Morgunblaðið - 14.07.1989, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 14.07.1989, Qupperneq 34
34 félk f fréttum MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 COSPER Eig'uni við ekki heldur að vera hér? Gömul reiðtygi. Við muniim sakna ykkar mikið Morgunblaðið/Ámi Sæberg. Ágfústa Sigíúsdóttir var lylgdarmaður Soffíu Spánardrottningar á Islandi. Agústa Sigfúsdóttir var sér- legur fylgdarmaður Soffíu Spánardrottningar á meðan á heimsókn konungshjónanna stóð í síðustu viku. Blaðamaður hitti Ágústu að máli og spjallaði við hana um heimsóknina. „Mér þótti það mikill heiður þegar Vigdís Finnbogadóttir hafði samband við mig og bað mig um að taka starfið að mér,“ segir Ágústa. „Þessir dagar hafa verið alveg ógleymanlegir. Kon- ungshjónin eru afar viðkunnan- leg og dagskráin gekk eins og best verður á kosið.“ Alþýðleg framkoma Soffíu Spánardrottningar í heimsókn- inni kom mörgum á óvart. Ég spyr Ágústu hvernig Soffía hafi komið henni fyrir sjónir. „Soffía er afskaplega elskuleg kona,“ segir Ágústa. „Yfir henni er ákveðin reisn en um leið er hún hlý og athugul. Hún hefur áhuga á blómum og dýrum og er mik- ill barnavinur. Konungurinn hef- ur önnur áhugamál. Hann er hestamaður og stundar siglingar og veiðar. Auk þess hefur hann mikinn áhuga á viðskiptum og spurðist fyrir um viðskipti milli landanna tveggja. Bæði eru hjónin gamansöm og elskuleg í viðmóti. Sem dæmi um það má nefna að eftir móttöku sem kon- ungshjónin héldu settustþau nið- ur með nánasta fylgdarliði sínu og við ræddum frjálslega um ýmislegt sem ekki hafði gefist tækifæri til að tala um. Þegar konungshjónin fara í formlegar heimsóknir til annarra landa er ávallt með þeim mikið fylgdarlið. Dagskráin er í föstum skorðum og henni er sjaldnast hægt að hnika. Það var þó gert fyrsta dag heimsóknarinnar þeg- ar Soffía drottning lét í ljós ósk um að fara í verslunarleiðangur. „Það var frí þetta síðdegi og stóð ekki til að gera neitt. Þá langaði Soffíu skyndilega að fara í Kringluna og versla. Auðvitað var ekkert því til fyrirstöðu. Ég er ekki viss um að allir hafl átt- að sig á því hver þarna var á ferð,“ segir Ágústa. „Ég talaði við konu sem var að versla í Pennanum og áttaði sig ekki á því að drottningin stóð við hliðina á henni fyrr en hún af tilviljun leit upp. Eg held að Soffiu hafi fundist þetta skemmtilegt og ólíkt því sem hún á að venjast." Sjötíu manns voru í fylgd með konungshjónunum. Þar af voru 30 blaðamenn. Sumir gera ekki annað allan ársins hring en að fylgjast með konungshjónunum. Meðal þeirra sem eru í fylgdar- liði konungs er 83 ára gamall markgreifi, siðameistari hallar- innar, og eiginkona hans. „Þau fylgja konungi hvert sem hann fer,“ segir Ágústa. „Hjónin voru alltaf nærri konungshjónunum og fylgdust gaumgæfilega með því sem var að gerast. í einni móttökunni tók ég eftir að siða- meistarinn benti konungi á að nú væri kominn tími til að draga sig í hlé. Það var greinilegt að hann tók hlutverk sitt alvar- lega.“ Ágústa segir að konungs- þjónin hafi ekki kvartað yfir véðrinu á Islandi og bæði létu þau í ljós ósk um að koma aftur til íslands í einkaheimsókn. Það var mikið um að vera í Leifsstöð þegar þau kvöddu. „Kveðjustundin var ekki eins formleg og móttakan í upphafi heimsóknarinnar," segir Ágústa. „Konungshjónin voru búin að eignast vini á Islandi sem þeim þótti erfitt að kveðja. Ég man sérstaklega eftir kveðjuorðum Soffíu: „Við munum sakna ykkar mikið.“ LANDKYNNING Baðstofa við Kyrrahafið Seattle. Frá Valgerði P. Hafstað fréttaritara Morgunblaðsins. Islendingafélag Seattle-borgar fagnaði þjóðhátíð að þessu sinni með því að opna formlega íslenskan sal í Norræna safni borgarinnar. Gerðist það við hátíðlega athöfn að viðstöddum u.þ.b. 30 boðsgestum. í salnum kennir margra grasa. Þar er m.a. baðstofa sem mun vera eftirlíking annarrar á Þjóðminja- safni íslands. Þá þelqa reiðtygi og gömul íslensk verkfæri heilan vegg í salnum. Einnig eru íslenskar bæk'- ur til sýnis og veggspjöld með lands- lagsmyndum frá íslandi. Veggina prýða þar að auki gamlar ljósmynd- ir af íslenskum landnemum í Wash- ingtonrylki. Að sögn safnvarðarins, Marianne Forsblad, er ráðgert að útbúa vegg- spjöld í salinn þar sem saga íslend- inga í Washingtonríki verður sögð í máli og myndum. Afkomendur íslendinga í fylkinu eru nú u.þ.b. 600 manns en í íslendingafélaginu eru u.þ.b. 600 manns. Formaður félagsins er Edward Palmason. Marianne Forsblad við opnun sýningarinnar. Úr baðstofúnni. Soffía er mikill dýravinur. SPÁNARDROTTNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.