Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 SMÁÞJÓÐALEIKARNIR Á KÝPUR Valur B. Jónatansson h skrifar frá Kýpur Frjálsar: Jón Amar og Írisí 2. sæti Sund: wMjög ánægður" - sagði Cowley þjálfari „AÐ SETJA fjögur íslandsmet sýnir að sundfólkið er í góðri æfingu. ég er einnig mjög ánægður með bætinguna hjá þeim flestum," sagði Conrad Cowley, sundþjálfari íslenska liðsins, eftir hinn glæsilega árangur sundfólksins. MT Arangurinn kemur mér þó skemmtilega á óvart, sérstak- lega ef tekið er tillit til þess að lið- ið getur ekki æft í 50 metra laug. Ragnheiður er ótrúlega góð, hún virðist geta bætt sig allt árið um kring. Það er einnig mjög gott að þjálfa hana og hún er mikilvæg fyrir hópinn. Aðstaðan hér er frá- bær og væri gaman ef íslendingar gætu boðið upp á eitthvað svipað í framtíðinni" sagði Cowley. MorgunblaðiðA/alur B. Jónatansson íslenska kvennasveitin, setti íslandsmet í 4x100 m fjórsundi og sigraði. Frá vinstri: Bryndís Ólafsdóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Elín Sigurðardóttir og Ama Sveinbjömsdóttir. JÓN Arnar Magnússon og íris Grönfeldt unnu silfurverðlaun í langstökki og spjótkasti, og Súsanna Helgadóttir og Þóra Einarsdóttir unnu til brons- verðlauna í 200 m hlaupi og hástökki í gær. Slæm mistök áttu sér stað hjá mótsstjóminni og kom það sér mjög illa fyrir íslensku keppend- uma. Tilkynnt var að fijálsíþrótta- keppninni hefði verið seinkað um klukkustund og þegar íslenska liðið kom á keppnisstað var keppnin hafm. Verst kom þetta niður á írisi Grönfeldt, sem náði ekki að hita sig upp heldur þurfti að fara beint í spjótkastskeppnina. Kom þetta niður á árangri hennar því hún hefur átt við axlarmeiðsli að stríða og því var mikilvægt fyrir hana að fá góða upphitun. fris kastaði 47,72 m og var 15 metrum frá sínu besta. Sigurvegarinn, sem var frá Kýpur, kastaði 48,56 metra. Arangur Jóns Amars í lang- stökkinu verður að teljast góður. Hann stökk 7.24 m, sem er alveg við hans besta árangur. Þess má geta að mótvindur í langstökkinu var 3 m/sek.. Jón hefur því unnið tvenn silfurverðlaun á leikunum, en hann varð annar í 100 m hlaupi í fyrradag. MorgunblaöiöA/alur B. Jónatansson Þóra Elnarsdóttir með verðlauna- peninginn. Þóra Einarsdóttir, sem er aðeins 17 ára gömul og nýliði í íslenska landsliðinu, hafnaði í 3. sæti í há- stökki, stökk 1.71 m og bætti fyrri árangur sinn um 7 cm. Hún var óheppin að fella 1.74. m en þá hæð felldi hún naumlega með hælnum þegar hún var á niðurleið. Súsanna Helgadóttir varð í þriðja sæti í 200 m hlaupi; hljóp á 25.24 sek. og Oddný Amadóttir hafnaði í 6. sæti; hljóp á 25,87 sek. Gunnar Guðmundsson varð í 5. sæti í 200 m hlaupi karla á 22.81. Már Her- mannson varð síðastur á 32.31,86 mín. i 10 km hlaupi og loks varð Guðmundur Skúlason 7. í 800 m hlaupi; hann hljóp vegalengdina á 1.54,06 mín. sem er í kringum hans besta árangur. Sundfólkið hélt uppi heiðri íslendinga Komst 9 sinnum á verðlaunapall, þar af 6 sinnum í efsta þrepið ÍSLENSKA sundfólkið sló held- ur betur í gegn á smáþjóðaleik- unum í gær. Vann alls sex gull- verðlaun, þrenn silfurverðlaun og setti auk þess fjögur ís- landsmet. Ragnheiður Runólfs- dóttirog Arnþór Ragnarsson settu íslandsmet í 200 metra bringusundi og karla- og kvennasveitirnar settu Islands- met í 4x100 m fjórsundi. Ragnheiður bætti Islandsmet sitt í 200 m bringusundi um eina og hálfa sekúndu; synti á 2.35,87 sek. „Eg átti ekki von á svona mikilli