Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAl 1989 33 Minning: Jón Ingi Guðmunds- son sundkennari Tengdafaðir minn, Jón Ingi Guð- mundsson, er látinn. Hann lést í Landakotsspítala þann 5. maí eftir rúmlega tveggja mánaða legu. Það eru liðin 28 ár síðan við hittumst fyrst. Aldrei féll skuggi á okkar kynni, betri tengda- föður var ekki hægt að hugsa sér. En nú er hann dáinn og það tekur langan tíma að venjast þeirri hugs- un. íþróttamaður var hann af lífi og sál, marga verðlaunagripi átti hann fyrir afrek í sundi. Enda ein skærasta stjama landsins í sundi á yngri árum. Síðan tók við kennsla og þjálfun. Hann kenndi sund við Austurbæjarskólann í um 45 ár og hann var einn af stofnendum sund- félagsins Ægis. Ingi var einnig málarameistari og hann var lista- maður á því sviði, það var hreint ótrúlegt hvað hann gat framkallað með penslinum. Upp í hugann koma margar minningar. Ég sé hann fyrir mér við borðstofuborðið í Samtúninu með spil í hendi. Það var í þá daga þegar ekkert var sjónvarpið og við sátum kvöld eftir kvöld og spiluðum og það sem við gátum hlegið. Eða þegar við fórum út í Geldinganes og eyddum heilum degi þar en þeg- ar halda átti heim hafði flætt að. Mér leyst nú ekki á blikuna. En Ingi sagði bara „hér þýðir ekki að vera með neitt pjatt, þú verður að vaða yfír eða vera hér í nótt“. Ég tók fyrri kostinn, og það sem við gátum skemmt okkur þegar við rifj- uðum þetta upp. Ég sé hann einnig fyrir mér stóran og sterkan með málningarrúlluna að mála húsið okkar Þrastar í hólf og gólf, það var ekki í fyrsta sinn sem hann hjálpaði okkur því að hann var líka til staðar þegar við stofnuðum heimili. Hann hjálpaði við að stand- setja alla íbúðina. Hann var einn af þeim sem gat allt. Ég sé hann fyrir mér með bömin okkar pínulít- Oddný V. Guðjóns dóttir - Minning Fædd 19. ágúst 1902 Dáin 13. maí 1989 í dag fer fram útför tengdamóð- ur minnar, Oddnýjar Vilborgar Guðjónsdóttur, sem ættuð er frá Kolmúla við Reyðarfjörð. Foreldrar Oddnýjar voru hjónin Guðjón Jónsson og Kristín Jóns- dóttir, ábúendur á Kolmúla. Síðar færðu þau sig um set að Kaldalæk, sem var lítið grasbýli innan við Vattames, utarlega við Reyðaifyörð sunnanverðan. Árið 1914 fluttu þau svo til Eskifjarðar. Faðir Oddnýjar, Guðjón, fæddur 1877, var sonur Halldóíu Guð- mundsdóttur Eyjólfssonar frá Helgustöðum og konu hans Ólafar Jónsdóttur. Faðir Guðjóns var Jón Ólafsson, hið þekkta skáld og rit- stjóri, en hann mátti sem kunnugt er í tvígang flýja land vegna storm- asamra stjómmálaskrifa. Móðir Oddnýjar, Kristín, var fædd á Vatnsleysuströnd. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Kristín Illuga- dóttir á Brunnastöðum. Þau fluttust til Austíjarða með flölskyldu sína og þar liggja saman leiðir þeirra Kristínar og Guðjóns. Þau hjón eignuðust níu böm og var Oddný hið Qórða í röðinni. Af þessum systkinum er nú aðeins ein systirin á lífí en það er Þórdís, sem nú býr á Eskifírði. Foreldrar Oddnýjar munu hafa verið fátæk og líklega hefur fátækt valdið því að hún var fjögurra ára gömul send í fóstur til móðurafa síns, Jóns Jónssonar, sem þá bjó á Fossi í Fáskrúðsfírði. Þá var Jón orðinn ekkjumaður. Hann lést svo er Oddný var 14 ára gömul og fór hún þá „í vist“ til Stefáns Jakobs- sonar kaupmanns á Fáskrúðsfirði, en þar var mikið myndarheimili. Síðar lá leið Oddnýjar til Seyðis- fjarðar þar sem hún réðst til Her- manns Þorsteinssonar, kaupmanns, og konu hans Jóhönnu Stefáns- dóttur, er bjuggu í Elverhöj þar í bæ. í Elverhöj kynntist