Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989
Meðalland:
Trönur frá Eystrasalts-
ríkjunum í heimsókn
Hnausum, Meðallandi.
Sjaldséðir gestir voru á ferð í
Meðallandi á hvítasunnudag. Gr
þau voru að huga að fé sinu þau
Magnea Þórarinsdóttir og Magnús
Pálsson á Suður-Steinsmýri, þá sjá
þau eitthvað á hreyfingu í nokk-
urri Qarlægð sem þau kannast
ekki við. Er þau kíkja á þetta eru
þetta fuglar og ekki af smærri
gerðinni. Þau fara svo að athuga
þetta betur og komust í 150 metra
fjarlægð frá fuglunum áður en
þeir fiugu upp. Er heim kom sjá
þau í fuglabók að þetta voru trön-
ur. Eru heimkynni þeirra í Eystra-
saltslöndum og þær fara aillt til
Síberíu, þær eru með dökka
vængi, gráar á skrokkin með Iaf-
andi stél.
Þetta eru vaðfuglar og eru um 120
sm á hæð. Þessi tegund lifir á grasi
að mestu leyti og þær bitu gras þama
í ákafa. Þessar trönur hafa eflaust
komist hingað í austanrokinu sem
var laugardaginn fyrir hvítasunnu
og þá um nóttina. Trönumar sáust
ekki á Steinsmýri nema á hvíta-
sunnudag.
Segja mátti að hvítasunnudagur-
inn væri skýr og fagur í Meðallandi.
A.m.k. var allt hvítt af snjó um
morguninn. Hér hefur verið kuldi það
sem af er sumri, úrkoma og stundum
krapi og snjóhreytingur. Á fjöllum
er sýnilega mikið meiri snjór en venja
er á þessum árstíma.
Farið er að sjá grænan lit á túnum
þrátt fyrir kuldann, er það sennilega
vegna þess að gaddur er lítill sem
enginn við jörð sem fór lítt frosin
undir snjó. Sauðburður er í hámarki
og þar sem ég veit til gengur allvel,
en er þó verra að_ eiga við þetta í
vondum veðmm. Á tveimur bæjum
í Meðallandi er sauðburði nær lokið.
- Vilhjálmur
Aldarafimæli Gunnars Gunnarssonar:
Ólafiir Ragnarsson, framkvæmdastjóri Vöku-Helgafells, afhenti frú
Franziscu Gunnarsson, ekkju Gunnars Gunnarssonar listmálara,
fyrsta eintakið af Sonnettusveig.
„Listamannssamviska hans var alger“
ÞESS var minnst með ýmsum hætti f gær, að öld var liðin frá fæðingu
Gunnars Gunnarssonar skálds. Forráðamenn Almenna bókafélagsins
og aðstandendur skáldsins komu saman í Viðey. Menntamálaráðuneyt-
ið efiidi til hátíðardagskrár f Þjóðleikhúsinu. Bókaútgáfan Vaka-Helga-
fell tilkynnti um útgáfu á bókinni Sonnettusveig. Væntanleg eru fimm
lokabindi í nýrri heildarútgáfu á verkum Gunnars hjá Almenna bókafé-
laginu.
Fjölmenni sótti hátíðarsamkom-
una í Þjóðleikhúsinu. í ávarpi Svav-
ars Gestssonar menntamálaráðherra
kom fram að samkoman væri hluti
af málræktarátaki 1989, en skáldið
hefði eitt sinn sagt um tunguna að
ef sjáifstæði landsins ætti að vera
annað og meira en sýndargjöf, yrðu
íslendingar að gera sér ljóst hvar
fjöregg þeirra væri falið og vernda
það.
Ráðherra sagði að Halldór Laxnes
hefði komist þannig að orði um
Gunnar Gunnarsson að listamanns-
samviska hans hafí verið alger að
því leyti að hvert verka hans var
sáttmáli hans sjálfs við sjálfan sig.
„Hann vissi að maður verður lista-
maður af því einu að gera strangari
kröfur til sjálfs sín en aðrir menn
og lifði eftir því. Ætli það sé hægt
að hugsa sér betri eftirmæli eftir
einn listamann en einmitt þessi orð
Halldórs," sagði Svavar.
