Morgunblaðið - 01.08.1989, Síða 10

Morgunblaðið - 01.08.1989, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989 Álver við Eyjafíörð eftir Halldór Blöndal Nú eru 33 ár síðan Jóhann Haf- stein, þá iðnaðarráðherra, kom til Akureyrar til móts við unga sjálf- stæðismenn. Þá voru samningar um álver við Straumsvík í deiglunni. Þá var sú stefna mörkuð, að næsta álver skyldi rísa við Eyjafjörð. Hún var rökstudd með því, að óhjá- kvæmilegt væri að efla Akureyri svo, að hún gæti orðið mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Höfuðásinn í byggð landsins yrði milli þessara tveggja staða, en auk þess yrðu miðstöðvar eða byggðakjarnar í öðrum landsfjórðungum. Við sáum myndina svona fyrir okkur: Með því að greiðum samgöngum með uppbyggðum vegum yrði kom- ið á frá Olafsfirði til Húsavíkur yrðu byggðir Eyjafjarðar og Skjálf- anda eitt samfellt þjónustusvæði með gagnkvæmum viðskiptum og samskiptum. Við sjáum, að þetta hefur ræst varðandi Dalvík. Eg er þess fullviss, að hið sama muni verða uppi á teningnum varðandi Húsavík og síðar Ólafsfjörð. Við lögðum áherslu á, að nauð- synlegt væri að gera atvinnulíf fjöl- þættara og breikka grunn þess. Við fögnuðum því frumkvæði, sem Magnús Jónsson og Sjálfstæðis- flokkurinn höfðu að því að reisa kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Um leið lögðum við áherslu á, að næsta „Nú hefur iðnaðarráð- herra flokksins lýst yfír, að hann vilji stuðla að því, að álver rísi við Eyjafjörð. Það er gott að fá stuðninginn en fyrst er að sjá, hvernig honum gengur við ál- verið við Straumsvík.“ álver risi við Eyjafjörð. í tíð síðustu vinstri stjórnar gleymdist Eyjaijörður í skýrslu, Söngverk eftir J.S. Bach _________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Johann Sebastian Bach var að mestu gleymdur í ein 100 ár og ástæðan var aðallega sú, að um svipað leyti og hann lést, varð bylting í viðhorfum manna til tón- listar og hljóðfærasmíði, er leiddi til þess, að leiktækni tók ótrúlega miklum framförum, svo að menn voru því ekki aðeins að hafna gömlum stíl, heldur einnig að taka í notkun ný og „betri“ hljóðfæri. Klassísk fegurðarformfesta leysti barokkina af hólmi og göm- ul vinnutækni var lögð til hliðar en rómantísk tiifinningatúlkun tók síðan við og þá var fegurðar- formfestunni hafnað fyrir frum- leika. í „modernismanum" varð frumleikinn yfirmarkmið en þá urðu um leið merkilegar breyting- ar á flutningi tónlistar, svo að gamall tími varð ekki lengur geymdur a'söfnum. Samhliða því voru menn farnir að finna til þess að eitthvað hafði gleymst og var ekki að hafa í nýju tónlistinni og gömul vinnugildi eins og t.d. kontrapunktur urðu áhugaverð fyrirbæri, eins og heyra má hjá helstu tónskáldum nútímans. Það sem er merkilegt við sam- býli nýrrar og gamallar listar í dag, er að listamennirnir sjálfir hafa reynt að fylla í tómarýmið méð því að sækja í gamlar lindir listsköpunar og mun slíkt sambýli vera að því leyti til einstætt, að á fyrri tímum var gömlu ávallt og algeriega hafnað þegar eitt- hvað nýrra og „betra“ var að hafa í staðinn. Hvað er það sem hefur gleymst? Er það uppruna- legur einfaldleiki frumstæðrar tónlistar, seiðmagnaður undir- tónninn í gregoríanska sálma- söngnum, raddgleðin