því í
Morgunblaðsgrein sinni að Sverrir
Hermannsson hafí „nýtt sér glufu
í lögunum til að afla sér viðbótar-
tekna“.
Hvað er E. Hirst að segja með
þessu? Eftir hvaða siðalögmáli
blaðamanns í „hlutverki á Stöð tvö“
era slík ummæli? Ekki sér Sverrir
um framkvæmd þingfararkaups-
laga. í þessu falli sáu um fram-
kvæmdina skrifstofustjóri Alþingis,
Friðrik Ólafsson, og þáverandi for-
seti Sameinaðs Alþingis, Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, eftir ráðgjöf
frá umboðsmanni Alþingis, Gauki
Jörandarsyni, einum virtasta lög-
manni landsins.
Sú iðja, sem hér að framan hefir
verið lýst, Heitir á íslenzku róg-
burður og þeir rógberar, sem hana
stunda. Það er hér með skorað á
E. Hirst að reyna að þvo af sér þá
nafngift. Hún veit hvaða ráð era
til þess. Henni til hughreystingar,
ef málið sýnist ætla að fara á verri
veg, má benda henni á, að hún
getur þá bara snúið sér til fram-
kvæmdavaldsmannanna Ó. Gríms-
sonar og kennarafélaga Svavars og
beðið þá um að kippa málinu út úr
dómi. Þeir láta sig nú ekki muna
um svoleiðis smámuni, enda í æf-
ingu. Auk þess standa þeir í þakkar-
skuld við blaðamanninn vegna
ágengrar æraleitar hans.
Höfundur er bankastjóri Lands■
banka Islands.
Í3
Gunnar V. Randrup
sýnir í Hveragerði
GUNNAR v. Randrup opnar sýn-
ingu í félagsheimili Ólfusinga
Hveragerði í dag.
Gunnar V. Randrup er fæddur í
Hafnarfirði 1941. Hann stundaði
nám hjá listmálurunum Arnheiði
Einarsdóttur, Stefáni Gunnlaugs-
syni og í Myndlistaskóla Reykjavík-
ur.
Gunnar hélt sýningu í Hafnar-
borg, Hafnarfirði, 1987 og er þetta
hans önnur einkasýning.
Myndirnar eru málaðar í olíu og
era allar til sölu. Sýningin verður
opin frá klukkan 15—21 alla daga
og lýkur henni sunnudaginn 21.
Gunnar V. Randrup við eina mynd sína.
8umarhú§
í sérflokki
;._____________
naesto
3
AÐ TRÖNUHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI
Okkur hjó Transit hf. er sönn ónægja aó tilkynna yóur aó ó
30 óra afmæli fyrirtækis okkar bjóóum vió til sölu i fyrsta
skipti mjög traust, hlý og vönduð (heilsórs) sumarhús, sem
við erum afskaplego stoltir af.
Fróbært hugvit (innlent og erlent) svo og alúó hefur ein-
kennt allo hönnun og smiói ó þessum húsum. Húsin eru hlý,
endc er 4 tommu einangrun í öllum útveggjum og 6
tommu einangrun i gólfi og lofti.
TRANSIT HF. býóur nú glæsilegt sumarhús af GISELLA
ÍSLAND geró, sem er 48 fm að flatarmóli auk 22 fm
svefnlofts eða alls 70 fm innanhúss.
Auk þess er yfirbyggó verönd 35 fm. Samtals er því
105 fm undir þaki.
Við hönnun húsanna hefur hver þumlungur verið skoðað-
ur gaumgæfilega af fagmönnum og vegna hagstæðra
viðskiptasamninga okkar getum við haldið öllum kostn-
aði i algjöru lógmarki.
Verð á GISELLA ÍSLAND sumarhúsi
óuppsettu er frá kr. 1.210.000,-
Við munum ó næstu dögum bjóða nokkur hús af GIS-
ELLA ISLAND gerð ó einstöku kynningarverði, fró
aðeins kr. 1.079.000,-
Greiðslukjör eru fróbær og erum við mjög sveigjanlegir
í samningum.
Dæmi:
1) Við samning greiðist 15% af kaupverði.
2) Við afðenðingu greiðist 40% af kaupverði.
3) Eftirstöðvvar greiðast síðan t.ú. á 2 árum.
Ef þér viljið kynnast GISELLA ÍSLAND nónar þó verið
velkomin í Trönuhraun 8, Hafnarfirði, skoðið sýningar-
hús okkar staðsett ó baklóð og fóið frekari upplýsingar.
SUMARHtlS ER EKKIBARA FJARLÆGER DRAHIIR
- ÞAD SArVAA OKKAR VERD OG GREIDSLIIKJÖR
Sjón er sögu ríkari.
IRANSIT 2
TRÖNUHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI, SÍMI 652501
SUMARTILBOD Á ÁRGERÐ1989
Við seljum örfáa Citroén AX, árgerð 1989, á tilboðsverði í nokkra daga. Allt að 72 þúsund króna afsláttur.
Citroén AX hefur slegið í gegn í Evrópu enda er hann
einstaklega sprækur en sparneytinn fjölskyldubíll.
Skoðanakönnun Hagvangs sýnir að íslenskir kaupendur
(93% aðspurðra) kunna svo sannarlega að meta AX-inn sinn.
Citroén AX fæst þriggja og fimm dyra.
Hikaðu ekki, tryggðu þér splunkunýjan Citroén AX á
tilboðsverði, frá
469.000 kr.