bætingu í þessu sundi því mér fannst ég vera frekar þung áður en það hófst," sagði Ragnheiður sem endalaust virðist geta bætt árangur sinn. Amþór Ragnarsson var hárs- breidd frá gullverðlaunum í 200 m bringusundi þegar hann synti á 2.25,95 sek., en eldra íslandsmetið átti hann sjálfur; 2.27,32 sek. I 4x100 m fjórsundi sigraði ís- land tvöfalt. Kvennasveitin synti á 4.35,55 sek., og voru í henni Ragn- heiður Runólfsdóttir, Bryndís Ólafs- dóttir, Elín Sigurðardóttir og Ama Sveinbjömsdóttir. Karlasveitin synti á 4.03,99 sek. og hana skip- uðu Eðvarð Þór Eðvarðsson, Magn- ús Ólafsson, Amþór Ragnarsson og Ragnar Guðmundsson. Ama Sveinbjömsdóttir vann gullverðlaun í 200 m flugsundi, synti á 2.32,19 sek. og Bryndís Ólafsdóttir sigraði í 100 m skrið- sundi, en þar var Helga Sigurðar- dóttir í öðm sæti. Bryndís synti á 59,84 sek. en Helga á 59,95 sek. Ragnar Guðmundsson sigraði í 400 m skriðsundi, tíminn hjá honum var 4.07,72 mínútur. Magnús Ólafs- son varð í öðm sæti í 100 m skrið- sundi á 53,52 sek. og fjórði í 200 m flugsundi á 2.17,36. mín.. Þessi glæsilegi árangur íslenska sundfólksins færði ísland upp í ann- að sætið á leikunum, en einungis Kýpurbúar hafa unnið til fleiri gull- verðlauna það sem af er, eða sam- tals 13. Island hefur einungis hlotið gull í sundkeppninni. Blak: Tap gegn Lichtenstein Islenska landsliðið í blaki tapaði { fyrsta sinn fyrir Lichtenstein 1:3 hér á smáþjóðaleikunum á Kýpur í gær. Því er ljóst að liðið vinnur ekki til verðlauna á þessum leikum. ísland leikur í A-riðli ásamt Kýpur, Andorra og Lichtenstein. Liðin hafa leikið tvo leiki og hafa Kýpur og Lichtenstein unnið tvo leiki og leika til úrslita um efsta sætið í riðiinum í dag. ísland og Andorra leika um þriðja sætið í riðiinum og það iið sem vinnur, leikur um 5. sætið í keppninni. íslenska liðið tapaði fyrstu tveimur hrinunum 12:15 og 10:15. Liðið komst reyndar í 7:1 í ann- arri hrinunni en það dugði ekki til. Þriðju hrinuna unnu þeir síðan 15:12 en töpuðu síðan þeirri fjórðu 12:15. Þessi úrslit verða að teljast mikið áfail, því ísland varð í þriðja sæti á smáþjóðaleikunum í Món- akó fyrir tveimur ámm. Þjálfari liðsins, Shanwen Zhao, var mjög óhress með leik liðsins og tilkynnti strax eftir leik að varaliðið myndi spila í dag. Karfa: Anna María tryggði sigur Anna María Sveinsdóttir skor- aði meira en helming stiga Islands, eða 32 stig, þegar kvenna- landsliðið sigraði Kýpur með 58 stigum gegn 48. Kýpurbúar höfðu 6 stiga forystu í hálfleik. Stig íslands: Anna Marta Sveinsdóttir 32, Anna Björg Bjamadóttir 11, Cora Barker 7, Linda Jónsdóttir 4, Marfa Jóhannesdóttir 2 og Margrét Sturlaugsdóttir 2. Skotfimi: Gunnar féll niður Gunnar Kjartansson Gunnar Kjartansson sem var í fyrsta sæti eftir fyrsta daginn í leirdúfuskotfíminni féll niður í það fjórða í keppninni í gær. Hann hef- ur 139 stig af 150 mögulegum, en efsti maður hefur fjórum stigum meira. „Ég klikkaði illilega í síðustu umferðinni og náði aðeins að skjóta niður 20 dúfur," sagði Gunnar, sem kvað hitann hafa háð sér mikið, en glampandi sól var á meðan keppni stóð og um 40 stiga hiti. Byssu- hlaupið varð því glóandi. „Við hefð- um þurft að koma viku fyrr til að aðlagast hitanum. Heima þurfum við yfirleitt að vera kappklæddir en hér erum við bara á stuttbuxum," sagði Gunnar að loknum öðrum keppnisdegi. Emil Kárason er í sjöunda sæti með 124 stig. Carl J. Eiríksson og Tryggvi Sigmannsson keppa í dag í