Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 Minning: TheodórA. Jónsson framkvæmdastjóri Fæddur 28. júní 1939 Dáinn 7. maí 1989 Hinn 7. þessa mánaðar lést í Reykjavík Theodór A. Jónsson á fímmtugasta aldursári. Hann var um árabil formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra og fram- kvæmdastjóri þess. Theódór sat í fulltrúaráði Ör- yrkjabandalags íslands um árabil og var varamaður í stjóm þess. Hann var ávallt reiðubúinn að lið- sinna samtökunum þegar eftir var leitað. Hann flutti mál sitt af slíkri röggsemi og festu að ætðið vakti athygli þeirra sem á hlýddu. Theódór var jafnan framarlega í flokki þeirra sem ruddu brautina í málefnum fatlaðra. Hann var vara- formaður stjómamefndar um mál- efni fatlaðra á ámnum 1984-1988 og hann átti frumkvæði að því sam- starfi sem Sjálfsbjörg og síðar Ör- yrkjabandalag íslands hafa átt við verkalýðshreyfinguna í landinu. Theodór vissi mæta vel að aldrei vinnst sigur í nokkm máli með ein- angraði baráttu og því haslaði hann sér ekki einungis völl í félögum fatlaðra heldur var hann virkur í starfi Framsóknarflokksins. Við fráfall Theodórs sér Sjálfs- björg á bak einum af frumheijum sínum og samtök fatlaðra hafa misst einn af sínum ötulustu bar- áttumönnum. Arnþór Helgason, formaður stjórnar Ör- yrkjabandalags íslands. Mig langar hér til að kveðja vin minn og félaga Theodór A. Jónsson með nokkmm orðum. Á skömmum tíma hafa verið höggvin tvö stór skörð í vinahóp minn í Hátúninu og víst er að það verður tómlegt að koma þar við í næstu ferð minni suður. Ég kynntist Theodóri ekki alveg strax er ég hóf að venja komur mínar í Hátún 12. Mín fyrstu störf fýrir félagið okkar tengdust æsku- lýðsmálum Reykjavíkurfélagsins. Á einhvem hátt fannst mér Theodór, sem formaður Landssambandsins, hlyti að vera langt yfir mig hafinn og æskulýðsbrölt okkar ungu félag- anna. I þeim efnum skjátlaðist mér hrapalega því er ég fór að kynnast Theodóri varð mér ljóst að það hafði verið hann umfram aðra af eldri félögunum er hafði hvatt til aðgerða í æskulýðsmálum félaganna. Studdi hann okkur alla tíð heils hugar því hann vissi vel hver væri grunnur sem og framtíð félaga, sem Sjálfs- bjargar. Eftir því sem ég þroskaðist í fé- lagsstarfinu sótti ég meir og meir stuðning til Theodórs. Var alltaf mjög gott að geta kíkt inn á skrif- stofu hans, rabbað um líðandi stund, félagsmál, eða jafnvel um nýjasta slúðrið og taka hressilega í nefið um leið. Þessara stunda sakna ég mjög. Kveð ég nú vin minn Theodór að sinni með miklum söknuði og þakka honum um leið fýrir allt. Ásgeir Sigurðsson Að morgni sunnudagsins 7. maí hringdi formaður Landssambands Sjálfsbjargar í mig og tjáði mér að hann hefði sorgarfréttir að færa, Theodór hefði látist þá um nóttina. Theodór A. Jónsson var ein af drif- fjöðrum Sjálfsbjargar landssam- bands fatlaðra allt frá stofnun þess til dauðadags. Það var sama hvaða málefni kom upp, hann var alltaf með réttu svörin og ráðleggingam- ar. Ég hef þekkt Theodór í um 20 ár eða eftir að ég fór að taka þátt í starfi landssambandsins og með árunum urðum við betri og nánast félagar. Munum við hjónin sakna vináttu hans og vottum aðstandendum hans okkar innilegustu samúð, guð blessi minningu hans. Friðrik Á. Magnússon Það var bjart þann 1. maí 1961 þótt vorið væri kalt. Á hlaðinu á Bifröst stóð hópur ungs fólks. Þrjátíu og tvö höfðu verið við nám í Samvinnuskólanum tvo undan- fama vetur og voru nú á leiðinni út í lífið. Framtíðin var spennandi en þó var tregi í hópnum. Að baki var indæll tími í hópi góðra félaga, nemenda og kennara. Skólaheimilið á Bifröst skilaði öllum til nokkurs þroska. Þar tóku dauðfeimnir ungl- ingar stakkaskiptum og veganestið þaðan hefur dugað vel. Á Bifröst var heimavistin á þrem- ur hæðum og haustið 1959 var okkur atta strákum vísað í kjallar- ann. Átta