Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JULI 1989 ERLENT IIMNLENT Fréttayfírlit: Kona og þrjár telpur fórust er bíl hvolfdi í á UNG kona og þrjár telpur lét- ust þegar bíll sem þær voru í valt í Bergvatnskvísl, norð- austur af Hofsjökli á sunnu- dagskvöld. Eiginmaður kon- unnar og hjón, foreldrar tveggja telpnanna, komust af en hjálp barst á þriðjudags- morgun, 36 klukkutímum eftir að slysið varð. Fólkið var allt frá Akureyri og hafði farið á tveimur jeppum upp á hálend- ið, þeirra erinda að flytja skálavörð í sæluhús Ferðafé- lags Akureyrar við Laugafell. Féll í jökulsprungu Dani, búsettur hér á landi, féll í sprungu í Snæ- fellsjökli á þriðju- dags- kvöld, og sat fastur á 40 metra dýpi í nokkra klukkutíma. Með honum var kona hans og tvö böm og sótti 15 ára sonur hans hjálp til byggða. Þyrla Land- helgisgæslunnar lenti á jöklinum og flutti manninn til byggða en hann slapp með viðbeinsbrot. Langferðabíll í á Langferðabíll með 22 Sviss- lendinga festist í Ströngukvísl í Eldgjá á mánudaginn. Fólkinu var bjargað upp með kaðli og engan sakaði. Ríkisstjórnin ræðir Qárlagagat Gat upp á tæpar 5.000 milljón- ir króna á fjárlögum þessa árs var umræðuefni sérstaks ríkis- stjórnarfundar á Þingvöllum í vikunni. Eru meðal annars rædd- ar leiðir til þess að auka innlenda lánsfjáröflun án þess að raun- vextir hækki. Ríkisstjórnin leitar einnig leiða til að aðstoða refa- bændur. Alþýðuflokkurinn hefur hafnað tillögu landbúnaðaráð- herra sem gerir ráð fyrir 4-500 milljón króna framlagi ríkisins. Grunur um PCB mengun í Sundahöín Heil- brigðis- eftirlit Reykja- víkur setti bann á endur- vinnslu gamalla ragmagnsspenna hjá endurvinnslufyrirtækinu Hring- rás, vegna gruns um að olía í spennunum kunni að vera meng- uð eiturefninu PCB. Jarðvegs- sýni bentu til þess að PCB væri að finna í jarðveginum. Hagvirki á að greiða söluskatt Ríkisskattanefnd hefur úr- skurðað að Hagvirki hf. skuli greiða 108 milljónir í söluskatt af vinnu við virkjanir á árunum 1981-85. Hefur sýslumanninum í Rangárvallarsýslu verið falið að innheimta skattinn, en inn- heimtuaðgerðum var frestað fyr- ir tveimur vikum meðan beðið var eftir úrskurði nefndarinnar. Flugfreyjur boða verkfall Flug- freyjur hjá Flug- leiðum hafa boð- að tveggja daga verkfal! á þriðjudag og miðvikudag haft ekki samist fyr- ir þann tíma. Síðasti sáttafundur stóð yfir í 30 klukkutíma. ; ERLENT Franska stjórnar- byltingin 200 ára Hátíðahöld vegna 200 ára af- mælis frönsku byltingarinnar hóf- ust formlega á fimmtudag þegar minnst var mannréttinda- yfirlýsingar franska þings- ins. Föstudaginn 14. júlí var þess minnst að 200 ár voru síðan ráðist var á Bastill- una í París. Mikið er um dýrðir í París og þar eru 30 þjóðarleið- togar heims. Þá hófst þar einnig á föstudag fundur leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims. Afvopnunartillögur NATO tilbúnar Hlé var gert á viðræðum Atl- antshafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins á fimmtudag. Þá lagði NATO fram nýjar tillögur og búist er við svari Varsjár- bandalagsins 7. september þegar viðræðumar hefjast á ný. Nokkur bjartsýni ríkir um að takist að ná samkomulagi um takmörkun hefðbundinna vopna innan þeirra tímamarka sem George Bush Bandaríkjaforseti hefur sett við- ræðunum. Papandreou kvænist Andreas Pap- andreou, fyrr- ver- andi forsæt- isráðherra Grikklands, kvæntist á fimmtudag heit- konu sinni Dimi- tru Liani, 34 ára gamalli flugfreyju. Brúðhjónin eiga bæði tvö hjónabönd að baki. Þörungaplága í Adríahafi Fulltrúadeild ítalska þingsins hefur