Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Leiðtogafiindur og náttúrufræðafélag Afundi láðtoga sjö helstu iðn- ríkja heims sem haldinn er í París um þessa helgi er nýtt mál á dagskrá. í fyrsta sinn beina leið- togarnir athygli sinni sérstaklega að umhverfismálum og þeim hætt- um sem steðja að náttúrulífi á jarðarkringlunni. Umhyggja fyrir náttúrunni er auðvitað ekki ný af nálinni, hins vegar hefur hún aldrei verið viðfangsefni á vett- vangi þessara þjóðarleiðtoga, sem hingað til hafa nær einvörðungu fjallað um efnahagsmál á árlegum fundum sínum. Alþjóðleg samvinna er forsenda þess að það takist að snúa undan- haldi í sókn á sviði umhverfis- verndar. Meðal þess sem rætt hefur verið á leiðtogafundinum er hvernig unnt sé að koma í veg fyrir frekari eyðingu regnskóg- anna við Amazón-fljót í Brasilíu eða annars staðar í hitabeltinu, skóganna sem kallaðir hafa verið lungu jarðar. Þá hefur verið hvatt til þess að þjóðirnar sjö hafi for- ystu um að draga úr „gróður- húsaáhrifum“ á andrúmsloftið með því að beita sér fyrir að notk- un á koltvísýringi verði minnkuð um 20% fyrir árið 2000. Við íslendingar höfum best kynnst því vegna hvalveiða hve skipulega náttúruverndarmenn geta gengið til verks. Það er ekki fyrr en fyrst núna þegar tekist hefur að laga stefnu íslands í hvalamálum að óskum Alþjóða- hvalveiðiráðsins og eftir að lýst hefur verið yfir því að hvalveiðum verði hætt frá og með árinu í ár, nema hvalveiðiráðið ákveði annað, að spennan vegna þessa máls fell- ur. Ætti að vera kappsmál okkar að halda þannig á málum að við eigum samleið með þeim sem vilja vernda lífið í sjónum og koma í veg fyrir mengun hans. Því miður sjást þess merki til dæmis í Bandaríkjunum, að almenningur óttast sjávarafurðir vegna hræðslu við mengun sjávar. Frá- sagnir af því sem er að gerast við Adríahafsströnd Italíu, þar sem ferðamannaþjónusta hefur hrunið vegna þörungaplágu, sýnir hve gífurlegt íjárhagstjón mengun hafsins g-etur haft í för með sér. Stjórn Italíu segist nú ætla að veija jafnvirði 50 milljarða íslenskra króna til að hreinsa þetta innhaf. Leiðtogar iðnríkjanna sjö taka umhverfismál fyrir á fundum sínum í París vegna þess að þau eru farin að setja sterkan svip á stjórnmál allra lýðfrjálsra ríkja. Almenningur telur umhverfis- vernd til verkefna sem ríkisvaldið á að sinna. Nýlegar kosningar til þings Evrópubandalagsins sýndu mikla fylgisaukningu hjá þeim flokkum sem helga sig umhverfis- málum, grænu flokkunum svo- nefndu. Alþingi hefur glímt við það á annan áratug hvernig skipa eigi umhverfismálum í íslenska stjórn- kerfinu. Um það hefur verið deilt, hvort koma eigi á fót sérstöku ráðuneyti til að sinna þessum málum eða setja þau undir stjórn- arskrifstofu innan einhvers ráðu- neytis. Stefnir nú allt í þá átt að umhverfismálaráðuneyti verði komið á fót innan tíðar. Mestu skiptir auðvitað að vel sé að eftir- liti og mengunarvörnum staðið. Hættuleg efni geta til að mynda leynst víða eins og sannaðist síðast við Sundahöfn í Reykjavík, þegar menn töldu sig finna eitur í gömlum búnaði Rafmagnsveitna Reykjavíkur, en fyrirtækið segist vera í góðri trú um að engin slík efni hafi átt að vera í þessum búnaði. Hætturnar sem að náttúrunni steðja verða sífellt meiri og marg- brotnari. Þeir sem stóðu að stofn- un Hins íslenska náttúrufræðifé- lags fyrir réttum hundrað árum, þeir Stefán Stefánsson, skóla- meistari á Möðruvöllum, og Björn Bjarnarson sýslumaður höfðu að leiðarljósi að fræða þyrfti almenn- ing um náttúruna. Eitt aðalmark- mið félagsins var að koma upp náttúrugripasafni. Því markmiði