Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989
19
Fyrsti undirbúningxir að viðskiptum
við Sambandslýðveldið Þýskaland
Undirskrift viðskiptasamnings við Vestur-Þýzkaland 1. júlí 1952. Á myndinni sjást Bjarni Benediktsson
utanríkisráðherra og Hans Nelson, skrifstofiisljóri í þýzka matvæla- og landbúnaðarráðuneytinu, undir-
skrifa samninginn. Við hlið þeirra sitja Pétur Thorsteinsson, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, og
Erich Kayser frá þýzka matvæla- og landbúnaðarráðuneytinu. Standandi eru, talið frá vinstri: Halldór
Kjartansson, dr. Oddur Guðjónsson, Svanbjörn Frímannsson, Vilhjálmur Finsen, Ólafúr H. Jónsson,
Davíð Ólafsson, Jóhann Þ. Jósefsson, er var formaður íslenzku samninganefhdarinnar, dr. Friedrich
von Lupin fríherra, og dr. Gerhard Maseck. Á myndina vantar Helga Þorsteinsson, framkvæmdastjóra
þjá SÍS, er einnig tók þátt í samningunum. Myndina tók S.E. Vignir.
eftir dr. Odd
Guðjónsson
Grein þessi er skrifúð í tilefni
af 40 ára afinæli Sambandslýð-
veldisins Þýskalands.
Síðari heimsstytjöldin hafði ákaf-
lega mikil áhrif á utanríkisverslun
Islands, einnig í landfræðilegu tilliti.
Viðskipti landsins færðust í stórum
stíl frá Evrópu tii Bandaríkjanna og
Kanada. Hefðbundin viðskipti við
mörg lönd minnkuðu eða féllu niður
með öllu. Átti það t.d. við um Þýska-
land af eðlilegum ástæðum.
Þessi tilfærsla á viðskiptum okkar
til Ameríku hélst óbreytt fram yfir
lok styijaldarinnar. Mönnum var þó
ljóst, að síðar myndu þau færast að
einhveiju leyti í fyrri farveg. Að því
er varðar Þýskaland var það þó ekki
fyrr en eftir að George Marshali
hafði flutt hina frægu ræðu í Har-
vard 5. júní 1947 um aðstoð við
Evrópuþjóðimar (Marshall-aðstoð-
ina) og síðar með gjaldeyrisbreyting-
unni miklu og tilkomu þýska marks-
ins í júní 1948, að hér var í alvöru
farið að íhuga viðskipti við hið gjör-
sigraða Þýskaland að nýju. Sá aðili
sem hér átti öðrum fremur frum-
kvæði, var dr. Bjarni Benediktsson,
en hann tók við embætti utanríkis-
ráðherra í ríkisstjórn Stefáns Jó-
hanns Stefánssonar í febrúar 1947,
og hélt því óslitið til 1953.
Á þessu tímabili voru gerðir við-
skiptasamningar við ýmis lönd í Evr-
ópu og voru margir þeirra á svoköll-
uðum jafnkeypisgrundvelli, enda
efnahagur og framleiðsla þar víða í
kaldakoli og fijáls gjaldeyrisviðskipti
> lítt hugsanleg eins og á stóð. Átti
dr. Bjarni veigamikinn þátt í þessari
þróun.
Allt frá árinu 1938, hafði ég haft
mikil afskipti af þessum málum, átt
sæti í gjaldeyrisnefnd, viðskiptaráði
og síðar fjárhagsráði, en það var
stofnað árið 1947. í lok júní 1948
kom dr. Bjami að máli við mig og
fór þess á leit að ég færi á hans
vegum og kynnti mér ástandið í
Þýskalandi með tilliti til þess að
stofnað yrði til viðskipta við það að
nýju. Við áttum þá engan fulltrúa í
Þýskalandi. Taldi dr. Bjami vænieg-
ast að ég færi til Berlínar og hefði
þar samband við hernaðaryfírvöld,
einnig þau sov'esku, enda þótt þ:
benti margt til þess að þau stefndu
að klofningi landsins. Samband við
þýsk fyrirtæki og stofnanir kæmi að
sjálfsögðu einnig til greina. Þá var
einnig vitað að bandamenn stefndu
að því að koma á fót vestur-þýsku
ríki.