ákveðið að verja gífurlegum fjárhæðum til að hreinsa Adría- hafið. Ferðamenn hafa verið var- aðir við að synda í sjónum við austurströnd Italíu frá Feneyjum til Ancona vegna þörungaplágu. Evrópuheimsókn Bush George Bush Bandaríkjaforseti heimsótti Pólland og Ungverja- land í vikunni. Var honum mjög vel tekið af al- menningi og í Póllandi snæddi hann meðal ann- ars kvöldverð heima hjá Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu. Bush lofaði ekki mikl- um fjárstuðningi Bandaríkja- manna við umbætur í þessum löndum en tilkynnti þó stofnun sjóða tit styrktar einkaframtaki. Reuter Flugeldasýning íParís FLUGELDUM var skotið á loft í París að kvöldi föstudags í lok hátíðarhalda á þjóðhátí- ðardegi Frakka, 14. júlí. Fulltrúar margra þjóða tóku þátt í skrautsýningu niður Champs-Elysée breiðstrætið frá Sigurboganum. Fremstir fóru Kínveijar sem minntu á lýðræðisbaráttu náms- manna þar og báru þeir höfuðbönd eins og talsmenn frelsis á Torgi hins himneska friðar fyrir blóðbaðið þar í byijun júní. ■Meðal áhorfenda voru um 30 þjóðaleiðtogar, þar á meðal frá sjö helstu iðnríkjum heims sem hófu formlegar viðræður á árlegum fundi sínum í París í gær. Þjóðaleiðtogamir funda í nýju stórhýsi í la Defénse-hverfinu í París en á fimmtudagskvöld voru þeir við fyrstu tónleik- ana í nýju Bastillu-óperunni, en sýningar hefj- ast ekki þar fyrr en í byijun næsta árs. Atvinnuleysi vex í Noregi: Stjórnin höfðar til atvinnu- rekenda að fjölga störftim Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. STÖÐUGT berast nýjar og ógn- vekjandi fréttir um atvinnuleysið í Noregi. í byijun júlí voru 87.600 manns á atvinnuleysisskrá í Nor- egi og er það nýtt met. Ríkisstjómin hélt í þá von að meiri atvinna myndi bjóðast um sumarið en nú virðist ljóst að at- vinnuleysið á eftir að vaxa er hallar sumri. Atvinnuleysið verður því fyr- irsjáanlega aðalkosningamálið í þingkosningunum í september. Verkamannaflokkurinn hefur ætíð haft „atvinnu fyrir alla“ á stefnuskránni. Fyrir fjómm ámm síðan, skömmu áður en flokkurinn tók við, hét hann því að ekki yrðu fleiri en 45.000 Norðmenn atvinnu- lausir í stjórnartíð hans. Bein afleiðing atvinnuleysisins er sú að verðlag hefur lítið hækkað í Noregi. í fyrra var verðbólgan 4,7% og er það nokkm lægra en hjá helstu viðskiptalöndum Noregs. Vextir hafa einnig lækkað og em nú í kringum 10% á fjármálamörk- uðum. Stjórnvöld vonuðust einnig til þess að lágir vextir og lítil verð- bólga myndu stuðla að aukinni fjár- festingu í atvinnulífinu en svo hefur ekki verið. Gro Harlem Bmndtland, forsætisráðherra Noregs, hefurgef- ið sterklega til kynna að hún vænti þess að atvinnurekendur leggi sitt af mörkum við að fjölga störfum. Ferð Bush til Póllands og Ungverjalands: Afturhaldsöflin óttast óeiningu í Austur-Evrópu FERÐ George Bush Bandaríkjaforseta til Póllands og Ungveija- lands í vikunni varpaði skæru ljósi á ágreininginn milli umbóta- sinna og harðlinumanna í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu. Þessi deila ógnar nú einingu ríkjanna meira en nokkru sinni fyrr. Þegar forsetinn kvaddi Pólveija og Ungveija á fimmtudag flutti hann öllum þjóðum Austur-Evrópu skýran boðskap: fetið umbóta- brautina og Bandaríkjamenn skulu beita sér fyrir því að Vestur- lönd taki sig saman um að stuðla að frelsi og hagsæld í ríkjum ykkar. Þessi boðskapur var fagnaðarefiii fyrir pólsk og ungversk sljórnvöld, sem þegar hafa komið á nokkrum umbótum. Tékkar og Rúmenar, sem ásamt Austur-Þjóðveijum og Búlgörum vilja halda í horfinu hvað sem það kostar, brugðust hins