og ástin í söngverkum endurreisnarinnar, tilbeiðslan og stórlætið í verkum barokkmanna, fagurögunin í klassíkinni, tilfinningatúlkunin og rómantískar manngildishugsjónir byltingaráranna eða ef til vill eitt- hVað allt annað. Hvað svo sem vantar, þá hefur nútíma listasköp- un ekki enn náð að fullnægja sínum tíma og því horfa listflytj- endur æ meir til baka, þvi lengra sem aðrir leita eftir einhverri frumlegri framtíð, leit, sem orðin er eins konar mannfyrrt og hug- myndafræðilegt trúboð. Tónlistin eftir Johann Sebast- ian Bach er merkilegt upprifjunar- efni, stórbrotin í innri gerð sinni, jafnvel mest þar sem minnst er haft umleikis i hljóðfærum. Kant- ötumar (nærri 200) er Bach samdi til flutnings við messur eru því miður margar týndar og aðrar aðeins til sem brot. Þó er þar af nógu að taka og á tónleikum í Skálholti um síðustu helgi var fiutt kantatan Nach dir, Herr, Ann Wallström ííðluleikari stjórnaði tónleikunum. verlanget mich (nr. 150) og aría úr Siisser Trost, mein Jesus kommt (nr. 151). Tónleikunum lauk með nokkrum þáttum úr h- moll messunni. Einsöngvararnir Margret Bóasdóttir (sópran), Sverrir Guðjónsson (alt), Michael Antonio Vivaldi var sérkenni- legur maður en umfram allt mjög afkastamikið tónskáld. Fyrir utan um það bil hálft hundrað óperu- verka samdi hann á fimmta hundrað konserta, sem enn í dag njóta mikilla vinsælda, t.d. Árstí- ðirnar, konsertarnir fjórir. Sú út- gáfa á verkum Vivaldis, sem hafði hvað mest að segja fyrir þróun og sögu tónlistar, var án efa út- gáfan á op. 3, tólf konsertum, sem gefnir voru út í Amsterdam árið 1711. Fimm af konsertunum í op. 3, umritaði J.S.Bach fyrir orgel og konsertinn sem Vivaldi-tón- leikamir í Skálholti um síðustu helgi hófust á, var einn af þeim, eða op. 3, nr. 11, sem í tónverka- skrá Bachs er merktur BWV 596. Svona í framhjáhlaupi mætti skjóta því hér inn, að fróðlegt væri að heyra á einum tónleikum bæði frumgerð Vivaldis og umrit- un Bachs eða jafnvel fleiri tón- skálda sem einnig er vitað um. En allt um það. Flutningur verks- ins var sannfærandi og fallega útfærður, en einleikarar voru Lilja Hjaltadóttir, Dóra Björgvinsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir. Annað verkiðá efnisskránni var Sumarið úr Árstíðunum og ein- leikarinn var Ann Wallström, sem stjómaði leik kammersveitarinnar J. Clarke (tenór) og Ragnar Dav- íðsson (bássi), sungu bæði sem einsöngvarar og kór við undirleik kammersveitar undir stjórn Ann Wallström. Flutningurinn var í alla staði mjög góður. Margrét Bóasdóttir, sem er sérlega góð í túlkun bar- okktónlistar, söng mjög vel en sérverkefni hennar voru þijár ar- íur, fyrst Doch bin, úr fyrri kantö- tunni, þá Siisser Trost og síðast Laudamus te úr h-moll messunni. Michael J. Clarke er reyndur og góður söngvari svo sem vel mátti heyra í dúettinum Domine Deus úr h-moll messunni og í tríó aríunni úr fyrstu kantötunni. Sverrir Guðjónsson er orðinn feik- nagóður altsöngvari en hann leiddi „karlatríóið", þar sem tekin er líking af sedrastré og í Christe eleison dúettinum, úr h-moll messunni var söngur hans frá- bær, þó honum hefði hætt til að yfirgnæfa Margréti. Ragnar Davíðsson, sem er nýliði, stóð sig vel, en hann er enn í