Morgunblaðið - 17.06.1989, Page 27

Morgunblaðið - 17.06.1989, Page 27
27 MOKGUNBIAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1989 Fyrsta vika Palme-réttarhaldanna: Yonbrigði fyrir ákæruvaldið Stokkliólmi. Frá Kristínu Valdimarsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Þessi vika hefur ekki verið vika ákæruvaldsins í Pabne-réttarhöldun- um. Auk Lisbet Palme voru átta vitni kölluð fyrir réttinn að ósk saksóknara . Fjögur þessara vitna áttu að sýna að hinn ákærði Christer Pettersson hefði ekki Qarvistarsönnun morðkvöldið. Hin Qögur áttu að staðfesta að Pettersson hefði verið andsnúinn Olof Palme. Meiri hiuti vitnanna er úr undir- heimum Stokkhólms. Með einni undantekningu missti fólkið minnið, þegar það hafði fengið sér sæti í vitnastúkunni. í návist Petterssons man þetta fólk ekki mikið. Sagt er að Pettersson horfi framan í vitnin og reyni að ná sambandi við þau. Og hann er þekktur fyrir annað en blíðlegt augnaráð. Þegar þetta undirheimafólk og félagar Petterssons er komið út úr réttarsalnum getur stundum losnað um málbeinið hjá því. Við frétta- menn hafa tvö þessara vitna þá gefið í skyn að þau vilji ekki eiga þátt í því að Pettersson verði dæmd- ur fyrir morðið á forsætisráðherran- um. Eigandi klúbbsins Oxen, þar sem Pettersson segist hafa eytt morð- kvöldinu, hafði viku áður en hann vitnaði, lýst nákvæmlega skotvopni sem hafði horfíð frá heimili hans um það leyti sem morðið á Palme átti sér stað. í réttinum sagðist hann ekki hafa munað þetta rétt. Fyrrverandi sambýliskona Pett- erssons var fáorð í byijun og viður- kenndi aðspurð að það væri erfitt að vitna gegn honum í réttarsaln- um. Þegar ákærandinn las upphátt hvað hún hafði sagt í yfirheyrslum gat hún kannast við hluta af því sem hún hafði sagt þar. Til dæmis viðurkenndi hún að sér hefði strax dottið í hug að Petterson væri morð- ingi Palme og ennfremur að hefði Lisbet séð augu Petterssons þá myndi hún ekki gleyma þeim fyrst um sinn. Eitt öruggt og minnugt vitni fengu ákærendur þó. Eldri kona lýsti skilmerkilega hvemig Petters- son hafði hrópað ókvæðisorð um Palme á lestarstöðinni í Sollentuna. „Væri ekki búið að skjóta Palme, þá ætti maður (eða ,,ég“) að gera það einu sinni enn“, hafði Petters- son m.a. æpt. Eftir þessa viku hefur Pettersson því fjarvistarsönnun ef trúa á því sem vitnin hafa sagt í réttinum. Það er hins vegar ljóst að hann hefur ekki alltaf elskað Palme jafn- mikið og hann sjálfur segir. Lisbet Palme hefur samt kannski valdið ákæruvaldinu mestum von- brigðum í vikunni. Núna hefur hún þó gengist inn á að mæta nk. mánu- dag. Þegar forsætisráðherrann var myrtur vissu ráðamenn ekki hvem- ig átti að bregðast við. Lögreglan gerði hver mistökin á fætur öðrum. Það skýrist alltaf betur að ráða- menn vita ekki heldur hvemig á að meðhöndla ekkju forsætisráð- herrans. Lisbet Palme virðist vera komin upp í eitthvert hásæti. Hún kemst ekki niður og enginn nær upp til hennar. Þeim sem ekki líkar við hana segja að hún hafi sjálf komið sér upp I þetta hásæti með því að taka sér ýmis forréttindi. Þeir