Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C
llO.tbl. 77.árg.______________________________________FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Milljónir manna halda áfram mótmælaaðgerðum í Kína:
Reuter
Lögreglumenn i Peking halda á borða með yfirlýsingum um stuðning við stúdenta. Launþegar úr öllum
stéttum hafa flykkst á Torg hins himneska friðar til að taka undir kröfur stúdenta um stjórnmálaumbætur.
Skammdrægar kjarnorkueldflaugar;
Mitterrand telur við-
ræður ótímabærar
París. Reutcr.
FRAN<JOIS Mitterrand Frakklandsforseti sagði í gær að ótímabært
væri að hefla samningaviðræður við Sovétmenn um fækkun eða útrým-
ingu skammdrægra kjarnorkuvopna í Evrópu. Hann kvað réttara að
bíða og athuga hvort árangur næðist í Vínar-viðræðunum um niður-
skurð hefðbundins herafla i álfunni.
Frakklandsforseti tekur því af-
stöðu með Bandaríkjamönnum og
Bretum, sem hafa lagst gegn þeirri
skoðun Vestur-Þjóðvetja og fleiri
aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins
(NATO) að hefja skuli sem fyrst við-
ræður við Sovétmenn um fækkun
skammdrægra kjamorkuvopna.
„Önnur núll-lausn er ekki tímabær,
langt því frá,“ sagði Mitterrand á
blaðamannafundi í París. Hann sagði
að á leiðtogafundi NATO í lok þessa
mánaðar þyrfti fyrst og fremst að
ræða hversu viðamikil endumýjun
Sovétmanna á skammdrægum kjam-
orkuflaugum sínum væri í raun og
vem.
Mitterrand sagði ennfremur að
lýðræðisríkin þyrftu að leggja
áherslu á viðræður um hefðbundinn
herafla. NATO ætti að gefa Sovét-
mönnum ákveðinn frest til þess að
fækka verulega hermönnum sínum
og hefðbundnum vopnum.
Forsetinn gaf einnig til kynna að
Frakkar myndu ekki falla frá áform-
um sínum um að endumýja skamm-
drægar kjamorkueldflaugar sínar af
gerðinni Pluton, en fyrirhugað er að
flaugar af gerðinni Hades komi í
þeirra stað árið 1992.
Eþíópía:
Uppreisnin í
Asmara brot-
inábakaftur
Li forsætisráðherra hefiir
í hótunum við námsmenn
Peking. Reuter. Daily Telegraph.
MEIRA en milljón manns var aftur á götum úti í Peking í gær,
annan daginn í röð, til að krefjast umbóta og lýðræðis. Um 2.000
stúdentar héldu áfram mótmælasvelti á Torgi hins himneska friðar
og tilraun fjögurra kínverskra leiðtoga til að lægja öldurnar með
því að heimsækja fastandi stúdenta á sjúkrahús virðist hafa verið
til einskis. Li Peng forsætisráðherra neitaði á fundi með fulltrúum
stúdenta í Alþýðuhöllinni miklu í gær að verða við kröfiim stúd-
enta um að sjónvarpað yrði beint frá viðræðum þeirra við æðstu
ráðamenn um umbætur í landinu. Hann sakaði stúdentana um að
valda glundroða.
„Ég lít svo á að stjómleysi hafi
ríkt í Peking síðusta dagana,“
sagði Li á fyrsta fundi sínum með
stúdentum síðan mótmælin hófust
í apríl. „Ég vona að þið gerið ykk-
ur grein fyrir afleiðingunum. Ríkis-
stjóminni ber að standa þjóðinni
reikningsskil gerða sinna og við
Bretland:
Naut tónlistar meðan á
hjartaaðgerðinni stóð
Lundúnum. Daily Telegraph.
48 ÁRA gamall Breti fylgdist á miðvikudag með aðgerð, sem fram-
kvæmd var á þjarta hans á meðan hann hlustaði á dægurlög. Þetta
var önnur þjartaaðgerðin á tveimur dögum á Brook-sjúkrahúsinu
í Lundúnum sem framkvæmd var á sjúklingi með fulla meðvitund.
Notuðu læknamir sjónvarpsskjá til að fylgjast með og fjarstýra
örsmárri slöngu, sem leidd hafði verið í hjartað.
Aðgerðin tók aðeins hálftíma, ans. Var hún svo mjó að hún olli
en hefði hún ekki verið framkvæmd
hefði líklega þurft að grípa til
hjartaflutnings. Sjúklingurinn var
með fullri meðvitund, aðeins stað-
deyfður, og fylgdist með aðgerðinni
í tveimur sjónvarpsskjám á skurð-
arborðinu. Á meðan hlustaði hann
á dægurlög og gerði að gamni sínu
við lækna og hjúkrunarkonur.
