Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLÁÐIÐ FÖSTUDAÓUR 19. MAÍ 1989
þegar Sjálfsbjargarfélögin stofnuðu
með sér landssamband var hann
kjörinn varaformaður þess. Árið
eftir varð hann formaður Sjálfs-
bjargar, landssambands fatlaðra.
Þegar Theodór tók við formennsku
hjá landssambandinu voru Sjálfs-
bjargarfélögin sem mynduðu það
átta að tölu, 28 árum síðar árið
1988 þegar að hann lét af for-
mennsku voru Sjálfsbjargarfélögin
orðin fimmtán. Undir forystu hans
hefur Sjálfsbjargarhreyfíngin stöð-
ugt sótt fram og hvergi hvikað í
baráttunni fyrir samfélagi öllum til
handa.
Bandalag fatlaðra á Norðurlönd-
um var stofnað 1961 og var Theo-
dór frá upphafí í stjóm þess fyrir
íslands hönd. Árin 1968 til 1972
var hann formaður Bandalags fatl-
aðra á Norðurlöndum. Theodór var
í stjóm Hjálpartækjabanka Sjálfs-
bjargar og Rauða kross íslands frá
stofnun hans til 1980 og varamaður
í stjóm Öryrkjabandalags fslands
frá 1988. Hann var í framkvæmda-
nefnd Alþjóðaárs fatlaðra, vara-
maður í tryggingaráði Trygginga-
stofnunar ríkisins fyrir Framsókn-
arflokkinn frá 1974 til dánardags
og sinnti ýmsum félagsmálastörfum
fyrir Framsóknarflokkinn í sínu
sveitarfélagi á Seltjamamesi þegar
hann bjó þar. Á sínum yngri árum
var Theodór virkur í starfí Félags
ungra framsóknarmanna.
Auk þess að vera mikilsvirkur
félagsmálamaður var Theodór stór-
brotinn persónuleiki. Hann var
sannur vinur vina sinna og það var
hans líf og yndi að vera í góðra
vina hópi. Theodór hafði unun af
ferðalögum og hafði komið víða.
Þótt hann þyrfti mikla aðstoð á
þeim lét hann það ekkert á sig fá
og vinir hans, einkum og sér í lagi
Tómas Sigurðsson, voru óþreytandi
við að aðstoða hann á ferðalögum
hans. Það var oft glatt á hjalla í
þessum ferðum og margar góðar
minningar streyma fram í hugann
þegar mér verður hugsað til þeirra.
Theodór var ræðumaður góður og
á viðeigandi stundum hélt hann
stórskemmtilegar tækifærisræður
auk þess sem hann gjaman hélt
fjörinu gangandi þegar Sjálfsbjarg-
arfélagar hittust.
Þegar Theodór lét af formennsku
hjá Sjálfsbjörg, landssambandi fatl-
aðra, á síðastliðnu ári varð hann
auk annarra starfa sinna fram-
kvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Theo-
dór var kjölfestan í starfí Sjálfs-
bjargar og honum verður best lýst
með því að segja að hann hafi ver-
ið talandi tölvubanki um málefni
fatlaðra og Sjálfsbjargar. Missir
okkar Sjálfsbjargarfélaga er því
mikill og skarð Theodórs verður
vandfyllt. Með samstilltum frum-
heijum Sjálfsbjargar vann Theodór
stórvirki í því að breyta viðhorfum
og aðstæðum í íslensku þjóðfélagi
til hagsbóta fyrir fatlaða. Það væri
ekki í Theodórs anda að leggja árar
í bát þó móti blási, hann á það inni
hjá okkur öllum að blásið sé í her-
lúðrana og ný sókn verði hafín fyr-
ir betri framtfð, fyrir samfélagi fyr-
ir alla.
Ég votta Ragnari bróður Theo-
dórs, aðstandendum, ættingjum,
vinum og Sjálfsbjargarfélögum öll-
um dýpstu samúð vegna fráfalls
hans.
