Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 20
Lengi vel voru samkomurnar í fyrstu kennslustofu Háskólans og sóttu þær oft á annað hundrað manns. Upp úr miðjum sjöunda áratugnum fer að dofna yfir aðsókninni og eru skýringarnar vafalaust margar. Sjónvarpið tók til starfa árið 1966 og framboð á fræðsluefni er margf- alt meira nú en fyrir tuttugu árum. A allra síðustu árum hefur aðsóknin aukist aftur. Síðasta starfsár sóttu fyrirlestrana t.d. að meðaltali tæp- lega hundrað manns. Allir félagar í Hinu íslenska nátt- úrufræðifélagi eru jafnframt áskrif- endur að tímaritinu Náttúrufræð- ingnum. Upphaflega var ritið þó ekki á vegum félagins. Þegar það hóf göngu sína árið 1931 var það gefið út af þeim Árna Friðrikssyni fiskifræðingi og Guðmundi G. Bárð- arsyni náttúrufræðingi. Guðmundur ust til Náttúrufræðistofnunar. Fé- lagið hefur einnig haft mikil áhrif til styrktar náttúruvernd á íslandi. Á aðalfundi félagsins árið 1932 var stofnuð þriggja manna nefnd til að „vinna saman með öðrum félögum að náttúrufriðun“. Nefndin samdi drög að frumvarpi um náttúruvernd sem síðan var flutt á Alþingi af Magnúsi Jónssyni prófessor. Ekki fékkst þetta frumvarp þó samþykkt. Á 60 ára afmæli félagsins árið 1949 hélt Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur og þáverandi formaður, erindi um náttúruvernd. Það var endurflutt í útvarpi og vakti menn mjög tii umhugsunar um þau mál. I framhaldi af því var stofnuð þriggja manna nefnd sem Sigurður átti sæti í, til þess að vinna frumvarp til laga um náttúruvernd. Með nokkrum stjörnufræði. Greinar um náttúru Islands eru jafnan fyrirferðarmestar. Auk þess hefur félagið t.d. gefið út veggspjöld með myndum af fuglum og plöntum og nokkra bæklinga. Nu er í undirbúningi veglegt rit um náttúru Mývatnssveitar sem félagið gefur út í tilefni af aldarafmælinu. Eins og öll rit félagsins er það ætlað almenningi en ekkert slík rit er nú til á íslensku um lífríki og jarðfræði Mývatnssveitar. Fréttabréf kemur út reglulega. Fyrirlestrar eru haldn- ir mánaðarlega yfir veturinn, alls 6 á ári. Á sumrum er efnt til ferða, bæði dagsferða og lengri ferða. Af þriggja til ijögurra daga ferðum sem boðnar hafa verið síðastliðin ár, má nefna ferðir í Öræfi, Þjórsárver. Snæfellsnes, Látrabjarg/Barða- strönd og nú í sumar, Mývatn og Esjufjöll. Af dagsferðum má nefna fuglaskoðunarferðir, grasaferðir, gönguferðir til að skoða sjávarlíf í Kollafirði. Aðrar ferðir tengjast námskeiðum á vegum félagsins, t.d. náttúruljósmyndun, greiningu mat- sveppa og söfnun tejurta. Núverandi stjórn félagsins skipa Þóra Eilen Þórhallsdóttir formaður, Hreggviður Norðdahl varaformaður, Ingólfur Einarsson gjaldkeri, Björg Þorleifsdóttir ritari og Sigurður S. Snorrason meðstjórnandi. Lokaorð Eins og sagði í upphafi þessarar greinar, var það aðalmarkmið með stofnun Hins íslenska náttúrufræði- félags fyrir eitt hundrað árum að koma upp náttúrufræðisafni. Meira en 60 ár eru liðin frá því félagið hóf að safna í hússjóð og rúm 40 frá eftir Þóru Ellen Þórhallsdóttur í DAG, 16. júlí 1989, eru eitt hundrað ár liðin frá stofiiun Hins íslenska náttúrufræðifélags. Það er því eitt elsta starfandi félag lands- ins og langstærsta félag áhugamanna um náttúru íslands og náttúru- fræði. Þótt félagið hafí lengst af verið fremur lítið og alla tíð fjár- vana, á það að baki árangursríkt starf og saga þess sýnir hveiju dugnaður og þrautseigja hugsjónamanna fær áorkað. Þegar á fyrstu árum sínum kom félagið upp náttúrugripasafni sem það átti og rak í nær 60 ár. Það hefúr lagt mikilsverðan skerf til íslenskra náttúruv- ísinda og haft veruleg áhrif á þróun náttúruverndarmála. Síðast en ekki síst hefúr Hið íslenska náttúrufræðifélag haft forgöngu um að kynna og auka þekkingu almennings á náttúru landsins. Stofhun félagsins egar félagið var stofnað, voru enn 20 ár í að Háskóli íslands yrði til og á landinu voru aðeins starf- andi þrír náttúrufræðingar, þeir Þorvaldur Thoroddsen jarðfræðing- ur, Stefán Stefánsson skólameistari og Benedikt Gröndal skáld. Þeir sem