Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989
BLAUPUNKT
BLÁTT ÁFRAM BEST
GÆÐATÆKI
FRÁ KR. 14.930
\9. q /> \
0\
Gunnar Asgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16,108 Reykjavík - Sími 91-680 780
Kristrún Vilhjálms-
dóttir - Minning
Fædd 24. febrúar 1895
Dáin 28. apríl 1989
Síminn hringir um miðja nótt, í
símanum er Kristrún; nú er ég að
fara, segir hún, viltu hringja fyrir
mig á lækni. Kl. 7 að morgni var
hún öll. Mig langar að minnast
hennar með nokkrum línum. Aðrir
munu segja frá ætt hennar og
lífshlaupi framan af ævi.
Kristrún var fædd að Sunnudal
í Vopnafirði, dóttir sæmdarhjón-
anna Vilhjálms Jónssonar bónda og
Þóru Þorsteinsdóttur ljósmóður.
Fyrir aldarfjórðungi hitti ég
Kristrúnu og systur hennar Sess-
elju, Hólmfríði og Matthildi fyrsta
sinni. Voru þær allar fjórar léttar
í lund og skemmtilegar. Þær eru
nú allar horfnar. Kristrún og maður
hennar Guðmundur Guðnason
bóndi í Vallamesi í Skilmanna-
hreppi, bregða búi árið 1966 og
flytja til Reykjavíkur, í Gnoðarvog
76, sem þau bjuggu til æviloka.
Guðmundur lést árið 1973. Krist-
rúnu kynnist ég svo betur og fór
vel á með okkur þó aldursmunur
væri töluverður. Kristrún og Guð-
mundur eignuðust ekki börn, en hún
hafði mikla ánægju af að umgang-
ast börn. Kristrún var mikið fyrir
útiveru og gönguferðir fór hún þær
margar og langar um dagana, en
snjóþyngsli og ófærð síðasta vetrar
olli því að hún var mest inni við
og fannst henni það slæmt. Þó
Kristrún væri ein síðustu 16 árin,
held ég að hún hafi ekki veið ein-
manna, hún var sjálfri sér nóg,
hlustaði mikið á útvarp var mjög
BÍLGREINASAMBANDIÐ (^S^)
VORFUNDUR
LAIIGARDAGINN 20. IHAÍ NK.
Sambandsfundur verður haldinn laugardaginn 20. maí nk. á
Hótel Sögu, 2. hæð í nýbyggingu, og hefst hann kl. 9.15.
DAGSKRA:
Kl.09.15
Kl. 09.30-10.00
Kl. 10.15-11.45
Formaður BGS, Gísli Guðmundsson, seturfundinn.
Helstu verkefni hjá BGS í vetur: Jónas Þór Steinarsson.
Skýrslur svæðafulltrúa.
SÉRGREINAFUNDIR
a) Verkstæðisfundur.
b) Málningar- og réttingaverkstæði.
c) Bifreiðainnflytjendur og varahlutasalar.
d) Smurstöðvar og hjólbarðaverkstæði.
Á sérgreinafundunum verður m.a. fjallað sérstaklega um Bifreiðaskoðun ís-
lands hf., varahlutaverð, horfur í bifreiðainnflutningi og almennt um verkefni
og ástand í greininni, fræðslumál, samskiptin við tryggingafélögin og olíufélög-
in. Útsölu og eininga- og fastverðskerfi, reglugerð um gerð og búnað öku-
tækja, gerðarskoðun o.fl.
Kl. 11.45-12.30
Kl. 12.30-14.00
Kl. 14.00-15.00
NIÐURSTOÐUR SERGREINAFUNDA.
HÁDGEGISVERÐUR - HÁDEGISVERÐARERINDI.
KYNNING Á NÝJUM NÁMSKEIÐUM í BÍLAMÁLUN OG
RÉTTINGUM.
Jóhann Halldórsson - Þórarinn B. Gunnarsson.
Á fundinum munu liggja frammi nýjar Autodata bækur, þýðingar
varðandi bensíninnsprautun, myndbönd, fastverðs- og eininga
skrár, upplýsingar um eininga- og tölvukerfi.
