Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 16
eftir Guðm. Halldórsson HRIKT HEFUR í stoðum ríkisstjórnar Fidels Castros og kommúnistaflokksins á Kúbu vegna stórfellds eiturlyfjahneykslis og grunur leikur á að hann hafí notað málið til að bæla niður andstððu í heraflanum. Hneykslismál eru engin ný bóla á Kúbu, en ekkert mál hefúr komizt í hálfkvisti við eiturlyfjamálið, sem sumir kalla Castrogate. Eins valdamiklir menn hafa aldrei flækzt í misferli síðan Castro náði völdunum í byltingunni 1959 og aldrei hefiir verið gripið til eins víðtækra hreinsana. Dularfullt kókaínhneyksli á Kúbu riðji valdamesti maður Kúbu, Arnaldo Ochoa jSanchez hershöfðingi, og 13 aðrir yfirmenn, játuðu 'að hafa hjálpað voldu- gustu samtökum kókaín- kaupmanna í Suður- Ameríku, Medellin- hringnum í Kólombíu, að smygla eiturlyfjum til Bandaríkjanna um tveggja og hálfs árs skeið. Samtökin greiddu sjö hinna ákærðu a.m.k. 3,4 milljónir Bandaríkjadala fyrir að leyfa flugvélum þeirra að lenda á Kúbu með sex lestir af kókaíni, sem síðan voru fluttar sjóleiðis til Flórída. Ochoa og þrír helztu samstarfs- menn hans voru dæmdir til dauða, en hinir sakborningarnir fengu 10-30 ára fangelsi. Sýnt var frá réttarhöldunum í sjónvarpi kvöld eftir kvöld og útsendingarnar höfðu mikil áhrif. Tólf hinna ákærðu störfuðu í inn- anríkisráðuneytinu, sem lögreglan, leyniþjónustan og öryggiseftirlitið heyra undir. Innanríkisráðherrann, José Abrantes hershöfðingi, neyddist til að segja af sér og yfirmanni flug- málastofnunar Kúbu, Vicente Gomez Lopez, var vikið úr embætti. Höfuðpaurinn í innanríkisráðu- neytinu var Antonio (,,Tony“) de la Guardia Font ofursti, einn þeirra fjögurra, sem voru dæmdir til dauða. Hann var yfirmaður svokallaðrar „MC-deildar“, sem hefur það verk- efni að fara í kringum 30 ára gam- alt viðskiptabann Bandaríkjamanna. De la Guardia er gömul byltingar- hetja eins og Ochoa og var sagður „valdameiri en flestir hershöfðingj- ar“. Aðstoðarforingi Ochoa, Jorge Martinez höfuðsmaður, var tengilið- ur hans og Tony de la Guardia. Majór í innanríkisráðuneytinu, Amado Padro, skipulagði kókaín- aðgerðir MC-deildarinnar og stóð í beinu sambandi við smyglarana. Bæði Padro og Martinez voru dæmd- ir til dauða. Tvíburabróðir Tonys, Patricio de la Guardia, var einn sex sakborninga, sem voru dæmdir í 30 ára fangelsi, svo og eina konan á sakborningabekknum, Rosa Maria \kókaínborginni Medellin í Kólombíu. Medellin-hringurinn stjórnar allri eíturlyfjadreifingu frá Andesfjöllum til Bandaríkjanna. Litlar flugvélar kókaínsmyglaranna hafa flogið með farm sinn til lítilla og afskekktra eyja í Bahamaeyjaklasanum, rétt hjá strönd Flórída, en stöðugt hefur verið leitað að nýjum lendingarstöð- um. Beinasta flugleiðin frá Kólombíu til Suður-Flórída er yfir Kúbu og Medéllin-hringurinn hefur lengi haft augastað á flugvöllum þar. Síðla árs 1986 tóku Tony de la Guardia og deild hans upp samvinnu við Medellin-hringinn, skömmu áður en þringnum fór að ganga erfiðlega að fá leyfi til lendinga á Bahamaeyj- um. Tony fór til Kólombíu, sem Kúbveijar gerþekkja vegna stuðn- Ochoa hershöfðingi: „Ég sveik landið ...“ Castro: ásakanir Bandaríkja- Abierno, sem játaði að hafa tekið þátt i marijúana-flutningum frá Jamaica. Þrír fengu 25 ára og einn 10 ára fangelsi. „Kókaín-deildin“ „MC-deildin“, sem Tony de la Guardia stjórnaði — og Kúbveijar kalla nú„marijúana- og kókaíndeild- ina“ í háði — hefur beitt ýmsum ráðum til að sniðganga viðskipta- bann Bandaríkjamanna. Meðal ann- ars hafa leynilegir bankareikningar og dulbúin verzlunarfélög verið not- uð til að afla nauðsynlegs gjaldeyris og varnings. Panama hefur verið miðstöð leyniviðskipta Kúbveija vegna mikillar bankaleyndar þar og Manuel Antonio Noriega einræðis herra og fyrri einræðisherrar hafa þegið ríflega greiðslur frá Kúbveijum. Þó er talið að Kúb- veijar hafi hvergi mætt eins mikilli lipurð og í ings við skæruliða hreyfingarinnar M-19. Skæruliðarnir stunda ábata- söm viðskipti við Medellin-hringinn og komu Tony í kynni við „kókaín- kónginn“ Pablo Escobar og aðra forsprakka samtakanna. Niðurstaðan varð sú að Kúbveijar fengu stórfé frá kókaín-barónunum fyrir að leyfa flugmönnum þeirra að lenda á herflugvöllum á Kúbu og sjá um að eiturlyfjafarmurinn væri sendur áfram til Flórída frá ferða- mannabænum Varadero með hrað- skreiðum vélbátum og snekkjum. Einnig sóttu bátar frá Flórída vatns- helda gáma með kókaíni, sem var fleygt í sjóinn. Alls voru farnar 15 smyglferðir um Kúbu, þar af átta á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, og Kúbveijar lögðu hagnað sinn á leynireikninga í bönkum í Panama. „Tony gat flutt fólk ólöglega til Kúbu,“ sagði kúbverskur embættis- maður í síðustu viku, „falsað vega- bréf, sniðgengið tollskoðun, leyft flugvélum að lenda á venjulegum flugvöllum og sagt strandgæzlunni að látast ekki taka eftir neinu þegar ólöglegir bátar nálguðust strendur Kúbu.“ Stríðshetjan Ásakanirnar gegn Ochoa hers- höfðingja ná aftur til 1987. Áður en hann flæktist í eiturlyfjahneyksl- ið var hann þjóðhetja á Kúbu. Hann er einn sex manna, sem hafa verið sæmdir orðunni „hetja lýðveldisins" og hefur hlotið flest önnur kúbversk heiðursmerki. Fyrrverandi félagi hans segir að hann hafi verið sjálf- stæður í skoðunum og vinsæll meðal hermanna sinna, duglegur og sveigj- anlegur, átt það til að sniðganga reglur og venjur og verið meiri her- maður en marxisti. Ochoa mun vera 57 ára gamall og er sonur fátæks bónda í fjöllum Austur-Kúbu. Níu mánuðum eftir að hann gekk í lið með byltingar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.