Jóhann Pétur Sveinsson,
formaður Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra.
í dag verður gerð útför Theodórs
A. Jónssonar, forstöðumanns
Sjálfsbjargarhússins Hátúni 12
Reykjavík og fyrrverandi formanns
Sjálfsbjargar Landssambands fatl-
aðra. Hann lést langt um aldur fram
tæplega fimmtugur að aldri.
Theodór helgaði krafta sfna mál-
efnum fatlaðra um áratuga skeið
og var einn ötulasti baráttumaður
á þeim vettvangi. Hann var löngu
landskunnur fyrir farsæla forystu
og framúrskarandi störf í þágu
Sjálfsbjargar. Við fráfall hans hefur
stórt skarð verið höggvið í þann
hóp sem hvað mesta yfirsýn hefur
á málefnum fatlaðra. Þekking hans,
reynsla og samstarfshæfileikar,
ásamt festu og velvilja voru eigin-
leikar sem aðrir nutu góðs af í
ríkum mæli sem störfuðu með hon-
um. Ég hef átt þess kost að eiga
samstarf við Theodór varðandi
málefni fatlaðra frá árinu 1980,
þegar við störfuðum saman í fram-
kvæmdanefnd í tilefni af alþjóðaári
fatlaðra. Síðan áttum við samleið í
samráðsnefnd um málefni fatlaðra,
sem Theodór átti sæti í frá upphafi
1982 og til dauðadags. Og nú þeg-
ar kallið kom svo skyndilega og
óvænt og leiðarlokin verða ekki
umflúin viljum við samverkamenn
hans flytja honum okkar dýpstu
þakkir fyrir ánægjulega og árang-
ursríka samvinnu liðinna ára. Við
söknum okkar mæta félaga og
blessum minningu hans.
Aðstandendum er vottuð innileg
samúð.
Margrét Margeirsdóttir
Hann andaðist á heimili sínu í
Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12,
Reykjavík, 7. maí sl.
Theodór var fæddur á Stað í
Steingrímsfirði og sleit bamsskón-
um þar og á Hólmavík, en fluttist
til Reykjavíkur 1953. Þá voru kom-
in í ljós einkenni þess sjúkdóms sem
batt hann við hjólastól til æviloka.
Foreldrar Theodórs voru hjónin
Helga Tómasdóttir og Jón Sæ-
mundsson. Jón vann á prestsetrinu
Stað í Steingrímsfírði, síðar við
Kaupfélagið á Hólmavík, en gerðist
starfsmaður Ofnasmiðjunnar eftir
að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur.
Theodór stundaði nám við Sam-
vinnuskólan að Bifröst 1959—1961
og lauk þaðan prófí.
Hann var einn af stofnendum
Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í
Reykjavík, sem stofnað var 27. júní
1958 og einn af stofnendum Sjálfs-
bjargar, landssambands fatlaðra,
sem stofnað var í Reykjavik 4. júní
1959. Hann var kosinn varaformað-
ur fyrstu stjómar landssambandsr
ins. Einu ári síðar á þingi á Akur-
eyri er hann kosinn formaður
stjómar landssambandsins og
gegnir formannstarfínu í 28 ár eða
til ársins 1988.
Þegar Vinnu- og dvalarheimili
Sjálfsbjargar tók til starfa í júlí
1973 var hann ráðinn forstöðumað-
ur dvalarheimilisins og gegndi því
starfí til dauðadags. Eftir að hann
lét af störfum formanns landssam-
bandsins gegndi hann störfum
framkvæmdastjóra þess. Áður en
Theodór hóf störf á vegum Sjálfs-
bjargar starfaði hann hjá Trygg-
ingastofnuri ríkisins.