Eg féllst á þessi tilmæli dr. Bjarna
og hélt til Hamborgar, en hafði áður
fengið vegabréfsáritun hjá sérstakri
skrifstofu í Kaupmannahöfn. í Ham-
borg, sem var á bresku herná-
mssvæði, fékk ég góða fyrirgreiðslu
hjá hlutaðeigandi yfirvöldum. Ég
fékk gistingu á Atlantic Hotel, en
þar hafði ég gist árið áður með Pétri
Thorstéinssyni á leið heim frá samn-
ingaviðræðum í Prag.
Ég skýrði fulltrúum hernaðaryfir-
valda frá erindi mínu og fékk svör
við ýmsum spurningum. Mér var og
útvegað far með flugvél til breska
hernámssvæðisins í Berlín, en er
þangað kom fékk ég heldur kaldar
móttökur. í ljós kom að vegabréfsá-
ritun mín gilti ekki fyrir Berlín og
tók herlögreglan á móti mér. Skýr-
ingin var sú að sovésk yfirvöld höfðu
sett samgöngubann (blokade) á
borgina. Það stóð frá júní 1948 til
maí 1949. Var því svarað af Banda-
mönnum með hinni frægu loftbrú,
sem þykir einstakt afrek og bjargaði
lífi ófárra íbúa borgarinnar.
Þessi mistök við vegabréfsáritun
mína komu þó ekki að sök því fulltrú-
ar hemaðaryfirvalda leiðréttu málið
og var mér séð fyrir sæmilegu hót-
eli, auk þess sem mér voru tryggð
afnot af bíl. Viðræður mínar við full-
trúa hemaðaryfirvalda vom með
líkum hætti og í Hamborg, en þó
gætti þess mjög að þeir sem ég ræddi
við töluðu um ótryggt ástand og
óvissu ef til enn alvarlegri átaka
kæmi.
í viðræðum við viðmælendur mína
„Það má segja að þess-
ar tvær ferðjr hafi skil-
að árangri. I kjölfar
þeirra var árið 1950
gengið frá viðskipta-
samningi við Sam-
bandslýðveldið Þýska-
land. Formleg viðskipti
við þýska alþýðulýð-
veldið hófiist síðar, en
1954 var þó gerður
vöruskiptasamningur
milli íslenska vöru-
skiptafélagsins og
Kammer fur Aussen-
handel.“
lét ég þess getið að ég hefði áhuga
á að ræða við sovésk hernaðaryfir-
völd. í þeim efnum var mér tjáð að
þar gætu þeir enga fyrirgreiðslu
veitt. Hinsvegar væri aðsetur Rús-
sanna austarlega í Berlín í hverfi sem
héti Karlshorst, þar sem enn er að-
setur Rússa í Austur-Þýskalandi.
Samgöngur milli borgarhlutanna
voru ekki auðveldar en lest gekk þó
á milli. Mér var vel tekið hjá hinum
rússnesku viðmælendum mínum.
Þeir höfðu mikinn áhuga á erindi
mínu, spurðu margs og gáfu fúslega
svör við spumingum mínum. Þessar
viðræður voru endurteknar en end-
uðu þó með því að mér var tjáð að
í raun væru þeir ekki réttir aðilar*
að málinu. Hins vegar kváðust þeir
hafa skýrt fulltrúum væntanlegra
austur-þýskra stjórnvalda frá við-
ræðum okkar og vildu þeir gjarnan
ræða við mig. Aðsetur þeirra væri í
mikilli byggingu sem áður hafði ver-
ið flugmálaráðuneyti þriðja ríkisins.
