Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JULI 1989 Jón Sigurðarson, forstjóri Álafoss hf.: Fljótur að átta sig á hlutunum JÓN Sigurðarson, forstjóri Álafoss hf., hefur til- kynnt stjórn félagsins að hann hyggist láta af störfum hjá fyrirtsekinu. Jón ætlar að liefja störf hjá Fiskafurðum hf. en það fyrirtæki er í eigu tengdaföður Jóns, Péturs Péturssonar, seni kenndur hefiir verið við Lýsi. Jón er þrjátíu og sjö ára gamall, fæddur 12. mars árið 1952 og ólst hann upp á Ystafelli í Kinn. Foreldrar hans eru þau Sigurður Jónsson kennari og bóndi og Kolbrún Bjarnadóttir kennari. Jón Sigurðarson Jón stundaði nám við Mennta- skólann á Akureyri árin 1968-72, en hóf nám við Háskóla íslands haustið 1972 og var þar fram til ársins 1974 er hann hélt til Danmerkur þar sem hann lauk BS-prófi í efnaverkfræði árið 1976. Að námi loknu varð hann framkvæmdastjóri Plasteinangr- unar hf. á Akureyri, en tók síðar við framkvæmdastjórn hjá Iðnað- ardeild Sambandsins. Því starfí gegndi hann þar til hann tók við stjómartaumum hjá Álafossi hf. við samein- ingu ullariðn- aðarfyrir- tækjanna, Iðnaðardeild- ar Sam- bandsins og Álafoss, þann 1. janúar 1988. Eiginkona Jóns er Sigríður Svana Pétursdóttir og eiga þau þijú börn. Jón er íjölskyldumaður mikill og reynir að vera sem mest með íjölskyldu sinni. Hann er þó upptekinn maður mjög og frítíminn oft af skornum skammti. Jón hefur gaman af laxveiði og hann gengur einnig til ijúpna ef tími gefst til, en hann hefur mik- inn áhuga á útiveru, að sögn við- mælenda. Þá var og nefnt að Jón væri maður vel lesinn. „Það sem mér finnst einkenna drenginn er mikil vinnusemi. Hann á líka mjög auðvelt með að umgangast fólk alveg óháð stöðu þess og þannig hefur hann mikla persónutöfra," sagði Jón Árnason, gæðastjóri hjá ístess, en þeir Jón eru systkinasynir. Hann lýsti frænda sínum þannig að hann væri hlýr maður og raungóður og mjög fljótur að átta sig á hlutun- um. Anna María Jóhannsdóttir er einkaritari Jóns og sagði hún hann afburða duglegan og ósérhlífinn, en jafnframt kröfuharðan. Fleiri viðmælendur tóku í sama streng. Halldór Jóns- SVIPMYNP eftir Margréti Þóru Þórsdóttur son, fram- kvæmda- stjóri Fjórð- ungssjúkra- hússins á Ak- ureyri, sagði Jón mikinn athafnamann, sem gaman hefði að glíma við erfið verkefni. Jón hefur setið í stjórn FSA frá því á árinu 1982 og frá 1986 hefur hann verið formaðlir stjórnarinnar. „Mín reynsla af Jón er mjög jákvæð og ég er ánægður með okkar samstarf. Ég hef oft undrast það hversu fljótur hann er að setja sig inn í málin. Hann hefur bæði vilja til að vinna að þeim málum sem hér er unnið að og gefið sér tíma til að setja sig inn í hlutina. Þá hefur mér fund- ist hann ófeiminn við að taka á málum, sem eins og gefur að skilja eru oft viðkvæm. Hann reynir ekki að koma sér hjá hlut- unum, þó þeir séu erfiðir og viðkæmir," sagði Halldór. Viðmælendur blaðsins sögðu Jón áræðinn mann og óhræddan að takast á við stór og erfið verk- efni. Jón var einn af þeim mönnum sem mynduðu svokallaða for- stjóranefnd sem skipuð var síðast- liðið sumar og ætlað var að leggja fram tillögur til lausnar efnahags- vanda íslensku þjóðarinnar. Ágúst Einarsson, forstjóri Hraðfrysti- stöðvar Reykjavíkur, sat ásamt fleirum með Jóni í nefndinni. „Það var gott að vinna með Jóni, hann er fljótur að átta sig á hlutunum og er vel inni í þjóðmálunum," sagði Ágúst. Hann sagðist þess fullviss að meira ætti eftir að heyrast frá