Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 70 60 50 40 30 20 10 Tíöni brjóstakrabba- meins og dánartíðni 1111 i p «111 t É I I I I '51- '56- '61- '66- '71- '76- '81- '55 '60 '65 '70 '75 '80 '85 Tíðni helstu krabbameina '58- '63- '68- '73- '78- '83- '62 '67 '72 '77 '82 '87 Efra línurit: Tíðni bijóstakrabbameins er táknuð með súlum og dánartíðni kvenna með bijóstakrabbamein táknuð með línunni sem liggur þvert yfir ritið. Tölumar á lóðrétta ásnum sýna fjölda tilfella á 100.000 konur að meðaltali á ári yfir fimm ára tíma- bil, frá 1951 til 1985. Dæmi: Ef tekið ertímabilið frá 1981 til 1985 er meðaltíðni greindra bijósta- krabbameinstilfella þessara ára 69,2 konur á 100.000 konur á ári. Tíðnin er aldursstöðluð, þ.e. gengið er út frá því að aldursdreifing þjóð- félagsins sé sú sama allt frá 1951 til 1985. Neðra linurit: Það sama gildir og fyrir efra, nema að hér er tekið meðaltal yfir fimm áratímabil, frá 1958 til 1987. gæti haft áhrif, til dæmis svipaðar matargerðarvenjur mæðgna. Þessari .spurningu væri biýnt að svara því að framhald rannsókna byggðist á þvi hvort um erfðir eða umhverfis- áhrif væri að ræða. Á sviði sameinda- erfðafræði ættu sér stað gífurlegar framfarir. Reyndist svarið vera að fjölskyldugengið sé arfbundið gæfi það vonir um stóraukinn skilning á eðli bijóstakrabbameins. „Þessir þættir sem ég hef talið upp eru á engan hátt stórir. Hvað aðra orsakaþætti varðar hefur verið bent á offitu. Við höfum ekki fundið merki um það í okkar niðurstöðum og tel ég ekki sé hægt að telja það með áhættuþáttum. Stórar rann- sóknir frá Sviþjóð sýna að hormóna- gjafir við óþægindum við tíðahvörf auka örlítið hættu á bijóstakrabba- meini.“ — Hvað með áhrif pillunnar svo- kölluðu á tíðni bijóstakrabbameins? „Vísindamenn eru ekki á eitt sátt- ir um áhrif pillunnar og niðurstöður tilrauna eru mjög misvísandi. Eitt tel ég þó vist, að ef pillan hefur áhrif, teljast þau mjög lítil. Þegar um svona litla áhættuþætti er að ræða þarf mjög stórar rannsóknir til.“ — Er þá vitað hvers vegna tíðni bijóstakrabbameins hefur hækkað svona mikið miðað við tíðni annarra krabbameina undanfarin ár? „Ef við tökum þá þætti sem við höfum fjallað um til þessa hefur margt breyst á síðustu áratugum. Fjöldi kvenna sem á engin börn hef- ur aukist og konur áttu sitt fyrsta barn seinna áður fyrr. Báðir þessir þættir ættu að minnka tíðni bijósta- krabbameins. Á móti kemur að kon- ur eiga færri börn nú en áður og hafa fyrr tíðir. Hvort tveggja ætti að auka tíðni sjúkdómsins. Ef þessir þættir eru teknir saman skýra þeir engan veginn síhækkandi tíðni bijós- takrabbameins." GREININGIN ÞANN 2. NÓVEMBER árið 1987 hófst hópskoðun með breyttri skipan til leitar að legháls- og brjóstakrabba- meini í Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins í Reykjavík. Leitin að brjóstakrabbameini felst í því að öllum konum 40-69 ára gömlum, svo og 35 ára, er boðin bijóstamynda- taka. Aðrar konur eru skoðað- ar með þreifingu og sendar til myndatöku eðatekið stungusýni ef ástæða telst til. Uti á landi hófst hópskoðun samkvæmt hinu nýja skipu- lagi hinn 21. mars 1988 í Borg- arnesi. Þá er farið hringinn í kringum landið með röntg- entæki svipaðrar gerðar og I Reykjavík. Baldur F. Sigfússon Hús Krabbameinsfélagsins við Skógarhlið, eitað var til Baldurs F. Sigfússonar, yfir- læknis Röntgendeildar Krabbameinsfélags íslands, og hann beð- inn að skýra í stuttu máli frá þeim árangri sem þessi skipulagða leit hefur borið. — Hvaða aðferðum hefur verið beitt til að greina sjúkdóminn til þessa? „Þær eru margar,“ sagði Bald- ur. „Til dæmis hafa konur verið hvattar til sjálfsskoðunar eða þær hafa verið boðaðar til hópskoðun- ar sem byggist á þreifingu eða öðrum aðferðum. I raun er þó aðeins ein aðferð sem sannað þyk- ir að lækki dánartölu af völdum sjúkdómsins, en það er röntgen- myndataka af bijóstum. Með henni má greina minni æxli en við þreifingu, ekki síst ef þau liggja djúpt. Um helming æxla sem greind eru við hópskoðun með röntgenmyndatöku er ekki hægt að greina með þreifingu.