Oddný mannsefni sínu, sem var Stefán, næst elsti sonurinn í húsinu. Stefán Hermannsson lauk prófí úr Stýri- mannaskólanum árið 1929. Hann og Oddný gengu í hjónaband 19. desember 1930. Þeim Oddnýju og Stefáni varð fjögurra bama auðið. Elst var Hrafnhildur Erla (Stella) f. 1926. Hún giftist árið 1952 bandarískum verkfræðingi, Myron Kisselburg að nafni og fluttist með honum til Bandaríkjanna. Þau eignuðust tvær dætur, Jóhönnu og Stephanie. Stella lést árið 1977. Næst í röð- inni er Jóhanna, hjúkrunarfræðing- ur, f. 1932, gift undirrituðum. Þau eiga tvö böm, Oddnýju Kristínu og Kjartan Sævar. Sonur þeirra Oddnýjar og Stefáns er Hermann, bankastarfsmaður, f. 1934. Hann er kvæntur Olgu Halldórsdóttur. Þau eiga ekki böm, en Hermann á son, Sigurð Inga. Yngsta bam þeirra var svo Kristín Jóna, f. 1939, d. 1985. Kristín Jóna giftist ekki og hélt alla tíð heimili með móður sinni. Stefán, maður Oddnýjar, varð ekki langlífur og hann stundaði sjó- mennsku alla sína stuttu starfsævi. Hann var lengi stýrimaður á togar- anum Karlsefni og síðast fyrsti stýrimaður á togaranum Gullfossi. Það skip lagði í sína hinstu för í febrúar 1941. Hinn 28. febrúar fórst Gullfoss í hafi í ofsaveðri út af Snæfellsnesi. Með skipinu týnd- ist öll áhöfnin, 19 menn, og var Stefán þeirra á meðal. Þá var hann aðeins 35 ára gamall. Og nú stóð Oddný ein uppi, ekkja með fjögur böm, hið yngsta tveggja ára. Nærri má geta hversu mikið reiðarslag þetta hefur verið. En Oddný lét ekki bugast, fremur en mörg önnur sjómannskonan á þessum ámm, þegar styijaldarátök og harðviðri hjuggu stór skörð í raðir íslenskra sjómanna. Oddný sá fjölskyldu sinni far- borða með því að reka matsölu — hafa kostgangara, eins og það var kallað, lengst af á Vesturgötu 27 í Reykjavík. Og hún kom börnum sínum til manns. Af framansögðu má ráða að ævi Oddnýjar V. Guðjónsdóttur hefur ekki verið dans á rósum. Það hefur verið þungt áfall fyrir sjómannskon- una að missa fyrirvaralaust mann sinn og fyrirvinnu og það hefur líka verið þungbært að horfa á eftir tveimur dætrum hvérfa yfír móðuna miklu með fárra ára millibili. En mótlætið bugaði hana ekki, líklega fremur hið gagnstæða. Aldrei man ég eftir að hafa hitt Oddnýju öðru- vísi en hýra á svip og oft kankvísa. Hún vakti ekki oft máls á málefnum sem hana sjálfa varðaði að fyrra bragði og það var hreinn viðburður ef hún leitaði til annarra um að- stoð. Það var þá kannske helst að hún leitaði til tengdasonarins um að pára fyrir sig „skattskýrslusnep- ilinn“ og koma honum á sinn stað í tíma. A hinn bóginn fylgdist hún vel með öllu sem „við unga fólkið“ il í fanginu og syngja fyrir þau Dísu í Dalakofanum. Hann hafði fallega söngrödd. Ég gæti haldið endalaust áfram að fletta upp í minningabókinni. Það er gott að geta yljað sér við góðar minningar um góðan mann. Hann var laglegur og fallega vaxinn og hélt því fram á gamals aldur og var alla tíð heilsu- hraustur þar til í haust að lasleiki fór að gera vart við sig. Hann sagði stundum „hún er leiðinleg hún elli“, en hann kvartaði aldrei. Síðustu vikumar lá hann fársjúkur á sjúkra- vomm að bjástra og bamabömin áttu hug hennar allan. Árið 1975 slasaðist Oddný mjög alvarlega er hún var, í bókstafleg- um skilningi, keyrð niður, þar sem hún var á gangi yfír götu á merktri gangbraut. Hún marg beinbrotnaði og má kalla undur að hún skyldi lifa slysið af. Eftir þetta var hún ætíð stirð til gangs. Samt orkaði hún að halda áfram heimili með yngstu dóttur sinni, uns hún lést árið 1985, eins