skammbyssuskotfími. ÍHémR FOLK ■ WEST Ham berst nú hatrammri barátt fýrir tilveru sinni í ensku 1. deildinni en í gærkveldi sigraði liðið Nottingaham Forest á heimavelli þess síðamefnda. Það var Leroy Rosenior sem skoraði bæði mörk West Ham í leiknum og það fyrra kom eftir einungis 19 sekúndna leik. Þá skallaði Rosenior knöttinn í netið og hefur ekkert mark verið gert jafn snemma í leik í deildar- keppninni í vetur. Annað markið kom svo á 17. mínútu eftir send- ingu frá Liam Brady. Mark Nott- ingaham Forest kom á 31. mín og var það Tommy Gaynor sem skoraði það. West Ham þurfti svo að verjast orrahríð heimaliðsins all- an seinni hálfleik, og nú þarf liðið einungis að sigra spútnik lið Liver- pool næstkomandi þriðjudag til að komast upp fyrir Aston Villa og halda þar með sæti sínu í deildinni.. ■ ENSKU félagsliðin Birm- ingaham, Crystal Palace, Bristol og Sheffield United hafa öll verið sektuð vegna ólátanna sem áttu sér stað um síðustu helgi í Englandi. Liðin hafa 14 daga til að borga sektirnar. Þetta er í fyrsta sinn á þessu keppnistímabili sem ensk lið eru sektuð vegna óláta áhorf- enda. ■ LIÐIN sem Napolí þurfti að ryðja úr vegi til að komast í úrslit evrópukeppni meistaraliða voru ekki af lakara taginu. Liðið keppti við Juventus, Bayern Munchen, Bordeaux og Lokamotiv Liepzig sem er frá A-Þýskalandi. ■ MARSEILLES átti í nokkrum erfíðleikum framan af keppnistíma- bili. Meðal annars ráku þeir þjálfa- rann, Gerard Banide við upphaf þess eftir að hafa tapað einungis einum leik, og réðu þess í stað óreyndan þjálfara, Gerard Gili. Þá losuðu þeir sig einnig við dýrasta leikmanninn sinn, Eric Cantona, en Gili réð lítið við skapsmuni leik- mannsins dýra og var ekki annað að gera en að lána hann til annars félags. Allt þetta umstang hefur þó gefið ágæta raun því liðið er nú í efsta sæti fyrstu deildarinnar frönsku; einu stigi á undan París S.G. og liðið getur einnig unnið bikarkeppnina. Vinni Marseilles titilinn núna verður það fyrsti meistaratitill félagsins síðan árið 1972. Framundan eru þó erfiðir andstæðingar; Auxerre, en liðið þarf nauðsynlega á tveimur stigum að halda til að komast í evrópu- keppni félagsliða. ■ ÚRSLIT eru nú ráðin í deild- arkeppnum víða á meginlandi Evr- ópu. I Hollandi hefur PSV Eind- hoven tryggt sér meistaratitilinn, Benfica sigraði með yfirburðum í Portúgal og í Belgíu sigraði Mec- helen. í Vestur Þýskalandi betj- ast Bayern Munchen og Köln grimmilega um meistaratitilinn, en einungis eitt stig skilur þau að. Liðin eiga hins vegar eftir að mæt- ast í innbyrðist viðuregn og fer sá leikur fram í Köln. Á Ítalíu er Inter Mílanó í efsta sæti og eina liðið sem getur mögulega ógnað því er Napolí, sem þó er allnokkrum stigum á eftir, en á leiki til góða. ■ RUUD Gullit á í erfiðleikum með að ná sér af meiðslum sínum og með hverjum deginum minnka líkurnar á því að hann geti leikið með liði sínu AC Mílanó gegn Ste- aua Búkarest í úrslitaleik Evrópu- meistarakeppninnar sem fram fer næst komandi miðvikudag. Þá bættist framheijinn Antonio Vir- dis á sjúkraskrána hjá AC Mílanó á miðvikudag þannig að ekki er útlitið bjart hjá ítölsku meisturun- um. ■ ÚRSLITAKEPPNIN í íshokký í Norður Ameríku stendur nú sem hæst og í gær sigruðu Montreal Canadiens lið Calgary Flames með fjórum mörkum gegn tveimur. Hvort lið hefur nú unnið einn leik, en það lið kemst áfram sem fyrr vinnur fjóra leiki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.