Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989
17
Vinsamleg tilmæli
til stj órnar KEA
eftir Dagnýju
Krisljánsdóttur
Fyrir dyrum stendur lokun mat-
vöruverslunar í Ránargötu 10 á Ak-
ureyri þrátt fyrir ítrekuð mótmæli
neytenda í nágrenninu. Astæðan er
sögð léleg afkoma og smávegis tap,
sem mér sýnist — samanborið við
veltu og stórframkvæmdir á vegum
KEA — vera hreinir smámunir, eða
rúm 300 þús. á ári (ef marka má
frétt í Degi, fyrir nokkru), sem auð-
velt sýnist að koma í veg fyrir með
skynsamlegu móti. Leiðin til þess er
sáraeinföld, sem sé lægra vöruverð.
Það gefur að skilja að neytendum
fyndist ekki borga sig að fara svo
oft í Hagkaup, ef minni munur væri
á vöruverði en raun ber vitni, en það
hefur verið umtalsvert.
Talað er um að í Hrísalundi sé
töluvert lægra verð á flestum vörum
en í öðrum verslunum KEA, sú versl-
un er upp undir fjalli, svo að hún
nýtist ekki öldruðum Eyrarbúum.
Hvers vegna jafnið þið ekki vöruverð
í öllum verslunum ykkar með lægra
álagi, svo að allir sitji við sama borð?
Það eru ekki allir sem eiga bíla, enda
hækkar varan um leið sem því nem-
ur og því meir sem lengra þarf að
aka og eyða rándýru bensíni.
Annað má líka taka til athugunar
og það er að mikið lægra verð í einni
verslun ykkar bitnar á hinum, ein-
hvers staðar þurfið þið að taka pen-
inga til að standa undir lágu verði í
stórmarkaði ykkar. Ef þið neitið því,
þá spyr ég: Ef sumar verslanir bera
sig með lágt verð, en ekki hinar sem
eru með hærra verð, hvers vegna
þá að sprengja upp verðið? Mér sýn-
ist liggja ljóst fyrir að hagkvæmast
væri að hafa alls staðar lægra verð,
því reyndin er sú að þá er meira
keypt.
Eg hygg að stefna ykkar í verslun-
armálum sé alröng og bijóti í bága
við upphaflegar hugsjónir og sam-
vinnuhreyfingar. Það var markmið
ef mig misminnir ekki hrapallega,
að stefna ætti að lágu vöruverði og
miða ekki síður við hag neytenda en
félags, en sú hugsjón er löngu'rokin
út í hafsauga. Og hvað um Samband-
ið, SÍS, sem er kórónan yfir kaup-
félögunum? Það átti aldeilis að gera
lífíð ljúft og létt, en liggur nú eins
og martröð á mörgum sem í bláeygu
sakleysi trúðu á réttlæti og samhjálp.
En víkum aftur að Ránargötu 10.
Er ykkur ekki ljóst að á Eyrinni búa
fleiri aldraðir en í nokkrum öðrum
bæjarhluta og margir eiga óhægt um
vik að sækja verslun langar leiðir,
til þess þarf bíl sem ekki allir eiga
og leigubílar eru dýrir og sá kostnað-
ur bætist við vöruverð? Ellilífeyris-
þegar geta tæpast leyft sér þann
munað.
Þið nefnið í grein i Degi í dag
(13. apríl 1989) að 147 íbúar við
Ránargötu hafí skrifað undir mót-
mæli við lokun verslunarinnar, ykkur
finnst eflaust ekki taka því að taka
tillit til aðeins 147 sálna, en Eyrin
nær yfir stærra svæði en Ránargöt-
una og þeir sem skrifuðu undir eru
aðeins lítið brot af íbúum hér í
grenndinni. Annað vil ég líka minna
ykkur á. Stjórn kaupfélagsins gekk
Selfoss:
Jón Ingi sýn-
ir í hótelinu
Selfossi.
JÓN Ingi Sigurmundsson skóla-
stjóri á Selfossi opnar málverka-
sýningu í anddyri Hótels Selfoss
laugardaginn 20. maí kl. 14.00.
A sýningunni eru 20 olíu-, vatns-
lita- og pastelmyndir. Þetta er
fjórða einkasýning Jóns an auk
þeirra hefur hann tekið þátt í mörg-
um samsýningum. Jón sækir mynd-
efnið í nánasta umhverfi sitt, á
æskuslóðirnar við ströndina og er
þekktur fyrir vel unnar myndir.
SýningJóns stenduryfirtil 29. maí.