kalla hana „landsekkjuna". Lisbet Palme Aðrir segja að henni hafi verið ýtt upp í þessa stöðu og að þar hafi Hans Holmér fyrram lögreglu- stjóri riðið á vaðið með þvi að koma alltaf öðravísi fram við hana en önnur vitni. Þeir, sem þekkja til Palmefjöl- skyldunnar, segja að Lisbet hafi ýmsar ástæður til að vera bitur. Þeir segja ennfremur að henni fínn- ist erfitt að þurfa ein að bera aðal- ábyrgðina á því að Pettersson verði hugsanlega dæmdur fyrir morðið á forsætisráðherra Svíþjóðar. Arne Treholt Noregur: Arne Treholt veldur deilum Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. Njósnarinn Arne Treholt er enn fær um að valda deilum meðal norskra stjórnmálamanna. Nú er um það rifist hveijum sé að kenna, að hann gat árum sam- an selt Sovétmönnum norsk ríkis- leyndarmál. Þingmenn borgaraflokkanna gagnrýna Verkamannaflokkinn fyrir að hafa hlaðið undir Treholt innan flokks og í utanríkisþjón- ustunni á sama tíma og öryggislög- reglan varaði flokksforystuna við nánum tengslum hans við sovéska sendiráðsmenn. Verkamannaflokk- urinn og Sósíalíski vinstriflokkurinn svara fyrir sig með því að benda á, að það hafi verið ríkisstjóm borg- araflokkanna, sem leyfði Treholt að setjast í háskóla hersins árið 1982 þótt hann væri þá grunaður um njósnir. Það, sem hleypti nýju lífi í Tre- holt-deilurnar að þessu sinni, var, að fyrrum flokksbróðir hans, Thor- björn Berntsen, varaformaður Verkamannaflokksins, tók málið upp í Stórþinginu. Sagði hann, að dómurinn yfir Treholt væri allt of harður og bætti síðar við, að málið ætti að taka upp aftur. Hafa marg- ir brugðist ókvæða við þeim um- mælum og segja, að Berntsen sé að hlutast til um störf dómstólanna í landinu. Arne Treholt situr sem fyrr í Ila- fangelsinu fyrir utan Ósló og er hans vel gætt. Helgarleyfi hefur hann ekkert fengið og fær trúlega ekki og konuna sína, sem er aðeins tvítug að aldri, fær hann aðeins að finna í viðurvist fangavarða. ERLENT HH'% MADDAMA, KERLING, FROKEN, FRU VEISTU HVERT ÞÚ STEFNIR NÚ? KVENNALISTAKONUR Á FERÐ ALMENNIR FUNDIR, VINNUSTAÐAHEIMSÓKNIR, ÚTIMARKAÐIR. VESTFIRÐIR NORÐURLAND VESTRA SUÐURLAND Kristín Halldórsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir Kristín Einarsdóttir og Málmfríður Sigurðardóttir. Danfríður Skarphéðinsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir. 21. JÚNÍ, MIÐVIKUDAGUR Patreksfjörður. 23. JÚNÍ, FÖSTUDAGUR Hvammstangi - Laugabakki. 21. JÚNÍ, MIÐVIKUDAGUR Hveragerði - Þorlákshöfn. 22. JÚNÍ, FIMMTUDAGUR Tálknafjörður - Bíldudalur - Þingeyri. 24. JÚNÍ, LAUGARDAGUR Skagaströnd - Blönduós 22. JÚNÍ, FIMMTUDAGUR Stokkseyri - Eyrarbakki - Selfoss. 23. JÚNÍ, FÖSTUDAGUR Bolungarvík - Suðureyri. 25. JÚNÍ, SUNNUDAGUR Varmahlíð - Sauðárkrókur. 23. JÚNÍ, FÖSTUDAGUR Hella - Hvolsvöllur. 24. JÚNÍ, LAUGARDAGUR ísafjörður. 26. JÚNÍ, MÁNUDAGUR Sauðárkrókur. 24. JÚNÍ, LAUGARDAGUR Vík. 25. júní-30. júní verða Kvennalistakonur á ferð um Norðurland eystra, Vesturland og Austfirði. Sjá nánar í götuauglýsingum - Geymið auglýsinguna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.