vegar ókvæða við. Bush var tekið með kostum og kynjum i Póllandi og Ung- veijalandi pg virðast vinsældir hans þar hafa valdið fjölmiðlum í öðrum ríkjum Austur-Evrópu verulegum áhyggjum. Rúmenska dagblaðið Romania Libera sagði að augljóst væri að Bush stefndi að því að skapa óeiningu á meðal kommúnistaríkjanna og blaðið sakaði hann um íhlutun í innanrík- ismál þeirra. Bush lofaði Pólveij- um 100 milljóna dollara fjár- stuðningi til að efla einkafram- takið, en Ung- veijum um fjórð- ung þeirrar fjár- hæðar. Dagblaðið Pravda í Tékkó- slóvakíu sagði að þótt þessi efna- hagsstuðningur væri ekki mjög rausnarlegur væri honum einung- is ætlað að þröngva hugsjónum og gildismati Bandaríkjamanna upp á þjóðir Austur-Evrópu. „Pen- ingunum verður varið til að efla einkaframtakið og pólitískt fjöl- ræði,“ bætti blaðið við með vand- lætingu. Ávinningur Pólveija og Ung- veija af heimsókn Bush felst ekki aðeins í þeim efnahagsstuðningi sem hann lofaði. Ávinningurinn felst einnig f þeim táknræna stuðningi sem Bush veitti þeim, sem helsti leiðtogi Vesturlanda, með því að heimsækja lönd þeirra og lýsa yfir stuðningi við frelsis- baráttu þeirra. Imre Pozsgay, sem á sæti í stjórnmálaráði ungverska kommúnistaflokksins, benti á að ferð Bush væri stóratburður í sög- unni, ekki aðeins hvað varðaði samskipti Ungveijalands og Bandaríkjanna heldur einnig með tilliti til umbó- tanna í kommún- istaríkjum Aust- ur-Evrópu. „Við erum í eðli okkar bandamenn Bandaríkja- manna og yfirlýsingar forsetans hér gætu orðið til þess að efla óháðu stjórnmálaöflin í Ungveij- alandi," hafði fréttastofan Reuter eftir Gyorgy Kadar, talsmanni Lýðræðisvettvangs Ungveija- lands. Samstaða, óháðu verka- lýðssamtökin í Póllandi, höfðu óskað eftir milljarða dala fjár- stuðningi frá Bandaríkjamönnum, en þótt slíkt sé ekki á döfinni urðu Samstöðumenn síður en svo fyrir vonbrigðum. John Sununu, skrifstofustjóri Bandaríkjaforseta, sagði að leið- togar Vesturlanda vildu ekki end- urtaka mistökin frá síðasta ára- tug, þegar milljörðum dala var sólundað í lán til kostnaðarsamra verkefna í kommúnistaríkjunum. Þess í stað vildu Bandaríkjamenn tengja efnahagsstuðninginn og lánafyrirgreiðslu við efnahagsum- bætur, enda litu þeir svo á að slíkar umbætur skiluðu ekki ár- angri án stjórnmálaumbóta. Þessi stefna er fagnaðarefni fyrir stjórnvöld í Ungveijalandi og Póllandi, því þau viðurkenna að stjórnmálaumbætur séu nauð- synlegar samfara efnahagsum- bótum og hafa þegar dregið úr völdum kommúnistaflokksins. Gamalmennin á valdastólunum í Austur-Þýskalandi, Rúmeníu og Tékkóslóvakíu geta hins vegar engan veginn sætt sig við þessa stefnu Bandaríkjamanna. Þau ótt- ast afleiðingar stjórnmálaumbóta því óánægja almennings í þessum löndum er mikil og hætta er á að upp úr sjóði verði slakað á klónni. Bush segist vona að ferð hans verði til þess að aðrar þjóðir Aust- ur-Evrópu fylgi fordæmi Ung- veija og Pólveija. Hann setur það skilyrði fyrir frekari stuðningi við Pólveija og Ungveija að þessar þjóðir stefni ótrauðar að auknu lýðræði og fijálsu hagkerfi. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hefur hins vegar marglýst því yfir að hann sé mótfallinn því að kommúnisminn verði lagður fyrir róða. Ungveijar og Pólveijar hafa þegar gengið lengra en Sovét- menn. Þótt Gorbatsjov kvarti und- an þvi að umbæturnar gangi of hægt í Sovétríkjunum mætti alveg eins búast við því að örari lýðræð- isþróun í Ungveijalandi og Pól- landi yrði honum ekki að skapi. BAKSVIÐ Eftir Boga Þ. Arason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.