Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS í tilefiii heim- sóknar páfa Hótelið á Djúpuvík. FRÁBÆRT HÓTEL Til Velvakanda. Ég fór með hópi jeppamanna norður á Strandir helgina 22.-23. apríl og gistum við á hótelinu á Djúpavík aðfaranótt sunnudags- ins. Af því tilefni vil ég vekja at- hygli á þessu litla en frábæra hót- eli sem er þar. Þó að hótelið láti kannski ekki mikið yfir sér, þá er þjónustan eins og best verður á kosið og verði í hóf stillt. Það er einnig sérstaklega ánægjulegt að heimsækja húsráð- endur hótelsins heim. Staðurinn hefur einnig upp á mjög margt að bjóða. Landslagið er í senn fallegt og hrikalegt. Ég verð að segja að sú tilfinning að gista þama er öðruvísi en mað- ur á að venjast annars staðar, vegna meiri tengsla staðarins við náttúruna. Húsið sem hótelið er starfrækt í á sér líka langa sögu Léttarí feeðing Til Velvakanda. Það sem fær mig til að setjast niður og taka penna í hönd, er mynd sem Ríkissjónvarpið sýndi að kveldi 11. apríl sl., „Léttari fæðing“. Þar kom fram nýtt sjón- armið á þeim atriðum sem snúa að þeirri stórkostlegu lífsreynslu sem manneskjan fær að vera þátt- takandi í, fæðingu barns. Hugsun mín snerist um þá þróun sem átt hefur sér stað undanfama ára- tugi, tæknivæðingin og ósjálfstæði okkar kvenna nú á tímum. Eins og kom fram í umræddri mynd, sýnist mér þessi þróun sem lýst var, vera í rétta átt og vonast til að hún verði tekin upp hér á landi i einnig. Það vekur furðu mína að ekki er um meira val á fæðingar- aðferðum og umhverfi en er. Og að konur láti ekki meira frá sér heyra og krefjist heimilislegra umhverfis á fæðingarstofnunum. Þar sem þessi mynd var sýnd á sama tíma og Stöð 2 frumsýndi átakanlega mynd um örlög gyð- inga á stríðsárunum, vonast ég til að Ríkissjónvarpið sjái sér fært að endursýna hana fljótlega. Móðir sem margir eflaust minnast, þegar húsið var notað fyrir síldarsaltend- ur á síldarárunum. Frá hótelinu er síðan hægt að fara í gönguferðir eða áfram norð- ur og t.d. í útisundlaug í Krossa- nesi. Ég vil hvetja alla sem una nátt- úrufegurð að koma þarna við, því að það er engin hætta á að fólk verði fyrir vonbrigðum með það. 9920-6187 Kæri Velvakandi. Að undanfömu hafa birst í fjöl- miðlum hér á landi ýmsar greinar og yfirlýsingar varðandi heimsókn Jóhannesar Páls páfa til íslands í sumar. í tilefni þess er þrennt sem mig langar að ræða. I fyrsta lagi, fyrir nokkrum árum veitti Jóhannes Páll páfi Galileo Galilei, ítalska vísinda- manninum fræga, takmarkaða uppreisn æru vegna deilna hins síðamefnda við páfavaldið fyrir flögur hundruð ámm. Hvemig væri að páfinn notaði tækifærið á meðan hann er á íslandi til að veita Galileo uppreisn æra að fullu? í öðra lagi, þegar við eram að nota orðið „kaþólikki", verðum við að hafa í huga að þetta orð þýðir medlimur í Krists kirkju. Allir kristnir menn era því kaþólikkar, en þeir sem tilheyra páfavaldinu era rómverskir kaþólikkar. í þriðja lagi er von allra lút- erskra manna á íslandi, að páfinn hrófli ekki við skipun kirkjumála á fslandi, þar sem 99% allra lands- manna tilheyra lúterskri trú. Að lokum óska ég páfanum góðr- ar ferðar. Virðingarfyllst, Vilhjálmur Alfreðsson. SUMARTIMI Frá og með mánudeginum 22. maí til 4. september 1989 verður skrifstofa og auglýsingastofa Myndamóta hf., í Bolholti 6, opin frá kl. 8.00-16.00. Myndamót hf. I nýi tónlistarskólinn Frá Nýja tóntistarskólanum Vortónleikar framhaldsdeildanemenda verða sem hér segir: Föstud. 19. maí kl. 20.30 í Gerðubergi: Einsöngvaraprófstónleikar Jóhönnu G. Linnet. Mánud. 22. maí kl. 18 í skólanum: Fjórir hljóðfæraleikarar. Þriðjud. 23. maí kl. 18 í skólanum: Söngnemendur. Fimmtud. 25. maí kl. 18 í skólanum: Fjórir hlóðfæraleikarar. Föstud. 26. maí kl. 18 í Bústaðakirkju: Hljómsveitartónleikar. Meðal verkefna á einleikstónleikunum má nefna Beeth: Pathétique; Debussy: Pour le piano; Bruck: Fiðlukonsert; Dvorak: Sonatína fyrir fiðlu; Brahms: Cello-sonata í e-moll; Mozart: Sonata í D-dúr k.v. 205; Copin: Etíða og fl. ; Læknaskráin 1989 er komin út Skráin er til sölu á skrifstofu landlæknis- embættisins, Laugavegi 116, 2. hæð. Landlæknir HEFURDU VERÐSKYN? Þá skaltu líta nánar á KF 280 Kæli- og frystiskápinn 225 lítra kælir - 55 lítra frystir. 5 hillur, 2 grænmetisskúffur. Lítil straumnotkun. Blombera Verð frá kr. 33.900,- StaAgr. 32.200,* GÓÐ KJÖR Þetta er bara ein af 20 gerðum kæliskápa. Einar Farestveit&Co.hf. BORQARTÚN 2B, SÍMAR: (91) 16995 OO 622900 - NÆO BÍLASTÆÐI STÁLGRINDARHÚS BYGGD Á HAGKVÆMNI! Stálgrindahúsin frá Héðni eru þekkt fyrir hag- kvæmni og traust. Þau má sjá víða um land og þjóna þarfjölbreyttri atvinnustarfsemi svo sem: FISKVERKUN, IÐNAÐI, LAGER, FISKELDI.LOÐDÝRARÆKT, einnig sem GRIPAHÚS og HLÖÐUR. Burðarammar úr sandblásnu og ryðvörðu gæðastáli eru afgreiddir í stöðluðum breiddum en lengdir eftir þörfum. Húsin eru klædd með GARÐASTÁLI sem fæst í mismunandi próf ílum og fjölbreyttum lit- um. Einnig er hægt að velja mismunandi hurðir. Greinagóðar teikningar og upplýsingar um boltasetningu ofl. fylgja húsunum. Auðveldar það alla uppsetningu og frágang. Starfsmenn sölu- og tæknideildar eru ávallt reiðubúnir að veita ráðgjöf og skila kostnaðar- áætlun eða tilboði ef óskað er = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMAR 52000 OG 54230 (beint innval)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.