Viðræður mínar við fulltrúa hinna
væntanlegu austur-þýsku stjórn-
valda vom mjög áhugaverðar. Þann-
ig bentu þeir auk margs annars á
að með langtíma jafnkeypissamning-
um og einhverri lánafyrirgreiðslu
eygðu þeir möguleika á að selja okk-
ur lítil fiskiskip, sem fyrirhugað var
að byggja í Stralsund og Rostock.
Þessum viðræðum lauk hins vegar
áður en lengra var haldið. Samband
mitt við ísland var gegnum sendiráð-
ið í Kaupmannahöfn, og frá því bár-
ust mér fýrirmæli um að þessar við-
ræður væru ekki tímabærar eins og
á stæði. Hins vegar má geta þess
að seinna náðu þessi viðskipti fram
að ganga, en það var mörgum árum
síðar þegar keyptir voru hinir svo-
nefndu „tappatogarar", um tuttugu
talsins, ef ég man rétt.
Nokkra vafninga tók það mig að
komast frá Berlín, en með aðstoð
breskra viðmælenda minna tókst það
von bráðar og þar með lauk þessari
könnunarferð til Þýskalands, sem
mun vera hin fyrsta sem farin var
til að undirbúa og hefja að nýju við-
skipti við Þýskaland, síðar Sam-
bandslýðveldið Þýskaland.
Önnur könnunarferð
til Þýskalands
Á síðari hluta árs 1948 og byijun
1949 þróuðust málin hratt í þá átt
að nýtt þýskt ríki yrði sett á stofn
samfara auknum viðskiptum banda-
manna við Þýskaland. Jafnframt
beindist áhugi íslenskra kaupsýslu-
manna hér heima í vaxandi mæli að
þvi að hafist yrði handa um við-
skipti við hið væntaniega þýska ríki.
Hér bættist einnig við að hingað
bárust þær fréttir að ýmsir erlendir
aðilar legðu nú kapp á að ná til sín
umboðum, sem áður voru í höndum
íslenskra aðila fyrir stór þýsk fyrir-
tæki og fyrirtækjasamsteypur.
Þetta leiddi allt til þess að Bjarni
Benediktsson, utanríkisráðherra,
skipaði nefnd sem athuga skyldi
horfur á formlegum viðskiptatengsl-
um við hið nýja ríki. I nefndinni áttu
sæti Halldór Kjartansson, tilnefndur
af Verslunarráði íslands, Páll S.
Pálsson, tilnefndur af Félagi
íslenskra iðnrekenda, Jón Bjömsson,
tilnefndur af Sambandi íslenskra
samvinnufélaga og undirritaður,
Oddur Guðjónsson, sem jafnframt
var formaður nefndarinnar.
Nefndin dvaldi í Þýskalandi frá
seinni hluta júlímánaðar fram í byij-
un september 1949. Fyrsti áfanga-
staður var Hamborg. Þar hafði Vil-
hjálmur Finsen verið skipaður aðal-
ræðismaður íslands en varð síðan
fyrsti sendiherra hjá hinu nýja ríki.
Nefndin ræddi við bresk hemaðar-
yfirvöld, gerði grein fyrir erindi sínu
og fékk svör við ýmsum spurningum.
Þá átti nefndin fund með Verslunar-
ráði Hamborgar og ræddi ítarlega
liver yrði aðstaða einstakra fyrir-
tækja til að stunda viðskipti við út-
lönd. Réði ráðið nefndinni eindregið
að ná sambandi við fulltrúa hinnar
nýju þýsku stjómar. Næsti viðkomu-
staður nefndarinnar var Frankfurt
og átti hún þar viðræður við
bandarísk hernaðaryfirvöld. Var
okkur vel tekið þar og fengum við
upplýsingar um hina nýju þýsku
stjórnarskrifstofu sem hafði aðsetur
i Höchst, einni af útborgum Frank-
furt.