söngnámi hér heima. Ann Wallström stjórnaði tón- leikunum og það var sterkur stíll yfir flutningnum og auðheyrt að hún kann vel til verka, auk þess að vera ágætur fiðlari. og lék með sem konsertmeistari. Líklegt er að leikur ýmissa af- burðahljómsveita, sem heyra má af geisladiskum valdi nokkra um vonbrigðin með flutninginn á „Sumrinu“ sem þó var ekki illa fluttur. Síðasti konsertinn var „Nóttin“ en sá konsert er til í tveimur gerðum úr hendi tón- skáldsins. Einleikararnir vora Kolbeinn Bjamason á flautu og Rúnar Vilbergsson á fagott. Nokkuð átti Kolbeinn erfitt með að halda í við Rúnar, enda er fag- ottinn mun hljómsterkara hljóð- færi en ómþýð barokkflautan. Að öðra leiti var konsertinn þokka- lega leikinn og tónleikarnir í heild ágætir og auðheyrilega vel æfðir. Tónlist Vivaldis er svo „opinská" og skýr í framsetningu, að engu má muna í tóngæðum og tón- stöðu, svo að færastu hljóðfæra- leikarar kalla sig góða, að komast vel frá því að leika Vivaldi-kon- sertana. Auk þeirra sem nefndir hafa verið og tóku þátt í tónleikunum, vora Þórdís Stross (fiðla), Ásdís Runólfsdóttir (lágfiðla), Páll Hannesson (kontrabassi) og á sembal og orgel (á báðum tónleik- um) léku Helga Ingólfsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Hilmar Öm Agnarsson. Vivaldi í Skálholti Halldór Blöndal sem lögð var fyrir Alþingi um stór- iðjumál. Ég tók þá málið upp. Ég vakti athygli á, að við Norðlending- ar hefðum ekki gert athugasemd við, að kísilmálmverksmiðja risi við Reyðarfjörð, en þá vora veralegar vonir bundnar við, að samingar tækjust um hana. Slík verksmiðja hefði orðið minni í sniðum en álver og hentaði því Austurlandi betur. Ég lagði áherslu á, að íbúafjöld- inn á Eyjafjarðarsvæðinu væri það mikill, að kostir stórrar álverk- smiðju nýttust til fulls, þ.e. hún gæti sótt þangað alla þjónustu. Auðvitað er forsenda fyrir slíkum rekstri, að honum fylgi ekki meng- un né náttúruspjöll. Háskólinn á Akureyri hefur nú haslað sér völl í sjávarútvegsfræð- um. Það er undarlegt að sjá það haft eftir þingmanni Alþýðuflokks- ins í kjördæminu sl. haust, að há- skólinn hefði komið tveim árum of fljótt. Og annar þingmaður flokks- ins líkti háskólanum við loðdýrabú á Alþingi. Það minnir á að formað- ur sama flokks var að þvælast fyr- ir, þegar ákvörðun var tekin um, að jarðgöng yrðu sprengd í gegnum Múlann. Nú hefur iðnaðarráðherra flokksins lýst yfir, að hann vilji stuðla að því, að álver rísi við Eyja- fjörð. Það er gott að fá stuðninginn en fyrst er að sjá, hvemig honum gengur við álverið við Straumsvík. Eitthvað virðast þeir samningar ætla að ganga verr en gefið hafði verið í skyn. Auk þess era engar horfur á, að Alþýðuflokkurinn verði í færurA um að setja skilyrði, þegar álver við Eyjafjörð kemur á dag- skrá, sem betur fer. Það kemur í annarra hlut að hrinda því þjóð- þrifamáli í framkvæmd. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisttokksins í Norðurlandi eystra. • 1 Glæsilóð Til sölu er ræktuð 790 fm lóð sólarmegin við voginní Kópavogi. Einstaklega fallegt útsýni og umhverfi. Á lóð- inni er 35 fm hús í fullri leigu sem er gamall uppgerður sumarbústaður. Glæsileg byggingarlóð eða sumarhús við bæjardyrnar. Fyrirtækjasalan, Suðurveri, símar 82040 og 84755, Reynir Þorgrímsson. ■ HIÍSVANGUU BORGARTÚNI29,2. HÆÐ. ♦* 62-17-17 Stærri eignir Einb. - Digranesv. Kóp. Ca 130 fm einbhús við Digranesveg á besta stað. Parket. Fallegur garður. Bílsk. Mikið útsýni. Verð 8,9 millj. Einbýli - Vesturbergi Ca 200 fm glæsil. einb. við Vesturberg. 