Morgunblaðið - 17.06.1989, Qupperneq 24
24
e80f ivm .Ví SUOA05IAOUAJ QISAJHMUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ T989
....
Hvalveiðar heflast
á sunnudaginn
HVALVEIÐAR hcfjast á sunnudag, síðasta sumar vísindaveiðanna.
Alls verður leyfilegt að veiða 68 langreyðar, en meiri veiði var fyrir-
huguð, veiði á 10 sandreyðum og alls 80 langreyðum. Við upphaf
vísindaáætlunarinnar var fyrirhuguð veiði á 80 langreyðum og 40
sandreyðum hvert sumar.
Öll umsvif við veiðarnar verða
svipuð nú og á síðustu hvalvertíð
en þessi gæti orðið styttri. Veiðarn-
ar verða stundaðar á tveimur hval-
bátum, Hval 8 og Hval 9. 30 manns
verða á bátunum. í hvalstöðinni í
Hvalfirði verða nálægt 100 manns
og 30 til 40 í frystihúsi Hvals hf í
Hafnarfírði.
Eggert ísaksson, skrifstofustjóri
Hvals hf, sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að þó veiða mætti færri
hvali, þyrfti svipaðan fjölda starfs-
manna. Menn gætu ekkert verið
að dunda sér við vinnsluna. Hvalinn
þyrfti að vinna strax og hann bær-
ist að landi svo hann skemmdist
ekki. Því yrði svipaður fyöldi fólks
í vinnu við veiðar og vinnslu og á
síðasta ári.
Fundur Seðlabanka, banka og sparisjóða á mánudag:
Rætt um útlánsvexti og
og skiptikjarareikninga
FUNDUR með fulltrúum Seðlabanka, banka og sparisjóða verður
á mánudag, og er búist við að eftir hann liggi fyrir endanlegar tillög-
ur um hvernig raunvextir á útlánum verða lækkaðir. Einnig hvem-
ig skiptikjarareiknum verður breytt, en ríkisstjórnin vill afnema þá
frá og með næstu áramótum. Undirnefnd þessara aðila leitar að lausn
á því máli.
Rætt er um að lækka raunvexti
útlána í 6% í tveimur áföngum, en
næsti vaxtabreytingardagur er 21.
júní. Ljóst er einnig að breytingar
verði á' skiptikjarareikningunum en
að þeir verði ekki afnumdir með
öllu. M.a. er rætt um að verðtrygg-
ing gildi ef reikningar eru ekki
hreyfðir í 6 mánuði en annars gildi
nafnvextir. Einnig er rætt um að
lengja viðmiðunartímabil þessara
reikninga úr 6 mánuðum í 1 ár.
Kröfur um afnám skiptikjara-
reiknganna hefur mætt mikilli and-
stöðu banka og sparisjóða. Baldvin
Tryggvason sparisjóðsstjóri Spari-
sjóðs Reykjavíkur og nágrennis
sagði við Morgunblaðið, að þetta
væru þeir reikningar sem fólkið í
landinu hefur treyst á, enda væri
meira en helmingur heildarinnlána
á þessum reikningum.
„Forsenda fyrir lækkun útláns-
vaxta er lækkun innlánsvaxta. Það
er útilokað, ef fara á að lækka út-
lánsvexti, að fara að hreyfa við því
kerfi sem fólkið treystir best á. Það
er að sjálfsögðu alltaf hægt að end-
urskoða og laga þessa reiknigna,
en vandi banka og sparisjóða, sem
sagt er að stafi af skiptikjarareikn-
ingum, stafar af bráðabirgðalögun-
um 1988. Þá var bannað að lána
verðtryggð lán til skemmri tíma en
tveggja ára. Þá minnka verðtryggð-
ar eignir banka og sparisjóða, sem
leiðir örugglega til hækkandi nafn-
vaxta á óverðtryggðu hliðinni,"
sagði Baldvin.
