Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 29 IÞINGHLEI „Heildarúttekt á fæðu- venjum þjóðarinnaru Opinber manneldis- o g neyzlustefha Þorramatur. Samræmist hann og það sem honum heyrir til þingsályktun um opinbera manneldis- og neyzluste&iu? „Alþingi ályktar að leitast skuli við á árunum 1990-2000 að ná fi-am meginmarkmiðum í þeirri manneldis- og neyzlu- stefiiu sem heilbrigðisráðuneyt- ið og Manneldisráð hafa lagt drög að og felur m.a. í sér eftir- farandi: * Að fæðuval sé fjölbreytt og kjarngott. * Að neyzla hvers einstaklings miði að því að viðhalda æski- legri líkamsþyngd. * Að neyzla kolvetna sé aukin, einkum úr grófu korni, kart- öflum, grænmeti og ávöxtum, en sykurneyzla minnki til muna. * Að hvíta (protein) verði áfram rífleg í fæðu landsmanna. * Að dregið verði úr neyzlu fitu, einkum mettuðum fituefii- um. * Að takmarka saltnotkun og neyzlu saltmetis." I Ofanskráð er upphaf á yfirlýs- ingu [þingsályktunar] Alþingis frá 19. maí sl. um manneidis- og neyzlustefnu 1990-2000. Heilbrigði til sálar og líkama er dýrmætasta eign hvers ein- staklings. Enginn vafi er á því að hver einstaklingur hefur ríku- leg áhrif á eigið heiisufar með lífsmáta sínum. Hoilt fæði, nægi- leg hreyfing, ómengað umhverfi, ánægja í starfi og jákvætt lífsvið- horf ráða trúlega mestu um heill og hamingju einstáklingsins, með og ásamt fjölskylduaðstæðum. Það er því ekki út í hött að löggjafinn móti manneldis- og neyzlustefnu, ef ekki er gengið of nærri sjálfsákvörðunarrétti fólks. Sá galli er hinsvegar á gjöf Njarðar að skoðanir hafa verið, eru og verða trúlega skiptar um hollustu sumra fæðutegunda. Nýjar og breyttar niðurstöður líta dagsins ljós svo að segja ár hvert. Þá falla skoðanir heldur ekki í einn farveg um það, hve víðtæk neyzlustýring stjórnvaida eigi að vera, t.d. með sköttum í vöru- verði, hömlum á innflutningi, nið- urgreiðslum o.s.frv. Flestir eru hinsvegar sammála um að „fæðuval eigi að vera fjöl- breytt og kjarngott". Sem og að fræðsla um holiustu og næringar- gildi tegunda eigi að vera öllum tiltæk og framboð matvæla nægt. Sem og að sjálfsákvörðunarréttur fólks til að móta eigin neyzluvenj- ur verði virtur sem kostur er. II I ályktun Alþingis eru tíundað- ar „aðgerðir" til að ná tilgreindum markmiðum. Þar segir m.a. efnis- lega: 1) Innlend framleiðsla matvæla sem og innflutningur falli að sett- um manneldismarkmiðum, m.a. um sykur- og fituinnihald; 2) Tekið verði mið af þessum markmiðum við ákvörðun tolla og skatta í verði matvæla, sem og við ákvörðun um niðurgreiðslur á vöruverði; 3) Fræðsla um mat- reiðslu, manneldis- og neyzlumál í grunn- og framhaldsskólum verði aukin, sem og nám í mat- vælaiðn, heimilisfræðum og fyrir starfsfólk mötuneyta og veitinga- húsa; 4) Nemendur í grunn- og framhaldsskólum eigi kost á hollu fæði í skólunum; 5) Almenn fræðsla um tengsl fæðu, líkam- legrar hreyfingar og heilbrigðis verði aukin; 6) Dregið verði úr neyzlu tóbaks, áfengis og hvers konar vímuefna; 7) Strangt eftir- lit verði haft með matvælum með tilliti til smithættu, aukefna og hættulegra aðskotaefna; 8) Heil- brigðisráðherra „láti fara fram neyzlukönnun sem feli í sér heild- arúttekt á fæðuvenjum þjóðarinn- ar. Þar komi fram m.a. hlutdeild einstakra matvara í daglegri fæðu fólks og magn einstakra næring- arefna . . .“; 9) Efldar verði inn- lendar rannsóknir á matvæium, næringu og heilsu; 10)„Stefnan í manneldis^óg neyzlumálum verði endurskoðuð með hliðsjón af nýrri þekkingu á hveijum tíma.“ III í þessari viljayfirlýsingu Al- þingis bindur fjárveitingavaldið sér allnokkurn útgjaldaauka, ef hugur fylgir máli,- sem ekki er ástæða til að efast um. í fyrsta lagi gerir þingsályktun- in ráð fyrir aukinni fræðslu, margvíslegri, í grunn-, framhalds- og sérskólum, auk upplýsinga- miðlunar til almennings. I annan stað gerir hún ráð fyr- ir því að hollt fæði verði á boðstól- um bæði í grunn- og framhalds- skólum. I þriðja lagi gerir stefnumörk- unin ráð fyrir könnun á neyzlu- venjum landsmanna, auknum rannsóknum, hertu eftirliti, niður- greiðslum í vöruverði o.s.frv. Alyktunin snertir og tekjuöflun ríkissjóðs: tolla og skatta og sölu- hagnað af ATVR. Ekki hefði komið að sök þó fylgt hefði tillögu sem þessar áætlun