Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989
Kaldavatnsstofhæð í sundur á Laugavegi:
Flæddi inn í íbúð-
arhús við Hátún
Miklar skemmdir urðu i kjöllur-
um tíu íbúðarhúsa við Hátún i
Reykjavík eftir að Smnltán tommu
aðalkaldavatnsæð fór i sundur á
Laugaveginum vestan við Nóatún.
Einnig urðu töluverðar skemmdir
á gangstéttum og götum i ná-
grenninu. Óhappið varð upp úr
kl. 5.00 i fyrrinótt.
Vaktmanni hjá Vatnsveitu
Reykjavíkur var tilkynnt um óhappið
kl. 5.40 frá vaktþjónustu borgarinn-
ar. Þóroddur Sigurðsson, vatnsveitu-
stjóri, sagði að mikið flóð hefði mynd-
ast og hefði veitan misst þama nokk-
ur þúsund rúmmetra af vatni. Mats-
menn frá Sjóvá unnu í gær við að
meta tjón í húsunum af völdum
vatnsins og verður íbúðareigendum
bætt tjónið, samkvæmt mati. Vatns-
veita Reykjavíkur er baktryggð hjá
Sjóvá gagnvart slíkum óhöppum. Að
sögn Þórodds er helst talið að æðin
hafi sigið smám saman niður á klöpp
í sprengdum skurði og rifnað þar.
Slökkvilið Reylqavíkur var kallað
á vettvang með dælur og unnu
starfsmenn borgarinnar að viðgerð á
æðinni í gær.
Skólastjóri Ölduselsskóla:
Borgarráð mælir
með Yalgerði Selmu
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
samþykkti á fundi sínum { gær að
mæla eindregið með ráðningu
Valgerðar Selmu Guðnadóttur í
starf skólastjóra Ölduselsskóla.
Þetta var samþykkt með atkvæð-
um fulltrúa Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks gegn atkvæðum full-
trúa Alþýðubandalagsins en full-
trúar Framsóknarflokks og
Skákmótið í
Moskvu:
Margeir og
Helgi gerðu
jafntefli
HELGI Ólafsson og Margeir Pét-
ursson gerðu báðir jafiitefli f 3.
umferð opna skákmótsins i
Moskvu í gær, Helgi við sovéska
stórmeistarann Dolmatov og Mar-
geir við ungan Sovétmann að nafiii
Tivjakov. Hannes Hlifar Stefáns-
son á verri stöðu i biðskák gegn
Sovétmanninum Gavrikov.
Margeir og Helgi eru báðir með 2
vinninga, en Hannes Hlífar er hálfum
vinningi neðar. Einn skákmaður, sov-
éski stórmeistarinn Bigusov, er með
3 vinninga, en 10 skákmenn eru með
2,5 vinning, allt Sovétmenn nema
einn, Tékkinn Smeijkal.
Kvennalista sátu hjá.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórninni lögðu fram svo-
hljóðandi tillögu: Borgarstjóm styður
eindregið ákvörðun fræðsluráðs
Reylqavíkur um að mæla með Val-
gerði Selmu Guðnadóttur í starf
skólastjóra Ölduselsskóla. Allir um-
sækjendur eru hæfir til starfans en
ljóst er að Valgerður Selma hefur
meiri menntun og lengri starfsferil
en aðrir umsækjendur.
Aðrir umsækjendur um stöðuna
eru: Auður Stella Þórðardóttir og
Reynir Daníel Gunnarsson. Fræðslu-
ráð mælti með Valgerði Selmu með
fjórum atkvæðum en einn fræðslu-
ráðsfulltrúi mælti með Reyni Daníel.
Morgunblaðið/ÞJ
Ingvar Carlsson
ííslensku frystihúsi
Uirika Söderlund, starfsstúlka í frystihúsi Kaupfélags Austur-
Skaftfellinga á Höfii í Hornafirði, fræðir Ingvar Carlsson forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, um vinnubrögðin í islenskri fiskvinnslu. Ul-
rika kemur hingað frá Svíþjóð, en hún er af kóreskum uppruna.
Opinberri heimsókn sænska forsætísráöherrans lauk i gær.
Sjá nánar bls. 20.
Bandaríkjadalur:
2,47% hækk-
un frá geng-
isfellingu
Bandarikjadalur hefur hækk-
að um 2,47% gagnvart krónunni
frá því gengi hennar var fellt nm
1,5% 10. mai síðastliðinn. Að sögn
Sigurðar Arnar Einarssonar,
skrifstofustjóra Seðlabankans,
hefur bankinn ekki nýtt sér heim-
ild til að skrá gengi 2,25% hærra
eða lægra en meðalgengið, sem
ákveðið var 10. mai. Hækkun
dalsins sé eingöngu vegna þess
að hann styrkist nú á erlendum
mörkuðum.
Sölugengi Bandaríkjadals er nú
55,87 kr. en var 54,52 kr. eftir
síðustu gengisfellingu. Hækkunin
er 1,35 kr. eða 2,47%. FYá 31. jan-
úar hefur dalurinn hækkað úr 50,03
kr., um 5,84 kr. eða 11,7%.
Vegna hækkunar Bandaríkjadals
hafa aðrir gjaldmiðlar lækkað
gagnvart krónunni. Sölugengi sterl-
ingspunds er nú 90,18 kr. en var
90,85 kr. 10. maí. Þýzka markið
lækkar á sama tíma úr 28,56 kr. í
28,37 kr.