hefur enn ekki verið náð. Það er jafnvel enn brýnna nú en þá, að þannig sé um hnúta búið að al- menningur eigi þess kost að fræð- ast um íslenska náttúru í nútíma- legu og fullbúnu safni. Við höfum í senn fjarlægst náttúruna en er- um henni hættulegri en áður. Umhyggjan vex í réttu hlutfalli við þekkipguna. íti'íi : _ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JULl 1989 ,19 "I fT Merkingar- xtl*fræðin er skemmtilegt fag. Og mér þótti gaman að kynnast henni í heim- spekideild Háskólans, þegar Halldór HaJI- dórsson kenndi okkur hana til fyrra- hluta prófs í íslenzkum fræðum, enda fjallar hún í raun um það að sérhvert orð er kvæðis ígildi eitt útaf fyrir sig. Snorri notar land- ráðamaður í merkingunni: sá sem ræður eða stjórnar landi, en í Áma sögu merkir orðið svikari eða kvisl- ingur og líður þó vart nema hálf öld frá því konunga sögur voru skrifaðar og þar til óþekktur höf- undur skráði sögu þessa stórmerka byskups, svoað notað sé orð sem honum hefði verið að skapi. Málfræði er einnig heillandi tæki til skilnings á reynslu okkar og hugmyndum; þannig leiðir reynsla af raun; skreytni af skraut. Fyrri afleiðslan blasir hvarvetna við í lífi okkar, hin síðari víða í náttúrunni. Þar er skrautið notað í lífsbarátt- unni, ekki sízt sem blekking í ótryggu umhverfi. En þannig geyma orðin mikla sögu og margvíslegar skírskotanir. 1 íí Einræðiðhefurjafnvelbeitt -I-vl»orðin ofbeldi, jafnvel þau; svipt þau merkingu sinni og per- sónuleika; orð einsog frelsi, lýð- ræði, samsærislýður; og dreggjar þjóðfélagsins einsog Deng Xiaoping kallaði þá verkamenn og stúdenta sem alþýðuherinn myrti á torgi hins himneska friðar — sem nú er einn- ig orðið öfugmæli. Við eigum að sjálfsögðu að taka þátt í eðlilegri málþróun. Tungumál breytast og laga sig að aðstæðum. HELGI spjall Orð úreldast, önnur koma í staðinn. Orð em ekki notuð eins i bókmenntum og við- skiptamáli eða þar sem þau eru notuð sem vígorð, til að mynda í stjórnmálum. Dostóévskí hafði fulla heimild til að nota orðið „tregafullir" um fætur konu í kven- lýsingu í FJárhættuspilaranum, en kynlegt þætti okkur, ef forsætisráð- herra tæki allt í einu upp á því að tala um tregafullan vaxtafót mitt í málæðinu um vextina og afkomu SÍS. "| En hvaðan eru þau runnin, A I *þessi merkilegu orð, „frelsi" og „frjáls"? Hver er upp- runaleg merking þeirra? Við skulum líta á málið þvíað uppruni orðanna segir mikla sögu, og méð hann í huga höfum við fast land undir fót- um, þegar við notum þessi orð í deilum okkar við einræðisöfl. „Fijáls“ er til orðið úr frí háls, þ.e. sá sem hefur hálsinn fijálsan, er ekki hlekkjaður. Frelsi er þannig fríhelsi, það er að vera fijáls, óháð- ur, ekki fjötraður einsog þræll. Orð- in eru runnin úr þrælahaldi og hafa fengið yfirfærða merkingu um mann sem býr við frelsi til orðs og æðis. Ég styðst við þessa merkingu orðanna og get því ekki talið fólk í einræðis- eða alræðisríkjum fijálst. Það nýtur ekki ytra frelsis eða neikvæðs frelsis sem svo er nefnt af heimspekingum. Þó hefur lýðræðissinna greint á um merk- ingu orðsins „frelsi“, og um hana hafa verið skrifaðar lærðar ritgerð- ir. Frelsi innan lýðræðisþjóðfélags er að vissu leyti teygjanlegt hug- tak. Þeir sem vilja banna hunda- hald eða leyfa bjórsölu leggja t.a.m. ekki sömu merkingu í orðin og hundaeigendur eða hinir sem vilja banna sölu á áfengum bjór. Utaf slíkum beinamálum fáum við kláða, og þjóðfélagið hleypur upp. Slík upphlaup geta verið hvim- leið einsog hveijar aðrar umferðar- pestir, en þau ganga yfir og eru jafnmikið merki um frelsi innan þjóðfélagsins og rauðu