5-6 svefnherb. Bílsk. Ákv. sala. Laust fljótl. Lóð - Seltjnesi 830 fm eignarlóð undir einbhús við Bollagarða. Verð 2,5 millj. Einb. - Víðihvammí Kóp. Ca 225 fm fallegt vel staðsett hús, tvær hæðir og kj. Arinn í stofu. Mögul. á séríb. í kj. Ákv. sala. Laus strax. Hagst. lán áhv. Raðhús - Völvufelli 120 fm nettó raðh. á einni hæð m. bílsk. Vandaðar innr. Mikið endurn. eign. Snjóbræðsla í stéttum. Húsið getur losnað fljótl. Einb. - Hraunbrún Hf. Rúmgott einbhús á tveimur hæðum við Hraunbrún. Mögul. á 2ja herb. íb. á neðri hæð. Húsið afh. tilb. u. trév. að innan, fullb. undir máln. að utan. Skipti á 3ja-5 herb. íb. mögul. Tvöf. bílsk. Sérh. - Holtagerði Kóp. 120 fm nettó falleg efri sérh. í tvíb. Nýtt rafm. Bílsk. m. opnara. Gott út- sýni. Garður í rækt. Verð 8,5 millj. Sérh. - Grundum Kóp. 130 fm nettó falleg efri sérh. í tvíb. 3ott útsýni. Parket. Bílsk. Verð 8,5 m. íbhæð - Austurbrún Falleg íb. á 1. hæð í fjórb. Þvottaherb. innan íb. Blómaskáli. Bílsk. Ákv. sala. 4ra-5 herb. Flúðasel m. bílag. 100 fm glæsil. íb. i blokk. Ný Ijós innr. Þvottaherb. innan ib. Verð 6,3 millj. Fífusel - suðursv. Vantar eignir með nýjum húsnlánum Höfum fjölda kaupenda að 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. með nýjum húsnæðislánum og öðrum lán- um. Mikil eftirspurn. Grettisgata - laus Ca 109 fm nettó falleg íb. á 2. hæð. Nýl. rafmagn og þak. Ekkert áhv. Hátt brunabótamaL______________ Kaplaskjv. 60% útb. Ca 117 fm nettó glæsil. endaíb. í lyftuhúsi (KR-blokkin). Parket. Vandaðar innr. Verð 8,0 millj. Útb. 4,7 millj. Barmahlíð Ca 92 fm falleg rishæð í þríb. Manng. ris yfir allri íb. Verð 4,9 millj. 3ja herb. Vesturborgin - nýtt Fjórar 3ja herb. íb. á 2. og 3. hæð. Selst tilb. u. trév. að innan, fullb. að utan. Frág. lóð. Afh. í mars ’90. Álftamýri Góð 3ja herb. íb. m. suðursv. Áhv. 2,0 millj. hagst. lán. Kríuhólar - lyftuh. 80 fm falleg íb. á 4. hæð. Suðvestursv. Verð 4,7 millj. Miðborgin Ca 78 fm björt og falleg íb. á horni Hverfisgötu og Vatnsstígs. Ekkert áhv. Hátt brunabótamat. Verð 4,5 millj. Hraunbær Ca 81 fm falleg íb. á 3. hæð. Suðvest- ursv. Hagst. lán áhv. Hátt brunabmat. Grensásvegur Ca 80 fm mjög góð íb. Ný eldhúsinnr. Gott útsýni. Vestursvalir. Verð 4,7 millj. 2ja herb. Óðinsgata - nýuppg. Góð nýuppg. kjíb. Verð 3,1 millj. Skógarás - nýl. íb. Rúmg. 2ja herb. íb. á jarðh. Vandaðar innr. Sérþvh. Suðurverönd. Bílsk. Góð lán áhv. Hrísateigur/ný uppg. 103 fm nettó falleg íb. á 3. hæð. Þvotta- herb. innaf eldh. Verð 6,0 milíj. Seljabraut - ákv. sala 100 fm nettó björt og falleg íb. á 3. hæð. Þvottahús innaf eldhúsi. Laus 1. sept. Hátt brunabótamat. Verð 6 millj. hstjpi. nau urunaDOiai PH FiimbogiKii pHi Guðmundur Glæsil. 62 fm nettó 2ja herb. kjíb. Sér- inng. Sérþvh. Parket og nýjar innr. Verð 3,9 millj. Snorrabraut - ákv. sala 50 fm góö íb. á 1. hæð. Áhv. veðdeild 650 þús. Verð 3,1 millj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.