Verðlagsstofhun:
Kreditkort taki auglýsinga-
stefiiu sína til athugunar
Stigsmunur á auglýsingum Visa og Eurocard
VERÐLAGSSTOFNUN hefúr komist að þeirri niðurstöðu að í auglýs-
ingum fyrir Eurocard kreditkort sé vegið að Visa-íslandi á ótil-
hlýðilegan hátt og fer stofnunin íram á að fyrirtækið taki auglýsinga-
stefiiu sína til athugunar og forðist auglýsingar af þessu tagi. Visa-
ísland hafði kært auglýsingarnar til stoftiunarinnar.
í tilkynningu frá Verðlags-
stofnun segir að hún telji æskilegt
að greiðslukortafyrirtækin aug-
lýsi gæði og eðli þjónustu sinnar
frekar en að beina spjótum sínum
hvort að öðru. í því sambandi
vekur stofnunin athygli á Visa
ísland hafí einnig auglýst á þann
hátt að aðeins sé lítill stigsmunur
á þeim og auglýsingum fyrir
Eurocard. Stofnunin tekur þó ekki
afstöðu til þeirra auglýsinga þar
sem kæra hefur ekki borist þeirra
vegna.
Landssamband smábátaeigenda:
Grásleppukarlar hvattir
til þess að taka upp netin
Meira hefiir aflazt en talið er að hægt sé að selja
MEIRA en 12.000 tunnur af grásleppuhrognum hafa nú aflazt á
vertíðinni, sem stendur til 20. júlí. Það er um 1.000 tunnum meira
en talið er að seljanlegt sé. Landssamband smábátaeigenda hefúr
varað grásleppukarla við frekari veiðum, enda geti aukinn afli leitt
af sér undirboð og verðlækkanir.
Samkvæmt upplýsingum Arnar
Pálssonar, framkvæmdastjóra LS,
hefur sambandið margsinnis varað
menn við því að veiða ekki meira,
en þeir hafi trygga sölu fyrir. Flest-
ir hafa fylgt þeim fyrirmælum og
tekið upp netin þegar veiðin hefur
náð þeim mörkum, þrátt fyrir það
að í mörgum tilfellum hafi verið
um mokveiði að ræða. Örn segir
að þvi miður hafi einhveijir ekki
farið að þessum tilmælum og haldið
veiðum áfram. Það geti haft í för
með sér mikinn þrýsting frá þeim
sjálfum til verðlækkunar til að auka
sölu. Verðlækkun sé hins vegar
ekki á döfinni.
í frétt frá sambandinu segir að
helztu rökin gegn verðlækkun séu
eftirfarandi:
„Umtalsverðir ijármunir eru í
húfi. 100 marka verðlækkun á
12.000 tunnum svari til 33,8 rnillj-
óna króna tekjutaps.
Samskiptum við þá erlendu
aðila, sem gert hafa samninga á
þessari vertíð upp á tæpar 5.000
tunnur á 1.100 mörk, væri stefnt
í voða.
ísland myndi tapa því frum-
kvæði í verðlagningu á grásleppu-
hrognum sem það hefur haft.
ísland myndi glata því trausti,
sem byggt hefur verið upp á und-
anförnum árum að hér séu litlar
sveiflur á verði grásleppuhrogna.
Öll veiði á þessu ári umfram
það, sem hægt er að selja, mun
hafa áhrif á verðlagningu og fyrir-
fram sölu á næstu vertíð. Það skal
því enn og aftur ítrekað að þeir
grásleppumenn, sem enn eru að
veiðum og ekki hafa örugga trygg-
ingu fyrir sölu, eru beðnir um að
taka upp netin og hætta.“
21 nemandi útskrifaður
frá Tónlistarskólanum
Tónlistarskólanum í Reykjavík
var slitið þriðjudaginn 30. maí
sl. við hátíðlega athöfn í Háteigs-
kirkju. Skólastjórinn, Jón Nor-
dal, fiutti ræðu og afhenti loka-
prófsnemendum skírteini sín.
