Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 27 Sameiginlegt framboð Borgaraflokks og stj órnarflokka: „Launin fyiár hönd Aðalheiðar“ - sagði Hreggviður Jónsson Borgaraflokkurinn og ríkis- stjórnarflokkamir buðu sameig- inlega fram á Alþingi í gær, er Alþingi kaus stjórnir Áburðar- verksmiðju rikisins (til Qögurra ára) ojg Þróunarsamvinnustofh- unar Islands (tii (jögurra ára). Hreggviður Jónsson (FH/Rn) sagði þetta laun ríkisstjórnarinn- ar fyrir hönd Aðalheiðar í skatta- hækkunum vetrarins sem og stuðning eftirhreytauna af Borg- araflokknum við framgang Qöl- margra stjómarmála. „Blekking- unni er lokið“, sagði þingmaður- inn, „vinstri stefiia Borgara- flokksins og stuðningur við ríkis- stjórnina er afl\júpaður“. Stjórn Áburðarverksmiðju í stjóm Áburðarverksmiðju ríkis- ins til fjögurra ára hlutu kosningu: * 1) Af sameiginlegum framboðs- lista Borgaraflokksins og ríkis- stjómarflokkanna: Gunnar Sigurðs- son, Garðar Sveinn Ámason, Stefán Sigurðsson og Magnús Eyjólfsson. * 2) Af lista stjórnarandstöðu- flokka: Bjami Helgason, Egill Jóns- son og Kjartan Olafsson. Þróunarsamvinnustofriun Kjör hlutu: * 1) Af lista ríkisstjómar og Borg- araflokks: Ingvar Gíslason, Árni Gunnarsson, Margrét S. Bjöms- dóttir, og Kristján Ingvarsson. Varamenn: Ólafur Þ. Þórðarson, Bjami Þorsteinsson, Maríanna Traustadóttir og Þyrí Baldursdóttir. * 2) Af lista stjómarandstöðu- flokka: Ámi Vilhjálmsson og Sigríð- ur Dúna Kristmundsdóttir. Vara- menn: Ásgeir Guðlaugsson og Hólmfríður Garðarsdóttir. Opinber stjórnarmeirihluti Hreggviður Jónsson (FH/Rn) sagði ríkisstjómina hafa launað hönd Aðalheiðar í skattahækkunum sem og stuðning flokksbrots Borg- ara með setu í tveimur opinberum nefndum. Hann óskaði forsætisráð- herra til hamingju með það að ríkis- stjómin hafí nú opinberað þing- meirihluta sinn, sem leiddi líkur að nýrri ríkisstjóm í sumar. Blekking- unni er lokið, sagði þingmaðurinn, vinstri stefna Borgaraflokksins og stuðningur við ríkisstjórnina er af- hjúpaður. Júlíus Sólnes (B/Rn) mótmælti skýringu Hreggviðs á sameiginlegu framboði við þessi stjómarkjör. Stjómarandstöðuflokkar hefðu ein- faldlega hafnað samstarfi við Borg- araflokkinn að þessu leyti. Þess- vegna hafi hann bankað upp á hjá stjómarflokkunum. Ólafur G. Einarsson (S/Rn) sagði ítrekaðan stuðning Borgaraflokks- ins við ríkisstjómina ekki aðgöngu- miða að stuðningi stjómandstöðu- flokka til kjörs Borgara í opinberar stjómir. Ingi Bjöm Albertsson (FH/VI) sagði laumuspil Borgaraflokks og ■ ríkisstjómaminnar nú komið upp á yfirborðið. Ekki væm þó háar tölur á þeim verðmiðum, sem hengju á þingliði Borgaraflokksins. Páll Pétursson sagði það rétt vera að Borgaraflokkurinn hafí leit- að eftir samstarfi við stjómarflokk- ana við þetta nefndarkjör. Kvenna- listinn hafí hinsvegar kosið að fylgja Sjálfstæðisflokknum. Danfríður Skarphéðinsdóttir Guðmundur Agústsson og Hreggviður Jónsson, áður samflokks- menn, nú hvor sínu megin víglínunnar. (Kvl/Vl) sagði það hafa verið ætlun Kvennalistans að standa einn að framboði við þetta kjör. Þegar hins- vegar ljóst var að Borgaraflokkur- inn stæði að sameiginlegu framboði með stjómarflokkunum, hafí Kvennalistinn endurskoðað afstöðu Landbúnaðarráðherra skipar harðindaneftid Þingsályktun: Útboð opinberra rekstrarverkeftia Alþingi samþykkti samhljóða, í gær, þingsályktun sem felur (jár- málaráðherra að kanna tilhögun á útboðum opinberra rekstrar- verkefiia. Það sem kanna á er: * 1) A hvaða sviðum og í hve mikl- um mæli slíkum útboðum hafí verið beitt hjá ríkinu og stofnunum þess á næstliðnum áratug. * 2) Hvaða reynsla hefur fengist af slíkum útboðum, m.a. með tilliti til kostnaðar miðað við sambærileg verkeftii sem unnin hafa verið án útboðs. * 3) A hvaða sviðum ríkisrekstrar rétt þyki