Leiðir okkar Theodórs lágu fyrst
saman á stofnþingi Sjálfsbjargar
landssambands fatlaðra 4. júní
1959, hann sem fulltrúi félagsins í
Reykjavík, undirritaður sem fulltrúi
félagsins á ísafirði. Að ári, 1960,
hittumst við aftur á þingi Sjálfs-
bjargar á Akureyri, en þá var hann
kosinn formaður landssambandsins,
eins og áður segir. Það var svo um
haustið 1960 að Theodór hringir til
mín vestur á ísafjörð og segir mér
að landssambandinu standi til boða
skrifstofuherbergi i húsi SÍBS við
Bræðraborgarstíg 9 í Reykjavík og
spyr hvort ég sé til í að koma suð-
ur og vinna á skrifstofu landssam-
bandsins. Það varð úr og skrifstofan
var opnuð 1. október 1960 og hófst
þar samstarf sem átti eftir að vara
í tæp 29 ár.
Eitt fyrsta verkefnið sem sam-
tökin ákváðu að vinna að var bygg-
ing dvalarheimilis í Reykjavík fyrir
mikið fatlað fólk, en þá _var slíkt
heimili ekki til í landinu. Á þessum
tíma hafði Theodór upplifað það að
dvelja á Elliheimili og þekkti því
af eigin reynslu þörfina fyrir slíkt
heimili. Má segja að undirbúningur
og bygging hússins hafí verið eitt
af aðalverkefnum samtakanna, en
jafnframt var unnið að ýmsum
hagsmunamálum fatlaðra. T.d.
voru þing haldin árlega með þátt-
töku allra félagsdeildanna, þar sem
gerðar voru samþykktir f hinum
ýmsu málaflokkum sem tengjast
hagsmunabaráttu fatlaðra.
Fyrsta skóflustungan að bygg-
ingunni var tekin 28. október 1966,
af þáverandi félagsmálaráðherra,
að viðstöddum fjölda gesta, emb-
ættismönnum ríkis og Reykjavíkur-
borgar, Sjálfsbjargarfélögum o.fl.
Fyrstu íbúar dvalarheimilisins
fluttu inn í húsið 7. júlí 1973. Með
þessum áfanga í starfí Sjálfsbjargar
var eitt af markmiðum samtakanna
í höfn. Meðan á byggingu hússins
stóð voru oft mikil átök í fjármálum
og fjármögnun framkvæmdanna og
gengu menn þá í persónulega
ábyrgð fyrir Sjálfsbjörg, en það
endaði nú allt vel.
í formannstíð Theodórs tóku
samtökin þátt í margvíslegu sam-
starfí við önnur félagasamtök um
málefni fatlaðra. Má í þessu sam-
bandi nefna stofnun Öiyrkjabanda-
lags íslands, þar sem samtök ör-
yrkja og styrktarfélög öryrkja
stofnuðu með sér hagsmunasamtök
til að vinna að sameiginlegum hags-
munamálum og einnig má nefna
að Sjálfsbjöig átti fulltrúa í nefnd
sem undirbjó og kom á fót íþróttum
fyrir fatlaða, auk fjölda annarra
nefnda, sem vann að hagsmunamál-
um fatlaðra. Sjálfsbjörg tók fljót-
lega þátt í norrænu samstarfi og
varð aðili að Bandalagi fatlaðra á
Norðurlöndum og var Theodór til-
nefndur í stjóm þess, annar af
tveimur fulltrúum, og formaður
Bandalagsins 1968—1972. Hann
átti sæti í nefnd, sem sá um fram-
kvæmdir í tilefni Alþjóðaárs fatl-
aðra 1981 — ALFA nefndin. En á
þessu ári, Alþjóðaári fatlaðra 1981
var Theodór sæmdur Riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir
störf sín að málefnum fatlaðra.
Áður var hann sæmdur Heiðurs-
merki Rauða kross íslands fyrir
störf sín.
