Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 Eru orð iðnaðarráð- herra „innantóm orð“? eftir Halldór Blöndal Það var mikið um að vera í skattamálum á síðasta þingi, — þinginu þegar ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar sat. Sjálfstæðismenn höfðu gert þá kröfti við myndun ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar að nýskipan skattamála yrði lögfest. í stórum dráttum náðist það fram. Breytingamar tóku m.a. til niður- fellingar vörugjalds af flölmörgum vöruflokkum frá og með 1. janúar 1988. Jónamir í Alþýðuflokknum þóttust eiga heiðurinn af skatta- lagabreytingunum og töluðu um að „búa iðnaðinn undir þær breytingar sem fylgja sameiginlegum innri markaði Evrópubandalagsins" eins og orð féllu í grein iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu 10. maí sl. Fyrir skömmu spurði ég forsætis- ráðherra og iðnaðarráðherra í efri deild hvort þeir væru á móti aftur- virkum sköttum. Báðir svöruðu því játandi. Þá minnti ég þá á, að á síðasta þingi hefðum við staðið sam- an að því að koma fram margvís- legum leiðréttingum á þeim kafla tekjuskattslaga, sem vissi að at- vinnurekstri.-Fyrirtækin hefðu hag- að rekstri sínum í samræmi við það. Fyrir jólin hefði þessum leið- réttingum „í anda Evrópubanda- lagsins“ verið kippt tl baka og aft- urvirkur skattur á lagður. Varð nú fátt um svör hjá ráðherrum. Þó lét iðnaðarráðherra orð falla, sem ekki urðu skilin öðruvísi en svo, að fyrir- tækin væru aflögufær á þessu ári og þyldu óeðlilega skattheimtu, sem ríkissjóður þyrfti á að halda. Um síðustu áramót lét félags- hyggjustjómin með hjálp Aðalheið- ar Bjamfreðsdóttur lögfesta að vömgjald yrði á ný lagt á fjölmarga vöruflokka. Það varð til mikils óhagræðis fyrir iðnaðinn. Um skatt- lagningu þessa segir höfundur . r „I efiri deild voru stjórn- arsinnar látnir fella til- lögu okkar í stjórnar- andstöðunni um, að nið- urfelling vörugjalds af þeim vörum sem iðnað- arráðherra var hér að tala um tæki þegar gildi. Sama tillaga verð- ur borin upp í neðri deild í dag, þar sem iðn- aðarráðherra hefur at- kvæðisrétt.“ hennar, iðnaðarráðherrann, í fyrr- nefndri grein í Morgunblaðinu en fyrir þinginu liggur fmmvarp um Halldór Blöndal að fella niðm vömgjald af ýmsum vömflokkum 1. sept. sem lagt hafði verið á um síðustu áramót, sem vitnar um staðfestuna í stjóm landsins: „Þar sem ég veit að þú berð málefni húsgagna-, tijávöm-, og málmiðnaðar sérstaklega fyrir bijósti hlýtur þetta að gleðja þig. Nauðsynleg bréyting á lögum um vömgjald til þess að fella niður vömgjald af þessum greinum verð- ur samþykkt áður en þessu þingi lýkur fyrir hvítasunnu. Það er mikil- vægt verkefni að jafna starfsskil- yrði iðnaðar og sjávarútvegs hér á landi og búa iðnaðinn undir þær breytingar sem fylgja sameiginleg- um innri markaði Evrópubanda- lagsins. Þetta em ekki innantóm orð.“ Ekki innantóm orð? Það reynir á það í dag. í efri deild vom sijómar- sinnar látnir fella tillögu okkar í stjórnarandstöðunni um, að niður- felling vömgjalds af þeim vömm sem iðnaðarráðherra var hér að tala um tæki þegar gildi. Sama til- laga verður borin upp í neðri deild í dag, þar sem iðnaðarráðherra hef- ur atkvæðisrétt. Þá kemur í ljós, hvort hann metur hagsmuni iðnað- arins svo mikils, að hann greiði atkvæði með tillögu stjómarand- stöðunnar og hagsmunum iðnaðar- ins eða láti það danka fram eftir hausti að vömgjaldið verði fellt nið- ur. Höfundur er varaformaður þing- flokks Sjálfstæðismanna. Bjargreið Olafs liljurós- ar o g hlaup annars Olafs Rýnt í táknmynd eftirEgilJ. Stardal Islensk stjómvöld og umræður á þeim vettvangi hafa eitt nær óbreytanlegt einkenni, þau em yfir- leitt leiðinleg, gjörsneidd reisn og andríki. Líklega er engin stétt í heiminum jafn gjörsneydd kímnig- áfu sem íslenskir stjómmálamenn. Raddir þeirra sífrandi, ef ekki með frekjutóni sem ber vott um innan- holað sjálfsöryggi, munnvik beygð niður, — í skeifu sem oft fylgir gengiskúrfu krónunnar. Bregði ein- hverri fyndni fyrir er það nær ætíð óviljaverk, en þá geta líka fæðst skrítlur sem fá jafnvel þjóð í þreng- ingum til að skella upp úr. Ein slík skrítla var á síðum Morgunblaðsins á sjálfan hvítasunnudag, og hefur vart farið fram hjá þjóðinni enda tók hún yfir nærri þijár heilsíður, — með fyrirsagnaletri stríðsfrétta — og fylgdi fimm dálka mynd. Textainnihaldið, sennilega samið af viðmælanda, er að mestu píslar- saga núverandi fjármálaráðherra af viðskiptum hans við lærdómsfólk og vísindamenn í þessu kalda landi. Þó