Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ' 1989 21 Hreinsunarátak í Reykjavík: Viljum eiga hreinustu höfuðborg í heimi - segir Ólafiir Jónsson, upplýsingafiilltrúi borgarinnar Mezzoforte, þeir Eyþór Gunnarsson, Jóhann Asmundsson, Gunnlaug- ur Briem og Friðrik Karlsson. Tónleikaför Mezzoforte um Evrópu að ljúka Þýsk sjónvarpsstöð gerir þátt um sveitina HLJÓMSVEITIN Mezzoforte lýkur á morgun, sunnudag, Qögurra vikna hljómleikaferð um Noreg, Danmörku, Þýskaland og Sviss, á útihátíð í Petershagen í V-Þýskalandi. Meðal annarra sem þar koma fram má nefna Meatloaf og Santana. Ný hljómplata Mezzoforte, Playing for Time, sem út er að koma um þessar mundir hefur feng- ið góðar viðtökur ytra, fór til dæmis rakleiðis í 10. sæti norska vin- sældalistans. Platan var unnin hér á landi og í Bandaríkjunum og hljómsveitinni til aðstoðar eru víðfrægir hljóð- færaleikarar. Þar má nefna blásar- ana Ernie Watts, Jerry Hey, Larry Williams, Gary Grant, Bill Reichen- bach og Steve Tavaglione. Öll lög hljómplötunnar eru eingöngu leikin. Flest þeirra eru eftir Eyþór Gunn- arsson og Friðrik Karlsson en Jó- hann Ásmundsson og Gunnlaugur Briem eiga einnig þátt í lagasmíð- inni. Meðlimir hljómsveitarinnar stjórnuðu upptökum með aðstoð Norðmannanna Rolf Graf og Svein Dag Hauge úr norsku djasssveitinni Lava, sem meðal annars hefur leik- ið undir á tónleikaferðalögum söng- konunnar Randy Crawford, og Bandarílqamannsins Eric Persing, sem meðal annars hefur unnið með Michael Jackson. Mezzoforte kemur til landsins á mánudag en á föstudag er væntan- legt hingað gengi þýskra sjónvarps- manna til að vinna sjónvarpsþátt, í þáttaröðinni Bitte Umbláttern, um hljómsveitina í Reykjavík. Þátturinn verður sýndur ytra í júní. BORGARYFIRVÖLD efna til hreinsunarátaks í maí og júní í hverfum borgarinnar í samvinnu við íbúasamtök, foreldra- og kenn- arafélög, og verður byrjaði í vest- urbænum og miðbæ í dag. Um er að ræða annan áfanga allsheijar hreinsunarátaks í Reylqavík sem hófst sl. haust undir kjörorðinu: „Láttu ekki þitt eftir liggja!“. Borginni verður skipt í fjóra hluta og stendur átakið yfir í eina viku I hveijum borgarhluta. Byrjað verður á Vesturbænum og miðbænum að Kringlumýrarbraut þar sem hreinsað verður vikuna 13.-19. maí. Austurbær frá Kringlu- mýrarbraut að Elliðaám verður hreinsaður dagana 20.-26. maí. Þá færist hreinsunarátakið í Breiðholt dagana 27. maí til 2. júní og að lok- um fer fram hreinsun í Árbæ, Selás og í Grafarvogi dagana 3.-9. júní. Undirbúningsfundur var haldinn með forsvarsmönnum íbúasamtaka og félaga fyrir skömmu og kom þar fram mikill áhugi á samstarfi um hreinsunarátakið í Reykjavík, að sögn Ólafs Jónssonar, upplýsinga- fulltrúa Reykjavíkurborgar. Laugardagar verða aðalhreinsun- ardagar í hveiju hverfí og þá mun borgin jafnframt standa fyrir fjöl- skyldudegi á tveimur til þremur stöð- um í þeim borgarhluta þar sem átak- ið stendur yfir hveiju sinni. Boðið verður upp á grillmat og leiktækjum verður komið fyrir. Borgin mun sjá Safiiaðarheiniili Askirkju opnað • i • Á hvítasunnudag 14. maí verður nýtt safnaöarheimili Áskirkju í Reykjvík tekið í notkun. Verður það við athöfii í safnaðarheimilinu eftir hátíðarguðsþjónustu í kirkj- unni sem hefst kl. 14. Við athöfnina í safnaðarheimilinu syngur kirkjukór Áskirkju, starfsfólk og trúnaðarmenn safnaðarins lesa ritningarorð og sr. Árni Bergur Sig- urbjörnsson sóknarprestur flytur bæn. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, blessar húsnæðið og formaður byggingamefndar, Vífill Oddsson, og Bjöm Kristmundsson, formaður sóknamefndar flytja ávörp. Hið nýja safnaðarheimili er loka- áfangi byggingar Áskirkju, sem vígð var í desember árið 1983 og hafði bygging hússins þá staðið í mörg ár. Safnaðarheimilið er rúmgóður salur, þar sem 200 geta setið til borðs í einu, en einnig mun unnt að skipta salnum niður í smærri einingar og vistarverur. Þá er í heimilinu rúm- gott fundarherbergi þar sem komið verður fyrir listaverkum sem áður voru í eigu Unnar Ólafsdóttur hann- yrðakonu og Óla M. ísakssonar eigin- manns hennar, sem gáfu kirkjunni skrúða og fjölmarga kirkjumuni og myndverk. Milli salar og kirkjuskips er færan- H.WDÍJ EKKI RKSl.AFÖTUNA UT liNOAN NfltST tKSÓR ÞÚ IÆRÐ T-ÉR F.ITTHVAD Morgunblaðið/RAX Ólafur Jónsson, upþlýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, heldur hér á veggspjaldi sem sérstaklega hefiir verið hannað vegna hreinsunar- átaksins. Morgunblaðið/Á. Sæberg Á hvítasunnudag verður nýtt safnaðarheimili Áskirkju í Reykjavík tekið í notkun. legur veggur, sem gerir kleift að stækka kirkjuna vemlega við fjöl- mennar athafnir. Arkitektar Áskirkju em Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir og Harald- ur V. Haraldsson, en hann hefur annast hönnun hússins á lokastigi og teiknað búnað þess. um vélhreinsun gatna og gangstétta svo og fegmn og hreinsun opinna svæða. Ruslapoka verður hægt að fá í hverfisbækistöðvum, pokarnir verða hirtir daglega af gangstéttum meðan á hreinsunarviku stendur. Upplýsingar um tijá- og garðrækt verða veittar hjá garðyrkjustjóra. Kostnað við dreifibréf, fjölritun og prentun tengt hreinsunarátaki greið- ir upplýsingafulltrúi borgarinnar ef óskað er, allt að 10 þúsund kr. fyrir hvert félag. Flaggað verður í þeim borgarhluta, þar sem hreinsunarátak stendur yfir. Ruslagámum verður komið fyrir víða í borginni t.d. við Meistaravelli, Sigtún, Sléttuveg, Jað- arsel og Rofabæ og sérstökum gám- um verður komið fyrir til að fólk geti losað sig við rafgeyma, sem síðan verða sendir erlendis til eyðing- ar. Rafhlöður verður hægt að losna við á bensínstöðvum í þar til gerð ílát. Borgin hyggst koma fyrir 600 nýjum ruslastömpum víðs vegar um borgina. „Lokamarkmið þessa átaks er að snyrtimennska verði svo almenn í borginni að orð fari af. Við viljum vera mestir og bestir í handknattleik, skák og fleiri greinum, - því skyldum við ekki vilja eiga hreinustu höfuð- borg í heimi,“ sagði Ólafur. „Bróður- parturinn af óhroðanum innan borg- armarkanna er umbúðir utan af neysluvöru. Dósir, gler og fernur undan svaladrykkjum eru mest áber- andi en sælgætisumbúðir, plastpokar og sígarettustubbar gefa drykkjar- ílátunum lítið eftir. Einangrunar- plast, pappi, spýtnabrak, naglar og . fleiri fýlgifiskar byggingariðnaðar eru líka til ama þó að hreinlæti hafi aukist verulega í þeim efnum,“ segir Ólafur ennfremur. Samkvæmt upplýsingum hreins- unardeildar Reykjavíkurborgar, falla árlega til 30 þúsund tonn af sorpi í borginni. Nítján þúsund tonn'nást við lóða- og gatnahreinsanir. Þrettán þúsund tonn af sorpi safnast saman árlega frá opnum svæðum og sorpí- látum á almannafæri. Fimm þúsund bílhræ eru fjarlægð árlega og rúm- lega 1.650 lóðir eru hreinsaðar á vegum borgarinnar vegna kvartana. Olafur segir að markmið átaksins sé að breyta hegðun Reykvíkinga þannig að þeir hætti að fleygja frá sér rusli hugsunarlaust, en noti þess í stað ruslaílát. Yitni vantar Rannsóknarlögreglan í Kópa- vogi lýsir eftir vitnum að aðdrag- anda umferðarslyss, banaslyss, sem varð þann 4. þessa mánaðar um klukkan 18.50. Bifhjóli á suðurleið var ekið á kyrrstæða bifreið á Hafnarfjarðarvegi, skammt sunnan brúar yfír Kárs- nesbraut. BÍLVANGURsf? HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Opið í dag frá kl. 13 til 17 Gemini *Trooper *l<ynnum serstakleg Isuzu Trooper, árgerð 89, með nýrri og aflmeiri vél og fjölda annarra nýjunga. ISUZU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.