Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989
31
degi afa síns,“ segir Hafdís.
Það gekk á ýmsu þegar átti að
kaupa kjól á brúðina. „Við vorum
á ferð í Múnchen í vor þegar ég
kom auga á búð sem seldi brúðar-
kjóla,“ segir Hafdís. „Klukkan var
að verða sex og engin bílastæði
laus í nágrenni við verslunina. Á
endanum tókst okkur að koma
bílnum fyrir og ég náði í búðina
rétt fyrir lokun. Þar fann ég kjólinn
sem ég vildi en þegar kom að því
að borga kom í ljós að búðin tók
ekki greiðslukort. Nú voru góð ráð
dýr. Eg bað konuna í búðinni að
bíða og hljóp til Haralds þar sem
hann beið í bílnum. Við þorðum
ekki að sleppa bílastæðinu en hlup-
um í gegnum miðbæinn og sóttum
ferðatékka á hótelið. Þá áttum við
eftir að finna banka. Þegar við loks
fundum einn var beðið um vegabréf
og við þurftum að fara aftur uppá
hótel. Áð lokum gátum við skipt
og ég fór til að borga kjólinn. Kon-
an beið ennþá í búðinni en ég held
hún hafi ekki fullkomlega trúað því
að eg ætlaði að kaupa hann fyrr
en ég kom með peningana. Hún
hefur eflaust verið vanari því að
fólk kæmi oft til að velta fyrir sér
hvað ætti að kaupa."
Athöfnin í kirkjunni gekk eins
og best verður á kosið. Vinkona
Hafdísar las upp kafla úr Biblíunni
og söngkonan Diddú söng „Hver
örstutt spor.“
SUMARSTARF
Sumargrín á
skólaleikvöllum
Morgunbladið/BAR
Sigurpáll Jóhannson frekar vinna við „Sumargrínið" en reyta arfa.
SH3IIHWBBMIHIIMIRSBH
imid SHiPinR Miue
Ryö er einn versti óvinur bíleigenda. Ný könnun á ryó-
myndun í flestum bílum framleiddum í dag sýnir að
NISSAN SUNNY ryögar minnst allra bíla sem kannaö-
ir voru.
NISSAN: Mest seldi japanski bíllinn í Evrópu í mörg ár.
Lánstími allt að 3 ár.
3ja ára ábyrgð.
- réttur bíll á réttum stað
Ingirar
Helgason hf.
Sævarhöfóa 2, sími 674000
IÞRÓTTA- og tómstundaráð og Vinnuskóli Reykjavíkur standa
fyrir dagskrá, sem nefnist „Sumargrín“, á skólavöllum borgarinnar
í júní og júlí. Það er sexmanna hópur frá Vinnuskóla Reykjavíkur
ásamt verkstjóra sem sér um „Sumargrínið“.
„Þetta er þriðja sumarið sem
staðið er að dagskrá af þessu tagi,“
segir Jón Eggert. „íþrótta- og tóm-
stundaráð sér um að útvera leik-
tæki en Vinnuskólinn um starfs-
krafta. Við erum tvo daga á hveij-
um stað. Aðsókin er yfirleitt góð
en hún fer töluvert eftir veðri.“
Það var gott veður á fimmtudag-
inn og mikið af krökkum á ýmsum
aldri í leiktækjunum. En hvaða leik-
tæki ætli séu vinsælust? „Kassa-
bílarnir eru tvímælaust vinsælast-
ir,“ segir Jón Eggert. „Svo fínnst
eldri krökkunum golfið mjög
skemmtilegt. Yngstu bömin eru
hrifnust af Tóta trúði [Ketill Lars-
enl.“
Nú er farið að líða að hádegi og
krakkarnir stilla sér upp í röð til
að fá andlitsmálningu. Oskirnar eru
mismunandi, sumir vilja vera sjó-
ræningjar aðrir indjánar og enn
aðrir hauskúpur og stelpurnar á
förðunarverkstæðinu gera sitt besta
til að uppfylla allar óskirnar.
Við kassabílana sér Sigurpáll
Jóhannsson um að allir fái að reyna
stóran rauðan trébíl. Sigurpáll var
í Vinnuskólanum í fyrra, „að reyta
Hópurinn ferðast milli skóla-
valla með leiktæki og uppá-
komur fyrir krakka á aldrinum
1-12 ára. Blaðamaður brá sér upp
í Hólabrekkuskóla á fimmtudag,
þar sem „Sumargrínið“ var í full-
um gangi, og ræddi við Jón Eg-
gert Bragason, verkstjóra í Vinnu-
skólanum.
arfa“, eins og hann segir sjálfur,
en finnst miklu skemmtilegra að
vinna við „Sumargrínið".
„Sumargrínið" verður á Mikla-
túni 19. júlí, í Lækjargötu 21. júlí
og við Seljaskóla 24.-25. júlí.
Þau giftu sig
■ Haraldur Aikman og
Hafdís Harðardóttir,
Reykjavík
■ Óðinn Ari Guðmundsson
og Iðunn Lárusdóttir,
Reykjavík
■ Jón Vilhjálmsson og Sú-
sanna Gunnarsdóttir,
Reykjavík
H Árni Magnússon og Gyða
Þryggvadóttir, Reykjavík
■ Sigurður Gylfason og
Hulda Arsælsdóttir,
Reykjavík
Rannsóknir hr.