Við höfnuðum boði um aðstoð í
samskiptum við þessa þýsku stjórn-
arskrifstofu og var því ekki sérstak-
lega vel tekið. Virtist þessi afstaða
nefndarinnar vel ráðin því á hinum
fyrsta fundi með þýsku fulltrúunum
í Höckhst var okkur tjáð að við vær-
um fyrsta erlenda sendinefndin sem
til þeirra kæmi án áheymarfulltrúa
hernaðaryfirvalda. Nefndin átti ítar-
legar viðræður við þýsku fulltrúanna
og verða þær ekki raktar hér. Hins
vegar var okkur tjáð, að sendar yrðu
upplýsingar til fjölda verslunar- og
iðnaðarráða um viðræður okkar og
um áhuga íslenskra stjórnvalda á að
heíja viðskipti að nýju við Þýska-
land. Var þetta þakksamlega þegið
af okkar hálfu.
Næsti áfangi var Berlín. Þar átt-
um við viðræður við hlutaðeigandi
hernaðaryfirvöld og ýmis þýsk fyrir-
tæki, en sum þeirra höfðu haft um-
talsverð viðskipti við ísland fyrir
ófriðinn. Má segja að þessar viðræð-
ur hafi reynst mjög nytsamlegar og
jafnvel leitt til þess að komið' væri í
veg fyrir að þýðingarmikil umboð
kæmust í hendur erlendra aðila. Á
meðan nefndin dvaldi í Berlín fór hún
einnig til Austur-Þýskalands, m.a.
til Leipzig. Fékk hún þar margvísleg-
ar upplýsingar um nýtt fyrirkomulag
sem verið var að koma á fót í ut-
anríkisverslun Austur-Þýskalands.
Með þessum viðræðum í Berlín og
Leipzig lauk þessari annarri könnun-
arferð til undirbúnings viðskiptum
við Sambandslýðveldið Þýskaland.
Það má segja að þessar tvær ferð-
ir hafi skilað árangri. í kjölfar þeirra
var árið 1950 gengið frá viðskipta-
samningi við Sambandslýðveldið
Þýskaland. Formleg viðskipti við
þýska alþýðulýðveldið hófust síðar,
en 1954 var þó gerður vöruskipta-
samningur milli íslenska vöruskipta-
félagsins og Kammer fúr Aussen-
handel. Árið 1952 kom fyrsta þýska
viðskiptanefndin til íslands. Gekk
hún frá viðskiptasamningi sem und-
irritaður var af utanríkisráðherra,
Bjama Benediktssyni, 1. júlí 1952.
Þetta sem hér hefur verið rakið
er gert í tilefni af því að um þessar
mundir er minnst 40 ára afmælis
Sambandslýðveldisins Þýskalands.
Höfundur er fyrrvcmndi sendi-
herra.
TMWiíVN
MATARGERÐ
Kínversk matargerð þróast í listgrein á tíma
kinverska keisarans Fu Hsi fyrir 5000 árum. Þegar
Cheng Kai Shih flýrfrá meginlandi Kína til Formósu
á fimmta áratugnum fóru með honum nokkrir af
meistarakokkum kínverskrar matargerðarlistar.
Siðar var eyjan Formósa nefnd Taiwan og þar
þróaðist ný matargerðarlist sem byggir á
matargerð frá Suöur-Kína og þjóðlegri matargerð
íbúa Formósueyjanna
TAIWAN MATSEÐILL
Sérstakt tilboö;
Moutai lystauki
Krabbakjötsúpa
Súrsæt svínarif
Sítrónukjúklingur
Djúpsteiktur fisKur
í nrísgrjónavíni
Taiwan önd
Kaffi eða ís Kr l290-
Einnig bjóðast fjölmargir réttir af stórum Taiwan
matseðli og úrval retta af venjulegum Sjanghæ matseðli
M r- Kinverska veitingahúsið Laugavegi 28b • Simi 16513 tsJ