Yfirlýsing fi*á
Bílaborg hf.
Vegna fréttar í Morgunblaðinu
í gær, vill Bílaborg hf. taka fram,
að Þórir Jenssen, forstjóri og einn
af aðaieigendum Bílaborgar hf. er
í veikindaleyfi um stundarsakir.
Mun Haraldur R. Jónsson, sem
ráðinn var í byijun þessa árs sem
fjármála- og skrifstofustjóri, sinna
störfum hans meðan á leyfinu
stendur.
Borgaraflokkmiiin í lið með
stjórninni við stjórnakjör
„Við teljum Borgaraflokkinn ekki lengur 1 slj órnarandstöðu, “ segir Ólafiu*
G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
VIÐ STJÓRNAKJÖR í Áburðar-
verksmiðju ríkisins og Þróunar-
samvinnustofiiun íslands á Al-
þingi i gær gekk Borgaraflokkur-
inn til Iiðs við stjórnarflokkana
og fékk þannig mann kjörinn i
báðar stjórnir. Ólafur G. Einars-
son, formaður þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins, sagði í samtali
við Morgunblaðið að stjórnarand-
staðan hefði tilkynnt Borgara-
flokknum, að þar sem þetta nýja
0 >
Forseti Islands á alþjóðlegrí ráðstefiiu á Italíu:
Smáþjóðimar gætu orðið fyrirmynd
Heldur til Bandaríkjanna í dag
Bologna. Frá Ástu M. Ásmundsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslands, var í gær gestur al-
þjóðlegrar ráðstefiiu i Bologna
á Ítalíu sem bar yfirskriftina:
„Nýjar leiðir fyrir 21. öldina.“
Ráðstefnan var skipulögð af
Bolognaborg og af háskólan-
um þar og er hún hluti af 900
ára afinælishátið skólans.
Ásamt Vigdísi, voru gestir
ráðstefnunnar Kurt Furgler fyrr-
verandi forseti Sviss, Alfreð
prins af Lichtenstein, Min Yia
Yin félagsfræðingur frá Kína og
að ósk Vigdísar talaði einnig
Umberto Eco rithöfundur, en
hann er prófessor við Bologna-
háskólann og skrifaði m.a. skáld-
söguna „Nafn rósarinnar."
„Ég fjallaði um þann mögu-
leika að smáþjóðir gætu orðið
nokkurs konar fyrirmynd stór-
þjóðanna, einkum í siðferðislegri
leiðsögn. Hugmyndin hefur
fengið mjög góðan hljómgrunn
hér. Stórþjóðimar gætu litið til
smáþjóðanna því þar er svo aug-
ljóst að þróun á sér stað, sérstak-
lega hjá okkur sem höfum allt
það sem stórþjóðimar hafa í ver-
aldiegum gæðum," sagði Vigdís
í samtali við fréttaritara í lok
ráðstefnunar. Hún lýsti jafn-
framt ánægju sinni með ráð-
stefnuna og þær vonir, sem hún
gefur fyrir framtíð heimsins.
Hún sagðist hafa mikinn áhuga
á að koma á sambandi á milli
háskólans í Bologna og Háskóla
íslands.
Vigdís Finnbogadóttir fer frá
Ítalíu í dag til Bandaríkjanna og
þar mun hún meðal annars hitta
George Bush Bandaríkjaforseta
á þriðjudag.
Reuter
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, ásamt rektor Bologna-
háskólans, Fabio Roversi.
kosningabandalag væri komið á,
þá byði stjórnarandstaðan fram
sameiginlega í þessu kjöri. „Við
teljuni Borgaraflokkinn ekki
lengur í stjórnarandstöðu," sagði
Ólafur. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er mikil óánægja
með þennan hátt á stjórnakjörinu
innan Framsóknarflokksins.
Stjómarflokkamir fengu nú fióra
menn kjöma í hvora stjóm, en
stjómarandstaðan fékk tvo í stjóm
Þróunarsamvinnustofunarinnar, en
þijá stjómarmenn í stjóm Áburðar-
vérksmiðjunnar. Með því að stjómin
fékk Borgaraflokkinn, fékk hún
fjóra í stað þriggja í stjóm Þróunar-
samvinnustofnunar.
„Aðdragandi þessa er í raun og
veru sá að ég tilkynnti Borgara-
flokknum fyrir nokkru að við hefð-
um ekki áhuga á að stilla upp með
þeim í þau nefndakjör sem eftir
væru. Ástæða þessa væri sú að við
sæjum ekki neinn tilgang í því að
vera að hjálpa þeim með að ná inn
mönnum í nefndir, þegar þeir styddu
svo ríkisstjómina þegar þeim sýnd-
ist svo,“ sagði Ólafur G. Einarsson.
Hreggviður Jónsson þingmaður
Ftjálslyndra hægri manna sagði á
Alþingi í gær að þetta væru laun
ríkisstjómarinnar fyrir hendi Aðal-
heiðar Bjamfreðsdóttur í skatta-
hækkunum vetrarins sem og stuðn-
ing eftirhreytanna af Borgara-
flokknum við framgang fjölmargra
stjómarmála. „Blekkingunni er lok-
ið“, sagði hann „vinstri stefna Borg-
araflokksins og stuðningur við ríkis-
stjómina er afhjúpaður".
Sjá nánar þingsíðu, bls. 27.