stúlkur voru í hinum helmingi þeirrar vistar og lokað á milli eins og þá var siður. En við þessir átta nýliðar töldum okkur talsverða menn. Stofnuðum okkar eigið félag og héldum reglubundna fundi þar sem ólíklegustu mál vom rædd, við gáfum út blað og stóðum síðar um veturinn fyrir eigin kvöld- vöku. Tengsl bekkjarfélaga í Sam- vinnuskólanum hafa alltaf verið sterk, en sennilega hafa vináttu- bönd þessara áttmenninga verið sterkari eftir vetrardvöl í þessu litla samfélagi okkar. Við vorum víðsvegar að af landinu. Einn var strandamaður, uppalinn á Hólmavík þótt hann hefði undanfarið búið í Reykjavík. Theodór A. Jónsson hét hann, mjög hress náungi, alltaf til í allskonar sprell, mikill námsmaður og alltaf fús til að leiðbeina og aðstoða ef með þurfti, hvort sem var í leik eða starfi. Ekki varð honum heldur skotaskuld úr því að taka til máls á skólafélagsfundum eða annar- staðar þar sem þurfti að sækja eða veija mál. Hann var heldur ekki óvanur því, hafði tekið mikinn þátt í starfi Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, og varð um þetta leyti formaður samtakanna og var það óslitið til 1988. Já, vel á minnst, fatlaðir. Eigin- lega gleymdum við því alltaf. Samt var það svo, að um fermingu hafði Teddi fengið lömunarveiki í faraldri sem þá gekk um landið og síðan steig hann aldrei í fætuma. Samt fór hann einn og óstuddur í skóla þar sem hann þekkti engan en þar sem nóg var af stigum. Kjarkurinn brást Tedda ekki. Og þegar þurfti að fara á milli hæða var orðalaust tekið undir hjólastólinn og við vorum fljót að læra réttu tökin. Oft var líka slegið á létta strengi um ökumannshæfi- leika þess sem í það og það skiptið ýtti stólnum á undan sér. Þetta varð okkar mikill lærdómur og höf- um við, held ég, síðan getað um- gengist fatlað fólk án þeirrar upp- gerðar sem heilum er tamt að sýna í návist fatlaðra. Og Teddi var ekki aðeins góður námsmaður og ljúfur félagi, líka var hann ágætur skákmaður og brids spilaði hann um árabil með góðum árangri og ekki varð honum mikið fyrir að koma hugsunum sínum á blað. Þessir hæfileikar hans dugðu vel í óþreytandi starfí að málefnum fatlaðra og samtök þeirra leiddi hann til virðingar. Þær voru ljótar sumar sögumar sem hann kunni um aðbúnað fatlaðra og framkomu í þeirra garð. Þá fann maður skapið brenna undir en alltaf var honum ljóst að með ofsanum vinnst lítið. Með ró en ódrepandi seiglu vann hann sitt starf og því eiga margir honum skuld að gjalda. Margar skemmtilegar minningar á ég frá kynnum okkar Tedda. Við héldum alltaf sambandi þótt stund- um væri langt á milli okkar. Nokkr- um sinnum hittumst við á erlendri grund þar sem hann sótti iðulega fundi og ráðstefnur. Þá var tæki- færið jafnan gripið til einhverra skemmtilegheita. Eitt sinn hitti ég hann og nokkra félaga hans héðan að heiman í Kaupmannahöfn og átti með þeim góða kvöldstund. Kátari hóp hef ég ekki hitt. Hreyf- ingar voru hamlaðar en hugurinn var óskertur, sá brandur var óspart hvattur og honum beitt gegn óblíð- um_ örlögum. Ég minnist líka sumarleyfis sem við fórum í til Ítalíu. Það var með litlum hópi norðmanna sem ekkert höfðu haft saman við fatlaða að sælda. Og þegar í hópnum birtist maður í hjólastól höfðu sumir orð á, hvort það yrði ekki heilmikið vesen að hafa svona mann með. Ég sagði fólkinu að bíða og sjá. Og í ferðalok sagði einn við mig: „Ég hefði aldrei trúað að það væri svona gaman að vera með fötluðum manni.