Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 43
GETRAUNIR
Ekkert hlé
í sumar
Íslenskar getraunir, sem halda
upp á 20 ára aftnæli sitt um
þessar mundir, gera ekki hlé á
starfseminni í sumar eins og áður.
Hið nýja sölukerfi, sem tekið var í
notkun í nóvember, gerir fram-
kvæmd sumargetrauna mögulega.
íslenskir leikir verða uppistaðan í
stað ensku leikjanna, en næstu vik-
ur verða einnig þýskir úrvalsdeild-
arleikir hafðir með. Lokunartímar
sölukerfisins verða mismunandi
milli vikna, þar sem leikir íslands-
mótsins fara fram alla daga vikunn-
ar.
Leikirnir á næsta seðli fara fram
á morgun, sunnudag og mánudag
og verður sölukerfinu lokað á morg-
un kl. 13.25.
MORGUNBLAÐE)
ÍÞRÓTTIR
PÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989
43
KNATTSPYRNA
Sigurður Jónsson til
Kölnar í V-Þýskalandi?
Samkvæmt fréttum í Englandi
er Köln efst á óskalista Sig-
urðar Jónssonar, en sagt er að
vestur-þýska félagið, sem er í
harðri baráttu við
Bayem Munchen
um meistaratitil-
inn í Vestur-
Þýskalandi, hafi
boðið 500.000 pund (um 45 miilj.,
fsl. kr.) í íslenska landsliðsmann-
inn.
Frá
Bob
Hennessy
íEnglandi
Sömu heimiidir herma að Sig-
urður hafi þegar tilkynnt Sheffi-
eld Wednesday að hann verði ekki
áfram hjá félaginu, en samningur-
inn rennur út í næsta mánuði.
Mörg lið hafa sýnt áhuga á að
fá Sigurð í sínar raðir. Hann hafn-
aði tilboði frá Celtic í vetur, en
Arsenal og Nottingham Forest
hafa einnig spurst fyrir um hann
auk annarra liða.
Sigurður sagði við Morgun-
blaðið fyrir nokkra að hann myndi
gera upp hug sinn að tímabilinu
loknu í Englandi. Ekki náðist I
hann til að fá tilboð Kölnar stað-
fest. Hann var ekki kominn til liðs
við fslenska landsliðið frá Eng-
landi skömmu áður en blaðið fór
í prentun, en Sigurður verður í
eldlínunni gegn Engiendingum á
Laugardalsvelii í kvöld.
Slgurður Jónsson
„Erfiðir mótherjar en
nauðsynleg reynsla"
- sagði Siegfried Held, landsliðsþjálfari
„VIÐ erum að fara í mikilvæga
leiki í undankeppni Heims-
meistaramótsins og því er gott
að fá þennan leik gtgn Eng-
lendingum. Þeir eru alltaf erfið-
ir mótherjar en það er nauð-
synleg reynsla fyrir lið eins og
okkar að fá svona leiki,“ sagði
Siegfried Held, landsliðsþjálf-
ari Islands í knattspyrnu, við
Morgunblaðið í gærkvpldi að-
spurður um vináttuleikinn gegn
Englendingum, sem hefst á
Laugardalsvelli klukkan 20 í
kvöld.
4T
Islensku leikmennimir að Sigurði
Jónssyni undanskyldum, sem lék
með Sheffield Wednesday í fyrra-
kvöld og var væntanlegur til lands-
ins í nótt, æfðu tvisvar í gær, en
ekki á grasi. „Það er auðvitað slæmt
að geta ekki æft á grasi, en við því
er ekkert að gera. Leikurinn fer
hins vegar fram á grasi og það
skiptir mestu máli. Þetta verður
síðasti leikur okkar fyrir viðureign-
ina gegn Sovétmönnum í Moskvu í
lok mánaðarins og því nauðsynlegt
að stilla strengina," sagði Held.
25 leikur Guðna
Guðni Bergsson, sem leikur sinn
25. landsleik í kvöld, mætir þremur
félögum sínum hjá Tottenham á
Laugardalsvellinum; Paul Gasco-
igne, Gary Mabutt og Paul Stew-
art. „Helst vildi ég rassskella strák-
ana, en við geram okkur grein fyr-
ir að það verður erfitt. Aðalatriðið
verður að slípa liðið saman fyrir
Moskvu,“ sagði Guðni.
Held valdi 19 leikmenn fyrir við-
ureignina. Pétur Pétursson, KR, gaf
ekki kost á sér vegna erfiðs leiks í
1. deild á sunnudag, Friðrik Frið-
riksson, B 1909, komst ekki og
Þorsteinn Þorsteinsson, Fram, var
ekki valinn í 16 manna hópinn, sem
eftirtaldir leikmenn skipa:
Bjami Sigurðsson, Val, Guðmundur Hreið-
arsson, Vikingi, Atli Eðvaldsson, Val, Ágúst
Már Jónsson, Hácken, Guðmundur Torfason,
Rapid Vin, Guðni Bergsson, Tottenham, Gunn-
ar Gislason, Hacken, Halldór Áskelsson, Val,
Ólafur Þórðarson, Brann, Ómar Torfason,
Fram, Pétur Arnþórsson, Fram, Ragnar Mar-
geireson, Fram, Sigurður Jónsson, Sheffie'd
Wednesday, Sævar Jónsson, Val, Viðar Þor-
kelsson, FVam, og Þorvaldur Örlygsson, KA.
