Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/IIMIMLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 Mikíl röskun á millilandaflugi MIKIL röskun hcfur orðið á millilandaflugi síðustu tvo daga vegna þoku á Keflavíkurflugvelli, en búist er við að áætlun verði að mestu komin í samt lag í dag. Flugleiðir flytja á þessum árstima um og yfir eitt þúsund farþega í millilandaflugi á dag, en veðrið hefur raskað ferðaáætlunum verulegs hluta þess hóps. með langferðabíl frá Akureyri til Reykjavíkur í fyrrinótt. Röskunin hefur þýtt gífurlegt álag fyrir starfsfólk Flugleiða, símakerfi og tölvukerfi. Félagið biður því far- þega að fylgjast grannt með upplýs- ingum um flug í útvarpi. Enn er óljóst hve mikill aukakostnaður leggst á félagið vegna röskunarinn- ar, segir í fréttatilkynningu frá Flug- leiðum. „Við erum að reyna að koma sam- an áætlún til að koma sem flestum farþegum til síns heima sem fyrst. Lögð er áhersla á að koma bókuðum farþegum á ákvörðunarstað þó svo að það kosti millilendingar og annað í þeim dúr svo hægt sé að nýta vél- arnar til hins ýtrasta," sagði Gréta Eiríksdóttir, vaktstjóri hjá Flugleið- um, í samtali við Morgunblaðið um hádegi í gær. Fyrri hluti ársins; 68% fleiri flytja úr landi en á sama tíma í fyrra Ferð um Sundin blá Slysavamarfélag Islands efndi til skoðunar og kynningarferðar um sundin blá í gærmorgun með starfsfólki bresku og þýsku sendiráðanna hérlendis. Með í förinni voru bæði breski og þýski sendiherrann en farið var á björgunarbátnum Henrý A. Hálfdánarsyni. Á myndinni sést hópurinn, áður én Iagt var í hann, ásamt fararstjórum frá SVFÍ. Tvær Boeing 737-400-flugvélar lentu á Akureyri í gærkvöld, önnur vélin komst til Keflavíkur í gærmorgun með farþega frá París. Vegna bilunar í hinni vélinni seink- aði henni eitthvað fram eftir degi. Flugleiðir þurftu að koma um 400 farþegum fyrir á hótelum í nágrenni Akureyrar, Reykjavíkur og í Glas- gow. Um 150 farþegar, sem voru að koma frá Stokkhólmi, voru fluttir Margeir vann Margeir Pétursson vann í gær 4. einvígisskákina um ís- landsmeistaratitilinn gegn Jóni L. Ámasyni og em þeir nú jafnir. Skákin fór í bið á föstudags- kvöld og var sest að tafli síðdegis í gær. Þegar Jón sá bið- leik Margeirs gaf hann skákina. Kapparnir tefla nú tveggja skáka einvígi. Fyrri skákin hófst klukkan 18 í gær og sú seinni verður tefld í dag í Útsýn í Mjódd. Islending- ar í 16. sæti ÍSLENSKA landsliðið í brids hafnaði í 16. sæti á Evrópumótinu sem lauk í gærdag. Pólvetjar sigruðu á mótinu með 456 stigum. í öðru sæti varð Frakkland og í því þriðja hafnaði Svíþjóð. Pólsku sigurvegararnir heita: Martens, Szyminovski, Balicki, Zmudzinski, Kuklowski og Mos- zczynski. Pólveijar unnu síðast Evr- ópumót árið 1981. ÞEIR sem fluttu lögheimili sitt af landinu á fyrstu sex mánuðum þessa árs em 68% fleiri en fluttu búferlum af landinu á sama tíma í fyrra. í ár fluttu alls 1.456 manns af landinu á fyrri hluta ársins, en 867 í fyrra. Á árinu 1987 var þessi tala 717. íslenzkir ríkisborgarar, sem fluttu burt á þessum tíma í ár, vom 955, eða 59% fleiri en á síðasta ári. 501 útlendingur, sem haft hefúr bú- setu hér, flutti burt. Það er 88% fleira en á sarria tíma í fyrra. Fram til 10. júlí tilkynntu alls 248 til viðbótar, íslendingar og út- lendingar, að þeir væm að flytja af iandinu. Brottfluttir á árinu em því 1.704 alls. T'il landsins hefúr hins vegar