Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 9 Innilegar þakkir og kveðjur sendi ég vinum og vandamönnum, sem heiðruðu mig og glöddu á sjötugsafmœli mínu 10. maí 1989. Ólafur Gíslason, Hjaröarbrekku. Hinum fjölmörgu vinum mínum og œttingjum, sem glöddu mig og sýndu mér margvíslegan sóma á sjötugsafmœli mínu, þakka ég afheilum hug og bið þeim allrar blessunar. Grímur A rnórsson, Tindum. Ég undirritaður þakka hjartanlega börnum mínum, tengdabörnum, Ingu, dótturdóttur minni og manni hennar, Gunnari, sem heiðr- uðu mig og héldu mér veislu á 90 ára afmceli minu 6. maí 1989 og tóku á móti gestum mínum í tilefni dagsins. Ég þakka öllum, bœði œttingjum og vinum, komuna, fyrirgjafirnar, blómin, blómakörfurn- ar, hlý handtök og kvœði. Ég þakka öll heilla- skeyti, símtöl ogalla vinsemd. Égþakka starfs- fólki í Seljahlíð fyrir heillaóskir og gjöf, einnig vistfólki góðar óskir. Guö blessi ykkur öll. Davíð Sigurðsson frá Miklaholti. ® Frióarommur HVAÐ ER FRIÐARUPPELDI OG FRIÐARFRÆÐSLA? nefnist ráðstefna sem haldin verður laugardaginn 20. maí nk. á Hótel Sögu. Ráðstefnan hefst kl. 13.30 og er áætlað að henni ljúki kl. 17.30. 1. „Hvers vegna friðarfræðsla?" Guðrún Agnarsdóttir, alþingismaður. 2. „Hvað er ofbeldi?" Ólafur Oddsson, frá Rauða krossi íslands. 3. Ávarp. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra. Kaffihlé. 4. „Friðaruppeldi á dagvistarstofnunum." Þórdís Þórðardóttir, fóstra. 5. „Hlutur skólans í friðaruppeldi." Erla Kristjánsdóttir, kennari, Kennaraháskóla íslands. 6. Erindi. Fulltrúi menntamálaráöherra. Ráðstefnugjald er kr. 500,- og eru kaffiveitingar innifaldar. Tilgangurinn með ráðstefilunni er að fá lærða og leika til að fjalla um gildi skipulagðrar friðarfræðslu og friðaruppeldis frá ýmsum hlið- um og er það von Friðaramma að sem flestir uppalendur komi og taki þátt í umræðum með fyrirspurnum. HJÓLBRETTANÁMSKEIÐ ÁINNANHÚSS-RAMPA verður haldið fró 22.-29. maí í Reiðhöllinni í Víðidal. Leiðbeinendur verða hjólabrettastjörnurnar GARY LEE & NEIL DANN'S Atll.: Mjög takmarkaður þátttakendafjöldi. JAFNFRAMT: ÚTINÁMSKEIÐ í ÝMSUM LISTUM Á HJÓLABRETTUM dagana 22.-29. maí Leiðbeinendur verða hjólabrettastjörnurnar SHANE O’BRIEN & DAN ADAMS Skrásetning fer fram í Reiðhjólaversluninni Erninum v/Óðinstorg í dag til kl. 18 og á morgun, laugar- REIÐSKÓUNN ^ -fff) ÖRNINN REIÐHÖLUNNI Spitalastíg 8 v/Óðinstorg. KtoMlHS? Guðmundur H. Garðarsson: Efla þarf löggæzluna - afnema á pólitískar stöðuveitingar EFLING löggæzlunnar hefur hvergi nærri haldist í hendur við þær þjóðfélagsbreytingar sem lorðiðtls^^^ý^^J+ivýlis. fiölirun efnavarnir — sem og fjarskiptaþjðn- ustu löggæzlunnar. Og síðast en ekki sízt Lögregluskóla Islands. t>á gQO*ðj o Efling löggæzlunnar Fyrir Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar um eflingu lög- gæzlunnar, til samræmis við gjörbreyttar þjóðfélagsaðstæður: vaxandi þéttbýli, stóraukna umferð og „framvindu" afbrota, m.a. í tengslum við fíkniefni. Staksteinar huga að þessu efni í dag og glugga lítillega í þau frændsystkin, Tímann og Þjóðviljann. • • Oryggi hins almenna borgara Guðmundur H. Garð- arsson, alþingismaður, mælti á dögunum fyrir tillögu til þingsályktunar um eflingu löggæzlu í landinu. Röksemdir hans vóru efhislega þessan * Mannafli löggæzlunn- ar á höfiiðborgarsvæðinu hefur hvergi nærri haldizt í hendur við íbúa- fjölgun á svæðinu. Hér eru lithi fleiri lögreglu- menn en þá íbúatala höf- uðborgarinnar var helm- ingur þess sem nú er. * Otrúleg fjölgun öku- tælq'a næstliðin ár og stóraukin umferð kalla á skilvirkara umferðareft- irlit. * I kjölfar fikniefna, sem illu heilli hafa