Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 10
10 G8f!J LIUI. .01 HUOAQUKKU2 GIQAJaHUOH MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 • > - F . „ ■ mm JOLDI KVENNA semfær brjóstakrabbamein eykst stöðugt, Þrettánda hver íslensk kona getur búist við að íá brjóstakrabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Dánartíðnin hefur hins vegar haldist óbreytt. Af hverjum 100 konum sem greinast með brjóstakrabbamein lifa 68 í fimm ár eða lengur samkvæmt upplýsingum Krabbameinsskrárinnar. Þeir eru margir sem hafa lagt hönd á plóginn í baráttunni gegn þessum sjúkdómi í gegnum tíðina og skiljanlega ekki hægt að gera grein fyrir þeim öllum í grein sem þessari. Fengnir voru þrír sérfræðingar til að skýra nánar hugtakið brjóstakrabbamein og um leið að greina frá þeim aðferðum sem beitt er í baráttunni við þennan sjúkdóm. V d *V r. ORSÖKIN eftir Jóhannes Kára Kristinsson Hrafii Tulinius HRAFN TULINIUS, yfirlæknir Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins, var fenginn til að greina frá hugsanlegum orsökum brjóstakrabbameins, sérstaklega með tilliti til aukinnar tíðni þess. Ef við ræðum fyrst stutt- lega um orsakir sjúk- dóma almennt verður að koma fram að það eru oftast margir þættir sem valda hveijum sjúkdómi," sagði Hrafn. „Ef við tökum berkla sem dæmi þá vitum við að berklasýkillinn veldur berklum. En það er ekki þar með sagt að í hvert sinn sem einstakl- ingur kemst í tæri við sýkilinn fái hann sjúkdóminn. Þar koma fleiri þættir til, svo sem lélegt fæði og húsakostur. Faraldsfræðin hefur því komið sér upp hugtökunum orsaka- hluti, fullkomin orsök og nauðsynleg orsök. Berklabakterían er t.d. nauð- synleg orsök, en þó aðeins orsaka- hluti. Hvað krabbamein varðar höf- um við ekki nauðsynlega prsök eins og í áðurnefndu dæmi. Ýmsar að- ferðir hafa verið þróaðar til að mæla vægi hvers orsakaþáttar, þ.e. hve miklu máli skipta þeir í tilurð sjúk- dómsins. Reykingar eru t.d. stór or- sakaþáttur í sambandi við lungna- krabbamein, en aðrir þekktir orsaka- þættir krabbameina vega mun minna.“ Fáir og léttvægir orsakaþættir „Það er því erfitt að fást við hug- takið orsök. í stórum dráttum má segja að þeir orsakaþættir bijósta- krabbameins sem við þekkjum séu í raun fáir og léttvægir. Fremst í þeim flokki er fæðingarsaga konunnar. Það var frá gamalli tíð haldið að bijóstagjöf kæmi í veg fyrir bijósta- krabbamein, þ.e. að því lengur sem kona hafði barn á bijósti þeim mun minni líkur væru á því að hún fengi krabbamein. Þetta er eðlilegt ef gengið er út frá því hlutverki bijósta- kirtilsins að framleiða mjólk, það er að segja ef hann fær ekki að gegna því hlutverki gæti hann tekið breyt- ingum. Árið 1970 var gerð fjölþjóðar- annsókn á vegum Harvard-háskóla í Massachusetts í Bandaríkjunum. Sú rannsókn leiddi í ljós, að aldur konu við fyrstu fæðingu skipti mestu máli, en lengd bijóstagjafar skipti litlu eða engu máli. Niðurstöður okk- ar rannsókna hafa leitt það sama í Ijós að því viðbættu að barnafjöidi skiptir einnig máli. Við höfum ekki gögn yfir bijóstagjöf íslenskra kvenna. Þessir áhættuþættir eru hins veg- ar ekki stórir. Konu er eignast ekki sitt fyrsta barn fyrr en eftir 35 ára aldur er tvöfalt hættara við að fá bijóstakrabbamein heldur en kona sem eignast barn fyrir tvítugt, hætt- an eykst úr 5% í 10%. Síðan hafa verið gerðar margar rannsóknir og sennilega skiptir barnaíjöldi mestu máli.“ Barnafjöldi Hrafn benti á að æðri spendýr, líkt og villtir apar, væru yfirleitt annað hvort að ganga með afkvæmi sín eða með þau á spena og tölur leiddu ekki bara í ljós mun á krabba- meinstíðni kvenna sem ættu tvö og fjögur börn, heldur líka á þeim sem ættu t.d. sjö og níu böm. Ef kona eignaðist síðan um tuttugu börn yfir ævina væri þessi þáttur farinn að skipta verulegu máli. Nú á dögum skipti hann minna máli, barnafjöldi væri samt sem áður sterkasti áhættuþátturinn sem þekktist í sam- bandi við bijóstakrabbamein. „Lengd bijóstagjafar, barnafjöldi, aldur við fyrstu tíðir og fæðingu fyrsta barns, eru að sjálfsögðu þætt- ir sem við getum ekki breytt, en þeir gefa vísindamönnum þá vísbend- ingu að lengd þess hluta fijósemis- skeiðsins sem konan er hvorki þung- uð né með barn á bijósti sé orsaka- þáttur. Hvað er það sem líkaminn leggur konunni til þegar hún er að eignast börn eða með börn á bijósti? Ef það er eitthvað efni, þá gætu vísindamenn hugsanlega notað það til að lækka tíðni bijóstakrabba- meins, en eins og er hefur það ekki fundist." — Hafa komið upp einhveijar til- gátur? „Þær kenningar sem hafa komið fram um það hafa reynst haldlitlar en þær fjalla um hormón." Fj ölskyldugengi Hrafn kvað fjölskyldugengi vera annan áhættuþátt, ef kona ætti móð- ur sem fengið hefði bijóstakrabba- mein væru u.þ.b. 2,6 sinnum meiri líkur á að hún fengi sjúkdóminn en aðrar konur. Það væri hins vegar alls ekki ljóst hvort ástæðan lægi í erfðum, því það væri svo margt ann- að í umhverfi fjölskyldumeðlima sem ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.