og hagkvæmt að efna til slíkra útboða og hvaða sjónarmiða skuli gæta við val slíkra útboðsverk- efna. Tillagan var upphaflega flutt af Friðriki Sophussyni (S/Rvk). Fjár- veitinganefnd orðaði síðan tillöguna upp og var hún samhljóða samþykkt eins og nefndin gekk frá henni. Á fimdi sameinaðs Alþingis í gær var efiit til umræðu utan dagskrár um ástand og horfúr í landbúnaðarmálum, vegna slæms árferðis og hættu á kali í túnum. Var það gert að ósk Egils Jónssonar (S/Al). í um- ræðunum kom meðal annars fram, að Steingrímur J. Sigfús- son landbúnaðarráðherra hefúr nú skipað nefnd til að kanna ástandið í þessum málum og leita leiða til að draga úr tjóni vegna harðindanna. Egill Jónsson hóf þessa umræðu með stuttri lýsingu á ástandinu; mánuður væri liðinn af sumri en 4/5 hlutar landsins væru enn und- ir gaddi. Verst væri ástandið á Vestfjörðum, Austur- og Norð- austurlandi, en á þessum land- svæðum væri þriðjungur sauðfjár- stofns landsmanna. Fóðurþörf þar væri nú um 100 tonnum meiri en á sama tíma í meðalári en alls mætti ætla að fóðurþörf á landinu öllu væri tæplega 200 tonnum meiri en í meðalári. Þingmaðurinn bætti við, að enn væri óvíst um örlög túnanna, sem væru hulin gaddi og ís. Það mætti Stuttar þingfréttir „Ekknaskatt- ar“ felld- irniður? Þinglausnir fyrir helgi Fundir voru í sameinuðu þingi í gær og ræddar tillögur til þingsályktunar sem og svör ráðherra við fyrirspurnum. Deildarfúndir heflast á Al- þingi í dag kl. 11 og væntan- lega fúndur í sameinuðu þingi upp úr hádegi. Ef mál ganga vel fram er hugsanlegt að þinglausnir fari fram siðdegis í dag en líklegra er talið að þær verði á morgun, laugar- dag. Þingmenn Sjálfstæðisflokks munu hafa sett fram það skil- yrði, þegar samið var um verklag þingsins síðustu dagana, að fjár- hags- og viðskiptanefnd neðri deildar legði það til, í nefndará- liti um frumvarp til laga um ráð- stafanir vegna kjarasamninga [bandorminn], að svokallaðir ekknaskattar verði felldir niður. Ef það gengur fram leggur nefndin til að inn komi ný máls- grein, svohljóðandi: „Við 81. grein laga nr. 75/1981 um tekju- og eignaskatt bætist ný máls- grein er verði 2. málsgrein og hljóði svo: A sama hátt skal við álagningu eignarskatts skipta eignarskattsstofni eftirlifandi maka og reikna eignarskatt hans eins og hjá hjónum væri“. Þróun jafnréttismála Skýrsla félagsmálaráðherra um þróun jafnréttismála var rædd í sameinuðu þingi í gær. Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk) sagði m.a. í umræð- unni, efnislega eftir haft, að þrátt fyrir lagaákvæði, sem rétta áttu hlut kvenna, hafi fram- kvæmdin eða þróunin ekki orðið jafn hraðstíg og löggjöf stóð til. Sumstaðar hafí þó launajöfnuður kvenna og karla náðst, eins og í kennslu og reyndar fáeinum öðrum starfsgreinum. Stórt jafn- réttisspor hafí verið stigið þegar lög vóru síðast sett um fæðingar- orlof, en samkvæmt þeim verði slíkt orlof sex mánuðir á næsta ári. Ragnhildur sagði að jafnrétt- isbarátta kvenna tengdist rétt- indabaráttu barna og fjöl- skyldna. Hún lagði áherzlu á að það væri eitt af höfuðstefnumál- um Sjálfstæðisflokksins að styrkja stöðu fjölskyldna og heimila í þjóðfélaginu. Kristinn Pétursson (S/Al) mælti í gær fyrir tillögu til þings- ályktunar, sem felur viðskipta- ráðherra, ef samþykkt verður, að skipa nefnd til að kanna með hvaða hætti megi treysta íslenzkan gjaldmiðil þannig að hann njóti alþjóðlegrar viður- kenningar. Könnunin skal einkum ná til þriggja atriða. í fyrsta lagi hvort gera eigi Seðlabanka Islands að sjálfstæðri stofnun, óháða fram- kvæmdavaldinu. I annan stað hver væru líkleg áhrif þess ef framboð og eftirspum réðu verði gjaldmiðilsins. I þriðja lagi áhrif þess að tengja gjaldmiðilinn við stærra myntkerfí. Þingmaðurinn sagði að mikill óstöðugleika