Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 16. JÚLl 1989
8
T Tfc A ersunnudagur 16. júli. 8. sd. eftir Trinitatis.
1 UA-ijr 197. dagur ársins 1989. Árdegisflóð í Reykjavík
kl. 4.40 og síðdegisflóð kl. 17.09. Sólarupprás í Reykjavík
kl. 3.43 og sólarlag kl. 23.22. Sólin er í hádegisstað í
Reykjavíkkl. 13.34 og tunglið er í suðri kl. 00.01. (Alman-
ak Háskóla íslands.)
Elskið ekki heiminn, heldur þá hluti sem í heiminum
eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til
föðurins. (1. Jóh. 2,15.)
ÁRNAÐ HEILLA
Q fT ára afmæli. Næstkom-
í/O andi þriðjudag, 18.
þ.m., er 95 ára Jóhanna
Guðlaugsdóttir, Eskihlíð
22a hér í Rvík. Um árabil
starfaði hún sem bókavörður
í Borgarbókasafni Reykjavík-
ur. Á afmælisdaginn nk.
þriðjudag, ætlar hún að taka
á móti gestum í Víkingasal
Hjónaband. Fyrir nokkru
voru gefin saman í hjónaband
í Kópavogskirkju Hulda
Jónsdóttir og Haukur
Hauksson. Heimili þeirra er
í Hamraborg 16 þar í bænum.
Sr. Þorbergur Kristjánsson
gaf brúðhjónin saman.
ÁHEIT OG GJAFIR
Hótel Loftleiða kl. 16-18.
ára afmæli. Á morgun,
ÖU mánudag 17. júlí, verð-
ur sextugur Bjarni Gíslason,
málarameistari, Skúlagötu
55, húsvörður Frímúrara-
hússins við Borgartún. Hann
og kona hans, frú Erla Þor-
valdsdóttir, ætla að taka á
móti gestum í sal Meistara-
sambands byggingarmanna í
Skipholti 70 kl. 17-19 á morg-
un, afmælisdaginn.
Morgunblaðinu hefur ver-
ið beðið að birta eftirfarandi
skrá yfir áheit og gjafir sem
borist hafa Landakirkju í
Vestmannaeyjum á árinu
1988*
IH kr. 1.500, Sigurður
Símonarson kr. 2.000, Ásdís
kr. 1.000, SJ kr. 1.000, GS
kr. 200, Ágústa Jónsdóttir,
Suðurgötu 83, Hafnarfirði kr.
1.000, MÓ kr. 1.000, Berg-
þóra kr. 1.000, NN kr.
10.000, GK kr. 1.000, IMS
kr. 300, Björg kr. 400, NN
kr. 250, Knattspymuráð ÍBV
kr. 5.000, JMJ kr. 5.000, KÓ
kr. 1.000, SS kr. 10.000, GG
kr. 1.500, NN kr. 300, Jón í
Sigurðsson kr. 5.000, RG kr.
1.000, KP kr. 2.000, Margrét
kr. 1.000, KP kr. 2.000, GS
kr. 2.000, SS kr. 2.000, NN
kr. 1.000, Baldur Bragason
kr. 2.0000, A og L kr. 1.000,
GS kr. 5.000, LF kr. 500,
MP kr. 1.000, Knattspymufé-
lagið Týr — Tommamót kr.
10.000, KG kr. 1.000, Krist-
ján Hilmarsson kr. 1.000, KP
kr. 5.000, GS kr. 1.000,
KROSSGATAN
LÁRÉTT: - 1 óhræsi, 5
verk, 8 pípuna, 9 öflug, 11
blóma, 14 herma eftir, 15
grænmetið, 16 svikurum, 17
slæm, 19 fæðir, 21 dugleg,
22 hnettinum, 25 bekkur, 26
þjóta, 27 sefi.
LÖÐRÉTT: - 2 fum, 3
hreinn, 4 ástundaði, 5 kænn,
6 þvottur, 7 bók, 9 meinlaus,
10 styrktist, 12 lofaðir, 13
vesalingur, 18 vegur, 20
kyrrð, 21 greinir, 23 svik, 24
frumefni.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: - 1 ósára, 5 ókátt, 8 ímuna, 9 fólks, 11 ær-
una, 14 tað, 15 klóku, 16 Ingvi, 17 ráð, 19 náin, 21 kala,
22^nýrunum, 25 níu, 26 ára, 27 ben.
