Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 14
Í4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 Að lifa í köldu landi Seinni hluta júnímánaðar fór ég ásamt nokkrum kvennalistakonum um landið undir kjörorðinu „Konur, sláum hring um landið". Leiðin lá um Borgarfjörð, Húnavatnssýslur og SkagaQörð, að ógleymdu Snæfellsnesi, þar sem ég komst óvænt uppá Snæfellsjökul. Ferðalag- ið var bæði fróðlegt og skemmtilegt, þótt víða sé ástandið á lands- byggðinni þannig að lítil ástæða er til að gleðjast. Ferð eins og þessi er afar end- umærandi og gefandi eftir inniveru og fundarsetur vetr- arins. Með skýrslum og tölum er búið að gefa mynd af ástandinu í landinu en samtöl við fólkið sem segir frá sínum viðhorfum og erfið- leikum gefur mun skýrari mynd. Það minnir á það sem svo oft gleym- ist þeim sem alltaf eru að leysa efnahagsvandann, að fólk er ekki tölur á blaði sem hægt er að flytja til og frá og strokak út eftir þörfum. Því miður hefur viðhorf til kvenna og þeirra framlags til sam- félagsins lítið breyst. Enn eru störf kvenna lítils metin, þótt þær beri uppi undirstöðuatvinnuvegina, þær hafa lægstu launin, þær bera ábyrgð á heimili og börnum og þeg- ar samdráttur verður eins og nú, er það fyrst látið bitna á konunum. Það þarf ekki að fara víða til að átta sig á að þetta er veruleiki sem blasir við konum um land allt. Hér viljum við búa Þrátt fyrir erfiða lífsbaráttu á liðnum öldum, langa vetur og stutt sumur hefur þjóðin þraukað á því sem landið hefur gefið. Ferð um landið í sól og birtu og sú hlýja sem mætti okkur allstaðar hlýtur að styrkja okkur í því sem formæður okkar og feður hafa sagt; þetta er landið þar sem við viljum búa. Við söknum stundum sólar, en hún þarf ekki að skína nema í skamman tíma þá yljar hún svo ótrúlega og það er eins og svipt sé burtu úr hugan- um öllu neikvæðu um veðrið og aðeins hugsað til þess hve við erum gæfusöm að eiga heima í þessu stóra og kalda landi. Náttúran er ómótstæðileg, landið, hafið og sjáv- arseltan gefa kraft og þrótt til að takast á við verkefnin stór og smá. Bjargarlaus í eigin landi Það skiptir miklu að við kunnum að meta kosti landsins, lærum á dynti veðr- áttunar, kunnum að búa okkur gegn kulda og vosbúð og kom- umst upp á lag með að njóta landkos- tanna. Forfeðrum okkar tókst þetta ekki sem skyldi. Það var eins og sú menning sem þeir fluttu með sér út hingað félli ekki að aðstæðum á íslandi og þeir næðu ekki að aðlaga sig sem skyldi. Mikið skorti á að þeir kynnu að bregðast við rysjóttu veðurfari. Þeir kunnu tæpast að grafa sig í fönn né bregðast við kuldanum á annan hátt. Við þurfum ekki annað en að líta til nágranna okkar, es_k- imóa, til að sjá andstæðurnar. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna enn skortir svo mikið á að fólk þekki á eigið land og lagi sig að aðstæðum. A hveiju ári heyrum við af ijúpnaskyttum sem hafa far- ið að heiman án hjálpartækja, jafn- vel án áttavita. Það er alltof al- gengt að fólk týnist í fjöllum, ferða- menn ani uppá jökla án nauðsyn- legs búnaðar og kunn- áttu og svo mætti lengi telja. íslending- ar nútímans hafa þrátt fyrir tækni og upplýsingu ekki náð tökum á því að ferðast um eigið land og eru alltaf að lenda í hrak- förum. Til viðbótar því sem áður var kemur tæknihyggja og mátt- ur auglýsinga borgar- samfélagsins sem rýf- ur enn frekar tengslin við náttúruna og landið. Sjómennskan og hafið Undir Jökli voru fyrr á tíð einhveijar öflugustu verstöðvar á íslandi. Enn eru sjávarplássin á Snæfellsnesi meðal öflugustu útgerðarstaða á landinu. í ferðinni lagði ég