Claríns á slöpp-
um bijóstum
Brjóstin eru dýrmætur en brot-
gjarn spegill i kvenleika okk-
ar" segir i auglýsingu (í Heims-
mynd) á nýju visindaundri sölu-
mennskunnar. Nú þarf engin kona
að fá slappan
barm, slitin brjóst -
né þurra húð, Hr.
Clarins hefur séð
fyrir þvi. Hann er.
samkvæmt aug-
lýsingunni, braut-
ryðjandi og
fremsti sérfræð-
ingur heims í
barinsnyrtingu.
Þetta er nú ekki amalegur titill .
strákar, þvi svo á bijóstamaðurinn .
Clarins að hafa 30 ára reynslu á .
lögun og eiginleikum kvenbijósta.
Hann hefur sett á markaðinn
krem sem fullnægir þörfum brjós-
tanna á mismunandi æviskeiðum.
Á fyrsta skeiðinu skal notað
Tonic Bust kremið og nuddtækið
Model Bust. Á öðru skeiðinu skal
notuð jurtamjólk en hún er til í
þremur mismunandi gerðum. „fer
eftir stærð bijóstanna". (T.d. blóð-
berg fyrir lítil, fjallagrös fyrir miðl-
ungs stór og kartöflugrös fyrir stór
brjóst.) Svo kemur þriðja og síðasta
skeiðið en þá skal nota brúna
hlaupkennda leðju sem kallast
Multi-Tenseur Bust og þar að auki
„húðræstikremið" Gommage Ex-
foliant og Huile Tonic. Já. konan á
að bera á sig húðræstikrem rétt
áður en hún yfirgefur þennan
heim.
Jæja, nú er bara að finna rann-
sóknarstofuna og sækja um vinnu.
Sennilega hafa innflytjendurnir
heimilisfangið og vonandi eru til-
raunadýrin af réttri spendýragerð.
Svo finnur örugglega hver rann-
sóknarmaður stærð við sitt hæfi.
Það þarf enginn karlmaður að eiga
erfitt uppdráttar í vinnunni.
Fréttamaður frá sænska sjón-
varpinu leitaði að vísu uppi eina
af þessum rannsóknarstofum i
Frakklandi (að visu ekki hjá Clar-
ins) en varð undrandi þegar hann
fann gamlan karl við stóra vél sem
eingöngu spitti út úr sér (vélin að
sjálfsögðu) kremi í mismunandi
dollur og pakkaði niður í kassa.
Verðið var i samræmi við mikil-
vægi líkamshlutanna í augum karl-
manna almennt. Bijóstakremið
dýrast, þvi næst augnkremið svo
komu slitkrem. andlitskrem.
hálskrem, handkrem. naglakrem.
naglabandakrem, fótkrem, varakr-
em og að lokum fílapenslakreip.
Sænski fréttamaðurinn varð svo
miður sín og spurði gamla mann-
inn hvort kremið breyttist þegar
það kæmi i dolluna. „Nei" sagði
gamli maðurinn „en það breytist
þegar búið er að borga fyrir það og
það komið á konuna."
Þið skulið ekki halda strákar að
launin hjá Clarins séu há en á slikri
rannsóknarstofu má ef til vill finna
konur eins og Dolly Parton sem
tryggt hefur brjóst sin fyrir milljón-
ir og hver vildi ekki vinna þarna i
sjálfboðavinnu. Vinna i þágu
mann . . .kyns!
Hvernig væri að við konurnar
reyndum að hafa peninga út úr
körlum með þvi að hefja fram-
leiðslu á kremum fyrir þá.
Við yrðum að byrja á því að úti-
loka þá um leið og þeir fara að eld-
ast, þannig að þeir neyðist til þess
að kaupa vöruna. Við gætuin t.d.
framleitt krem fyrir brjóstin á þeim.
Það er ótrúlegt hvað brjóstkassi
karlmanna er fljótur að breytast.
Svo virðist sem að um fertugt hlað-
ist fita utan á brjóstvöðvana og
framan á kviðvegginn. Ef konur
létu það angra sig færu karlarnir
örugglega að kaupa sér krem. Þeir
verða að fá það á tilfinninguna að
þeir séu eins og strætó: Þú hleypur
ekki á eftir þeim . . . tekur bara
þann næsta. Kremin gætu heitið
fituminnkandi jurtafeiti. istrueyð-
andi hlaup. háraukandi barmfroða
o.s.frv.
Síðan héldum við áfram að finna
nýjar linur, karlar eyddu heilu og
hálfu dögunum i að bera á sig allar
tegundirnar og konan hefði svig-
rúm til að gera eitthvað af viti án
þess að karlmenn þvælist fyrir.
Mikið verður svo margt um karlinn
að segja að leiðarlokum t.d.: Honum
tókst að halda barmi sinum stinn-
um fram á siðasta dag. ••
Enda, hver vill ekki mæta skap-
ara sinum með stinn bijóstin?
eftir Jóninu
Benedíktsdóttur