flutzt 1.251 á árinu, samkvæmt tölum Hagstof- unnar. Aðfíuttir íslendingar á fyrri hluta ársins eru 692, miðað við 1.047 í fyrra. Munurinn er um 51%. Útlendingar, sem tekið hafa sér búsetu hér, eru á sama tíma 456, en voru 758 í fyrra eða 66% fleiri. Langflestir, sem flutt hafa úr landi, fara til hinna 'Norðurland- anna. Þannig flytja rúmlega 600 til Svíþjóðar, tæplega 200 til Dan- merkur og rúmlega 100 til Noregs. Til Bandaríkjanna fara tæp 200, en færri til annarra landa, að sögn Guðna Baldurssonar á Hagstofunni. Guðni sagði að fólksflutningar af landinu væru ævinlega meiri síðari helmingi ársins vegna bú- ferlaflutninga stúdenta. Þannig fluttust 1.896 af landinu seinni hluta ársins í fyrra, miðað við 867 á fyrri árshelmingi. Guðni benti á að hlutfallslega mun fleiri útlendingar hefðu flutzt af landinu í ár en Islendingar. Út- lendingum, sem hér væru búsettir, hefði líka fjölgað mikið á síðustu þ'remur árum og nú væri að kom- ast los á marga af þeim. Árið 1986 fluttu 385 erlendir ríkisborgarar til landsins, en 1.533 í fyrra. „í fyrra fluttu 400 fleiri íslend- ingar til landsins en fluttu út. Það ■ sem af er árinu er það á hinn veg- inn, um 400 fleiri hafa flutzt burt. Við höfum hins vegar oft séð hærri tölur,“ sagði Guðni. Hlunnindi af æðarvarpií borgarlandinu BJARNI Sigurbjörnsson, ráðs- maður í Viðey, og Guðrún Lilja Arnórsdóttir kona hans hafa i vor unnið mikið starf við að hlú að æðarvarpinu í eynni. Afrakst- urinn af varpinu er tvö og hálft kíló af dúni. jarni hefur bæði skotið varg og unnið mink, sem hefur sótt í varpið, en áður en þau hjónin tóku sér fasta búsetu í eynni síðastliðinn vetur var ekki litið eftir varpinu að staðaldri. Bjarni hefur skotið tvo minka í eynni, og telur sig hafa hreinsað hana af rándýrinu í bili. Hann segir að æðarvarpið sé að sækja í sig veðrið og hægt verði að hafa af því talsverð hlunnindi. Einhverjar nytjar af varpi munu einnig vera í Engey og Þerney. Vanmeta íslenskir ferðamenn hætturnar í hálendisferðum? SÍFELLT fleiri ferðamenn, bæði íslenskir og erlendir, leggja leið sína inn á hálendið. Vegir þar eru hins vegar fæstir feerir nema lítinn hluta ársins og jafnvel þá geta vatnavextir og illviðri vald- ið ferðamönnum erfiðleikum. Fyrir kemur, að hörmuleg slys verða í hálendisferðum og vakna spumingar um það, hvort ferðafólk sé almennt nægilega vel búið til ferðanna og hvort það geri sér í raun grein fyrir þeim hættulegu aðstæðum sem geta skapast. Þeir sem tíl þekkja, telja að flestir ferðamannanna séu þokkalega búnir tU ferðanna en margir vanmeti hættumar. Nú í sumar verða vegir á há- lendinu almennt opnaðir fyr- ir umferð hálfum mánuði til þrem- ur vikum síðar en venjulega, að sögn Hjörleifs Ólafssonar, vega- eftirlitsmanns. Margir hálendis- vegir eru enn lokaðir þótt komið sé fram í miðjan júlí. Má þar nefna einnig illfærir vegna þess að mik- ið er i ám og talsverð aurbleyta. Á undanfömum ámm hefur ferðum inn á hálendið íjölgað mjög. íslendingar sækja þangað í auknum mæli á eigin bílum og sífellt fleiri erlendir ferðamenn leggja þangað leið sína, ýmist í hópferðum, akandi á eigin bílum, gangandi eða jafnvel hjólandi. Reynslan sýnir, að þessar ferðír geta verið hættuspil. Á hálendinu er allra veðra von en það em eink- um árnar, sem hafa reynst ferða- mönnunum hættulegar. Ýmis hörmuleg slys hafa orðið og er þar skemmst að minnast slyssins í Bergvatnskvísl