Þá flutti Steinunn Sigurðardóttir,
varaformaður Rithöfundasambands
Islands, ávarp. Sveinn Skorri Hös-
kuldsson flutti erindi um skáldskap
Gunnars og listamenn lásu úr verk-
um hans.
í ræðu sem Jóhannes Nordal, for-
maður útgáfuráðs Almenna bókafé-
lagsins, flutti í hádegisverði sem fé-
lagið bauð til í Viðey, rifjaði hann
upp að með Bjama Benediktssyni
var Gunnar Gunnarsson frumkvöðull
að stofnun Almenna bókafélagsins
1955. Jóhannes sagði meðal annars:
„Almenna bókafélaginu var
beinlínis ætlað að verða sverð og
skjöldur í þjóðfélagsbaráttu frjálsra
manna á Islandi á þessum viðsjár-
verðu tímum, þegar mikill fjöldi
Thor Ó. Thors, forstjóri íslenskra aðalverktaka:
Almenningshlutafélag fysi-
legri kostur en ríkisstofnun
THOR Ó. THORS, forstjóri íslenskra aðalverktaka segist fremur vera
þeirra skoðunar að breyta beri félaginu i almenningshlutafélag, en að
ríkið eigi að eignast meirihluta i félaginu. Þetta sagði Thor i samtali
við Morgunblaðið i gær i tilefhi orða Jóns Baldvins Hannibalssonar,
utanríkisráðherra, þess efnis að eðlilegt væri að ríkið eignaðist meiri-
hluta í félaginu. Thor segir jafiiframt að hann hafi vitneskju um það
að Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafi
greint frá þvi á þingflokksfundi að skoðun Þorsteins Pálssonar á þvi
að útboð á opnum markaði um framkvæmdir fyrir varnarliðið ættu
að fara fram, væri einkaskoðun Þorsteins Pálssonar.
„Mér þykir ráðherra vera snöggur
í snúningum. Þetta minnir mig á
uppboð sem frægt var hér um árið,
því bjóðandi var svo ákafur að hann
hækkaði boð sitt áður en nokkur
hafði boðið á móti honum," sagði
Thor er hann var spurður hvemig
honum litist á þá skoðun Jóns Bald-
vins Hannibalssonar, utanríkisráð-
herra að eðlilegt væri að ríkið eignað-
ist meirihluta í íslenskum aðalverk-
tökum.
„Annars deili ég aldrei við dómar-
ann í vonlítilli stöðu, en vil þó góð-
fúslega benda ráðherra á að sumir
af yngri lykilmönnum Aðalverktaka
kynnu að hafa takmarkaðan. áhuga
á að starfa fyrir ríkisstofnun og
þannig gæti slík breyting orðið til
þess að þekkingarleki kæmi að skú-
tunni, sem ekki yrði bættur á stund-
inni og skipið gæti lent í hafvillum,"
sagði Thor.
Almennt talað sagðist Thor vera
þeirrar skoðunar að einkaframtak,
þar með talið almenningshlutafélög,
væru fysilegri kostur en ríkisstofnun.
Thor sagði að sér litist hins vegar
vel á þá hugmynd sem utanríkisráð-
herra reifaði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, þess efnis að Aðalverk-
tökum yrði skipt upp í tvö félög,
verktakafélag og eignarhaldsfélag.
„Ég tel að slík hugmynd sé mjög vel
framkvæmanleg," sagði Thor.
Thor sagðist raunar engu hafa við
að bæta, það sem hann sagði um
útboð á íslandi eingöngu, í viðtali
við Morgunblaðið á miðvikudag og
sér virtist sem bæði utanríkisráð-
herra og æðsti embættismaður varn-
armáladeildar, Þorsteinn Ingólfsson
hefðu í samtölum við Morgunblaðið
í gær hefðu svipaða eða sömu skoðun
'ig hann í þesau máli sem. væriand-
stæð skoðun Þorsteins Pálssonar.