og fyrr segir. Síðustu árin hefur Oddný búið í leiguíbúð á vegum Reykjavíkur- borgar í Furugerði 1. Þar leið henni vel og hún naut sín í góðum og glaðværum félagsskap starfsliðs og íbúanna í húsinu. Oddný var afar félagslynd og virk í félags- og tóm- stundastarfi sem þarna stendur til boða. Ég leyfi mér að flytja starfs- liði í Furugerði 1 og öllum vinum Oddnýjar sem þar búa bestu þakkir fyrir vináttu og notalegan félags- skap sem ég veit að hún kunni vel að meta og var henni mikils virði. Síðustu árin sinnti Oddný mikið bóklestri. Haft var á orði að hún væri nú að bæta sér upp það sem henni gafst ekki tími til að sinna á meðan hún var bundin yfir „krökk- unum“. Hún hafði m.a. sérstakt dálæti á ljóðum afabróður síns Páls Ólafssonar. Meðal bóka sem Oddný hafði stundum handa á milli var gömul og lúin sálmabók sem í vant- ar titilblaðið. Bókin er merkt Jóni Jónssyni og mun vera komin frá móðurafa hennar á Fossi og ber þess öll merki að hafa verið hand- leikin í margar kynslóðir. Síðustu mánuðina hefur Oddný þurft að dvelja langdvölum á sjúkrastofnunum. í nafni aðstand- enda Oddnýjar færi ég starfsliði Landakotsspítala, Hafnarbúða og Borgarspítalans, bestu þakkir fyrir góða umönnum henni til handa. Blessuð veri minning Oddnýjar V. Guðjónsdóttur. Óttar Kjartansson húsi og aldrei heyrðist kvörtunar orð. Það síðasta sem hann sagði .við mig var „sæl elskan mín, nú var ég heppinn". Honum fannst að ég hefði fundið sig því að hann var ekki viss um hvar hann var. Ég veit að í landinu fyrir handan hitt- umst við aftur, þegar þar að kem- ur. Þá get ég sagt við hann „Sæll elskan mín, nú var ég heppin". Guð geymi Inga minn. Ellý. Afí minn, Jón Ingi Guðmundsson, er látinn. Ég horfí á eftir afa Inga, eins og við krakkarnir kölluðum hann, með miklum söknuði. En sorgin er það gjald sem við færum fyrir að hafa átt jafn góðan afa og hann var. Ég sem elsta barnabam fékk hans jafnvel enn betur notið en hin sem yngri eru. Við áttum margar ánægjulegar samveru- stundir: við fórum á skauta, þotu- ferðimar vom ófáar upp í konungs- lautina okkar og fyrir jól var föndr- að af kappi. Það var með ólíkindum hvað afí gat dundað með mér og þolinmæðin var óþijótandi. Þar sem afi var mikill sundmaður og kenn- ari í þeirri íþróttagrein stóð ekki á sundkennslunni og fómm við iðu- lega í laugina í Austurbæjarskólan- um um helgar og syntum enda var ég ekki há í loftinu, um 5 ára göm- ul, þegar ég var orðin synd fyrir tilstilli afa. Það var erfítt að sjá jafn sterkan og stæltan skrokk sem afa verða jafn máttvana og hann varð á spítalanum og finna um leið nýtt líf vaxa og dafna af krafti, afi var líka hreykinn af þvi að hafa séð að ég var ekki kona ein eins og hann komst að orði við pabba. En þetta er lífsins gangur — einn kem- ur og annar fer, eins og afi hefði orðað það. Og það yljar mér um hjartarætur að vita að það barn fær ekki síðri afa en ég átti og mun aldrei gleyma. Þóra Þrastardóttir Pabbi lést á Landakotsspítala eftir stutta en snarpa lokabaráttu við þann sjúkdóm sem lagði hann loks að velli. Þegar því stríði er lokið koma minningamar um góðan föður fram í hugann. Allt það sem við systkinin upplifðum með honum em perlur í minningasjóði. Pabbi var mikill útilífsmaður og unnandi íslenskrar náttúru. Óteljandi eru þær ökuferðir og gönguferðir um heiðar og Ijörur í nágrenni Reykjavíkur sem við fórum með honum, og í hverri ferð gerðust ein- hver ævintýri. Stundum var það fuglshreiður uppi í Heiðmörk og stundum skrítinn reki sem við