Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 35 SKÁTAR Forsetamerki afhent við hátíðlega athöfii Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi afhenti Vigdísi Finnbogadóttur, forsetamerki úr gulli. Var þetta í fyrsta skipti sem forseta íslands, verndara skátahreyfingarinnar, er aflient merkið. Forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir, nælir for- setamerkinu í barm Heklu Vilhjálmsdóttur. HEIMSMET Lengsta kvikmyndin 85 klukkustundir M Inýjustu- útgáfu kvikmyndahandbókar Guinness- útgáfufyrirtækisins sem á ensku nefnist „Guinness Book of Movie Facts and Feats“ kemur fram að kvik- myndin „Lækning við svefnleysi" („A Cure for Insomn- ia“) er lengsta kvikmynd sem framleidd hefur verið. Myndin, sem var gerð í Bandaríkjunum árið 1987 er 85 klukkustunda iöng. Leikstjórinn er John Henry Timmis IV en frumsýning fór fram í Listaháskóla Chicago-borgar þann 31. janúar 1987. í myndinni les ljóðskáldið L.D. Groban samnefnt ljóð sitt sem er 4080 blaðsíður að lengd. Þá kemur hljómsveitin J.T.4 einnig fram í myndinni auk þess sem finna má í henni atriði sem framleiðendur hennar segja að kunni „að særa siðgæðisvitund sumra“. í styttri útgáfu myndar- innar hafa djörfustu atriðin verið klippt í burtu enda er sýningartími hennar aðeins 80 klukkustundir. EINKANÁMSKEIÐ Persónu- leg / 5r ••• p raogjof um útlit M Avegum Módelsamtakanna hafa um árabil verið haldin ýmis námskeið fyrir fólk á öllum aldri og þá jafnt fyrir sýningar- fólk sem aðra hópa. Unnur Amgr- ímsdóttir hjá Módelsamtökunum býður nú fólki upp á einkanám- skeið en eftirspum eftir persónu- legri ráðgjöf hefur verið mikil. „Ég hef loks tíma til þess að leggja rækt við slíka ráðgjöf. í fyrsta lagi fer ég í gmnnreglur hvað varðar hæð og þyngd ein- staklings. Þá skiptir aldur og starf miklu máli. Farið verður til dæm- is í fataval, framkomu bg göngu. Þá kemur snyrtisérfræðingur og leiðbeinir með andlitssnyrtingu, og einnig fær fólk tíma á hár- greiðslustofu." Unnur sagði að ekki væri einungis um það að ræða að skapa sér ímynd. „Það er ótrúlegur fjöldi fólks sem á í erfið- leikum með fataval. Það er hægt að klæða af sér ýmislegt og ég legg áherslu á samræmi í hæð og þyngd einstaklings. Klæðnaður sem hæfir hávöxnu fólki fer oft ekki vel á lágvöxnu fólki, litasam- setning og annað skiptir þar miklu máli. Svo er það staðreynd að margar konur gleyma svolítið sjálfri sér þegar árin færast yfir. Hjá sumum geta skyndilega komið upp aðstæður þar sem velja á réttan klæðnað, tökum til dæm- is ef fólk fer í opinberar stöður þar sem mikið er um veislur eða aðra mannfagnaði. Þá vantar fólki ráðleggingar hvað varðar réttan klæðnað eða annað tilheyrandi.“ Unnur sagði að yfirleitt væru konurnar fleiri en karlar sem sækja slík námskeið en þó væri fjöldinn allur af karlmönnum sem hafa sótt stærri námskeiðin og óskað eftir persónulegri ráðgjöf. Námskeið þessi verða einungis í sumar. Á 4V Garð- husgogn svaK.tstó\ai ítölsk garöhúsgögn á ótrúlegu verði -öll samstæöan kostar aðeins kr. 8.995. Stök borð 60 cm í þvermál kr. 1.700 og 90 cm í þvermál kr. 2.500 Stakir stólar kr. 899, barnastólar kr. 399. AIIKUG4RDUR MARKAÐUR VIÐ SUND KAUPSTAÐUR / MJÓDD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.