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hann teldi
að hægt ætti að vera að fá undan-
þágu frá reglum Mannvirkjasjóðs
NATO, þannig að framkvæmdir á
vegum varnarliðsins væru boðnar út
hér á íslandi, án þess að vera boðnar
út í öllum hinum NATO-löndunum.
„Ég býst við að formaður Sjálf-
stæðisflokksins eigi við mig, þegar
hann tæpir á þvi að ef einhver haldi
að framkvæmdir fyrir varnarliðið séu
útvegur eða auðlind, hafí viðkomandi
ekki mikinn skilning á grundvallar-
stefnu Sjálfstæðisflokksins til varn-
armála," sagði Thor. „Viðkomandi,
og þeim hinum sama, hefur hvorki
dottið í hug að það væri stefna Sjálf-
stæðisflokksins að orðin auðlind og
útvegur ættu við um þessi mál, né
er það hans persónulega skoðun.
Hins vegar hefur sá hinn sami, ný-
lega kynnt sér þá staðreynd að full-
trúi Sjálfstæðisflokksins í Sements-
verksmiðju ríkisins í 30 ár og lengst
af formaður stjórnarinnar, hefur bar-
ist fyrir því, í samræmi við stefnu
Sjálfstæðisflokksins, að fyrirtækið
yrði selt úr ríkiseign og breytt í al-
menningshlutafélag. Þessi stjómar-
maður var látinn víkja úr stjóm fyr-
ir einum þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins sem snérist gegn slíkri
hlutafélagsstofnun á Alþingi. Það
virðist þvf á tíðum vera hæpið sam-
ræmi milli orða og gerða Sjálfstæðis-
flokksins," sagði Thor.
Thor sagði að í viðtalinu við Morg-
unblaðið á mivikudag hefði hann
leyft sér að auglýsa eftir stefnu Sjálf-
stæðisflokksins, vegna þess að
afloknum þingfundi þar sem Þor-
steinn Pálsson endurtók þá skoðun
sína í þingræðu að opin útboð ættu
að vera hér á landi um framkvæmd-
imar fyrir vamarliðið, hefði verið
skotið á þingflokksfundi sjálfstæðis-
manna: „Þá spurði enn af yngri þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins hvort
orð Þorsteins Pálssonar væru stefna
flokksins í þessum málum. Formaður
þingflokksins, Ólafur G. Einarsson,
upplýsti f því tilefni að hér væri um
einkaskoðun Þorsteins Pálssonar að
ræða," sagði Thor, „því á engum að
þurfa að koma á óvart að ég lýsi
eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins."
manna trúði enn á framtíðarlandið f
austri og hafnaði öllu viðnámi gegn
framsókn þess. Það var hinu nýja
félagi ómetanlegur styrkur, að Gunn-
ar Gunnarsson skyldi ganga til liðs
við það og taka að sér forustu í bók-
menntaráði þess, en það bar þá alla
ábyrgð á bókavali félagsins."
Jóhannes minnti á, að hínn sið-
ferðilegi vandi mannsins, baráttan
milli góðs og ills, hafí verið innsti
kjami allra lífsskoðana Gunnars
Gunnarssonar. „Þess vegna gat hon-
um aldrei verið sama um það, sem
aflaga fór í kringum hann eða setið
hjá án þess að taka afstöðu," sagði
Jóhannes Nordal.
Bókaforlagið Vaka-Helgafell
minnist aldarafmælis Gunnars Gunn-
arssonar skálds með frumútgáfu á
ljóðaflokki eftir hann er nefnist Son-
nettusveigvr. Ljóðin eru skrautrituð
af skáldinu og er verkið prýtt vatns-
litamyndum eftir son Gunnars,
Gunnar listmálara. Sonnettusveig
orti skáldið á dönsku og hefur Helgi
Hálfdanarson þýtt ljóðaflokkinn á
íslensku. Bókin, sem er litprentuð,
telur rúmar 70 síður.