Á fyrstu árum Sjálfsbjargar kom
mjög vel í ljós hversu erfitt það
reyndist mikið fötluðu fólki að fá
ýmis hjálpartæki til eigin nota s.s.
hjólastóla. Sjálfsbjörg aflaði sér
sambanda og fór að flytja inn hjóla-
stólá, armstafí og fleiri hjálpartæki
og varð þessi þáttur starfseminnar
allviðamikill og nutu samtökin
reynslu Theodórs ( þessum efnum.
Þegar Sjálfsbjörg Rauða kross ís-
lands stofnuðu Hjálpartækjabank-
ann fluttist þessi þáttur starfsem-
innar til bankans. Þegar lögin um
málefni fatlaðra tóku gildi átti hann
sæti sem varaformaður, í fyrstu
stjómamefndinni, sem sá um fram-
kvæmd laganna.
Theodór var mjög vel að sér í
lögum og reglugerðum sem snerta
málefni fatlaðra og var sú þekking
hans óspart notuð og þótti okkur
félögum hans ólíkt þægilegra „að
fletta upp í Theodór" en fletta upp
í hinum ýmsu lögum og reglugerð-
um.
Theodór var ákaflega félagslynd-
ur maður og hafði öðlast mikinn
félagslegan þroska. Hann var mik-
ill fundarmaður og fljótur að fínna
kjarna málsins. Hann var góður
fundarstjóri, því kynntumst við vel,
sem sátum með honum fundi mörg-
um sinnum á ári í 28 ár.
Árið 1973 giftist Theodór eftirlif-
andi eiginkonu, Elísabetu Jónsdótt-
ur og stofnuðu þau heimili og
bjuggu á Seltjamamesi. Síðan
snemma á árinu 1986 hefur Theo-
dór búið í Sjálfsbjargarhúsinu og
þar átti hann sitt heimili þegar
hann andaðist.
Þessum minningarbrotum um
góðan vin og félaga, fylgja inni-
legustu saknaðarkveðjur og þakkir
frá öllu samstarfsfólkinu á skrif-
Stofum samtakanna með kærri
þökk fyrir samstarf og samvem.
Og vinir Theodórs hjá Ferðaþjón-
ustu fatlaðra og einnig þeir sem
aka eigin bifreiðum kveðja hann
með söknuði og þakka kynnin og
samstarfið.
Við Sjálfsbjargarfélagar, vinir
þínir og félagar, þökkum samver-
una og samstarf.
Kynslóðir koma, kynslóðir fara,
allar sömu ævigöngu.
Gleymist þó aldrei eilífa lagið
við pílagrímsins gleðistund.
Kynslóðir koma, kynslóðir fara.
Tíminn liður og líður. Örlög ein-
stakiinga og lífsferill þeirra mótast
og þroskast í því umhverfi, sem
þeir lifa í, ogtengist nánustu ástvin-
um þeirra, foreldrum og systkinum
í æsku, vinum og félögum á ungl-
ingsárunum, og á fullorðinsárunum
samferðarfólkinu öllu.
Tíminn líður og líður. Tímaglasið
rennur út, kallið kemur, og því
ræður sá er öllu ræður.
Á slíkum stundum fínnum við
fyrir smæð okkar, fínnum hversu
vanmáttug við erum.
Flýt þér, vinur, i fegri heim.
Kijúptu að fótum friðarboðans,
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
Ég votta nánustu ættingjum
Theodórs innilegustu samúð. Minn-
ing um mikilhæfan forystumann
mun geymast í störfum hans, fyrir
bættum kjörum fatlaðra á íslandi.
Trausti Sigurlaugsson
Kveðja fí*á beklgarfélögum í
Samvinnuskólanum.
í dag er okkur harmur í huga.
Nú kveðjum við þann fyrsta úr
hópnum sem hóf nám í Samvinnu-
skólanum að Bifröst haustið 1959.
Teddi er dáinn.