FÉLAGSMENN FJÖLMENNIÐ
Stjórnin
vel ern og heilsugóð. Kristrún átti
margt nákomið skyldfólk, alltaf var
hún með ef eitthvað var um að vera
í stórfjölskyldunni og hrókur alls
fagnaðar hvar sem hún var, heima
eða heiman. Hún var dugleg kona
og gestrisin með afbrigðum. Fram
á síðasta dag var hún að baka til
að hafa með kaffinu handa gestun-
um, alltaf fannst henni þeir stoppa
of stutt. Frændfólk Guðmundar
heitins hefur reynst Kristrúnu mjög
vel og fór hún oft með þeim í Borg-
arfjörðinn. Nágrönnum Kristrúnar
í Gnoðarvogi 76 og 78 og einnig
eiganda verslunarinnar Kjalfells eru
færðar þakkir fyrir vinsemd sem
þau sýndu henni gegnum árin.
Ég og fjölskylda mín þökkum
henni samfylgdina.
Bryndís Einarsdóttir
Enginn veit sína ævina fyrr en
öll er. En í dag verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju frú Kristrún
Vilhjálmsdóttir frá Sunnudal í
Vopnafirði.
Okkur óraði ekki fyrir því 2.
apríl síðastliðinn að það yrði svo
stutt í að Kristrún kveddi þennan
heim. Hún var hjá okkur þá á
þriggja ára afmælisdegi Gunnars
Baldvins og var hún glöð og kát
eins og ávallt. Kristrún var stórbrot-
in kona. Það var reisn yfir þessari
lágvöxnu konu og var alls staðar
tekið eftir henni hvar sem hún fór
því hún var svo elskuleg í framkomu
og alla tíð glöð og ánægð. Hún var
létt á fæti og fór ófáar ferðirnar
niður í bæ með strætisvagni þó vel
yfir 90 árin væru komin, en ekki
bar hún aldurinn með sér því ung-
leg var hún.
Á haustin var Kristrún vön að
taka slátur og hún bakaði sitt kaffi-
brauð og steikti kleinur eins og
ekkert væri og má segja að hún
hafi gert margri yngri konunni
skömm til með myndarskap sínum.
Alltaf var gaman að koma til
Kristrúnar. Hún var afskaplega
gestrisin og naut þess að vera innan
um fólk. Hún gladdist yfir öllu og
var ánægð með allt og alla. Gaman
var að gera viðvik fyrir hana því
hún kunni svo sannarlega að meta
það. Hún var heilsuhraust og aldrei
kvartaði hún og er það örugglega
hennar góða og jákvæða lundarfar,
sem átti sinn þátt í því. Að leiðarlok-
um viljum við þakka henni fyrir
dásamleg kynni.
Blessuð sé minninggóðrar konu.
Margrét, Björgvin og
Gunnar Baldvin
28. apríl lést Kristrún Vilhjálms-
dóttir fyrrum húsfreyja að Vallar-
nesi í Skilmannahreppi í Borg-
arspítalanum. Kristrún fæddist 24.
febrúar 1895 í Sunnudal Vopna-
fírði. Foreldrar hennar voru sæmd-
arhjónin Vilhjálmur Jónsson frá
Teigi Björnssonar frá Bóndastöðum
Hjalstaðaþinghá og kona hans Þóra
Þorsteinsdóttir frá Miðfirði Þor-
steinssonar ríka stórbónda á Bakka
Bakkafirði, og bjuggu þau í Sunnu-
dal í 40 ár.
Þóra var ljósmóðir í 25 ár, og tók
hún á móti fjölda barna og var far-
sæl í starfi.
Vilhjálmur og Þóra eignuðust 11
börn. Þau urðu fyrir þeirri sáru
sorg að missa 5 af sínum börnum,
tvö uppkomin og þrjú úr barna-
veiki, tvö í sömu vikunni og eitt
nokkru seinna. Þrátt fyrir að heimil-
ið í Sunnudal væri fátækt var það
orðlagt fyrir gestrisni. Sunnudals-
heimilið mun hafa verið talið menn-
ingarheimili á þess tíma mæli-
kvarða. Öll voru þau systkin þekkt
fyrir glaðværð og dugnað.