Ljóðaflokkinn orti Gunnar skáld á
dönsku til unnustu sinnar Franziscu
Jörgensen fyrir 77 árum, i maímán-
uði 1912. Flokkinn nefndi hann Son-
nettusveig um Ziscu og vorið. Seinna
ritaði Gunnar ljóðin eigin hendi á
bók, en sonur hans, alnafni og list-
málari málaði vatnslitamyndir með
hverri sonnettu þar sem hann túlkar
andrúm ljóðanna. Listaverkið gáfu
þeir feðgar frú Franziscu á silfur-
brúðkaupsdegi þeirra hjóna 20. ágúst
1937.
Gunnar Gunnarsson listmálari
starfaði framan af ævi erlendis, enda
hlaut hann uppeldi sitt allt og mennt-
un í Danmörku, þar sem hann átti
móðurætt. Hérlendis hélt hann að-
eins eina sýningu, en kunnastur hef-
ur hann orðið íslendingum fyrir
myndskreytingar með skáldverki
föður síns „Fjallkirkjunni". Hann lést
fyrir aldur fram.
Frá afhendingn styrkja úr Menningarsj’óði til listamanna, frá vinstri Einar Laxness framkvæmdastjóri
Menningarsjóðs, Gísli Magnússon, Kolbrún S. Kjarval, Sigurjón Birgir Sigurðsson, Guðrún Ásmunds-
dóttir, Guðjón Petersen, Aslaug Brynjólfsdóttir varaformaður Menntamálaráðs, Hörður Áskelsson, Auð-
-------------- ur Bjarnadóttir, Mist Þorkelsdóttir og Sigurður A. Magnússon.
Listamönnum úthlutað úr Menningarsjóði
MENNTAMÁLARÁÐ hefiir úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði til
Iistamanna fyrir árið 1989. Eru átta styrkir veittir til dvalar erlendis,
þá þrír tónlistarstyrkir og auk þess 22 ferðastyrkir. Nema styrkimir
samtals rúmlega 1,8 miHjónum króna.
Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslu-
stjóri og varaformaður Menntamála-
ráðs ávarpaði styrkþegana og sagði,
að höfuðhlutverk Menningarsjóðs,
sem stofnað var fyrir rúmum 60
árum hefði frá upphafí verið að efla
og styrkja útgáfu á fræði- og fagur-
bókmenntum.
Menntamálaráð hefur samkvæmt
Jögum yfírstjórn Menmngarsjóðs, /
sem auk bókaútgáfunnar, á að veija
nokkru af tekjum stnum til eflingar
þjóðlegra fræða og. hverskyns lista.
Nokkrir styrkir til dvalar á erlendri
grund eru veittir til listamanna í því
skyni og eru þeir átta að þessu sinni
að upphæð kr. 110 þús. hver. Þá eru
einnig veittir styrkir til útgáfu tón-
verka samtals kr. 160 þús., er skipt-
“ást railli: þriggja að þessu sinni, en i
einnig eru veittir 22 ferðastyrkir.til
listamanna, samtals kr. 770 þús.
Eftirtaldir listamenn hlutu styrk
til dvalar erlendis: Auður Bjamadótt-
ir, til að kynna sér klassískan ballet
við Royal Ballet School í London,
Guðjón Petersen, til að kynna sér
leikstjóm við Sehunspilhaus í Köln,
Guðrún Ásmundsdóttir, til að kynna
sér Þýsk leikhús og leikstjóm, Grétar
Reynisson, til að kynna sér leik-
myndagerð í Lubeck, Kolbrún S.
Kjarval, til að vinna að leirmunagerð
í Bandaríkjunum, Mist Þöricelsdóttir,
til að vinna að tónsmíðum í Banda-
ríkjunum, Sigurður A. Magnússon
til að afla sér gagna á söfnum í
Stokkhólmi og Kaupmannahöfn
vegna skáldverks og Siguijón Birgir
Sigurðsson, til að afla sér gagna á
söfnum í Hollandi vegna skáldverka.
Eftirtaldir hlutu tónlistarstyrk:
Gísli Magnússon, til útgáfu á hljóm-
plötu, með píanóleik, Mótettukór
Hallgrímskirkju, til útgáfu hljóm-
disks með íslenskri kirkjutónlist og
Tónlistarfélag Kirstkirkju til útgáfu
hljómdiska með ísienskri flautu- og
sembaltórillst.