flekkimir um mislinga, svoað dæmi sé tekið. En andstætt sjúkdómum eru upp- hlaupin merki um eðlilegt ástand í lýðræðisþjóðfélagi. Slík beinamál ónáða sjaldnast alræðisríki. Þau eru laus við útbrotin, nema hvað komm- únistum hefur ekki alltaf tekizt að breiða yfir mannréttindabaráttuna í austantjaldslöndum; né þjóðem- isátök sem nú virðast ógna ríki þeirra. Beinamál leysum við lýðræðis- sinnar með umræðum, málamiðlun; samkomulagi sem miðast við gjald- gengar hugmyndir hvers tíma eins- og Popper segir í merku erindi sem hann hélt á fundi Mont Pélerin- samtakanna í Feneyjum 1954. Þar brýnir hann fyrir okkur að engin allsheijar uppskrift sé til að frels- inu, enda sé ekkert fyrirmyndarríki fijálshyggjunnar til. Hann talar að vísu hvorki um hundahald né bjór- sölu, heldur spyr, hvernig leysa skuli ágreining píanóleikara, er þurfi að þjálfa sig, og nágranna hans sem ætlar að halla sér eftir erfiðan dag. Úrskurður í slíku máli hlýtur að vera í höndum dómstóla sem skilgreina rétt manna í sam- félaginu. Þannig verða til hefðir og venjur sem síðari úrskurðir geta stuðzt við. M. (meira næsta sunnudag) H AGFRÆÐINGAR ERU líklega fjær því nú en nokkru sinni að ná samkomulagi um margar grundvallar- kenningar og -hug- myndir í hagfræði. Fyrir um það bil tveimur áratugum sner- ust nær allar umræður í hagfræði um kenningar Johns Meynards Keynes. Lang- flestir hagfræðingar aðhylltust hugmyndir Keynes og stjómmálamenn, meðvitað eða ómeðvitað, miðuðu stjómmálabaráttuna við það sem Keynes hafði kennt. Þeir vom fáir sem efuðust og færri sem ópinberlega börðust gegn „keynesismanum", en þar vom fremstir í flokki Milton Friedman og Friedrich A. Hayek, svo einhveijir séu nefndir. Friedman er foringi Chicagohag- fræðinganna, sem kenndir em við Háskól- ann í Chicago og Hayek leiðir austurrísku hagfræðingana, sem svo vom nefndir en Carl Menger og Ludwig von Mises lögðu gmnninn að hagfræði þeirra. Þeir era báðir Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði. Fáir hagfræðingar hafa haft jafnmikil áhrif á hagfræðina og John Meynard Keynes. Árið 1936 birti hann einhveija frægustu bók hagfræðinnar frá því að Adam Smith gaf út „Auðlegð þjóðanna“ árið 1776, „Almenna kenningin um at- vinnu, vexti og peninga“. Hún olli straum- hvörfum í hagfræði og stjórnmálum á Vesturlöndum. Þar leiddi Keynes m.a. rök að því að nauðsynlegt sé að auka ríkisút- gjöíd til að örva efnahagslífið og koma því út úr vítahring kreppunar. Á þriðja áratugnum var Keynes mikill talsmaður fijálsra utanríkisviðskipta, sem Adam Smith hafði sýnt fram á að væri öllum þjóðum heims fyrir bestu. David Ricardo kom fram með viðameiri og betri rök fyrir fijálsum milliríjaviðskiptum en Adam Smith hafi gert. Áhugi Ricardos á hagfræði vaknaði eftir að hann las „Auð- legð þjóðanna“. Fyrsta ritsmíð hans var grein árið 1809, þar sem hann hélt því fram að verðbólga í Englandi væri fyrst og fremst vegna þess að Englandsbanki (seðlabankinn) takmarkaði ekki framboð peninga. Opinber nefnd komst að þessari niðurstöðu tveimur áram síðar. Keynes breytti hins vegar um skoðun og á fjórða áratugnum var hann talsmaður verndarstefnu og tollamúra. „Þegar stað- reyndirnar breytast, þá breyti ég um skoð- un. Hvað gerir þú, herra minn?