um áhrif hennar á tekjur og gjöld ríkissjóðs á -tímabilinu. Sama gildir raunar um áhrif á innlenda matvælaframleiðslu, svo sem búvörur hvers konar og markaðsstöðu þeirra. IV Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr neyzlukönnun — „heildarúttekt á fæðuvenjum STEFÁN FRIÐBJARNARSON þjóðarinnar" —, sem væntanlega verður fyrsta skref stjórnvalda í framhaldi af samþykkt Alþingis um manneldis- og neyzlustefnu. Slíka stefnu verður raunar að byggja á marktækum niðurstöð- um. Það er af hinu góða að beina neyzluvenjum fólks — með fræðslu og upplýsingum — inn á hollari brautir, þar eð samsetning daglegrar fæðu hefur ríkuleg áhrif á heilsufar okkar. En máske skiptir það ekki síður máli í hvers konar hugarástandi við neytum fæðunnar. Og girnilegur matur gleður hugann, ekkert síður en bragðlauka, sem forsjónin hefur gefið okkur í einhverjum tilgangi. Matmálstimi þarf að vera gleði- stund, ekki hið gagnstæða. Átta nýútskrifaðir tannlæknar, frá vinstri: Hólmfríður Guðmundsdóttir, Hilmar Guðmundsson, Gunnar Torfason, Hafsteinn Eggertsson, Þórður Birgisson, Sigríður Rósa Víðisdóttir, Berglind Jóhannsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. Átta nýir tannlæknar ÁTTA tannlæknar, sem brautskráðust frá Tannlæknadeild Háskóla íslands i júni sl., gengu í Tannlæknafélag Islands þann 23. júní. Við það tækifæri undirrit- uðu þeir félagsheit TFÍ. Fjói'ir hinna ungu tannlækna hafa þegar hafið störf á landsbyggðinni en hinir fjórir starfa í Reykjavík. Wélagslíf FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir Ferðafélags- ins 14.-16. júlí 1) Snæfellsnes - Elliðahamrar - Berserkjahraun Gengið þvert yfir Snæfellsnesið skammt vestan við veginn um Kerlingarskarð. Þarna er fjall- garðurinn mun lægri en víðast annars staðar. Lagt verður af stað í gönguna frá Syðra-Lága- felli. Gist í svefnpokaplássi. Fararstjóri: Jóhanna Magnús- dóttir. 2) Landmannalaugar. Gist ( sæluhúsi FÍ í Laugum. Göngu- ferðir um nágrennið með farar- stjóra. Fararstjóri: Magnús Guð- laugsson. 3) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir með fararstjóra. 4) Hveravellir. Gist í sæluhúsi Fl’ á Hveravöllum. Eftir erfiðan vetur er sumarið loksins komið á Hveravöllum. Uþplýsingar og farmiðasala á skrifstofu FÍ, Öldugötu 3. Ferðafélag (slands. UÍJ Útivist Útivist Laugardagur 15. júlí kl.os.oo Hekla. Ekið verður að Skjól- kvium og gengið upp norðaust- uröxl fjallsins. Gangan tekur 7-8 klst. Verð 1.700,- kr. Sunnudagur 16. júlí Kl. 08.00 Einsdagsferð í Þórs- mörk. Stansað 3-4 klst. í Mörk- inni. Ferð einnig fyrir sumardval- argesti. Verð 1,500,-kr. Kl. 13.00 Tóarstígur. Ný göngu- leið. Leiðin liggur um gróðurvinj- ar i Afstapahrauni. Skoðaðar mannvistarleyfar, jarðfall, gróskumikill gróður. Göngunni lýkur um Seltóarstíg og Bruna- veg. Munið miðvikudagsferðir f Þórsmörk. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, bensinsölu. Kynnið ykkur sumarleyfisferðir Utivistar, t.d. hálendishringur 22.-29. júli. Aðeins nokkur sæti laus. Sjáumst. Útivist, ferðafélag. ikfllj Útivist Helgarferðir 14.-16. júlí: 1. Þórsmörk - Goðaland. Gist í Básum. Skipulagðar göngu- ferðir við allra hæfi. 2. Skógar - Fimmvörðuháls - Básar. Gist í Básum. Gengið frá Skógum yfir Fimmvörðuháls i Bása á laugardag. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, simar 14606 og 23732. Sjáumst! ...... Útivist. TIL SÖLU FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Niðjamót Niðjamót Guðbjargar og Árna frá Bæ, Aust- ur-Barðastrandarsýslu, verður haldið á tjald- svæðinu við Bjarkarlund dagana 22. og 23. júlí. Mætum öll. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í símum: 91-76697 Sigurður, 98-34324 Ólína, 98-34165 Kristjana. Sumarbústaðaland við Apavatn Til sölu einn hektari fallegt sumarbústaða- land við Apavatn. Búið að leggja veg, girða og gróðursetja mikið af trjáplöntum. Upplýsingar hjá: S.G. einingahúsum, Selfossi, sími 98-22277. ÝMISLEGT Sumarhúsalóðir í Kjós Til leigu eru örfáar sumarhúsalóðir á skipu- lögðu landsvæði, sem er í fallegu landslagi við eða í námunda við Meðalfellsvatn, um 45 km frá Reykjavík. Verð við allra hæfi. Upplýsingar í dag og næstu daga í síma 667007.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.