LÓÐRÉTT: - 2 sló, 3 rík, 4 amstur, 5 ónæðið, 6 kar, 7
tin, 9 fákænan, 10 ljóðinu, 12 unglamb, 13 aðilann, 18 áð-
ur, 20 ný, 21 ku, 23 rá, 24 Na.
Þetta er ekki óalgeng sjón úr flugvélum þegar flogið
er meðfram suðurströnd landsins. Þessir selir sem voru
að sóla sig í síðdegissólinni á fimmtudaginn héldu sig í
námunda við stóra selahjörð, sem í voru svo mörg dýr
að þau höfðu skipt fleiri tugum. Blaðamaður á Morgun-
blaðinu með flugpróf og ljósmyndarinn RAX þurftu að
bregða sér af bæ í góða veðrinu á fímmtudaginn og
fóru fljúgandi. Þeir voru yfir Meðallandsfjöru er þeir
flugu fram á þessa sóldýrkendur.
FRÉTTIR/MANNAMÓT
ÞENNAN dag fyrir 100
árum, 16. júlí 1889, var
stofhað hér í Reykjavík
nýtt félag sem hlaut nafnið
„Hið ísl. náttúrufélag". Að-
alhvatamaður að stofnun
félagsins, segir í Öldin sem
leið, var Stefán Stefánsson
náttúrufræðingur síðar
skólameistari Möðruvalla-
skóla. Síðan segir um hið
nýja félag: Tilgangur félags
þessa er að safha alls konar
íslenskum og útlendum
náttúrugripum, dýrum,
jurtum og steinum, er síðar
skulu hafðir til sýnis í
Reykjavík.
Er það hugmynd for-
göngumanns að þetta megi
vera vísir til náttúrugripa-
safns hér á landi, ef almenn-
ingur vill styðja hugmynd-
ina.
SÉRFRÆÐINGAR. í tilk.
frá heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneyti nú segir að það
hafi veitt Finnboga Jakobs-
syni lækni leyfi til að starfa
sem sérfræðingur í tauga-
lækningum hérlendis. Veitt
Þórarni Hrafni Harðarsyni
lækni leyfi til að starfa sem
sérfræðingur í hejmilislækn-
ingum og Þórði Óskarssyni
lækni, sérfræðingsleyfi í
kvenlækningum.
FÉLAGSSTARF aldraðra í
ÞETTA GERÐIST
16.
ERLENDIS:
622: Múhameskt tímabil
hefst.
1537: Franski landkönnuður-
inn kemur úr öðrum landa-
fundi sínum'í vesturvegi.
Þessi landkönnuður (1491-
1557) kom að indíánaþorpi í
Kanada sem hét Hocelaga.
Fjalli í námunda við það gaf
hann nafnið Le Mont Royal.
Borg reis í þessum tjald-
búðum indiána sem í dag heit-
ir Montreal og dregur nafn
sitt af fjallinu.
1649: Foringi uppreisnarinn-
ar í Napoli, gegn Spánvetjum
Mananiello, ráðinn af dögum.
1809: Uppreisn gegn Spán-
verjum í Efri-Perú.
1855: í breska þinginu var
samþykkt að ríkin í Ástralíu
nema Vestur-Ástralía skuli fá
sjálfstjóm.
1918: Nikulás Rússakeisari
myrtur. Grískur her sigrar
Tyrki á vígvöllum í Tyrklandi.
1925: í Iraq kemur þjóðkjörið
þing saman til fyrsta fundar.
1945: Fyrsta kjamorku-
sprengjan sprengd í Nýju-
Mexiko.
1949: Brottflutningur þjóð-
ernisstjórnar Chiang Kai-seks
frá meginlandi Kína til Taiw-
aneyjar hefst.
1951: Belgíukonungur, Leop-
old, leggur niður völd.
1962: I N-Ródesíu var úr-
júlí
skurðað að um slys hafi verið
að ræða er flugvél Dags
Hammerskjöld fórst þar.
1969: Geimfarinn Apollo II
skotið á loft frá Kanaveral-
höfða mönnuð fyrstu mönn-
unum sem lenda eiga á tungl-
inu.
HÉRLENDIS:
1627: Tyrkjaránið í Vest-
mannaeyjum.
1874: Ráðgjafi C. Klein að
nafni skipaður fyrir ísland.
1885: Bæjarfógetinn á
ísafirði, Frensmark að nafni,
látinn víkja úr starfi vegna
sjóðþurrðar.
1899: Stofndagur Hins ísl.
náttúrufræðifélags.
1932: Landabmggsverk-
smiðja finnst í Reykjavík.