“ svaraði Keynes vini sínum sem gagnrýndi sinna- skipti hans og vísaði þar til kreppunnar miklu sem frjálst hagkerfi virtist ekki geta komist út úr. Áður en „Almenna kenningin“ kom út var klassísk hagfræði allsráðandi og hafði verið það allt frá dögum Adams Smiths. Auðvitað voru, líkt og nú, nokkrir sérvitr- ingar sem alhylltust marxisma en þeir höfðu lítil áhrif á Vesturlöndum. Klassísk hagfræði var í raun einföld og byggði á þeirri trú að efnahagslífinu vegnaði best þegar dkisvaldið léti það í friði. Keynes kollvarpaði fyrri hugmyndum og þegar leið á sjötta áratuginn var boðskapur hans allsráðandi. Þeir fáu hagfræðingar sem ekki létu sannfærast gerðu litlar eða engar tilraunir til að mótmæla Keynes þegar bókin kom út. Hayek, sem var kunningi Keynes, hef- ur sagt að hann hefði talið það ónauðsyn- legt að gagnrýna Keynes opinberlega, vegna þess að kenningar hans væm greini- lega stórgallaðar og myndu því aldrei ná fótfestu. Hayek, sem þá var önnum kafínn við önnur verkefni, skjátlaðist. í Cam- bridge í Massachusetts í Bandaríkjunum tóku hagfræðingar hugmyndum Keynes fegins hendi. Hagfræðiprófessorar við MIT (Massachusetts Institute of Technology) og Harvard háskóla, tóku að kenna Keynes og Paul A. Samuelson, prófessor við MIT og Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur verið leiðandi í keynesískri hagfræði um áratuga skeið. Á sjötta og sjöunda áratugnum var hagfræði Keynes ráðandi afl sem allt sner- ist um. Kenningar keynesista virtust vera réttar og ganga upp í raunveruleikanum. Stjórnmálamenn tóku þeim fegins hendi, enda lagði keynesisminn granninn að auknum ríkisafskiptum og -útgjöldum. Hlutverk ríkisins varð meira og þar með hlutverk, áhrif og völd stjórmálamanna. Þeir vom fegnir að fá „fræðilegar afsakan- ir“ fyrir halla á ríkisbúskapnum og höfðu ábendingar Keynes um að ekki ætti að vera halli á fjárlögum í góðæri, að engu. Staðreyndir breytast EN STAÐREYND- irnar breyttust í upphafi áttunda áratugarins. Geysi- legar hækkanir á olíuverði vegna að- gerða samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, og mikil verðbólga í kjölfarið gerðu keynes- istum erfitt fyrir. Þeim tókst ekki að aðlag- ast breyttum tímum, heldur héldu margir fast í kennisetninguna. Mikillar óvissu og ringulreiðar hefur gætt í hagfræði síðustu tveggja áratuga og ekkert bendir til þess að hagfræðingar geti sameinast undir einni kenningu á næstunni. Hagfræðingar geta hreinlega ekki náð samkomulagi um það hvernig hagkerfíð starfar og hvað ráði þar mestu. Og einmitt þess vegna er hagfræð- in áhugaverðari en oft áður. Á sama tíma og þetta hefur gerst hefur vantraust á efnahagsspár hagfræðinga aukist og mörg fyrirtæki í Bandaríkjunum hafa fækkað þeim starfsmönnum sem fást við spár. Bandaríska stórblaðið The Wall Street Journal benti á það fyrr á þessu ári að jafnvel opinberir aðilar hefðu efa- semuir um getu hagfræðinga að spá fyrir um þróunina. Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagði eitt sinn í angist sinni þegar hann var forseti: „Þurfum við virkilega Ráðgjafarráð hagfræðinga (Council of Economic Advisers).“ Við höfum dæmin fyrir framan okkur um það hvernig hagfræðingum hefur tek- ist að spá. í að minnsta kosti eitt ár hafa flestir hagfræðingar haldið því fram að dollarinn muni falla í verði á næstunni, mælt í öðmm gjaldmiðlum. Það gerðist ekki, en síðustu daga og vikur hefur gengi hans lækkað eitthvað. Hagfræðingar virð- ast vera sammála um að samdráttur verði í bandarísku efnahagslífi, en þeim gengur illa að koma sér saman um það hvenær sá samdráttur verður. Sumir segja að hann verði á þessu ári, aðrir halda því fram að samdráttur verði síðari hluta næsta árs, o.s.frv. Hér á íslandi eru hagfræðingar ekki sammála um það hversu alvarlegur samdrátturinn verður, en flestir virðast sannfærðir um að samdráttur verði meiri en orðið er. Spádómar hafa verið og verða alltaf varasamir, þar skiptir engu