stóðu að stofnun félagsins höfðu margir verið við narh i Kaupmanna- höfn og hafa vafalaust sótt fyrir- mynd að félaginu til svipaðra félaga og náttúrugripasafna erlendis. Tölu- verður áhugi virðist hafa verið fyrir stofnun náttúrufræðifélags á þess- um árum og hafði reyndar verið stofnað íslenskt náttúrufræðifélag í Kaupmannahöfn tveimur árum fyrr eða árið 1887. Aðalhvatamenn að stofnun þess félags voru Stefán Stef- ánsson og Björn Bjarnason sýsiu- maður og stofnandi Listasafns Is- lands. Eftir að þeir fluttust heim lognaðist starfsemi Kaupmanna- hafnarfélagsins útaf, en Stefán hóf fljótlega að beita sér fyrir stofnun félags í Reykjavík. Hann átti sæti í fyrstu stjóm þess en varð samt aldr- ei formaður. Um það réð líklega mestu að meirihluti félagsmanna var búsettur í Reykjavík og þar var safn- ið en Stefán bjó norður á Möðruvöll- um. Stofnfélagar Hins íslenska nátt- úrufræðifélags voru 58 en strax eft- ir fyrsta árið voru félagar orðnir 116. I stofnskrá félagsins má sjá mörg kunnugleg nöfn, m.a. Magnús Stephensen landshöfðingja, Þórarin Þorláksson listmálara, Þórhall Bjamason biskup, Shierbeck land- lækni, Klemens Jónsson landritara, Geir Zöega kaupmann og Helga Fjeturss jarðfræðing. Fyrsta stjórnin var skipuð þeim Benedikt Gröndal skáldi, J. Jónassen landlækni, Ste- fáni Stefánssyni skólameistara, Þor- valdi Thoroddsen jarðfræðingi og Bimi Jenssyni kennara. Starfsemin gekk stundum brösulega fyrstu árin. I fundargerðarbók frá þeim tíma kvartar fyrsti formaðurinn, Benedikt Gröndal, yfir slælegri mætingu fé- laga á aðalfundi og treglegri inn- .heimtu á félagsgjöldum. Félögum ijölgaði hægt fyrstu áratugina. Á 25 ára afmæli félagsins eru þeir orðnir 168 og skiptast svo sam- kvæmt skýrslu Helga Jónssonar gjaldkera: 102 embættismenn og kandídatar, 30 verslunarmenn, 12 handverksmenn, 8 bændur, 5 kven- menn, 5 ritstjórar, 4 stúdentar og 2 dyraverðir. Náttúrugripasafnið Aðaltilgangurinn rneð stofnun fé- lagsins var, eins og sagði í 2. grein laga þess, „sá að koma upp sem fullkomnustu náttúmgripasafni á íslandi sem sé eign féiagsins og geymt í Reykjavík". Félagsmenn hófust þegar handa um söfnun nátt- úrugripa. Eftir tvö ár var kominn vísir að safni og eru gefendur þá alis taldir 40, bæði ísienskir og er- lendir. Félagið hafði Iítil fjárráð til að kaupa gripi en gefendur skiptu stundum tugum árlega. Einnig fékk það eintök í skiptum og var í sam- bandi við menn víða um land, t.d. sjómenn, um að senda félaginu sjald- séð dýr. Sex árum eftir stofnun fé- lagsins var safnið fyrst opnað al- menningi, þá í eina klukkustund á hveijum sunnudegi. Meðan félagið rak safnið, var aðsókn að því alltaf góð, oftast um 8-9.000 manns á ári þótt opnunartíminn væri stuttur. Tekjur voru eingöngu af árgjöldum því að ekki var heimtur aðgangseyr- ir í safnið, auk þess sem ríkið styrkti félagið nokkuð. Útgjöld voru kostn- aður og rekstur safnsins; húsaleiga, uppsetning náttúrugripa og innrétt- inga og svo laun safnvarða sem lengst af voru mjög lítil. Sá sem lengst og best hlúði að safninu var Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur. Var safnið að miklu leyti hans verk, auk þess sem hann var formaður félagsins í 35 ár. Nátt- úrugripasafn félagsins var gott safn á þeirra tíma mælikvarða og er með ólíkindum að svo litlu og fátæku félagi skyidi takast að koma upp slíku safni og reka það með myndar- brag í meira en hálfa öld. Safnið var hins vegar lengst af í húsnæðishraki og félagið hafði ekkert bolmagn til að reisa því hús. Árið 1947 var safnið gefið ríkinu með því skilyrði að byggt yrði yfir það. Ákveðið var að safnahúsið yrði á lóð Háskóla íslands og tengt hon- um. Ti! þess að fá fé til byggingar- innar, var lögum um happdrætti Háskólans breytt og stóðu vonir manna til að upp úr 1950 yri hafist handa. Árið 1951, fyrir 38 árum, var Náttúrugripasafn íslands, sem nú er Náttúrufræðistofnun íslands, stofnað en ekki bólaði á bygging- unni. Árið 1960 missti safnið sýning- araðstöðuna í húsi Landsbókasafns- ins við Hverfisgötu en þar hafði safnið