Jóni á vettvangi þjóð- málanna á næstu árum. Á vettvangi starfa sinn hefur Jón yfirleitt fengist við alvarlegri hluti, en viðmælendur blaðsins voru sammála um að hann hefði gott skopskyn, stutt væri í létt- leikann þó svo verið væri að fást við erfið verkefni. Hann ætti auð- velt með að sjá hlutina í spaugi- legu ljósi. Félagi Jóns úr Fram- sóknarflokknum, Þórarinn Egill Sveinsson mjólkursamiagsstjóri sagði þá sögu eftir Jóni, að eitt sinn er hann stakk sér í sundlaug- ina hafi honum verið hugsað til þess hversu notalegt væri að vita að þar væru allar hvalveiðar bann- aðar! Islendingur tilnefhd- ur í aðalstjórn FIDE Jóhann Hjartarson skákmeistari Norðurlanda? ÞING Skáksambands Norður- landa verður haldið innan skamms. Á fundinum verður kos- inn nýr svæðisforseti Alþjóða- skáksambandsins, FIDE, fyrir Norðurlönd, en hann á jafhframt sæti í aðalstjórn sambandsins. Danska skáksambandið hefiir tilnefiit Islending til þessa emb- ættis, Einar S. Einarsson, forseta Skáksambands íslands. Núverandi svæðaforseti er Finn- inn Eero Helme. Hann hyggst ekki gefa kost á sér áfram. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins eru miklar líkur á Jdví að Einar S. Einarsson hljóti kosningu. Hann er núverandi forseti Skáksambands Norðurlanda og því gjörkunnugur málefnum skáklistarinnar á Norð- urlöndum. Á fundinum verður í fyrsta skipti útnefndur Skákmeistari Nórður- landa. Útnefningin er fyrir árið © X MS Verðlaunapeningurinn sem Skákmeistari Norðurlanda hlýt- ur. Fullvíst er talið að Jóhann Hjartarson hljóti naihbótina. 1988. Fullvíst þykir að Jóhann Hjartarson muni hljóta nafnbótina, enda stóð hann sig langbezt allra norrænna skákmeistara á síðasta Skiptinemar í Bandaríkjunum; Heimkomuimi seinkar um tvo sólarhringa HEIMFERÐ þijátíu manna hóps AFS-skiptinema, sem verið hafa í Banda- ríkjunum í eitt ár, hefur verið seinkað um tvo sólarhringa. Unglingarn- ir, sem eru 17 og 18 ára, áttu að koma heim í gær, laugardag, sam- kvæmt skilningi AFS á Islandi, en koma ekki fyrr en á mánudagsmorg- un með vél frá Orlando í stað New York. Gréta Ingþórsdóttir, formaður AFS á Islandi, sagði þetta af- skaplega bagalegt því foreldrum hefði verið tilkynnt um komu krak- kanna fyrir mánuði þar sem flugið hefði verið staðfest þá af hálfu AFS í New York, þar sem höfuðstöðvar samtakanna væru. „Við fréttum hins vegar ekki af þessari seinkun fyrr en sl. föstudag og þá í gegnum for- eldra eins skiptinemans," sagði Gréta. AFS í New York sér alfarið um flugpantanir af þessu tagi. Gréta sagði að í þessu tilfelli hefðu flugmið- arnir verið pantaðir í gegnum danska Munur á ferskleika gámafísks þegar á markað er komið; Fiskur frá Eyjum og Suðurnesj- um tekur fram fiski af NV-landi Ástæðan einkum aðstöðumunur gagnvart skipaferðum MEÐ lauslegum samanburði á ferskleika fisks eftir byggðarlögum á fískmörkuðum í Bretlandi má sjá að fiskur frá Vestmannaeyjum og Suðurnesjum tekur físki frá Norðurlandi og Vestfjörðum fram í fersk- leika, að sögn Þórðar Árelíussonar veiðieftirlitsmanns. Hann hafði eftirlit með brezkum fiskmörkuðum síðastliðið haust. Þórður segir ástæðuna fyrst og fremst vera þann aðstöðumun, sem sé milli staða við að koma fískinum út á sem skemmstum tíma. Þórður segir að fiskur frá Norð- urlandi og Vestfjörðum komi til Reykjavíkur í gámum með strandferðaskipum og sé síðan umskipað í millilandaskip, sem hafi Vestmannaeyjar sem síðustu við- komuhöfn. Þetta þýði að selt