1968: Flugslys er lítil eins-
hreyfilsflugvél fórst og með
henni fjórar manneskjur.
1973: Björn Jónsson tekur við
ráðherraembætti af Hannibal
Valdimarssyni sem baðst
lausnar.
1974: Geir Hallgrímsson leit-
ar eftir viðræðum um sam-
stöðu til lausnar efnahags-
vanda.
Aftnæli. Þetta er afmælis-
dagur landkönnuðarins
norska Roalds Amundsens
(1872-1929) ritara SÞ, Norð-
mannsins Trygve Lie og
bandarísku leikonunnar Gin-
ger Rogers.
Reykjavík. Næsta sumarferð-
in verður farin á þriðjudaginn
kemur 18. júlí. Er þ'að hálf-
dagsferð upp í Vatnaskóg.
Komið verður við í Saurbæj-
arkirkju á Hvalfjarðarströnd.
Lagt verður af stað frá
Hlemmi kl. 13.30. Ráðgerð
er önnur ferð í þessari viku.
Er það Þórsmerkurferð sem
farin verður nk. fimmtudag.
Lagt verður af stað kl. 8 frá
Hlemmtorgi og komið aftur í
bæinn um kvöldið. Að venju
verða með í för í þessum ferð-
um, sem og öðrum á vegum
félagsstarfsins, leiðsögumað-
ur og starfsmenn úr félags-
starfinu. Skráning og nánari
uppl. eru veittar í skrifstofu
Félagsstarfs aldraðra í
Reykjavík, s.
689670/689671.
SAMVERKAMENN móður
Tereseu halda mánaðariega
fund sinn annað kvöld, mánu-
dag kl. 20.00 á Hávallagötu
16.
FÉL. eldri borgara hefir opið
hús í dag, sunnudag, í Guð-
heimum kl. 14. Frjáls spila-
mennska og tafl. Dansað
verður frá kl. 20.
SKIPIN_____________
RE YK JAVÍKURHÖFN:
Þýska rannsóknarskipið Met-
eor fór út aftur í gær. Þá
kom Stapafell úr ferð og fór
samdægurs í ferð. Gasskipið
Ninja Tolstrup kom í gær
og fer aftur í dag. Þá er
Dísarfell væntanlegt að utan
í dag og Hekla kemur úr
strandferð.
HAFNARFJARÐAR-
HÖFN: í fyrrakvöld fór ís-
berg á ströndina. I kvöld fer
Selfoss á ströndina. Og í dag
er Hvítanes væntanlegt.
MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR 50 ÁRUM
Svo að segja á hverri
nóttu eru framdir þjófn-
aðir í matjurtagörðum
hér í bænum og næsta
nágrenni. Hér eru að
verki rabbarbaraþjófar
sem hafa gengið svo
rösklega fram í görðun-
um að garðamir em
hreinlega hreinsaðir af
öllum rabbarbara. Lög-
reglan verður að reyna
að hafa hendur í hári
þessara óþokka.
ORÐABÓKIN
Fyrir mörgum árum
Þegar ég var í skóla fyrir
hálfri öld, var mér bent á,
að óþarft væri og raunar
beinlínis rangt að hnýta ao.
síðan aftan við ofangreinda
fyrirsögn og segja: fyrir
mörgum árum síðan. Því
miður sést og heyrist þetta
samt allt of oft hjá almenn-
ingi og ekkert síður hjá fjöl-
miðlafólki. Skyldu menn þó
ætla, að því hafi einnig ver-
ið bent á í skólum, að þetta
er ekki nothæft orðalag í
vönduðu íslenzku máli. Og
auðvitað kunna margir hér
á full skil. Þetta er að sjálf-
sögðu hingað komið úr
Norðurlandamálum, þar
sem menn segja t.d. og rita
á dönsku: for mange ár sid-
en. Þar telst það víst full-
gott mál, en hjá okkur á það
ekki heima, jafnvel þótt það
hafi slæðzt inn í málið fyrir
nokkrum öldum. Ég hef
heldur aldrei skilið, hvers
vegna eða hvort mönnum
fínnst eitthvað auðveldara
að segja: Þetta gerðist fyrir
löngu síðan en segja: Þetta
gerðist fyrir löngu. Ég tala
svo ekki um það, sem ég
hef áður vikið að, þegar
notuð er so. að ske fyrir
gera og sagt er: Þetta skeði
fyrir mörum árum síðan.
Ég held menn hljóti að finna
mikinn mun á þessu og svo
aftur, þegar sagt er: Þetta
gerðist fyrírmörgum árum.
JAJ