leið mína í kirkjugarðinn í Olafsvík. Þar var ég minnt óþyrmilega á harða lífsbaráttu og þær fómir sem hafið hefur krafist. Sjómennimir okkar þurfa að vera viðbúnir öllum veð- mm og köldum sjó sem gerir út HUGSAÐ UPPHÁTT 1 dag skrifar Kristín Einarsdóttir þingmabur Kvennalistans. Móðir Davíðs S. Jóhanna Kristjónsdóttir Yvonne Keuls: Moren til David S. Norsk þýðing úr hollensku Gunn- ar Kagge Útg. Cappelen 1988 Sögumaður er móðir drengsihs Davids. Hún og maður hennar voru barnung, þegar David kom undir, og augljóst að sektarkenndin vegna þess að þeim — og einkum finnst móðurinni það — þykir sem þau beri ekki til hans eðlilegar til- finningar. Drengurinn er órór, sefur illa, grætur mikið og þeim finnst að eitthvað hljóti að vera að. Þau em fulivissuð um að svo sé ekki, en það sefar þau ekki. Þegar David vex úr grasi og er hinn mesti óþekktarormur ágerist þessi tilfinn- ing hjá móðurinni að þau hafi ekki rækt hann á réttan hátt í bemsku. David leiðist út í eiturlyfjaneyslu á unglingsámnum og foreldrarnir standa agndofa og ráðaiaus frammi fyrir vandanum sem þeim finnst þau eiga við að glíma. Þó svo að þau reyni allar leiðir til að hjálpa drengnum virðast öll sund iokuð, Yvonne Keuls hvert sem þau leita koma þau að lokuðum dyrum eða í besta falli skilningsleysi, að því er þeim finnst. Og meðan þessu fer fram sekkur David lengra og lengra og að því kemur að þau hjón eru farin að blekkja hvort annað, togstreitan milli þeirra vegna drengsins verður æ meiri. Þau geta ekki komið sér saman um, hvernig þau eiga að taka á málinu og fjölskyldulífið er í rauninni komið í algera kreppu. Yngri systkinin gjalda þess hvernig ástandið er milli foreldranna og að foreldrarnir hugsa aldrei um annað en David. Þau kynnast foreldrum drengsins Bernhards, sem David hefur lent í slagtogi með í upphafi. Það gæti verið Bernhard að kenna að David leiddist út á þessa braut í upphafi, en það gæti líka verið David að kenna að Bernhard gefst loksins upp og sviptir sig lífí. Uns þau fara að skilja að spurningin snýst ekki um að finna sökudólginn. Spurning- in snýst um hvemig þau eiga að lifa af og lifa með það innra með sér að David verður sennilega ekki bjargað. Þessi bók er stórmerkileg lesning og lýsir af ótrúlega miklum skiln- ingi þeirri baráttu sem aðstandend- ur eiturlyfjaneytenda þurfa að heyja til þess eins að komast sjálf af. Það er ekki allra að öðlast þann skilning enda kannski alveg á mörkunum hjá þeim; hvort þau hafa orðið að leggja of mikið í sölumar til að ná þessu stigi sem þau em á við bókar- lok. Ég hef sannarlega Iesið ýmsar bækur um þetta vandamál og hvernig eiturlyfjaneytandinn og aðstandendur hans bregðast við. Þessi finnst mér óumdeilanlega hin áhrifamesta, og það er stór ávinn- ingur að lesa hana. Hún gefur svör og eykur skilning, svo framarlega sem hægt er að tala um það þegar eiturlyfjaneytendur eru annars veg- ar. Yvonne Keuls hefur skrifað fleiri bækur um þetta efni. Á bókarkápu er þess getið að „Moren til David S“ hafi verið búið í leikritsform og verði sýnt á norsku leiksviði á þessu ári. plUfi0ílliH« ÞlaMfe í Kaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI model-ýQ' Haldin verða námskeiQ í modelstörfym 4 0 Leidbeint veróur í: -f | 1 • Göngu r •Fóröun \ •Hárgreióslu j \ •Tískuljósmyndun J Aldurshópar: 13-15,16-18,19og eldri. Leiðbeinendur verða toppfólk í sinni grein enda viljum við aðeins það besta fyrir neméndur okkar. Námskeiðin hefjast 24. júlí. Uppl. og innritun hjá Módel 79 í síma 678855 milli kl. 13 og 17 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.