Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989
Fegurðardrottn i ng
íslands 1989
KEPPENDUR KYNNTIR
Fegurðardrottning íslands 1989 verður kjörin
á Hótel íslandi á miðnætti mánudagskvöldið
15. maí, að kvöldi annars dags hvítasunnu.
Tíu stúlkur taka þátt í úrslitakeppninni að
þessu sinni, en undankeppni hefur þegar farið
fram í öllum kjördæmum landsins. Sjö manna
dómnefnd mun skera úr um hver hlýtur hinn
eftirsóknarverða titil. Dómnefndina skipa:
Ólafur Laufdal veitingamaður, sem er
formaður, Sigtryggur Sigtryggsson
fréttastjóri, Friðþjófur Helgason ljósmyndari,
Erla Haraldsdóttir danskennari, Sóley
Jóhannsdóttir danskennari, Anna Margrét
Jónsdóttir Fegurðardrottning íslands 1987 og
Ingi Björn Albertsson alþingismaður. Auk
Fegurðardrottningar íslands 1989, verður
valin besta ljósmyndafyrirsætan og keppendur
velja úr sínum hópi vinsælustu stúlkuna.
Keppendur koma fram á sundbolum og í
samkvæmiskjólum og verður athöfninni
sjónvarpað beint á Stöð 2. Kynnar á
úrslitakvöldinu verða leikararnir Sigrún Waage
og Valdimar Örn Flygenring. í Morgunblaðinu
á fimmtudag voru fimm stúlkur kynntar. Hér
kynnir blaðið seinni fimm stúlkurnar.
Ljósmyndir: Bjarni Eiríksson.
_ Linda
Ólafsdóttir
Linda Ólafsdóttir er 18
áragömul, fæddí
Keflavík 30.
september 1970. Hún
hlaut titilinn Ljósmyndafyrirsæta
Suðumesja þegar undankeppnin
fór þar fram. Linda er við nám í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja og
starfar með skólanum í Apóteki
Keflavíkur. Foreldrar hennar eru
Ella Sjöfn Ellertsdóttir og Ólafur
Björgvinsson. Framtíðaráform
Lindu eru óráðin ennþá, en hún
segist hafa áhuga á því sem hún
er að gera hveiju sinni. Hún
segist stunda líkamsrækt. Linda
er 175 cm. að hæð.
o
teinunn Geirsdóttir er
18 ára Akureyringur,
1 ■ fædd þann 4. mars
1971. Hún varkjörin
Fegurðardrottning Norðurlands í
undankeppninni, sem fram fór í
Sjallanum á Akureyri. Foreldrar
hennar eru Kolbrún
Þormóðsdóttir og Geir
Friðgeirsson. Steinunn stundar
nám við náttúrufræðibraut
Menntaskólans á Akureyri. Hún
hefurgaman að öllum íþróttum.
Hún fer á skíði, hestbak og í sund
og æfir handbolta með
meistaraflokki kvenna hjá Þór.
Steinunn hefur lengi stefnt að því
að verða læknir. Hinsvegar segir
hún margt annað heilla, til dæmis
lyfjafræði. Steinunn er 177 cm
að hæð.
Theodóra
Svanhildur
Sœmunds-
dóttir