Ég held að Kristrún hafi verið
þeirra duglegust. Dugnaði hennar
var alls staðar við brugðið hvar sem
hún var. Kristrún fór að heiman
17 ára, og réð sig þá í kaupavinnu
á Vopnafirði og nágranna sveitum.
Árið 1918 fór Kristrún til
•' ..
Reykjavíkur og starfaði hún sem
vinnukona á veturna en á sumrin
var hún í kaupavinnu víða á Suður-
landi og einnig var hún ráðskona á
nokkrum bæjum. Eftir þetta ræðst
hún til Hafnarfjarðar til Magnúsar
Jónssonar sýslumanns og konu
hans Guðrúnar Oddgeirsdóttur og
var hún hjá þeim í nokkur ár, og
tókst vinátta sem stóð ævilangt.
Kristrún var í eitt ár á Vopnafirði
ráðskona hjá Metúsalem stórbónda
á Burstafelli. Árið 1930 ræðst hún
kaupakona að Hvítanesi Skil-
mannahreppi Borgarfirði eitt sum-
ar, en árin urðu 34.
Á Hvítanesi kynntist hún manns-
efni sínu, Guðmundi Guðnasyni,
einn þriggja bræðra sem þar
bjuggu. Þau byijuðu búskap á
Hvítanesi og bjuggu þar í fjögur
ár, að þeim tíma liðnum byggðu
þau nýbýlið Vallarnes úr landi
Hvítaness, bjuggu þau þar myndar-
búi um 30 ár.
Árið 1966 seldu þau jörð og bú
og fluttust til Reykjavíkur. Guð-
mundur var orðinn heilsuveill og
slitinn. Þegar þau komu til
Reykjavíkur keyptu þau sér íbúð
að Gnoðarvogi 76 og bjuggu þar
til æviloka.
Guðmundur vann hjá Reykjavík-
urborg meðan heilsan entist, og
lést hann árið 1973. Þau eignuðust
ekki afkomendur og tel ég það mið-
ur.
Áður en Guðmundur lést ráðstöf-
uðu þau húseignum sínum sem voru
tvær íbúðir og gáfu þau Slysavama-
félaginu og Rauða krossinum þær.
Kristrún var mikil ágætis mann-
eskja og vildi öllum gott gjöra, og
naut fjölskylda mín þess í ríkum
mæli. Gestrisin var hún svo af bar
og aldrei heyrðist hún tala illa um
nokkurn mann. Hún átti marga
góða vini, og má segja að öll henn-
ar systkinabörn og makar þeirra
hafi borið hana á höndum sér, sama
má segja um ættingja Guðmundar.
Aldrei voru haldin boð svo hún
væri ekki fyrsta manneskja þar,
enda hefði þá mikið vantað, því hún
var hrókur alls fagnaðar.
2. apríl var hún í afmælisveislu
hjá sonarsyni mínum og lék hún
þar við hvern sinn fingur eins og
hún var vön.
16. apríl var fermingarveisla hjá
frænku okkar og held ég að hún
hafi aldrei verið jafn glöð og var
til þess tekið af öllum sem þar voru
hvað hún skemmti sér vel. Þegar
ég kvaddi hana eftir veisluna sagð-
ist hún hlakka mikið til að sjá litla
drenginn sem dóttir mín var nýbúin
að eignast, en henni entist ekki ald-
ur til þess. Síðan kyssir hún mig
marga kossa af gömlum vana, ekki
datt mér í hug að það yrði síðustu
kossarnir. Aðfaranótt þess 28. apríl
veiktist hún og var flutt á Borg-
arspítalann og lést að morgni þess
dags. Hún var búin að biðja Guð
um að hún fengi að fara svona og
var hún bænheyrð. Nú er skarð
fyrir skildi hjá Sunnudalsættinni
þegar Kristrún er horfin frá okkur,
en minningin um góða konu mun
lifa meðal okkar. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Vilhjálmur Þ. Valdimarsson