Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989
Er verið að leggja Al-
þýðuflokkinn niður?
Skrifað í tilefni viðtals Morg’unblaðsins við
Olaf Ragnar Grímsson, flármálaráðherra
eftir Guðmund H.
Garðarsson
í Morgrinblaðinu sunnudaginn
14. maí 1989, á hvítasunnudag,
birtist sérkennilegt viðtal við for-
mann Alþýðubandalagsins, Ólaf
Ragnar Grímsson.
Helstu efnisatriði voru:
1. Samningaviðræður ráðherra við
BHMR.
2. „Ábyrgð“ og þrek Alþýðubanda-
lagsforystunnar.
3. Staða formanns Alþýðubanda-
lagsins, Ólafs Ragnars
Grímssonar.
4. Valdadraumar forystusveitar
Alþýðubandalagsins, Alþýðu-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins.
5. Vináttusamband Ólafs Ragnars
Grímssonar, Jóns Baldvins
Hannibalssonar og Steingríms
Hermannssonar.
6. Staðan í atvinnu- og efnahags-
málum.
7. Innbyrðis tengsl milli forystu
BHMR og Alþýðubandalagsins.
Eftir lestur viðtalsins verður fólki
enn betur ljóst í hvílíka ógæfu ís-
lendingar hafa ratað við myndun
stjórnar ríkisstjómar Steingríms
Hermannssonar haustið 1988.
Fólkið er orðið leiksoppur forystu-
manna núverandi ríkisstjómar, sem
hirða lítt um raunveruleikann. Þeir
skynja ekki lífsbaráttu fólksins.
Þeir skynja ekki taugastríð
BHMR-manna né þeirra þúsunda,
sem em þolendur yfírstandandi
verkfalls, án þess að geta nokkuð
þar um ráðið hvemig kjaradeila
BHMR við ríkisstjóm Steingríms
Hermannssonar verður leyst. Þessi
illvíga deila skrifast fyrst og
fremst á getuleysi og óraunsæi
núverandi ríkissýómar. Hún hef-
ur haldið rangt á málum frá upp-
hafi og gerir enn. Gott dæmi þess
er að aðalsamningamaður ríkis-
stjómarinnar, Ólafur Ragnar
Grímsson, fjármálaráðherra, skuli
láta taka við sig viðtal í víðlesnasta
blaði landsmanna, MorgunblaðinUj
á viðkvæmasta stigi deilunnar. I
viðtalinu deilir hann hart á forystu
BHMR, þ.e. þá aðila, sem hann
verður að hafa jákvætt og vinsam-
legt samband við, hvað sem líður
skoðanaágreiningi um hugsanleg
samningsatriði. Svona framkoma
verður þjóðinni dýr. Kostar miklar
fómir, þjáningar og sársauka.
Fyrsta skylda valdamanna er
að tryggja frið, sátt og velferð
fólksins í landinu. En ekki að
efiia til átaka, ófriðar og upp-
lausnar eins og núverandi ríkis-
s^óm gerir undir forystu Ólafs
Ragnars Grímssonar.
Aður en lengra er haldið, er
ekki unnt annað en að lýsa sam-
úð sinni yfir hörmulegum örlög-
um Alþýðuflokksins og góðra
Alþýðuflokksmanna vegna þessa
stjórnarsamstarfs. Það er greini-
legt að stefna lýðræðislegra jafnað-
armanna, sveitarstjómarmanna Al-
þýðuflokksins og hins almenna fé-
lagsmanns má sín lítils í þessu nei-
kvæða stjómarmunstri ríkisstjóm-
arforingjanna Steingríms, Jóns
Baldvins og Ólafs Ragnars. Enda
kemur það skýrt fram í viðtali Ól-
afs við Morgunblaðið að hann
stefnir að því að sameina flokkana
og Ólafur Ragnar veit að það ger-
ist af sjálfu sér, ef þessari ríkis-
stjóm endast lífdagar, þegar hann
segin
„Þessir tveir flokkar em einfald-
lega jafnaðarflokkar á evrópska
vísu. Það er óumflýjanlegt að þeir
vinni náið saman. Forsenda
slíkrar samvinnu kemur af sjálfri
sér; innihaldið kallar á formið,
ekki öfiigt."
Það er þetta, sem er að gerast
í núverandi ríkisstjómarsamstarfí.