Hann varð okkur öllum fyrir-
mynd. Við sem njótum þeirra for-
réttinda að vera alheil, getum ekki
ímyndað okkur hvemig það er að
missa fótanna, í bókstaflegri merk-
ingu, á unglingsámm. Það mátti
Teddi okkar reyna og þó var aldrei
vol né víl að heyra frá hans munni.
Hversdagsleg vandamál urðu lítil
þegar við litum til fatlaðs vinar
okkar.
Teddi var vinur og félagi okkar
allra og við sóttumst eftir að vera
í návist hans. Og þótt hópurinn
dreifðist um landið og samfundum
fækkaði þá var alltaf Teddi okkar.
Af mikilli ánægju fylgdumst við
með verkum hans og baráttu fyrir
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra,
og við reyndum að leggja okkar litla
lóð á þá vogarskál þegar við höfðum
tækifæri til.
Við vottum aðstandendum Tedda
innilega samúð en vitum af eigin
raun að minningin um góðan dreng
yljar.
Hvíli góður vinur í friði.
Bekkjarsystkini úr Samvinnu-
skólanum að Bifröst 1959—61
Kveðja frá SÍBS
Á löngum starfsferli Theodórs
A. Jónssonar sem formanns Sjálfs-
bjargar þróaðist allnáið samstarf
milli hinna fjölmennu félageisam-
taka, Sjálfsbjargar og SÍBS. Hags-
munir voru oft svipaðir og þetta
var tímabil stórtækra framfara í
málefnum fatlaðra. Oft var unnið
sameiginlega að undirbúningi laga,
er snertu málefni fatlaðra. Á þess-
um árum urðu til lög um endur-
hæfíngu, lög og reglugerðir um
ferlimál og húsnæðislöggjöf var
breytt fötluðum til mikils ávinnings.
Auk þess ollu tækniframfarir
þessa tímaskeiðs stórfelldum hags-
bótum fyrir fatlaða.
Verulegur fyöldi Sjálfsbjargarfé-
laga hefur jafnan verið í endur-
hæfíngu eða vemdaðri vinnu í
stofnunum SÍBS og hefur það sett
sinn svip á samskiptin. Við í SÍBS
metum mikils framlag Theodórs til
málefna fatlaðra. Við samhryggj-
umst ættingjum og félagasamtök-
unum vegna þessa mikla missis.
F.h. SffiS,
Oddur Ólafsson, formaður.
Einn mikilhæfasti leiðtogi fatl-
aðra á íslandi er fallinn frá og er
af mikill sjónarsviptir. Theodór A.
Jónsson, forstöðumaður og fyrrv.
formaður Sjálfsbjargar, landssam-
bands fatlaðra, var félagsbundinn
( íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík
frá öndverðu.
Theodór var í þeirri forystusveit
manna er ruddi braut fyrir (þróttir
fatlaðra hér á landi með brautryðj-
endastarfí sínu að málefnum fatl-
aðra almennt. Theódór fylgdist með
íþróttum og hafði af þeim gaman
og sjálfur greip hann stöku sinnum
( boccia-bolta ef aðstæður og tími
leyfðu. Ekki æfði Theódór með ÍFR
en sýndi áhuga sinn á starfi félags-
ins á annan hátt. Hann var félags-
kjörinn endurskoðandi þess árum
saman og það voru ófá skiptin er
hann stjórnaði félags og stjómar-
fundum. Fáum ef nokkmm var bet-
ur treyst til þess. Einnig naut ÍFR
ýmiskonar fyrirgreiðslu hjá Vinnu-
15
og dvalarheimili Sjálfsbjargar sem
hann veitti forystu alla tíð. Stórt
skarð er höggvið í forystusveit fatl-
aðra og ÍFR mun best minnast
Theodórs A. Jónssonar með efldu
starfí og bættum aðbúnaði fatlaðra
svo ogjafnrétti í íþróttum sem öðm.
Aðstandendum vottum við sam-
úð. Blessuð sé minning hans.
íþróttafélag fatlaðra
í Reykjavík
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfír storð.