Að þessu sinni útskrifaðist 21
nemandi frá skólanum og 4 luku
prófi úr tveimur deildum. Loka-
prófsnemar skiptust þannig milli
deilda:
6 luku tónmenntakennaraprófi, 6
burtfararprófi tónfræðadeildar, þar
af einn jafnframt burtfararprófi í
sellóleik, 2 strengjakennaraprófi,
annar þeirra einnig einleikaraprófi
á fíðlu og hinn burtfararprófí á
víólu, 2 blásarakennaraprófi, þar
af einn jafnframt einleikaraprófi á
flautu, 1 lauk burtfararprófi á
flautu, 1 píanókennaraprófi, 1
gítarkennaraprófi, 1 einleikaraprófí
á fagott og 1 einsöngvaraprófi.
Um 40 tónleikar voru haldnir á
vegum skólans bæði innan hans og
utan. Einnig voru Ijölmörg nám-
skeið haldin af innlendum og er-
lendum gestum, nemendum og
kennurum til gagns og ánægju.
(Fréttatilkynning)
Lokaprófsnemar frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1989,
V erðlagsstofiiun:
Auglýsingar Miklagarðs taldar
bijóta í bága við verðlagslög
AUGLÝSINGAR frá verslun Miklagarðs við Sund um „happadaga“,
sem birst hafa í Morgunblaðinu síðastliðna tvo föstudaga, eru taldar
brjóta i bága við verðlagslög, en í auglýsingunum hefúr komið fram
að heppnir viðskiptavinir verslunarinnar ættu von á veglegum vinn-
ingum. Neytendamáladeild Verðlagsstoftiunar telur auglýsingarnar
vera ótvírætt lagabrot, og hefúr borið fram kvartanir við Miklagarð
vegna þeirra.
Sólveig Guðmundsdóttir, hjá
neytendamáladeild Verðlagsstofn-
unar, sagði að auglýsingar Mikla-
garðs brytu í bága við þá grein
verðlagslaga þar sem meðal annars
segir að óheimilt sé að örva sölu á
vöru með því að úthluta vinningum
með hlutkesti í formi verðlaunasam-
keppni eða á annan hliðstæðan hátt
þar sem tilviljun ræður hver niður-
staðan verður. í auglýsingum
Miklagarðs segir að allar innkaupa-
körfur verslunarinnar séu númerað-
ar, og happadagana séu tvisvar á
klukkustund dregin út númer, og
handhafar þeirra karfa fái vinning.
Sólveig sagði að haft hefði verið
samráð við Miklagarð eftir að fyrri
auglýsingin birtist, en Verðlags-
stofnun beri að reyna að ná sáttum
í málum af þessu tagi. „Við fórum
fram á að látið yrði af þessum aug-
lýsingum, en þeim var hins vegar
haldið áfram á heldur hvimleiðan
hátt. Þess vegna verður haft sam-
band við Miklagarð á nýjan leik þar
sem fyrri kröfur verða ítrekaðar,
en ennþá hefur ekki verið tekin
ákvörðun um hvort lögð verður
fram kæra vegna auglýsinganna,"
sagði Sólveig.
Snævar Guðmundsson, fjármála-
stjóri Miklagarðs, segist ekki telja
umræddar auglýsingar vera frá-
brugðnar útvarpsauglýsingum frá
ýmsum fyrirtækjum, þar sem við-
skiptavinum væri heitið allskonar
fríðindum gegn ákveðnum skilyrð-
um, og látnar hefðu verið afskipta-
lausar hingað til. „Það getur vel
verið að samkvæmt lögum séu aug-
lýsingar af þessu tagi ekki heimil-
ar, en þetta hefur viðgengist í þjóð-
félaginu hingað til og enginn hefur
skipt sér af því.“