Hin sterka staða Alþýðubandalags-
ins þar og eftirlátssemi ráðherra
Alþýðuflokksins, vegna ráðherra-
stólanna og hræðslu við kosningar,
gerir það að verkum að málefna-
staða þeirra er veik. Alþýðuflokks-
menn em ofurliði bomir. Innihaldið
— stjómarstefnan — þurrkar Al-
Guðmundur H. Garðarsson
„Hin sterka staða Al-
þýðubandalagsins þar
og eftirlátssemi ráð-
herra Alþýðuflokksins,
vegna ráðherrastól-
anna og hræðslu við
kosningar, gerir það að
verkum að málefiia-
staða þeirra er veik.
Alþýðuflokksmenn eru
ofurliði bornir. Inni-
haldið - stjórnarstefn-
an - þurrkar Alþýðu-
flokkinn út hægt og
bítandi.“
þýðuflokksmenn út hægt og
bítandi. Þetta veit Ólafur Ragnar
Grímsson, leikfléttumaður
Steingríms Hermannssonar. í
stjórnmálum er enginn bróðir í leik.
í verkalýðshreyfíngunni hafa Al-
þýðubandalagsmenn leikið þessar
listir á síðustu ámm, m.a. undir
leiðsögn Ólafs Ragnars Grímssonar.
Niðurstaðan er sú að öll helstu sam-
tök launafólks lúta nú valdi Al-
þýðubandalagsins s.s. ASÍ, BSRB,
BHMR, Samband málm- og skipa-
smiða, Landssamband iðjufólks,
Iðja, Dagsbrún o.s.frv. Hlutdeild
Alþýðuflokksins og annarra, flokks-
bundinna sem óflokksbundinna
manna, hefur minnkað að sama
skapi. Nú er röðin komin að sveitar-
stjórnarmönnum. Ólafur veit að
takist að veikja stöðu Alþýðuflokks-
ins í næstu sveitarstjómarkosning-
um á hann alls kostar við þann
flokk. Hann hefur þegar innbyrt
formanninn.
Það veit alþjóð. Enda áréttar
Ólafur það í umræddu viðtali þar
sem segir:
„Formennimir (innskot Ólafur
Ragnar og Jón Baldvin) hafa
hlýtt kalli tímans, þijátíu ára
stríði flokkanna sé lokið og Varla
verði aftur snúið.“
í viðtalinu segir ennfremur:
„Forystumenn þessara flokka
(innskot. Steingrímur, Jón Bald-
vin og Ólafur Ragnar) hafa náð
saman með alveg nýjum hætti.
Persónuleg heilindi eru alger og
jafiivel cþ'úpstæð vinátta í stað
gamalgróinnar tortryggni.“
Um áframhald samstarfs þessara
valdagírugu þremenninga segir
Ólafur Ragnar:
„Enda er ég sannfærður um
að sú forystusveit sem myndar
núverandi ríkisstjóm er ætlað
að halda lengi saman — ekki
aðeins þetta kjörtímabil heldur
líka það næsta.“
Af hálfu forystumanna núver-
andi ríkisstjórnar er hvorki hugsað
um heiður né skömm.
Athugasemdir barnaverndar-
ráðs við álit umboðsmanns Al-
þingis um meðferð forsjármála
Inngangur
Afskipti opinbers valds af einka-
lífi manna og friðhelgi heimila eru
til þess fallin að vekja áhuga og
athygli almennings. Fjölmiðlar hafa
nýlega gegnt því hlutverki að koma
á framfæri við almenning áliti um-
boðsmanns Alþingis á meðferð
bamavemdaryfirvalda og dóms-
málaráðuneytis á forsjármálum.
Opinber umQöllun um mál er
snerta einkahagi bama og annarra
einstaklinga er bæði viðkvæm og
vandasöm. Þótt ríkir hagsmunir
kunni að vera fyrir því að gera
þessum málum ítarleg skil opin-
berlega, verður ávallt að gæta þess
að sú umfjöllun skaði ekki bam sem
hlut á að máli en böm eru einmitt
sérstaklega viðkvæm fyrir frétta-
flutningi af þeim sjálfum og þeirra
eigin fjölskyldulífí. Bamavemdar-
ráð sér ástæðu til að vekja.athygli
á þessu sjónarmiði.
Ennfremur sér bamavemdarráð
ástæðu til að koma á framfæri
ýmsum athugasemdum og ábend-
ingum er snerta þau atriði sem
umboðsmaður Alþingis hefur fundið
að í meðferð bamavemdaryfírvalda
á forsjármálum.
Um hraða málsmeðferð
í áliti umboðsmanns Alþingis
kemur fram að meðferð viðkomandi
forsjármáls hafí staðið of lengi.
Bamavemdarráð tekur eindregið
undir þetta sjónarmið og telur að
almennt beri að hraða afgreiðslu
forsjármála. Ljóst er hve alvarlegt
það er fyrir börn að þurfa að bíða
mánuðum saman í óvissu um það,
hvort foreldranna kemur til með
að hafa forsjá þeirra með höndum.