“ Enn einu sinni hafði Teddi auðgað líf samferðamannanna. Ur þessari ferð gleymi ég seint þegar við fórum tveir einir síðla kvölds að kanna leyndardóma Fen- eyja, og ég fékk hrós fýrir góða ökumannshæfileika um tröppur og stíga borgarinnar. Það kvöld enduð- um við í húsagarði ítalskrar fjöl- skyldu við höfðinglegar veitingar. Þar voru ekki tungumálaerfiðleik- arnir þótt hvorir tveggja töluðu sitt mál. Þannig mætti lengi rekja sögu vináttu og lærdóms í samveru með Tedda. Nú er sögunni lokið en minn- ingamar standa. Þann mikla fjár- sjóð skilur hann eftir. í dag kveðjum við Theodór A. Jónsson hinstu kveðju, ég þakka viðkynninguna og votta aðstand- endum samúð. Fjársjóðinn munum við varðveita um ókomin ár. Guðmundur R. Jóhannsson. Enn er höggvið skarð í raðir Sjálfsbjargarfélaganna. Og nú er það Theodór. Margir verða til að minnast hans og rekja störf hans og baráttu. í huga mínum minnir Theodór mig á eitthvað þungt, eins og akkeri eða klett sem stendur upp úr úfnum sjónum. Það var oft eins og allir biðu eftir því að Theodór tæki til máls. Og hann tók alltaf til máls að lokum og þá urðu rök minni spámanna oft léttvæg. En þó að Theodór væri góður félagi þá var skelin á honum þykk. A.m.k. liðu tvö ár áður en sá sem þetta skrifar komst inn úr þessari skel. En þá var maður líka kominn inn fyrir fram á síðasta dag. Síðasta starf Theodórs fyrir sam- tökin var að undirbúa ráðstefnu um liðveislu við fatlaða í heimahúsum þar sem ný stefnumörkun verður mótuð. í þessari vinnu voru líka Ólöf, Guðríður og Jóhann Pétur. Þarna hittum við Theodór síðast fyrir örfáum dögum. En þó að Theodór hefði gadda- vírstugar og tapaði aldrei ró sinni og rökfestu í starfinu var hann líka mikill gleðimaður og minnisstæð er öllum dýrðleg veisla sem hann hélt þingfulltrúum á síðasta landsþingi Sjálfsbjargar þegar hann lét af langri formennsku í Landssam- bandinu. í minningu Theodórs er ekkert annað að gera en að safna liði og nýjum kröftum. Þó að margt hafi áunnist í málum fatlaðra er mikið óunnið. Staða fatlaðra í þjóðfélag- inu í dag er ekki góð. Og víða ríkir neyðarástand. Það er mikið verk að vinna og í minningu Theodórs ættum við að gera baráttuna mark- vissari og blása til nýrrar sóknar. Hrafii Sæmundsson Mikilhæfur maður er horfinn á braut. Theodór A. Jónsson fæddist á Stað í Staðardal, Steingrímsfirði, annar sonur hjónanna Helgu Tóm- asdóttur og Jóns Sæmundssonar, bónda og hreppstjóra. Þegar Theo- dór var á bamsaldri fluttist fjöl- skyldan inn á Hómavík og Jón hóf störf hjá Kaupfélaginu þar. Fljót- lega upp úr fermingu fór Theodór í sumarvinnu suður í Brautarholt á Kjalamesi. Það sumar fór að bera á sjúkleika hans og fór hann til lækninga á Landakotsspítala vegna þess. Þegar hann var á leið heim til sín norður á Hólmavík eftir þær rannsóknir og lækningar varð hann fyrir því óhappi að bíll sá er hann var farþegi í valt og lærbrotnaði hann í því slysi. Theodór náði sér aldrei eftir það og var í hjólastól æ síðan. Leið Theodórs lá þessu næst í Samvinnuskólann Bifröst og lauk hann þaðan prófi árið 1961. Að prófi loknu hóf hann störf hjá Tryggingastofnun ríkisins og vann þar í lifeyrisdeild allt til þess að hann tók við starfi sem forstöðu- maður Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar árið 1973. Því starfí sinnti hann til dauðadags. Þann 6. janúar sama ár og Theodór tók við starfí forstöðumanns Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar giftist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Elísabetu Jónsdóttur. Elísabet átti tvö böm, Bjama og Kristínu, sem Theodór gekk í föður stað og þótti mjög vænt um. Síðustu þijú ár ævi sinnar bjó Theodór í Sjálfsbjargar- húsinu í Hátúni 12, Reykjavík. Theodór var mikilhæfur og af- kastamikill félagsmálamaður. Hann stóð frá stofnun Sjálfsbjargar í eldlínu baráttunnar fyrir breyttu þjóðfélagi og bættum hag fatlaðra. Theodór var einn af stofnendum Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, 27. júní 1958, þá aðeins 18 ára að aldri. Hann var ritari Sjálfsbjargar í Reykjavík fyrstu tvö árin. Arið 1959 Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju, Kringlunni og Leifsstöð. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.