hvort um er að ræða flókna útreikninga hagfræðinga eða lestur í kaffibolla. Austurrísku hag- fræðingarnir hafa alltaf verið mótfallnir sjpám af því tagi sem hér er rætt um. Ástæðan er einföld. Það er einfaldlega ekki hægt að segja til um það hvernig einstaklingarnir, sem mynda hvert þjóð- félag, bregðast við breyttum aðstæðum og þar getur fortíðin veitt litla hjálp. Eru laun of há? ÁÐUR EN KEYNES setti kenningar sínar fram voru flestir hagfræðing- ar sannfærðir um að atvinnuleysi væri fyrst og fremst vegna þess að laun væm hlutfallslega of há miðað við verð- lag. Þetta leiddi til þess að fyrirtæki vildu ekki ráða jafnmarga til vinnu og annars. Ráð gegn atvinnuleysi var því einfalt, það þurfti að lækka laun í hlutfalli við verð- lag. Hlutfallið milli launa og verðlags eru raunlaun. Keynes hélt því hins vegar fram að atvinnurekendur væra ekki tilbúnir til þess að ráða fleiri til vinnu vegna þess að heildareftirspum í hagkerfinu væri ekki nægilega mikil. Ráð Keynes var því ein- falt; auka heildareftirspurnina með því að auka ríkisútgjöld, neyslu eða fjárfestingu. Keynes hélt því fram að í kreppu væri nær útilokað að auka fjárfestingu og því yrði annaðhvort að auka ríkisútgjöld og reka ríkissjóðs með halla ef því væri að skipta eða auka neyslu með skattalækkunum. REYKJAYIKURBREF Laugardagur 15. júlí Hann var sérstaklega hrifinn af auknum útgjöldum hins opinbera. Gagnrýnendur Keynes era margir og þá ekki síst á síðustu áram. Það má skipta gagnrýninni á Keynes í þrennt. í fyrsta lagi er greining Keynes á vandanum röng í veigamiklum atriðum. Atvinnuleysi er fyrst og fremst vegna of hárra launa, en ekki vegna þess að heildareftirspum sé of lítil. I öðru lagi era allar líkur á því að aukning ríkisútgjalda hafi lítil eða engin áhrif, þar sem einkaneysla og fjárfesting einkaaðila mun lækka að sama skapi og ríkisútgjöldin aukast. Og í þriðja lagi er ólíklegt að viðkomandi ríkisstjórn grípi til aðgerða á réttum tíma, þannig sé jafnlík- legt að ríkisstjórnin auki ríkisútgjöld þegar engin þörf sé á því og öfugt. Því skipti litlu hvort aukin ríkisútgjöld séu af hinu góða eða ekki þegar efnahagslífið glímir við kreppu. Þá má einnig benda á að Milt- on Friedman hefur leitt rök að því að kreppan á fjórða áratugnum hafi orðið verri og lengri en ella vegna aðgerða eða aðgerðaleysi bandaríska seðlabankans. Og við þetta er að bæta að verndarstefna og höft á milliríkjaviðskipti höfðu verulega neikvæð áhrif á efnahagsmálin. Framboðs- sinnar ÞAÐ MÁ SEGJA að Keynes og fylgj- endur hans séu eft- irspumarsinnar, þ.e. þeir leggja höf- uðáherslu á heildar- eftirspurn. Framboðssinnar nálgast vanda- mál efnahagslífsins frá allt annarri hlið. Þeir halda því fram að best sé að örva efnahagslífið með því að lækka skatta. Minni skattheimta eykur fjárfestingu og hvetur atvinnurekendur til athafna og launþega til vinnu. Þeir eiga það hins veg- ar sameiginlegt með keynesistum að leggja áherslu á hlutverk ríkisins í efnahagsmál- um. Að þessu leyti era þeir ólíkir öðrum frjálslyndum hagfræðingum, sem horfa frekar á einstaklinginn og einstakar ein- ingar efnahagslífsins. Kenningar framboðssinna höfðu mikil áhrif á stefnu Ronalds Reagans, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta, og róttækar skattabreytingar árið 1981 voru byggðar á þeim. Árthur Laffer, hagfræðingur, er einn forsvarsmanna framboðssinna og við hann er kennd svokölluð Laffer-kúrfa, sem lýsir sambandi skatttekna ríkisins og skattprósentu. Laffer hefur hins vegar ekki tekist að svara þeirri spurningu hversu hátt skatthlutfallið má vera. Ný-klassískir