Bamavemdarráð hefur því reynt
að hraða afgreiðslu þessara mála
eftir því sem unnt er. Á hinn bóg-
inn má hraðinn aldrei verða til þess,
að slakað verði á kröfum um vönd-
uð vinnubrögð. í flóknum málum
þar sem foreldrar deila hart og em
jafnvel sífellt að breyta kröfum
sínum, er óhjákvæmilegt að af-
greiðsla mála tefjist. Deilur foreldra
skerpast oft og verða harðvítugri
meðan á forsjárdeilu stendur ekki
síst vegna þeirrar staðreyndar að
tilfínningalegur skilnaður og bitur-
leiki milli foreldra heldur oft áfram
eftir að samvistum er slitið.
Loks ber að líta til þess, að bama-
vemdaryfírvöld hafa með höndum
úrlausnir í erfiðum bamavemdar-
málum sem oft em þess eðlis að
þau þola enga bið. Þessi mál hafa
að sjálfsögðu forgang gagnvart for-
sjármálum sem bamavemdaryfir-
völd fá til umsagnar.
Gerð umsagna í
forsjármálum
Gerð umsagna í forsjárdeilu er
vandasamt verk og forsjármál em
eins ólík og þau em mörg. í sumum
tilvikum er niðurstaða augljós og
umsögn skýr. í öðmm tilvikum er
tilhögun forsjár ekki auðvelt úr-
lausnarefni en niðurstöðu verður
að fá. í slíkum málum er umsögn
vandasöm þar sem reynt er að
draga fram kosti og galla á til-
högun forsjár sem til greina þykir
koma. Almennt er reynt að komast
hjá því — nema sérstök ástæða
þyki til, að fram komi afgerandi
áfellisdómur yfir þeim aðila sem
ekki er mælt með að fari með for-
sjá barns. Á sama hátt þykir
ástæðulaust að draga fram kosti
og galla á þeirri tilhögun sem alls
ekki þykir koma til greina út frá
þörfum viðkomandi bams eða
bama. Komi ekki fram í umsögn
tillaga um ákveðna tilhögun á for-
sjá þýðir það einfaldlega að slík til-
högun hefur ekki þótt samrýmast
hagsmunum barnsins.
Aðgangur aðila að gögnum
Rannsókn bamavemdaryfírvalda
miðar m.a. að því að meta hæfni
foreldra sem uppalenda og þar með
hvemig forsjá bams verði best hag-
að. I þessu augnamiði eru aðstæður
foreldra og bams skoðaðar, upplýs-
ingar er aflað um uppeldislegan
bakgrunn barns og andlegt ástand
þess og foreldra er metið, svo nefnd
séu nokkur mikilvæg atriði. Einnig
eru athuguð tengsl bamsins við
foreldra og ef því er að skipta vilji
bamsins til þess hvar það vilji vera.
Þessar athuganir fara m.a. þannig
fram, að rætt er við foreldra, böm
og aðra sem þekkja til þeirra. Til
að viðmælendur geti gefið mikil-
vægar upplýsingar verður að heita
þeim fullum trúnaði. Að öðmm kosti
er hætta á, að veigamikil atriði
varðandi hagsmuni þeirra barna
sem hlut eiga að máli, líti aldrei
dagsins ljós. Hins vegar hlýtur oft
að vera ósamrýmanlegt að heita
bömum eða öðmm fullum trúnaði
annars vegar og að leyfa foreldrum
aðgang að slíkum trúnaðampplýs-
ingum hins vegar. Ef aðilar hafa
fullan aðgang að gögnum er hætt
á, að ekki verði jafntryggilega hægt
að komast að því hvaða lausn kem-
ur sér best fyrir bamið sem í hlut á.
Það er reynsla þeirra sem að
forsjármálum vinna að foreldrar
sem deila um forsjá bama sinna
em í flestum tilvikum undir miklu
álagi. Persónulegt áfall annars eða
beggja og biturleiki vegna skilnaðar
mótar gjaman viðbrögð og afstöðu
foreldra í forsjármáli. Barnavernd-
arráð er því sannfært um að að-
gangur foreldra að vitnisburði ná-
kominna geti verið svo tmflandi
fyrir samband barns og foreldra að
óveijandi sé að leyfa hann gagnrýn-
islaust. Óheftur aðgangur foreldra
að upplýsingum í forsjármálum get-
ur m.ö.o. haft ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar fyrir þau börn sem í hlut
eiga. Bamavemdaryfirvöld geta
undir engum kringumstæðum átt
aðild að því að samband bams og
foreldra skaðist, ef til vill fýrir alla
framtíð, í þeim tilgangi að tryggja
út í ystu æsar réttarstöðu foreldra.
