Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 34
34 félk í fréttum Forsetamerki Bandalags íslenskra skáta var afhent við hátíðlega athöfn í Bessastaðakirkju laugardaginn 29. apríl síðastliðinn. Forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, verndari skátahreyfingarinn- ar, afhenti alls 20 dróttskátum merk- ið, en æðsta takmark skátanna er að vinna til þessarar viðurkenningar. Er þetta í fyrsta skipti sem drótt- skátum eru afhent þessi merki eftir nýjum og breyttum verkefnagrund- velli og hafa þeir hlotið að minnsta kosti tveggja ára starfsþjálfun. Við athöfnina fluttu ávörp Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, Gunnar Eyjólfsson, skátahöfðingi íslands og Ólafur Stephensen, formaður út- breiðsluráðs BIS. WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og gerölr ■■lLl SöaMaaagMr oJJfeirÐsaBŒfra <& Vasturgötu .16, sími 13280 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 EhitaMO Uppeldið í fyrirrúmi Leikkonan Lisa Bonet sem varð móðir nú á dögunum segist ætla að hvíla sig á leiklistinni, að minnsta kosti í bili. Dóttir hennar, Zoe, nær brátt hálfs árs aldrinum og hafa hjónakornin ákveðið að Lisa verði heimavinnandi húsmóðir í nánustu framtíð. Lisa segist engar áhyggjur hafa af leik- framanum. Hún fái enn fjölda tilboða en hugurinn sé allur hjá dótturinni sem hún hefur ákveðið að ala upp í búdda- trú. Á myndinni má sjá Lisu og dóttur hennar, en geta má þess að giftingarhringinn bera þau hjón í nefinu. NOERÆN NEMAKEPPNI íslenskir fram- reiðslunemar í fyrsta sæti Arleg nemakeppni í framreiðslu og matreiðslu var haldin í Sandviken í Svíþjóð dagana 21.-23. apríl síðastliðinn. islenska liðið sem hlaut fyrsta sæti í fram- reiðslu var skipað þeim Svövu Björk Jóns- dóttur, Níelsi Hafsteinssyni, og Halldóri Malmberg, sem er kennari í matvælaiðn- aði við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Keppni þessi hefur verið haldin á hveiju ári frá 1982 af fræðsluráðum greinanna og Norræna hótel- og veitingasamband- inu. Tvö lið frá hveiju Norðurlandanna eiga rétt til þátttöku og eru valin að lok- inni forkeppni. ísland tók í fyrsta sinn þátt í keppninni árið 1987. Matreiðslunemar frá Islandi, þeir Jón Daníel Jónsson, Torfunni, Hafsteinn Sig- urðsson, Lækjarbrekku og Kristján Sæ- mundsson, leiðbeinandi, lentu í íjórða Lið íslensku framreiðsluuemanna hlaut fyrsta sætið í Norrænni nema- keppni. Frá vinstri á myndinni er Svava Björk Jónsdóttir, Hótel Sögu, Níels Hafsteinsson, Hótel Sögu og Halldór Malmberg, leið- beinandi. LISA BONET Góð saumavél á frábæru verði Einföld, sterk og ótrúlega fjölhæf. - Saumar öll nauðsynlegu sporin. Saumavélin fyrir þá sem bæta og laga en eyða ekki öllum frítíma í saumaskap. _ Verð kr. 17985 Heimilistæki hf jlunní • 59 1 5 20 í Sa/tUUKgiUtO Sætúni8 • Kringlunni SÍMI: 69 15 00 SlMI:691S20 20% VERÐUEKKUN Eldhúsinméttingar Baúherhergisinnréttingar Fataskápar Sýningarsalur opinn: Mánudaga-föstudaga frá kl. 09.00-12.30 og 13.30-18.00 Laugardaga frá kl. 11.00-16.00 Sunnudaga frá kl. 13.00-16.00 InnrÉttiiBW 2000 H., Síðumúla 32, sími 680624. Nýtt hugtak í húðmeðferð LIPOSOME fyrir andlit Jm \ íoc e 'íuper líposðwe concenf r ote wLsmwm besta verðið á markaðnum! JILSANDER GARÐEIGENDUR - TRJÁRÆKTARFÓLK Ný trjáplöntustöð Sala hefst laugardaginn 20. maí. Yfir 100 tegundir trjáa og runna, ennfremur garðskála- plöntur. Afar hagstætt verð og greiðslukjör. Sértilboð á fagurlaufamispli, birki o.fl. Trjáplöntusalan Núpum óifusi, við Hveragerði, Opið um helgar frá kl. 10-20, virka daga frá kl. 8-19, símar: 985-20388 og 98-34388.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.