Þeirra máli talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólðf frá Hlöðum.)
Á þeirri stundu sem andlátsfregn
góðs vinar berst, gleymist oft líkn
dauðans. Sársaukinn sem kreppist
um vitund þeirra sem eftir lifa, er
því oft tilfinning, sem á ekkert skylt
við rökrétta hugsun. Þessi tilfínning
er sennilega sjaldnast sprottin af
ósætti við, að dauðinn hafí lagt líkn
með þraut, heldur vegna hins al-
gjöra vanmáttar, sem við fínnum
til frammi fyrir gátunni miklu.
Frammi fyrir þessari óræðu gátu
stöndum við öll jöfn í nakinni ein-
semd. Og hversu velkominn sem
dauðinn kann að vera þeim sem
þjáist kallar hann alltaf fram jafn
fnimstæðar og eigingjamar tilfínn-
ingar hjá okkur sem eftir stöndum.
Andlát öðlingsins og mannvinar-
ins Theodórs A. Jónsonar forstöðu-
manns Vinnu- og dvalarheimilis
Sjálfsbjargar, bar skjótt að. Dauða-
þögn sló á alla og var sem þoku-
slæða hefði lagst yfír heimilið. Því
akkeri sem heimilisfólk og starfs-
fólk hafði haldið svo fast í í 16 ár
var svipt í burtu.
Vissulega hefði okkur sem búin
vorum að vinna lengi með THeod-
óri, átt að vera ljóst að heilsu hans
hafði hrakað, en hann talaði aldrei
um sín veikindi og þess vegna vor-
um við kannski ekki eins viðbúin
svo snöggum umskiptum. Þó sáum
við sem þekktum hann vel, að hon-
um leið ekki alltaf vel. Hann var
svo andlega hress að við gleymdum
því oftast, að hann var bundinn
hjólastól.
Theodór sá alltaf það spaugilega
við hlutina og átti mjög auðvelt
með að flytja skemmtilegar tæki-
færisræður og talaði þá alltaf blaða-
Iaust. Þessi hæfíleiki hans var
starfsfólki og vistfólki í Sjálfsbjörg
oft til ánægju, einkum á árshátíðum
hússins.
Við sem höfum unnið með Theo-
dóri hér á Sjáifsbjörg, sum í þau
16 ár sem heimilið hefur starfað,
höfum fundið það betur og betur
hve traustur bakhjarl hann hefur
verið öllum hér. Það sem Theodór
lofaði, það stóðst. Hann vildi hafa
sitt starfsfólk ánægt og það brást
ekki að launaútborgun væri sein-
asta virkan dag hvers mánaðar og
það leika ekki margar heilbrigðis-,
stofnanir eftir. Þá sjaldan sem ein-
hver ágreiningur kom upp var leitað
til hans og leystust þá málin fjót-
lega. Það tók svolítinn tíma að
kynnast Theodór, en þegar komið
var inn fyrir skelina var hann góður
vinur og félagi, sem allir gátu leitað
til, með hvað sem var.
Það stóra skarð sem höggvið
hefur verið í Sjálfsbjargarheimilið
verður vandfyllt og sá tómleiki sem
lagst hefur yfir verður lengi að
hverfa.
En við vitum að nú þegar Theo-
dór er farinn frá okkur, gefur Guð
honum betra líf og hamingju á
ókomnum brautum.
Guð blessi minningu hans.'
Ragnari bróður Theodórs og öðr-
um ástvinum færum við dýpstu
samúð.
Á síðasta andartakinu
hættir sólin að hníga
og flýtur í lausu lofti
eins og brennandi skip
í fjarlægum skýjum.
Gullin rák brúar öldumar
og ég geng
inní endalaust sólarlagið
og kem aldrei
til baka...
(Sigvaldi Hjálmarsson.)
Starfsfólk
Dvalarheimilis Sjálfsbjargar.