Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 36
SYKURLAUST FRA WRIGLEY’S JBFÆrJFÆAfÆ? ærtroa Efstir á blaði FLUGLEIÐIR MORGHNBLAÐID, ADALSTRÆTI '6, 101 REYKJA VÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, POSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Akureyri- Reykjavík: Ljósleiðara- samband í lok ársins „ Allar línur upptekn- ar“ úr sögunni í LOK ársins kemst vænt- anlega á beint ljósleiðara- samband milli Akureyrar og Reykjavikur, með þeirri undantekn- ingu þó að notast verður við staf- rænt radíósamband milli Reykjavíkur og Akraness. Þetta mun hafa í för með sér að rásum á strengnum norður fjölgar í 2.000 úr uni 960. Gamalkunnuga hljóðmerkið, sem gefúr til kynna að allar rásir séu uppteknar, ætti því að verða fátíðara í eyrum Reykvíkinga og Akureyringa, að sögn Páls Á. Jónssonar tækni- fræðings hjá Pósti og síma. Enn er eftir að leggja streng frá Varmá í Mosfellssveit til Akra- ness og hefur sæstrengur yfir Hval- ijörð þegar verið keyptur. Stafræna radíótengingin, sem er á milli Akra- ness og Reykjavíkur, gefur hins vegar kost á mjög góðu sambandi milli Reykjavíkur og Akureyrar og allra staða þar á milli, að sögn Páls. Páll segir að ljósleiðarastrengur- inn geti í framtíðinni borið miklu fleiri rásir, það fari eftir þeim bún- aði, sem settur sé á hann. Auk þess bjóði ljósleiðararnir upp á bein- ar sjónvarpsrásir milli staða. Óvenjuleg aðgerð: Æxli skorið af augnloki hests STÓRT æxli var fjarlægt af augnloki hests í Reykjavík nú í vikunni. Sex læknar tóku þátt í aðgerð- inni; tveir dýralæknar og fjórir, sem sérhæfðir eru í að lækna menn. Hesturinn var svæfður meðan á aðgerðinni stóð og var til þess notuð svæfingavél, sem nýlega var keypt til landsins. Hesturinn var skoðaður síðastliðinn föstudag og leit þá út fyrir að aðgerðin hefði tekist vel. Bifreið valt í Norðurárdal ALVARLEGT umferðarslys varð á þjóðveginum við Hvamm í Norðurárdal um hádegisbilið í gærdag er bíll valt þar út af veg- inum. rennt var í bílnum er óhappið varð og samkvæmt upplýsing- um sem blaðið fékk mun fólkið hafa slasast mikið. Þyrla Land- helgisgæslunnar var send á staðinn og náði hún í þá slösuðu og flutti til Reykjavíkur. Grunur ieikur á að um ölvun við akstur hafi verið að ræða. Morgunblaoiö/Porkell Dóra Guðrún Ólafsdóttir, 5 ára, frá Svínafelli í Öræfúm, færði forseta íslands blómvönd við komuna til Austur-Skaftafellssýslu í gærmorgun. Skaftfellingar heilsa forsetanum ÖræCasveit, frá Þórunni Þórsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. „SEINNA getið þið sett bekk á milli trjánna og trúlofað ykkur þar,“ sagði forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, við börn úr Öræfasveit þegar hún gróðursetti trjáplöntur í Hofshreppi í gærmorgun. Forsetinn kom til Austur- Skaftafellssýslu í gær og heimsókninni þangað lýkur síðdegis í dag. Sólarlaust var við komuna, en skömmu síðar kom sólin fram úr skýjunum. Vél flug- málastjórnar flutti forsetann til Fagurhólsmýrar, þar sem lent var laust eftir kl. 9.00 í gærmorgun. Á flugvellinum tók sýslunefnd Austur-Skaftafellssýslu á móti frú Vigdísi, Kornelíusi Sigmundssyni, forsetaritara, og konu hans, Ingu Hersteinsdóttur. Fimm ára telpa frá Svínafelli í Öræfum, Dóra Guðrún Ólafsdóttir, færði forset- anum blómvönd á flugvellinum. Þaðan var ekið í Hofgarð, þar sem forsetinn heilsaði upp á Öræfinga. Með aðstoð barna úr sveitinni, gróðursetti hún þijár tijáplöntur utan við félagsheimilið í Hof- garði. Eftir það var boðið upp á kaffi og Þorsteinn Jóhannsson oddviti í