sé á sjöunda eða áttunda degi úr gám- um, sem lestað sé í á Dalvík eða ísafirði, en fiskurinn úr Vestmanna- eyjagámunum sé ekki nema fjög- urra daga gamall. Þetta geri tals- verðan mun á ferskleikanum. Ef borið er saman verð, sem fékkst fyrir þorsk í gámum frá mismunandi stöðum, kemur í Ijós að meðalverðið er betra fyrir sunn- an en fyrir norðan og vestan. Þann- ig fengust 57,33 kr./kg fyrir þorsk frá Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn 58,35 kr./kg, Grindavík 56,62 kr./kg og Keflavík 57,94 kr./kg, samkvæmt tölum Fiskifélags Is- lands. Fyrir gámaþorsk frá Patreks- firði fengust hins vegar 49,45 kr./kg, ísafirði 50,61 kr./kg, Bol- ungarvík 52,515 kr./kg, Skaga- strönd 40,23 kr./kg og Siglufirði 56,34 kr./kg. Þórður sagði I samtali við Morg- unblaðið að hluti af ástæðunni fyrir þessum verðmismun væri einnig að smærri fiskur veiddist fyrir norðan og vestan land, Gg fyrir hann feng- ist yfirleitt lægra vero. Pað yrði hins vegar eflaust til bóta í gæoS- málutn ytra ef skip sigldu til dæm- is á ísafjörð og Dalvík og tækju gámafisk og sigldu síðan beint á markað án viðkomu á öðrum stöð- um. Þórður segir að eftir því sem næst verði komizt, fari um 30% íslenzka fisksins í frystingu, 10% í salt og reyk og 60% í fersk flök. Á Humber-svæðinu séu Glenrose, Findus, Smalles og Blue Crest stærstu frystihúsin sem kaupi fisk til frystingar og Keywood sé stærsta saltfiskvinnslan. Þessi fyr- irtæki séu háð sömu lögmálum um framboð og eftirspurn og fiskvinnsl- an hér heima. Heimsmarkaðsverð á fískafurðum ráði því hversu hátt verð þau geti greitt fyrir fisk á markaðnum. Sem dæmi um þetta megi nefna að þessi fyrirtæki, sem mikið frysti í blokk, hafí boðið allt upp í eitt pund á kíló á árinu 1987, er heims- markaðsverð á blokk var hátt. Hins vegar hafi þau helzt ekki farið upp Á fiskmarkaði í Hull fyrir 70 pens á kíló síðastliðið sum- ar' og haust, er verðið á blokkinni var lægra. Þegar mikið framboð sé af íslenzkum físki á markaðnum kaupi þessi fyrirtæki yfirleitt aðeins smærri fiskinn, þar sem hann sé á lægra verði. söluskrifstofu. Tilkynning hefði kom- ið frá höfuðstöðvunum til AFS á ís- landi þann 13. júní sl. um að búið væri að staðfesta flugið frá New York þann 14. júlí þannig að lent yrði að morgni þess 15. á Keflavíkur- flugvelli. „Foreldrarnir voru þá strax látnir vita af komudeginum og voru margir þeir, sem búa úti á landi, lagð- ir af stað til Reykjavíkur á föstúdag- inn til að ná í börnin sín þegar við loksins fréttum af seinkuninni," sagði Gréta. Einar Sigurðsson, blaðafulltnii Flugleiða, segir að óvíst sé með öllu hvernig þetta megi vera. Ljóst sé að um misskilning væri að ræða ein- hverstaðar á boðleiðinni, annaðhvort sé um að ræða misskilning af hálfu AFS eða Flugleiða. Samvinnuferð- ir-Landsýn: Erlendum ferðamöim- um flölgar um 90% BÓKUNUM erlendra ferða- manna hjá Samvinnuferð- um-Landsýn hefúr fíölgað um 90% milli ára. Á laugar- daginn komu liingað til lands tvö skemmtiferðaskip með um 1000 farþega á vegum ferðaskrifstofimnar. Annað skemmtiferðaski- panna er þýskt en hitt sænskt og er meirihluti far- þeganna Þjóðveijar eða Svíar. Leiðrétting ERINDI Katrínar Fjeldsted, sem birt var í laugardagsblaðinu, var að sjálfsögðu ekki flutt á 20 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins, eins og misritaðist í kynningu, heldur á 60 ára afmælinu. Blaðið biðst vel- virðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.