Um sálfræðiathuganir
Þau böm lenda gjaman í erfiðri
stöðu sem verða fyrir þeirri
lífsreynslu að foreldrar þeirra geta
ekki ákveðið sjálfír hver fari með
forsjá eftir skilnað en leggja slíkt
í hendur yfirvalda. Böm vilja oft
ekki taka beina afstöðu með öðm
foreldri gegn hinu þó svo þau geti
verið tlfínningalega tengdari öðm
þeirra. I erfíðum forsjármálum er
því oft reynt að fá fram raunvem-
legan vilja bamanna með notkun
sálfræðilegra prófa. Slíkt er hins
vegar aldrei notað eitt sér en kem-
ur alltaf sem hluti af athugun. Sál-
fræðilegum prófum sem notuð em
í slíkum tilvikum er ætlað að meta
andlegt ástand barns og tengsl þess
við sína nánustu. Hér er um afar
viðkvæmt mál að ræða þar sem
bam trúir sálfræðingi fyrir sínum
innstu hugsunum og tjáir, beint og
óbeint, hluti sem það vill ekki að
aðrir fái vitneskju um. Bami finnst
gjarnan að það sé að ijúfa tryggð
og svíkja þann sem því þykir vænt
um þegar það tjáir neikvæðar til-
fínningar í garð foreldris.
í umræddu máli sem umboðs-
maður Alþingis hefur fjallað um,
lítur barnavemdarráð svo á að brot-
ið hafí verið gegn hagsmunum
bamanna þar sem opinberað er
hvaða afstöðu þau tóku gagnvart
foreldmm sínum. Ber að harma þau
mistök þar sem slíkt getur haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir
tengsl bamanna við foreldra sína í
framtíðinni. Það var aldrei ætlunin
að niðurstöður sálfræðiprófa sem
lögð vom fyrir hjá barnavemdar-
ráði yrðu notaðar í þessum til-
gangi. Mun barnavemdarráð fyrir
sitt leyti sjá til þess að slíkt gerist
ekki aftur.
í álitsgerð umboðsmanns Al-
þingis er gert að sérstöku umfjöll-
unarefni að gögn um sálfræðiat-
huganir væm eigi ljós varðandi
tengsl foreldra og bama og því
ekki fallist á að tilvísun til nefndra
sálfræðiathugana sé fullnægjandi
rökstuðningur. Bamavemdarráð
hefur að nýju skoðað þetta atriði
ítarlega og komist að því að þessar
athugasemdir eiga ekki við rök að
styðjast. Bamavemdarráð Iýsir yfír
furðu sinni á því, að hægt hafi ver-
ið að misskilja þau gögn sem lágu
til gmndvallar niðurstöðu barna-
vemdarráðs. Fullyrðingum umboðs-
manns Alþingis um að niðurstöður
bamavemdarráðs varðandi tengsl
foreldra og bama séu óskýrar og
gögn óljós varðandi þetta vísar
barnaverndarráð alfarið á bug sem
röngum og órökstuddum. Auk þess
lágu fyrir í málinu ótal mörg önnur
gögn og athuganir sem studdu nið-
urstöðu bamavemdarráðs.
Lokaorð
Bamaverndarráð telur sér skylt
að koma sínum sjónarmiðum á
framfæri með þeim hætti sem hér
hefur verið gert. Bamavemdarráð
hefur margoft á undanfömum árum
rætt flest þau atriði sem sæta að-
finnslum í áliti umboðsmanns Al-
þingis. Ennfremur hefur bama-
verndarráð leitast við að tryggja
hagsmuni viðkomandi aðila í þeim
vandmeðförnu málum sem ráðinu
er ætlað að leysa úr. En þegar
hagsmunir foreldra og bama fara
ekki saman, telur bamavemdarráð
sér skylt að standa vörð um hags-
muni bamanna. í slíkum tilfellum
er hugsanlegt að réttaröryggj for-
eldranna skerðist að einhveiju leyti.
F.h. Bamavemdarráðs íslands,
Sigríður Ingvarsdóttir, form.
Sævangur - Norðurbær
Vorum að fá til sölu glæsilegt 145 fm einbýli á einni
hæð ásamt 30 fm bílsk. og 30 fm góðri geymslu. Hús-
ið stendur á glæsilegri verðlaunalóð og er nánasta
umhverfi friðað og óspillt land. Upplýsingar á skrifst.
VALHÚS S:B51122 (f
■ Valgeir Kristinsson hrl. BSveinn Sigurjónsson sölustj.