“ Hópskoðun eykur tíðni tímabundið „Frá því að röntgendeild félags- ins tók til starfa árið 1985 hefur ijöldi kvenna sem greinist með bijóstakrabbamein hækkað veru- iega, eða frá u.þ.b. 90 konum á ári upp í um 150 konur á síðasta ári“, segir Baldur. „Ef við höldum hópskoðuninni áfram og þátttak- an verður svipuð og hefur verið þá mun tíðnin hins vegar lækka aftur og nálgast það sem hún var áður. Ástæðan fyrir þessari skyndilegu hækkun er einfaldlega sú, að með aukinni leit að bijósta- krabbameini finnum við nú æxli sem hefðu hvort eð er fundist síðar, t.d. með þreifingu, en þá væri sjúkdómurinn genginn lengra og batahorfur þar af leið- andi verri.“ Aðspurður um væntanlegan árangur af leitinni hérlendis sagði Baldur erlendar rannsóknir sýna að dánartíðni kvenna, 50 ára og eldri, með bijóstakrabbamein lækkaði verulega í kjölfar slíkrar hóprannsóknar. Hins vegar væri enn verið að vega og meta hvort röntgenmyndataka á bijóstum kvenna milli fertugs og fimmtugs skilaði árangri. Baldur taldi þó fremur líklegt að gagnsemi skoð- unar á konum í þessum aldurs- hópi ætti eftir að koma í Ijós. — Nú var gerð stór rannsókn í Malmö i Sviþjóð, þar sem rann- sakaðir voru tveir hópar; í öðrum voru konur hvattar til að mæta í rannsókn, eins og hér er gert, en í hinum viðmiðunarhópnum var það ekki gert. í niðurstöðum könnunarinnar komu hóparnir svipað út. Getur þetta ekki þýtt að hópskoðanir af þessu tagi séu gagnslausar? „Nei, það tel ég mjög hæpið. Rannsóknin í Malmö er nokkrum annmörkum háð, þótt vel sé að henni staðið. Hún er í rauninni ekki sérlega stór, þátttaka var fremur léleg eins og stundum vill verða í þéttbýli, auk þess sem fjöldi kvenna úr viðmiðunarhópn- um hefur líka farið í röntgenrann- sókn á bijóstum af ýmsum orsök- um. Þessi atriði skýra sennilega að mestu leyti að marktækar tölur um gagnsemi aðferðarinnar eru ekki enn komnar fram í Malmö, andstætt því sem gerðist t.d. í margfalt stærri rannsókn með betri þátttöku í Mið-Svíþjóð, sem mikið er til vitnað.“ Baldur kvaðst einnig vilja geta þess að sérstök nefnd í Svíþjóð starfaði nú að því að endurmeta þær niðurstöður sem hefðu birst þaðan og reynt yrði síðan að steypa þeim og niðurstöðum fleiri rannsókna í Svíþjóð saman til að auka staðtölulegt gildi þeirra. Væri það einkum mikilvægt með Röntgentækið sem notað er við brjóstaskoðun. tilliti til hópsins sem greindist með bijóstakrabbamein milli fertugs og fimmtugs. Lítil æxli hlutfalls- lega fleiri nú Baldur sagði að litlum æxlum hefði fjölgað mjög í kjölfar hóp- rannsóknarinnar, einfaldlega vegna þess hve röntgentæknin greinir þau snemma. Minna væri orðið um að skurðlæknar tækju bijóst í heilu lagi, því að reynslan sýndi að svonefndur fleygskurður gerði sama gagn með geislunar- meðferð eftir á, að minnsta kosti hvað varðaði æxli minna en tveir sentimetrar. Baldur vildi að lokum benda á að hópskoðunin yrði ekki í gangi fram að 5. ágúst en hann teldi mjög mikilvægt að konur mættu í krabbameinsskoðun þegar þær fengju innköllunarbréf þess efnis. „Þátttakan mætti vera betri, ekki síst meðal kvenna yfir fimm- tugt, en í þeim hópi kvenna er árangurinn einmitt mestur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.