Loka þurfti slagæð og var slanga
þrædd eftir æðum frá nára til hjart-
ekki neinni ertingu, þannig að
sjúklingurinn fann svo að segja
ekkert fyrir henni. Örsmáum
málmræmum var síðan rennt eftir
slöngunni til að loka skemmdu
slagæðinni. „Þetta var skrýtin til-
fínning, þvi ég gat fylgst með
slöngunni inni í mér án þess að
fínna nokkuð fyrir henni," sagði
sjúklingurinn.
getum ekki horft, fram hjá þvi sem
er að gerast... Það skiptir mig
engu hvort ykkur líkar að heyra
þetta en það gleður mig að fá
tækifæri til að koma því á fram-
færi.“
Enn hefur Deng Xiaoping,
valdamesti maður Kína, ekkert lát-
ið frá sér fara um umbótakröfur
almennings sem nú ógna stöðu
hans. Fulltrúar stúdenta hafa
margsinnis sagt að þeir dragi ekki
forystuhlutverk kommúnista-
flokksins í efa; þeir heimti aftur á
móti að nokkrir af æðstu leiðtogum
landsins, fyrst og fremst Deng og
Li, víki fyrir yngri og djarfari
mönnum og komið verði á lýðræð-
isumbótum, þ.á m. tjáningarfrelsi.
Fjöldi embættismanna, einkum á
ríkisfjölmiðlunum, hefur tekið und-
ir kröfur stúdenta.
Orðrómur er á kreiki um valda-
baráttu í forystunni; sagt að Deng
og Li hafi sameinast gegn Zhao
Ziyang flokksleiðtoga, sem talinn
er vilja leita friðsamlegra lausna.
Sagt er að yfirmaður 10.000
manna setuliðs í nánd við Peking
hafi neitað að láta menn sína ráð-
ast gegn stúdentum. Erlendir
stjómarerindrekar og ónafngreind-
ir, kínverskir blaðamenn töldu í
gærkvöldi mögulegt að yfirvöld
kölluðu herinn á vettvang til að
ryðja miðborg Peking og leysa upp
fjöldafundi í Shanghai og fleiri
borgum.
í yfirlýsingu kínverskra og sov-
éskra stjómvalda við lok fjögurra
daga opinberrar heimsóknar
Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleið-
toga í gær er sagt að eining sé
um að hefja fækkun í herliði á
sameiginlegum landamærum
ríkjanna. Lögð er áhersla á góða
sambúð ríkjanna. 7A5S-fréttastof-
an sovéska sagði í gær að yfírvöld
í Kína virtust hafa misst alla stjórn
á atburðum í landinu en sovéskir
fjölmiðlar hafa fram til þessa gert
lítið úr mótmælunum.
Addis Ababa. Reuter.
EÞÍÓPÍSKIR hermenn, sem halda
tryggð við Eþíópíustjórn, brutu
uppreisnina innan stjórnarhersins
í Ásmara, höfuðborg Erítreu, á
bak aftur í gær, að sögn útvarps-
ins í borginni. Uppreisnarmenn
höfðu hertekið útvarpsstöðina í
Asmara en stjórnarherinn náði
henni á sitt vald í gær.
Erítreskir aðskilnaðarsinnar og
uppreisnarmenn innan stjórnarhers-
ins í Asmara höfðu áður komið sér
saman um tveggja vikna vopnahlé í
borgarastyijöldinni í landinu, sem
staðið hefur hátt í þijá áratugi.
Fanta Delai, iðnaðarráðherra
Eþíópíu, var í gær handtekinn fyrir
aðild að valdaránstilrauninni í Addis
Ababa á þriðjudag. Tveir leiðtogar
uppreisnarmanna, Merid Negusie
herráðsforingi og Ahma Desta, yfír-
maður flughersins, féllu í bardögum
við stjórnarhermenn í höfuðborginni.
Reuter
Kosningabarátta íPóllandi
Sjálfboðaliði á kosningaskrifstofu Samstöðu, óháðu verkalýðs-
félaganna í Póllandi, ræðir við Varsjárbúa um kosningarnar í
landinu, sem fram fara í næsta mánuði. Pólskir unglingar efiidu
í gær til mótmæla i borginni Kraká í suðurhluta landsins og
hrópuðu slagorð gegn Sovétmönnum og stjórn kommúnista í
landinu. Lögreglan beitti kylfiim og sprautaði vatni úr háþrýsti-
dælum til að dreifa mótmælendunum, sem stefiidu að sovésku
ræðismannsskrifstofunni í borginni.