ötullega fram í þvi að koma „kaup-
manninum á horninu" fyrir kattar-
nef, með því að setja útibú frá KEA
niður á öðru hveiju götuhorni, ykkur
gekk það prýðilega, en gallinn er sá
að þið vissuð ekki hvað þið voruð
að gera og reistuð ykkur hurðarás
um öxl. Þegar svo „blessað kaup-
félagið“ var búið að hreinsa til og
legsteinninn kominn á gröf „kaup-
mannsins á hominu", þá var nóg að
gert því samkeppnin var að mestu
úr sögunni. En samt gekk dæmið
ekki upp eins og nú hefur berlega
„Að endingu vil ég biðja
ykkur að reyna fyrst
aðrar leiðir til sparnað-
ar en að koma öldruð-
um í vanda. Ég er viss
um að þær leiðir eru til
án verulegra erfið-
leika.“
komið í ljós, því að nú er ykkur jafn-
mikið i mun að loka þessum búðum,
eins og þið voruð ákafir að opna
þær. Svo sannarlega eru vegir kaup-
félagsins órannsakanlegir.
Þið sem hafið samvinnu- og sam-
hjálparhugsjónina að leiðarljósi, eruð
ekki mikið að velta fyrir ykkur vand-
ræðum og kostnaðarauka eldra
fólksins í hverfinu, nei, ónei, kaup-
félagið græðir ekki nóg, skítt með
gamla fólkið. Mig langar líka til að
minna ykkur á að þar sem þið hafið
næstum einokað matvöruverslun hér
í bænum um langt skeið, þá ber
ykkur skylda til að þjóna bæjarbúum
fyrst og fremst þeirra vegna og rísa
undir þeirri ábyrgð sem þið tókið á
ykkur með því að stofna öll þessi
útibú og þar með bola einstaklings-
framtakinu frá. Það er einnig um-
hugsunarvert hve lengi þið hafið
umborið tapreksturinn í Kaupvangs-
strætinu, sú verslun hefði mátt missa
sig fyrir löngu þar sem hún er að-
eins örfá skref frá Brekkugötubúð-
inni og ekki í íbúðarhverfí, þá „byrði"
hefðuð þið getað losað ykkur við án
þess að þjónusta væri skert við aldr-
aða. Þið hafið líka gleymt því að að
eftir lokun verslunarinnar í Ránar-
götu 10, fara allir í Hagkaup, í stað
þess að áður voru það sumir annað
slagið.
Vöruverð skiptir töluverðu máli
og ekki síst fyrir aldraða sem verða
að treina rúm 30 þúsund á mánuði
fyrir öllum sínunf þörfum. Þess
vegna fóru þeir sem áttu hægt með
það frekar í Hagkaup. Það hefðuð
þið getað komið í veg fyrir ef verðið
hefði verið ofurlítið lægra í Ránar-
götu 10, þar hefðu þá fleiri verslað
og hagnaðurinn orðið meiri.
Að endingu vil ég biðja ykkur að
reyna fyrst aðrar leiðir til sparnaðar
en að koma öldruðum í vanda. Ég
er viss um að þær leiðir eru til án
verulegra erfiðleika.
Höfur. dur er ellilífeyrisþegi, bú-
setturá Akureyri.
Nýjung fyrir örbylgjuofnaeigendur
•æíÍberamatuF á svipstundu
engin fyrirhöfn9 enginn uppþvottur
Leiðbeiningar:
I hverjum pakka eru þrir pokar,
einn med kryddi, annar með sósu
og sá þríðji til að elda í. Þú velur
síðan það hráefni sem þér hentar
(450-500g).
1. Kjötið / fiskurínn er skoríð í
litlar ræmur og sett í
eldunarpokann, kryddpokinn
er tæmdur út í og öllu blandað
vel saman.
2. Pokanum er lokað og hann
látinn vera í ofninum í
jafnmargar mínútur og
leiðbeiningamar á pakkanum
segja til um, fer eftir hráefni.
3. Þá er sósunni bætt saman við,
pokanum lokað og hann látinn
vera í örbylgjuofninum þann
tíma sem leiðbeiningarnar
segja til um.
4. Maturinn er til, fjórir vel
útilátnir skammtar af
Ijúffengum pottrétti. Núðlur,
hrísgrjón eða hrásalat fer
mjög vel með þessum réttum.
Athugið að hráefnið sem
notað er verður að vera
fullþiðið.
Hunt’s Minute Gourmet er lausnin fyrir þá sem
gjarnan vilja borða kjarngóðan og ljúffengan mat
en hafa lítinn tíma til að elda hann og enn minni tíma til
að þvo upp. Hunt’s Minute Gourmet eru sósur blandaðar
grænmeti og ávöxtum, 6 tegundir sem henta bæði fyrir
kjöt og fisk.
Bragðtegundir:
ítalskur réttur (Chicken Cacciatore)
Súrsætur réttur (Sweet & Sour Chicken)
Grillréttur (Barbecued Chicken)
Austurlenskur réttur (Oriental Beef)
ítalskar kjötbollur með SÓSU (Italian Meatballs with sauce)
Kreólaréttur (Cajun Pork)
Heildsöludreifing: Innnes hf.