Svínafelli færði frú Vigdísi trafakefli að gjöf. Keflið er smíðað úr birki frá Skaftafelli og fagurlega útskorið. í keflið er nafn forsetans grafið og á hliðar þess ljóðlínur úr kvæðinu „Fróni“ eftir Einar Benediktsson. Vigdís þakkaði hlýjar móttökur og höfð- ínglega gjöf. Hún minntist þess þegar hún var sjálf leiðsögumaður og benti erlendum ferðamönnum á trafakefli í Þjóðminjasafninu. Þá kvaðst hún hafa sagt frá að þau væru oft gefin sem tryggða- pantar þegar ungt fólk trúlofaði sig. Því hlyti hún að álykta að hún væri nú trúlofuð Öræfingum og fullvissaðí gestgjafa sína um að þá myndi hún aldrei svíkja. Ur Hofgarði lá leiðin í þjóðgarð- inn í Skaftafelli. Þaðan var ekið að Jökulsárlóni, þar sem farið var í bátsferð. Að svo búnu var hald- ið að Hrollaugsstöðum í Borgar- hafnarhreppi og því næst í Al- mannaskarð. Eftir það var ekið að Stafafelli, komið að Reyðará og boðið var til kvöldverðar í Höfn í Hornafirði. í dag fer frú Vigdís meðal annars á Skálafells- jökul, kemur í Haukafell og Bjarnaneskirkju. Heimsókn for- seta íslands í Austur-Skaftafells- sýslu lýkur kl. 18.30 í kvöld. Tíðni bij óstkmbbameins eykst hröðum skrefum Helmingi algengara nú en fyrir röskum aldarflórðungi Á UNDANFÖRNUMÍ áratugum hefúr tíðni brjóstakrabbameins auk- ist hröðum skrefum og er talið að þrettánda hver kona á íslandi muni fá sjúkdóminn einhvern tíma á lífsleiðinni. Þrátt fyrir miklar framfarir í læknavísindum hefúr ekki tekist að sporna við þessari þróun og telja læknar litla von til þess að takist að snúa henni við í bráð. Þrátt fyrir aukna tíðni brjóstakrabbameins hefúr dánartíðnin hins vegar haldist nokkuð stöðug. Um orsakirnar fyrir aukningu á tfðni bijósta- krabbameins er lítið vitað. Upp hafa komið ýmsar kenningar, meðal annars að getnað- arvamarpillur geti aukið tíðnina, en flestar rannsóknir benda til þess að hafi þær áhrif, séu þau hverf- andi. Hér á landi hefur sem annars staðar verið gripið til margvíslegra ráða til að lækka dánartíðni kvenna sem fá brjóstakrabbamein, eins og að nýta nútímaröntgentækni til fullnustu og boða konur milli fer- tugs og sjötugs til röntgenskoðunar á bijóstum. Þessi hópskoðun hefur nú staðið í tæp tvö ár. Hún er á vegum Leitarstöðvar Krabbameins- félags íslands og mun vera.sú fyrsta, sem nær til heillrar þjóðar. Baldur F. Sigfússon, yfirlæknir röntgen- deildar Krabbameinsfélags íslands, segir að röntgenmyndataka af bijóstum sé eina greiningaraðferðin sem samkvæmt niðurstöðum er- lendra rannsókna hefur borið árangur. Þess ber þó að geta að lengri tíma þarf til að átta sig til fulln- ustu á gagnsemi rannsókna af þessu tagi og hafa sumir læknar lýst efasemdum yfir gagnsemi bijóstaskoðunar á konum undir fimmtugu. Um orsakir þess að dánartíðni af völdum bijóstakrabbameins hef- ur ^taðiö ,.í stað segir Þórarinn E. Sveinsson, yfirlæknir Krabba- meinsdeildar Landspítalans, að þekking og heildarmeðferð á bijóstakrabbameini hafi aukist mik- ið á síðari áratugum og það héldist í hendur við að halda dánartíðninni niðri. Ekki mætti þó gleyma því að aukin fræðsla leiddi til þess að kon- ur leituðu fyrr til lækna við að finna ber í bijósti og því greindist sjúk- dómurinn fyrr á ferli sínum. Baldur telur hins vegar að aukin leit eigi e.t.v. einhvern þátt í því að dánartíðni vegna sjúkdómsins hefur haldist nokkuð stöðug, þrátt fyrir vaxandi fjölda sjúkdómstilfella á ári. Hann lagði þó áherslu á að margt væri enn á huldu í þessu efni. Sjá „Baráttan við bölvaldinn“ á bls.10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.