með viðkvæmnislegu persónu- legu ívafi, jafnframt kvartað yfir að pólitískum ferli megi líkja við ferð um frera heimsskautaland- anna. Fyrirsögnin tröllaukna var hins vegar sótt til öllu dulmagnaðri vett- vangs; í upphafi hins kynngimagn- aða danskvæðis um liljurósariddar- ann, nafn hins pólitíska heim- skautafara. Ólafur reið með björgum fram (villir hann o.s.frv.) Næst lá því að leita í myndinni sem fyllti fimmdálkana, að tákni efnis og fyrirsagnar. Menn sem skipa sér í fylkingarbijóst gera sér „Fyrirsögnin tröll- aukna var hins vegar sótt til öllu dulmagn- aðri vettvangs; í upp- hafi hins kynngimagn- aða danskvæðis um lilj urósarriddarann, nafiia hins pólitíska heimskautafara." yfirleitt Ijóst gildi symbóla: marg- víslegra tákna, mynda, minnis- merkja o.s.frv. annars er allt unnið fyrir gýg. Þetta vissu faraóar Egypta og létu reisa pýramída; þetta vissi Loðvík 14. og tók árs- tekjur ríkis síns til margra ára og byggði Versalahöll, fyllti hana af málverkum af Le Roi au Soleil; þetta skildi Napóleon öllum betur og fékk bestu málara síns tíma til að gera tíguleg skilirí af sínum lág- vaxna kroppi; Stalín lét reisa sér styttur um alla Austur-Evrópu á hæð við Hallgrímskirkju. Þetta veit jafnvel Davíð okkar er hann lokar spítölum til að hafa fé í ráðhús og spunahótel. Vei! Ó vei! Á fimmdálka mynd- inni örlar ekki á neinu sem minnir á liljurósarriddarann. Það er engu líkara en hvorki greinarhöfundur, víðmælandi, né höfundur listaverks- ins, — ljósmyndarinn, kunni nema fyrstu hendinguna í danskvæðinu foma. Hvar er glæstur fákurinn sem bar Ólaf vikivakans á vit álfa- skarans þar sem hann stóðst næst- um allar snörur huldukvennanna? Don Quixote átti þó hest þó haltur væri og dálítið víxlaður. Menn ríða ekki hestlausir undir björgum eða hvað? Tæplega er það ofrausn af Morgunblaðinu að sýna þó ekki væri nema eitt stykki múlasna, jafnvel aðeins í taumi, helst í lit, — á kannski að skilja þessa ijarvist svo að hið mýlda dýr hafi spymt við klaufum og slitið spottann. Alfa- ranninn og álfkonumar ijórar em líka týndar. í stað hrollvekjandi hamra óvætt- anna er hestlausi riddarinn, sjónum hrygg'i, staddur á grárri flatneskju, skeiðandi undir sjálfum sér, eða svo sýnist, jafnvel á flótta. Frá hveiju? Hvert? Sé grannt skoðað grillir samt í tákn á myndinni, þó ekki eigi þau heima með fyrirsögninni, — hæfa kannski textanum betur? Út í homi myndar er viti að hverfa, enda log- ar hann ekki. Tákn vita em marg- ræð, þeir lýsa út í svartnættið, vísa veg þeim sem em á villtri leið. Er þetta menningarviti sem er að týn- ast í vitund myndhetjunnar, orðið er enda svo útjaskað að við liggur að það sé skammaryrði. Brennið þið vitar, kvað þó skáldið á sínum tíma. í miðri mynd er húskumb- aldi, gæti verið hjallur, e.t.v. gal- tómur, sem riddarinn hestlausi hraðar sér frá. Þessi kumbaldi gæti se_m best verið tákn menning- arlífs íslands sem hlauparanum virðist sama um þótt hrynji — eða jafnvel leif hins pólitíska hug- myndaheimilis sem nú skal hlaupið frá í leit að öðm, — eða hvað? I textanum sem fylgir fyrirsögn- inni um bjargreiðina og mynd hlauparans em, að frádregnum dá- lítið leiðigjörnu sífri um vonda menntamenn, einnig ýmis merki sem glöggir kunna e.t.v. betri skil á en undirritaður svo sem hvert leið hlauparans kunni að liggja, eftir pólitísku bjargreiðina (les hlaupaförina) og koss íjórðu álfkon- unnar með tilheyrandi atlotum. Er höll hinna vopnbitnu ekki eðlilegur næsti áningarstaður. En þá vaknar spuming. Verður Ólafi-ekki-lilju- rós, boðinn þar sængurbleðill, nenn- ir einhver að ómaka sig með síðu- bandið og hve margar verða stund- imar? Eitthvað er tómlegt yfir þess- um pólitísku táknum. Undirritaður, sem er lítill sérfræðingur í pólitísku táknmáli íslenskrar stjómvisku á þessum tímum snöggra veðra- brigða, vogar sér þó að koma með uppástungu til úrbóta. Riddarar hetjukvæða og dans miðalda riðu við skildi, táknum prýdda, er ein- kenndu þeirra dáðir, eðli eða mark- mið. Garpar nútímans hlaupa gjam- an á afreksvöllum með tuskubleðla í bak og fyrir, áletraða: Have a Coke, Drink Pepsi eða þessháttar hreystiyrði. Hefði ekki vel farið ef hlauparinn, á spretti burt frá eldri hugmyndum sínum, góðum eða ill- um eftir aðstæðum: um hemaðar- bandalög, rétt launafólks gagnvart vinnuveitendum, nauðsyn menning- arlífs (af nógu er að taka) hefði hengt á sig pjötlu letraða — WEST- ERN FRIED. Höfundur er kennnri við Verslun- arskólann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.