numið land hér, hafa margs konar aibrot færzt injög í aukana. * Sú staðreynd, sem og sitt hvað annað sem leitt hefur af gjörbreyttum þjóðfélagsháttum, gerir vaxandi kröfur tíl ýmis konar fyrirbyggjandi starfs sem og starfs á vegum rannsóknarlög- reglu. * I stuttu máU: miklar þjóðfélagsbreytingar, sem orðið hafa hin síðustu ár, hafa stóraukið þörfína fyrir vemd borg- aramta, svo öryggi þeirra verði nægilega tryggt. A þeim vettvangi gegnir lögreglan mikilsverðu þjónustu- og öryggishlut- verki. * Síðast en ekki sizt sé heUbrigð og öflug lög- gæzla einn af homstein- um lýðræðislegra sljóm- arhátta. Að Mla á öll- um reynslu- prófiun Allar fréttir úr komm- únistaríkjum, hvaða nafni sem nefnast, falla í einn og sama farveg: far- veg almennrar óánægju með lífskjör og lýðrétt- indi fólks. Róttækur sós- íalismi og kommúnismi hafa fallið á öllum reynsluprófum, alls stað- ar. Ritstjómarfulltrúi Tímans gerir fréttir af almennri ólgu í Kina að umtalsefhi í gær. Orðrétt segir hann: „Sú tíð er liðin að menn trúðu á leiðtoga kommúnistarikjanna, og var átrúnaðurinn þeim mun magnaðri sem ríki þeirra vom stærri. Það þótti sumum jafhvel bera vott um góðar gáfur að trúa sem mestri dcllunni og útbreiða hana! En sósíalisminn er að breytast og vonandi er sá timi upp runninn að hætt verði að stjóma al- ræðisrilqum með her- valdi og lýðréttindi verði virt eins og meðal sið- aðra þjóða. Upphlaup á torgum þurfa ekki endilega að vera upphafið að því að mannréttindi verði virt, en samt sem áður em þau meðal teikna á lofti um að alræðið sé að losa um fiötrana á þegnum kommaríkjanna og er það vel. Vel getur svo farið að fréttimar sem berast frá Kina þessa dagana séu vottur um batnandi heim, friðsælli, og að mönnum lærist, líka alræðissinn- um, að deilumál á að leysa með viðræðum, eins og leiðtogar tveggja stærstu kommaríkja heims em nú að reyna eftir 30 ára fýlupoka- leik.“ Vinnufriður Alþýðubanda- lagsins Þeir, sem hallir em undir svokaliaðan ráð- herrasósíalisma, hafa tal- ið það sýna ágæti vinstri stjómji með aðild Al- þýðubandalagins, að þær tryggi frekar og betur vinnufrið í landinu en aðrar ríkisstjómir. Reynslan er ólygnust í þessu efni sem öðrum. „Vinnufriður“ Alþýðu- bandalagsins, sem hefur verið í lærdómsríkri kynningarherferð [á rauðu Ijósi] síðustu vik- umar hefur mn. barið að dyrum hjá framhalds- skólanemum, sjúkling- um, mikilvægum rann- sóknarstofnunum at- vinnuveganna o.s.fi-v. - og sagt til sin viða í þjóð- félaginu. Róttækur vinstri- sósíalismi hefur ekki að- eins kolfallið á dýrkeypt- um reynsluprófum svo- kallaðra austantjaids- ríkja. Hann hefur lagt fslenzkt atvinnu- og efiia- hagslíf nánast f rúst f hverri vinstri stjóminni eflir aðra. „Friðurinn" í Alþýðubandalaginu er því þjóðfrægur að end- emum. Líkur standa til að hann hafi - að hluta til a.m.k. - verið sú olfa á eldinn, sem jók á vand- ann í nýafstöðnum kjara- deilum. „Hafði srn áhrif á hörk- una“ Þjóðvþjinn segir m.a. í forystugrein í gær: „Eimi sökudólgurinn sem t.d. Morgunblaðið hamast við að benda á er Alþýðubandalagið. Það em innanflokksdeil- ur þar, segir blaðið, sem hleypa heift f samskipti formanns flokksins og flármálaráðherra við skoðanabræður í röðum háskólamanna. Þetta er að sönnu rangt. En því verður ekki neitað [svo!], að það hafði sín áhrif á hörkuna i verkfallinu að Qármálaráðherra var einmitt formaður Al- þýðubandalagsins." Hluthafar óskast uni ESPACE1100 Við leitum að hluthöfum í góðar ferðaskútur. BENCO Lágmúla 7, sími 91-84077 IT//LASER XT/3 Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 - sími 680780.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.