Enski hópurinn:
Dave Beasant, Chelsea, Stuart Naylor,
WBÁ, Gary Mabbutt, Paul Gascoigne og Paul
Stewart, Tottenham, Tony Mowbray, Gary
Pallister og Stuart Ripley, Middlesbrough,
Alan McLeary og Terrv Hurlock, Millwall,
Paul Parker, QPR, Tony Dorigo, Chelsea,
David Platt, Aston Villa, Tony Ford, WBA,
Steve Bull og Andy Mutch, Wolves.
Ásgelr Slgurvinsson og Maradona í Evrópukeppni félagsliða.
„Er svolrtið
smeykur við
íslendingana
- sagði Gary Mabbut, fyrirliði Tottenham
ÍSLENSKA landsliðið mætir
Englendingum í vináttulands-
leik í knattspyrnu á Laugar-
dalsvelli f kvöld kl. 20. íslend-
ingar stilla upp sterku liöi og
svo er einnlg meö Englend-
inga, þrátt fyrir að þeir kalli
liðsitt B-lið. Liðþeirraer
reyndar nýkomiðfrá Sviss þar
sem það sigraði landslið
heimamanna, 2:0. Paul Gas-
coigne gerðl annað markið
en hitt var sjálfsmark.
Gary Mabbut, félagi Guðna
Bergssonar hjá Tottenham,
er einn reyndasti leikmaður enska
liðsins og hann segist vera hóflega
bjartsýnn.
„Ég er viss um að þetta verður
erfiður leikur og ég er svolítið
smeykur við íslendingana. Tvo af
þeim þekki ég vel, Sigga og Guðna
og veit að þeir eru sterkir leik-
menn sem báðir hafa staðið sig
vel í deildinni. Þeir hafa vaxið
með hveijum leik og það er erfitt
að eiga við þá.
Lið okkar er kallað B-lið en
flestir hafa leikið með enska
landsliðinu eða verið nálægt því
að komast í liðið. Þessir leikir eru
tækifæri fyrir okkur til að ná
sæti í A-landsliðinu og því munum
við leika af fullum krafti, allir sem
einn. Þetta lið gefur okkur einnig
tækifæri til að leika í Evrópu og
ekki veitir af því ensk lið era út-
læg frá Evrópukeppni félagsliða.
Aðstæðurnar era að vísu ekki
sem bestar, völlurinn slæmur og
svolítið kalt, en það kemur jaftit
niður á báðum liðum. Ég vil aldr-
ej spá fyrir leiki, en geri ráð fyrir
jöfnum, spennandi og vonandi
skemmtilegum leik,“ sagði Gary
Mabbut.
KNATTSPYRNA LANDSLEIKUR
ísland - England í kvöld:
KNATTSPYRNA / UEFA-KEPPNIN
„IMapólíliðið er
ekki bara Maradona"
-sagði ÁsgeirSigurvinsson eftir úrslitaleikinn
„NAPÓLÍLIÐIÐ er eitt af bestu
félagsliðum heims, sem best
sést á því að það hefur á að
skipa 5-6 ítölskum landsliðs-
mönnum fyrir utan brasilísku
leikmennina Alemao og
Careca. Þetta lið er því ekki
bara Maradona. Hjá liðinu er
engan veikan hlekk að finna
og það leikur mjög örugga
knattspyrnu sem einkennist af
mjög sterkri varnarknatt-
spyrnu," sagði Ásgeir Sigur-
vinsson í samtali í gær við
Morgunblaðið.
jr
Asgeir sagði að ieikmenn
Stuttgart hefðu verið alltof
grænir í undirbúningi sínum fyrir
leikinn og ekki tekið nógu skynsam-
wamam lega á málum.
SigmundurÓ. „Þetta sést best á
Steinarsson fyrstu tveimur
SSS mörkum ^p611-
sem raunverulega
gerðu út um leikinn. Fyrst dansaði
Alemao í gegnum vömina og síðan
fékk Ferrara boltann alveg óvaldað-
ur og afgreiddi hann viðstöðulaust
í netið,“ sagði Ásgeir.
Ásgeir var spurður að þvf hvort
það hefði ekki verið bjartsýni að
ætla sér að sigra þetta sterka lið,
en hann vildi ekki taka undir það.
„Að skora þijú mörk í einum leik
ætti að duga til að sigra í svona
keppni," sagði Ásgeir.
„Leikmenn era sárir og svekktir
eftir þessi úrslit því nú er ljóst að
við verðum að ná einu af fimm efstu
sætunum í deildinni og það getur
reynst erfitt. Við eram að vísu í
fimmta sæti deildarinnar núna en
framundan era mjög erfíðir leikir
við lið sem nánast öll era að beij-
ast fyrir sæti f Evrópukeppni,"
sagði Ásgeir.
Leikimir sem Stuttgart á eftir
að leika í úrvalsdeildinni era gegn
HSV á útivelli, Kaiserslautern og
Borussia Mönchengladbach á
heimavelli og loks gegn Bayem
Leverkusen og Werder Bremen á
útivelli.
„Og þetta era allt saman topplið
sem era að beijast um eitt af fimm
efstu sætunum þannig að róðurinn
getur orðið erfiður,“ sagði Ásgeir
að lokum.