verið fra'1908. Eftir það var safnið lokað í nær 7 ár en loks opn- að í bráðabirgðahúsnæði þar sem það er reyndar enn. í húsinu við Hlemm er safninu alltof þröngur stakkur skorinn, auk þess sem hús- næðið hentar ekki sem sýningarsal- ur. Þrátt fyrir áhuga margra hefur ekki enn verið byggt yfir safnið en vonandi verður hafist handa um það verk nú í ár þegar Hið íslenska nátt- úrufélag og safn þess eiga eitt hundrað ára afmæli. Önnur starfsemi félagsins Fyrstu áratugina var vettvangur félagsins bundinn við safnið en smám saman varð starfsemin fjöl- breyttari. Árið 1923 gekkst félagið í fyrsta sinn fyrir fræðslusamkomu. Dagsetningin kemur á óvart en er- indið var haldið milli jóla og nýárs (29. desember). Þar taíaði Helgi Jónsson grasafræðingur um nýjung- ar í íslenskri þörungafræði og Bjami Sæmundsson sagði frá sædjöflinum. Síðan hafa slík fræðsluerindi verið fastur þáttur í starfsemi félagsins. Síðan hafa slík fræðsluerindi verið fastur þáttur í starfsemi félagsins. Stefán Stefánsson skólameistari og aðalhvatamaður að stofnun félagsins. lést tveimui’ árum síðar og hélt Arni þá útgáfunni einn áfram um hríð en félagið keypti ritið árið 1941. Þá gaf félagið út Flóru íslands og styrkti útgáfu ýmissa annarra rita, t.d. rita Vísindafélags íslendinga. f byijun fimmta áratugarins hóf félagið að efna til fræðsluferða á sumrum. Fyrst í stað voru þetta ein- göngu dagsferðir en síðar skapaðist sú hefð að fara í eina lengri ferð á sumri og er hún alltaf kölluð „langa ferðin". Langa ferðin hefur jafnan verið fjölsótt og reynt að vanda til hennar eftir föngum en aðalsmerki ferða Hins íslenska náttúrufræðifé- lags hefur alltaf verið góð leiðsögn staðkunnugra náttúrufræðinga. Félagið hefur komið víðar við á ferli sínum. Frá árinu 1932 stóð það fyrir umfangsmiklum fuglamerking- um víðs vegar um land og hafði umsjón með þeim þar til þær færð- Bjarni Sæmundsson, formaður félagsins í 35 ár. breytingum fékkst frumvarpið sam- þykkt og tóku fyrstu náttúruvernd- arlögin gildi árið' 1956. Á árunum fyrir 1970 var starf- andi náttúruverndarnefnd innan fé- lagsins. Þessi nefnd beitti sér fyrir ýmsum málum og má m.a. rekja stofnun landgræðslu- og náttúru- vemdarsamtakanna Landverndar beint til atbeina hennar og Æsku- lýðssambands Islands. Nú eru félagar í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi og kaupendur að Náttúrufræðingnum um 2.000 tals- ins. Starfsemi félagsins er fjöibreytt- ari en áður þótt enn sem fyrr treysti félagið á áhugamenn og mestöll vinna fyrir það sé ólaunuð. Tímari- tið Náttúrufræðingurinn kemur út fjórum sinnum á ári og flytur fjöl- breytt efni um náttúrufræði; líffræði, jarðfræði, eðlisfræði og Mynd úr Náttúrugripasafhinu við Hverfisgötu (tekin fyrir 1914). því að félagið gaf ríkinu safnið og hússjóðinn. Enn hefur ekki /erið byggt yfir safnið og nú er illa að því búið í þröngu húsnæði. Margt hefur breyst frá því að frumkvöðlar félagsins hófu að safna steinum, dýrum og jurtum úr íslenskri nátt- úru. Nútíma náttúrufræðihús em ekki eingöngu safn dauðra hluta heldur leitast þau við að sýna náttúr- una sem lifandi og síbreytilega. Þau rúma ekki aðeins dýr, jurtir og steina heldur einnig manninn sjálfan og samskipti hans við náttúruna, og aðrar greinar raunvísinda og tækni; efnafræði, eðlisfræði og stjörnu- fræði. Þau eru staður sem börn og fullorðnir sækja sér til ævarandi ánægju og fróðleiks. Núverandi menntamálaráðherra hefur lýst áhuga sínum á að gera átak í bygg- ingu náttúrufræðihúss og skipað nefnd sem leitar nú samvinnu við aðila sem tengst gætu málinu. Já- kvæðar undirtektir hafa einnig bo- rist frá Reykjavíkurborg. Hið íslenska náttúrufræðifélag nvetur ríki, Reykjavíkurborg og stofnanir og fyrirtæki sem tengjast náttúru- fræðum að taka nú höndum saman um byggingu veglegs náttúrufræði- húss. Höfundur er formaður Hins íslenska náttúrufræðifclags. 20____,________MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 _ AÐ SÝNA NÁTTÚRUNA SEM UFANDI OG SÍBREYTILEGA /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.