hafi einkennt íslenzkt efnahagslíf. Markmið tillögunnar væri að leita leiða til að auka á stöðugleika og jafn- vægi í efnahagslífinu. Fram- kvæmdavaldið kæmist upp með það, átölulítið, að sniðganga þau ákvæði laga um Seðlabanka, að gengi skuli skráð með það að markmiði að ná viðskiptajöfnuði við umheiminn. Undirstöðu- greinar, sem skiluðu grjóthörð- um gjaldeyri í þjóðarbúið, fengju í staðinn „ónýta“ mynt. Afleiðing viðvarandi efnahagslegs óstöð- ugleika væri meiri verðbólga og minni kaupmáttur launa en ella. undmm sæta, ef ekki væri í upp- siglingu eitt af kalárunum. Beindi Alþingi vill vinsamleg samskipti viðPLO Alþingi samþykkti í gær tillögu til þingsályktunar um deilur ísra- els og Palestínumanna. í ályktun- inni er skorað á ísraelsk stjórn- völd að koma i veg fyrir dráp á saklausum borgurum og lögð áhersla á að viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar. Einnig segir að Al- þingi te(ji, að ísland eigi að hafa vinsamleg samskipti við Frelsis- samtök Palestinu, PLO. Þings- ályktunin hefúr tekið verulegum breytingum i meðförum utanrikis- málanefiidar, sem lagði einróma til að hún yrði samþykkt svo breytt. Flutningsmenn þingsályktunartil- lögunnar voru þau Hjörleifur Gutt- ormsson (Abl/Al), Kristín Einars- dóttir (Kvl/Rvk) og Páll Pétursson (F/Nv). Nokkurrar andstöðu gætti vegna ýmissa atriða tillögunnar og var henni breytt verulega í utanríkis- málanefnd. Hefur orðalag hennar nú verið mildað til muna. í upphaflegri gerð tillögunnar var ísraelsstjóm fordæmd fyrir „síendur- tekin mannréttindabrot gagnvart Palestínumönnum". Nú er hins vegar tekið svo til orða, að Alþingi skori á ísraelsk stjómvöld að koma í veg fyrir manndráp á vamarlausum borgurum auk þess sem sagt er að nauðsynlegt sé að báðir aðilar forðist ofbeldisverk. í báðum útgáfum tillögunnar er studd krafa um að haldin verði al- þjóðleg ráðstefna á vegum Samein- uðu þjóðanna með þátttöku beggja deiluaðila. Nú hefur hins vegar verið felld brott klausa um að ísland eigi að bjóðast til að halda þessa ráð- stefnu. Einnig hefur verið fellt brott, að ísland viðurkenni rétt palestínsku þjóðarinnar til að stofna eigið ríki. Afram er þó lögð áhersla á, að virða beri sjálfsákvörðunarrétt Palestínu- manna og tilverurétt ísraelsríkis. í lok hinnar upphaflegu þings- ályktunartillögu segir: „Alþingi felur ríkisstjórninni að framfylgja ofan- greindri stefnu og viðurkenna Frels- issamtök Palestínu, PLO, sem máls- svara palestínsku þjóðarinnar." Þessi málsgrein hefur nú verið felld út úr ályktuninni og í stað hennar segir nú: „Alþingi telur að Island eigi að hafa vinsamleg samskipti við Frelsis- samtök Palestínu, PLO.“ Samkomulag náðist í utanríkis- málanefnd um hið breytta orðalag tillögunnar -og mæltu aliir -nefndar- menn með samþykki hennar. Egill Jónsson síðan þeirri spurn- ingu til landbúnaðarráðherra, hvort gerðar hefðu verið ráðstaf- anir til að kanna fóðurbirgðir í landinu umfram venjulega forða- gæslu. Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra tók næstur til máls. Hann sagði að fyrir tveimur dögum hefði verið skipuð nefnd til að fara yfir ástandið, athuga þörf á fóðurkaupum umfram það sem venjulegt væri og kanna horf- ur á kali í túnum. Einnig ætti nefndin að Ieita leiða til að draga úr því tjóni, sem þessi harðindi kynnu að valda. Ráðherra benti á að víða hefði gengið á kjamfóðurbirgðir vegna verkfalls félags náttúrufræðinga en nú væru nokkur skip á leið til landsins með nýjar birgðir. Hann sagði síðan að upp hefði komið sú hugmynd, að endurgreiða kjam- fóðurskatt. Aðrir sem tóku til máls í þess- ari umræðu voru Málmfríður Sig- urðardóttir (Kvl/Ne), Jón Helga- son (F/Sl) og Pálmi Jónsson (S/Nv). Hjallaveguro.fi. Unnarbrauto.fi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.