fund- um í einhverri fjöruferðinni. Svo sagði pabbi okkur sögu sem tengdi fundinn við einhver atvik úr eigin bemsku og þá varð allt miklu eftir- minnilegra. Það má segja og svona ævintýraferðirhafi verið fastur lið- ur á sunnudagsmorgnum enda tók- um við ríflega til matar okkar þeg- ar við mættum í sunnudagssteikina sem mamma hafði eldað meðan við vomm úti. Heimilishald var með öðm sniði í þá daga en nú. Böm og unglingar í dag skilja ekki hvem- ig hægt var að komast af án t.d. sjónvarps. En það var sko vel hægt. Heilu kvöldin spilaði pabbi við okk- ur ólsen, ólsen og fleiri spil og seinna kenndi hann okkur vist og að tefla. Hann hjálpaði okkur líka með ýmiskonar föndur, aðallega að teikna og mála. Á laugardagskvöld- um sátum við kringum borðstofu- borðið heima, hlustuðum á útvarps- leikrit og teiknuðum og máluðum. Þá urðu margar skemmtilegar myndir til. Pabbi kenndi okkur líka að sjmda og hvatti okkur bræðuma til að æfa sund hjá sundfélaginu Ægi enda var hann einn af stofn- endum þess félags. Hann var líka einn af stofnendum skátafélags Hafnaríjarðar og átti mynd af sér í þeim hópi og var stoltur af. Hann var líka ánægður þegar við eldri bræðurnir gerðumst skátar og sagði okkur frá þeim dyggðum sem góðan skáta prýða. Tíminn í foreldrahús- um, bernsku og unglingsárin, liðu furðu fljótt þegar litið er til baka. Við systkinin giftum okkur eitt af öðm og stofnuðum heimili. Alltaf var pabbi tilbúinn að rétta hjálpar- hönd við að mála _og gera í stand íbúðimar okkar. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég var að byggja húsið mitt og var að einangra efstu plötu undir þaki, þá sagði hann við mig: „Mér þótti alltaf svo gaman að einangra, það er svo mikilvægt, þá er maður að hlúa að sínum.“ Pabbi var duglegur heimilisfaðir og góður pabbi. Hann var bindindis- maður og talaði oft um það hvað það væri heimskulegt að sóa pen- ingum sínum i áfengi og tóbak. í dag, 19. maí, em liðin 13 ár frá því við vomm saman á Mallorka og héldum upp á þrítugsafmæli konunnar minnar. Við fómm út að borða og töluðum um lífíð og tilver- una. Þá fómm við hjónin að tala um hvað við væmm orðin gömul, bara komin á fertugsaldurinn. Þá sagði pabbi: „Elskumar mína, þið emð nú bara unglömb, næstu tíu ár verða ekkert fyrir ykkur en þau verða mikið fyrir mig.“ Það vom orð að sönnu, þrettán áram síðar er hann jarðsettur. Á þessari stundu em mér ofarlega í huga þakkir til lækna og hjúkmnarfólks á Landa- kotsspítala sem önnuðust pabba af stakri umhyggju og hlýju allt til hinstu stundar. Þröstur Jónsson t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, HELGI BERGVINSSON, Miðstrœti 25, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 20. maíkl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á Sjúkrahús Vestmannaeyja. Lea Sigurðardóttir, Viktor Helgason, Stefanfa Þorsteinsdóttir, Sigríður E. Helgadóttir, Rósa Helgadóttir, Páll Kristjánsson, Sigrún Birna Helgadóttir, Sólrún Helgadóttir, Oddur Thorarensen og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, ERLA HJÖRDÍS ÓLAFSDÓTTIR, Baðsvöllum 19, Gríndavfk, sem lést í Landspítalanum þann 12. maí, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 20. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Sigurpáll Aðalgeirsson, Ingunn Ingvarsdóttir, Ólafur Sigurpálsson, Valgerður Ingólfsdóttir, Rúnar G. Sigurpálsson, Sigrún Ólafsdóttir, Ingunn Sigurpálsdóttir, Fernando Sabido, Erla Sigurpálsdóttir, Árni Kristinsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.