á dögunum. Slysin vekja spumingar um það annars vegar, hvort hinir fjöl- mörgu ferðamenn séu almennt nægilega vel búnir til hálendis- ferðanna og hins vegar hvort þeir geri sér nógu ljósa grein fyrir þvi, hvaða hættur geta verið samfara ferðunum. Þeir sem til þekkja virðast nokkuð sammála um að almennt séu ferðamennirnir þokkalega út- búnir og Jþá hinir erlendu ekki síður en íslendingarnir. Tryggvi Páll Friðriksson hjá Landssam- bandi hjálparsveita skáta nefnir þó, að margir hafi ekki nægilega góð kort og sumir göngumenn séu illa skóaðir. Þeir sem aka um hálendið á eigin vegum munu yfirleitt vera á sæmilega búnum bílum. Nokkuð mun þó vera um að menn ofmeti getu fjórhjóladrifinna fólksbíla og lítilla léttra jeppa, sem geti lent í erfiðleikum þegar mikið er í ám. Einnig hefur verið nefnt, að vara- samt geti verið að hækka jeppa upp og setja stærri dekk undir. Þeir geti orðið valtari og fljóti jafnvel upp í ám, í stað þess að aka á botninum. En það er ekki bara búnaðurinn sem skiptir máli heldur líka hug- arfarið. Kunnugir telja, að ferða- mennimir geri sér oft ekki næga grein fyrir erfiðleikum sem geti skapast, til dæmis þegar ár breyta um farveg eða vegna skyndilegra vatnavaxta. Margir útlending- anna hafi mikla reynslu af ferða- lögum erlendis, en hér séu að- stæður gerólíkar. í rigningu eða sólbráð geti litlir lækir breyst í ólgandi stórfljót og óveður geti skollið á fyrirvaralaust, jafnvel yfir hásumarið. En mat manna er að það hendi líka oft íslendinga sjálfa, að van- meta óblíða náttúru landsins. Komi þar stundum til vanþekking og reynsluleysi en einnig ofmat á eigin hæfni og útbúnaði. Nefnir Gunnar Guðmundsson, hjá Guð- mundi Jónassyni, að seint gangi að kenna fólki að fara yfir árnar. Það sé til dæmis grundvallaratriði að vaða ár áður en lagt er í þær. Ýmsir nefna einnig, að svo virð- ist sem margir ferðamenn átti sig ekki á mikilvægi þess að velja réttan tíma dagsins til að fara yfir árnar. Yfirleitt sé best að gera það snemma dags, áður en sólbráð veldur vexti í ánum. Enn- fremur geti mikið öryggi verið fólgið í því að hafa meðferðis góðar talstöðvar eða farsíma. Einnig að láta vita um ferðir sínar, svo hægt sé að bregðast skjótar við, fari eitthvað úrskeiðis. Amar Jónsson, landvörður Ferðafélags íslands á Hveravöll- um, segir að almennt sé fólk sam- vinnuþýtt og taki vel ábendingum; til dæmis um að leggja ekki í ár nema í samfylgd með fltýri bílum. Hann segir að landverðir og skála- verðir fylgist vel með ánum og þeir geri viðvart ef þær verða ill- færar. Þegar spurt er hvað megi gera til að draga úr slysahættunni nefna menn tvennt. Annars vegar aukna kynningu og hins vegar meira eftirlit. Hefur Birgir Þorg- ilsson, ferðamálastjóri, til dæmis sagt að aðalvandamálið í sam- bandi við hálendisferðirnar sé eft- irlitsleysi. Guðmundur Gunnars- son hjá Ferðafélagi Akureyrar bendir á að ef betur væri fylgst með úr lofti, gæti hjálp borist fyrr ef eitthvað fer úrskeiðis og einnig megi hugsanlega vara menn við ef þeir eru að leggja út í einhveijar ófærur. Ekki virðast líkur á að eftirlitið verði aukið í bráð og hafa nú borist af því fréttir, að dregið verði úr þjónustu lögreglunnar á hálendinu vegna skorts á tækjum og aðstöðu. Sprengi- sandsleið, Kaldadal og Fjallabaks- leiðir nyrðri og syðri. Aðr- ir vegir eru BÆKSVIÐ eftirBirgi Ármannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.