hagfræðingar, eins og Robert Lucas og Robert Barro, efast hins vegar um ágæti ríkisins og hvaða áhrif það getur haft á efnahagslífið. Þeir leggja áherslu á að markaðurinn leysi vandamál- in án íhlutana ríkisvaldsins, sem geri að- eins illt verra. Einstaklingurinn er rökvís og því geti ríkisvaldið ekki blekkt hann með aðgerðum eins og Keynes lagði til. Keynes byggði hugmyndir sínar, a.m.k. að hluta til, á því að fólk væri fáfrótt um efnahagsmál. Vegna þessa getur ríkisvald- ið blekkt launþega, sem ekki era tilbúnir til þess að samþykkja launalækkanir, með því að auka ríkisútgjöld og verðbólgu. Þetta þýðir að laun lækka að raungildi og því aukist eftirspurn eftir vinnuafli, þar sem það sé ódýrara en áður. Þessum rök- um keynesista hafna ný-klassískir hag- fræðingar og benda á að launþegar þurfi ekki doktorspróf í hagfræði til þess að skilja að meiri verðbólga rýrir kaupmátt. Við íslendingar höfum séð þetta i hvert sinn sem kjarasamningar era gerðir og launahækkanir að engu gerðar með verð- bólgu og/eða auknum sköttum. Hér er ekki rúm til að gera grein fyrir þeim fjölmörgu hugmyndum sem einkenna hagfræðina síðustu ár. Hugmyndir keynes- ista hafa þróast og breyst og oft er talað um ný-keynesista og þar era Joseph E. Stiglitz og Robert Solow framarlega í flokki. Hugmyndir peningamagnssinna, [monetarist], ættu margir að kannast við, en Milton Friedman er einn þeirra. Pen- ingamagnssinnar halda því fram að óstöð- ugleiki efnahagslífsins sé fyrst og fremst vegna óstöðuleika í peningakerfinu. Það Adam Smith John Meynard Keynes var Karl Brunner sem fyrst notaði þetta orð [monetarist] árið 1968, en hann ásamt Milton Friedman hefur verið leiðandi með- al þeirra hagfræðinga sem aðhyllast þessa kenningu. Milton Friedman hefur lagt til að framboð peninga verði takmarkað og að það verði aðeins aukið um vissan hundr- aðshluta á ári, til dæmis 3-5%. Hann hef- ur að einhveiju leyti horfið frá þessum hugmyndum og telur nú að líklega væri best að frysta peningamagnið fyrir full og allt. Og austurrísku hagfræðingarnir, sem kannski era fámennastir, fyrir utan marxista sem fæstir leggja nafn sitt við, hafa haft mikil áhrif, ekki síst hvað varð- ar ábendingar þeirra um hættuna af ríkis- afskiptum. Raunvís- indi? HAGFRÆÐINGAR hafa einnig deilt um það hvort hagfræð- in sé raunvísindi eða ekki. Hér verð- ur ekki farið út þær deilur, þó sá sem þetta ritar sé sann- færður um að hagfræðin sé og verði aldr- ei neitt annað en félagsvísindi. Samfélag manna og hinn frjálsi hugur einstaklings- ins er of flókin til að hægt sé að setja hann inn í reiknilíkan og stærðfræðiregl- ur. Hitt er víst að ákveðin „lögmál“ gilda um efnahagslífið. Hagfræðin snýst ekki síst um gildismat viðkomandi, siðferði og hugsjónir. Eitt mikilvægasta hlutverk hagfræðinga er ekki að sitja við tölvu og semja forrit til að spá fyrir um framtíðina heldur taka þátt í umræðum, benda á leiðir og lausnir — sannfæra aðra. Ein ástæða þess að umræður um efna- hagsmál hér á íslandi virðast oft rata í ógöngur er sú að hagfræðimenntuðum mönnum sem flestir eru frjálslyndir hefur ekki tekist að tala skýrt og setja hlutina í samhengi þannig að aðrir skilji. Þeir eru of oft fastir í einhveijum talnarunum sem fáir hafa áhuga á eða geta dregið ályktan- ir af. „Spádómar hafa verið og verða alltaf varasamir. Þar skiptir engu hvort um er að ræða flókna út- reikninga hag- fræðinga eða lest- ur í kaffibolla. Austurrísku hag- fræðingarnir hafa alltaf verið mót- fallnir spám af því tagi sem hér er rætt um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.