Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ sunnudagur ie. júlí i989 28;: RÍKISSPÍTALAR Landspítalinn -geðdeild Barna- og unglingageðdeild óskar eftir fóstru, hjúkrunarfræðingi og þroskaþjálfa til starfa í 100% störf frá 8. ágúst nk. á dagdeild. Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur Borghildur Maack, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, í síma 602500. Reykjavík, 16.júlí 1989. Skrifstofustörf Fyrirtækið er opinber stofnun í Reykjavík. Störfin felast í alhliða skrifstofustörfum s.s. ritvinnslu, tölvuskráningu, útskrift reikninga o.fl. Ekki eru gerðar kröfur til langrar starfs- reynslu af skrifstofustörfum, en áhersla lögð á að umsækjendur séu námsfúsir og viljugir til verka. Ráðningar í ofangreind störf verða sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skólavördustig la — 101 Reykjavik - Simi 621355 Deildarþroskaþjálfar Deildarþroskaþjálfar óskast til starfa á dag- vistarstofnanir Styrktarfélags vangefinna, Lyngás og Lækjarás, frá 1. september nk. eða eftir nánara samkomulagi. Dagvistar- pláss fyrir börn 2ja-6 ára í boði. Upplýsingar gefa forstöðumenn: í Lyngási sími 38228 og Lækjarási sími 39944. Styrktarfélag vangefinna. Fulltrúi (216) Þjónustusamtök óska eftir að ráða fulltrúa til að gegna ýmsum trúnaðar- og þjónustu- störfum fyrir samtökin. Hér er um að ræða fjölmenn samtök með fjölþætta starfsemi. Ráðningartími eftir samkomulagi. Starfssvið: Umsjón og skipulagning fjáröfl- unarverkefna, leiðbeininga- og kynningar- störf, erlend og innlend samskipti við viðskipta- aðila. Við leitum að: Manni með skipulagshæfileika og góða þekkingu á fjármálum. Ahugi á fé- lagsmálum, reglusemi og góð framkoma skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlegast sendið skriflegar umóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar: „Fulltúi - 216“. Hagvai ngurhf Grensósvegi 13 Reykjavík [ Sími 83666 Ráðnmgarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Arkitekt óskast í einn til tvo mánuði við spennandi verkefni. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudaginn 18. júlí merktar: „Frískur- 89.“ Matreiðslumeistari óskar eftir vinnu. Tilboð sendist augiýsingadeild Mbl. merkt: „M - 7357“. Akureyrarbær auglýsir eftir starfsmanni að vinnumiðlunar- skrifstofu. er sinni atvinnuleit fyrir fatlaða og þá aðra, sem hafa slæma samkeppnisað- stöðu á vinnumarkaði. Vinnan felst í mati á starfshæfni, ráðgjöf, atvinnuleit og stuðningi við fatlaðan starfsmann í vinnu, samstarfs- fólk hans og vinnuveitanda. Menntun í ráðgjöf, reynsla af málefnum fatl- aðra og staðgóð þekking á vinnumarkaði á Akureyri koma umsækjanda til tekna. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri Akur- eyrarbæjar í síma 96-21000. Skriflegar umsóknir með ítarlegum upplýs- ingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar starfsmannastjóra fyrir 1. ágúst nk. á sérstökum eyðublöðum, sem látin eru í té á starfsmannadeild, Bæjarskrifstofum Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri. Félagsmálastjóri. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM BRÆÐRATUNGA 400 ÍSAFJÖRÐUR Framkvæmdastjóri Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vestfjörðum vill ráða framkvæmdastjóra frá 15. ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi. Aðsetur Svæðisstjórnar er á ísafirði. Æskilegt er að umsækjendur séu félagsráð- gjafar, félagsfræðingar eða hafi menntun á sviði uppeldis en reynsla af störfum fyrir fatlaða kemur einnig til greina þegar ráða skal í starfið. Upplýsingar um starfið gefur formaður Svæðisstjórnar, Magnús Reynir Guðmunds- son í símum 94-3722 og 94-3783 (utan vinnu- tíma) og framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar í síma 94-3224. Umsóknarfrestur er til 31. júlí 1989. Umsóknir skulu sendar til formanns Svæðis- stjórnar, pósthólf 86, ísafirði. ísafirði, 12.júlí 1989. Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vestfjörðum. (lysi) Lyfjafræðingur - efnafræðingur eða matvælaf ræði ng u r óskast til starfa á rannsóknastofu Lýsis hf. Starfið er fólgið í gæðaeftirliti með hráefni og fullunnum vörum ásamt vinnu við efna- mælingar á lýsi, harðfeiti og mjöli. Starfinu fylgir einnig vinna við vöruþróun og tilraunaframleiðslu. Leitað er að starfsmanni sem getur starfað sjálfstætt. Starfið er laust frá 1. september. Umsóknir óskast sendar fyrir 24. júlí til Lýs- is hf., Grandavegi 42, 107 Reykjavík, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Upplýsingar veitir Sigurður Pálsson í síma 91-28777. Sölumenn Stórt og öflugt þjónustufyrirtæki hefur beðið okkur að útvega sér góða sölumenn til starfa við ákveðið verkefni sem stendur yfir í 7 mánuði, þ.e.a.s. frá því í ágúst 1989 til mars 1990. “ Leitað er að kraftmiklum og duglegum ein- staklingum sem tilþúnir eru að vinna langan vinnudag og um leið að leggja töluvert á sig til þess að ná árangri í starfi. f boði er skemmtilegt starf hjá nútíma fyrir- tæki ásamt góðum tekjumöguleikum. Umsóknareyðublöð ásamt frekari upplýsing- um um störf þessi veitir Teitur Lárusson á skrifstofu okkar, Hafnarstræti 20., 4. hæð. Teitur Lárusson Jf STARF-SMANNA ráðningarþjónusta. launaiitreikningar. ÞJÓNUSTA NÁMSKEIÐAHALD, RÁÐGJÖF. hf. HAFNARSTRÆTI 20, VIÐ LÆKJARTORC. 101 RLYKJAVÍK SÍMI 624550. „Au pair“ - Gautaborg Barngóð, dugleg og áreiðanleg manneskja, eldri en 18 ára, óskast á sænskt-íslenskt læknisheimili. Umsóknir ásamt meðmælum sendist auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „Barngóð - 13512“ fyrir 22. júlí nk. IÐNÞRÓUNARFÉLAG EYJAFJARÐAR HF. Tæknilegur ráðgjafi Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. óskar eftir að ráða tæknilegan ráðgjafa til starfa við félag- ið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafi störf 1. september nk. Verkefni tæknilegs ráðgjafa felast einkum í leit að nýjum framleiðslumöguleikum, mati á hugmyndum, aðstoð við vöruþróun, ásamt tæknilegri ráðgjöf við fyrirtæki. í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í upp- byggilegu umhverfi. Leitað er að duglegum og traustum aðila, karli eða konu, sem getur haft frumkvæði að verkefnum og á gott með að umgangast fólk. Áskilið er háskólapróf eða sambærileg menntun í greinum sem tengjast framleiðslu, iðnaði eða rekstrartækni. Einnig er áskilin reynsla úr atvinnulífinu. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. er fjárfestingar- og ráðgjafafyrirtæki í eigu 29 sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja á Eyjafjarðar- svæðinu. Tilgangur félagsins er að stuðla að þróun og uppbyggingu atvinnulífs i byggðum Eyjafjarðar. Starfsemi félagsins má skipta i fjóra megin þætti: - Félagið veitir fyrirtækjum og einstaklingum, sem áforma nýja starf- semi, aðstoð við að meta hugmyndir út frá tæknilegum og fjár- hagslegum forsendum. - Félagið tekur þátt í stofnun nýrra fyrirtækja með hlutafjárframlagi og veitir ráðgjöf á uppbyggingartimanum. Fólagið á nú hlut í og tekur þátt i stjórnum átta annarra hlutafélaga. - Félagið leitar markvisst að nýjum hugmyndum á eigin vegum og reynir síðan að fá einstaklinga og fyrirtæki til samstarfs um að hrinda þeim i framkvæmd. - Félagið vinnur að uppbyggingu feröaþjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu. Skriflegar umsóknir sendist framkvæmda- stjóra félagsins, Sigurði P. Sigmundssyni, Geislagötu 5, 600 Akureyri, fyrir 1. ágúst nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.